Þjóðviljinn - 17.09.1977, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 17.09.1977, Qupperneq 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 17. september 1977 Eyvindur Erlendsson leikstjóri Skjaldhamra í Finnlandi: Gekk elns vel og hugsast gat Eyvindur Erlendsson leikstjóri er nú nýkominn heim frá því að færa upp Skjaldhamra eftir Jónas Árnason i Vasaleikhúsinu i Östbotten i Finnlandi. Þjóðviljinn náði tali af honum og spurði um við- tökur og sagði hann að bæði uppfærslan og viðtök- ur hefðu gengið eins vel og hægt væri að h'jgsa sér um eitt leiksviðsverk. Við höfum 2 æfingar á dag i heilan mánuð og frumsýningin var svo 3. sept. Við fengum prýðisgóðar undirtektir, nema i einu blaði, og það vissum við fyrirfram um. Þar var á ferðinni skandinaviski intellektúalism- inn sem ekki má sjá neitt alþýð- legt. 1 Vasaleikhúsinu er ieikiö á sænsku, en i borginni búa 50—60 þúsund manns, en meiri hluti þeirra eru finnskumælandi og sumir þeirra skilja ekki sænsku. Nú stendur til að gera Vasaleik- húsið héraðsleikhús fyrir östbott- en, en þar búa um 200 þúsund manns. Lyvindur Lrlendsson. Eyvindur sagði aö leikararnir i Vasaleikhúsinu væru mjög góðir og sérstaklega væri áberandi hversu þessu leikhúsi er vel stjórnað. öll vinnutilhögun er með þvi móti að ná fram hámarksafköstum. 1 Þjóðviljanum á sunnudag verður nánar sagt frá blaðaskrif- um um Skjaldhamra og Jónas Arnason i finnskum blöðum. —GFr Alþýöubandalagið i Kópavogi Félagsfundur Almennur félagsfundur verður haldinn i Þinghól mánudaginn 19. september kl. 20.30. Fundarefni: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Uppstill- ingarnefnd AB i Reykjaneskjördæmi kynnir hugmyndir um vinnu- brögð við uppstillingu, m.a. drög að reglugerð um forval. Umræður verða á eftir. 3. önnur mál. Félagar eru hvattir til að mæta. — AB-Kópavogi. Allt vid þad sama í Schleyer-málinu BONN 16/9 Reuter — Helmut Schmidt, kanslari Vestur-Þýska- lands, hefur frestaö opinberri ferö til Póilands, sem átti aö byrja á mánudaginn, vegna ráns- ins á iöjuhöldinum Hanns-Martin Schleyer. Sagði talsmaöur stjórn- arinnar aö Schmidts væri mikil þörf i Bonn meðan veriö væri aö semja viö mannræningjana um aö Schleyer yrði látinn laus. Viö- ræöum Schmidts við James Call- aghan, forsætisráöherra Bret- lands, sem fram áttu aö fara i siö- ustu viku, var einnig frcstaö vegna mannránsins. Nú eru tólf dagar siðan Hanns- Martin Schleyer var rænt i Köln, og hafa mannræningjarnir fimm sinnum sett stjórninni úrslita- kosti og hótað að bana fanganum ef ekki verði gengið að kröfum þeirra fyrir ákveðinn tima. En vestur-þýska stjórnin telur þó aö Schleyer sé enn á lifi. Svissneski lögfræðingurinn Denis Payot, for- maður mannréttindasamtakanna i Genf, hefur verið milligöngu- maður milli stjórnarinnar og mannræningjanna, en stjórnin hefur neitað að láta nokkuð uppi um samningaþófið. Það hefur kvisast út að sérstakir sendimenn hafi verið sendir til Alsir til að spyrja Houari Boumedien, for- seta landsins, hvort hann myndi veita mannræningjunum hæli, en vestur-þýska stjórnin hefur neit- að að segja nokkuð um þennan orðróm. Yfirvöldin hafa heldur ekki viljað staðfesta eða bera til baka orðróm um að þau hafi feng- ið i hendur myndsegulband með nýjum (jröfum frá ræningjunum og nýjum sönnunum fyrir þvi að Schleyer sé enn á lifi. BRIDGE Framhald af bls. 11 4 spaða sögn Harðar er góð, en nokkuð er hún djörf þar sem 2ja spaða sögn Þórarins er þvinguð! og lofar varla meiru en þremur smáspilum i spaða. Vestur spilaði út hjarta gosa og blindur átti slaginn á ás. Þórar- inn tók nú ás og kóng i tigli, og þegar drottningin kom spilaði han tigul sjöunni frá blindum. Austur kastaði hjarta (sem er rangt) og gosinn áttislaginn. Nú var hjartað trompað i boröi og tigul tíu spilað. Júgóslavinn trompaði, Þórarinn yfirtromp- aöi með drottningunni, tók ás og kóngA trompi og spilaði Austri inn á spaða gosa. Austur var nú endaspilaður, átti ekkert nema lauf, og varð að spila frá kóngn- um (athugið hvað gerist ef hann hendir ekki hjarta fyrr i spil- inu). Þórarinn vann þvi 5 spaða og það gerði 990 til íslands. A hinu borðinu spiluðu Júgóslavarnir 3 grönd sem unn- ust eftir að sagnhafi „fiskaði” tiguldrottninguna aðra i Austur. Það gerir 600 og tslendingarnir fengu þannig 390 út úr spilinu. En þessi smásveifla dugði skammt. Leikurinn tapaðist með 4 vinningsstigum gegn 16. Kóreumaður á Everest Katmandu 16/9 Reuter — 28 ára gamall suður-kóreskur fjall- göngumaður kleif i gær hæsta fjall jarðar, Everest-fjall á lanla- mærum Nepals og Tibets. Ko Sang—Don er fyrsti kóreumaður- inn sem kemst upp á tind Ever- est-fjalls og stóð hann þar i klukkutima ásamt burðarmanni sinum af sherpa-þjóðflokki. r WÓDLEIKHÚSIÐ Sala á aðgangskortum stendur yfir. Fastir frumsýningagestir, vinsamlegast vitjið korta yðar sem fyrst. Miðasala 13,15 til 20. Simi 1- 1200. i.HiKKf-;iA(; 2(2 22 RKYKJAVlKlJR GARY KVARTMILLJÓN Önnur sýning i kvöld. Uppselt. Grá kort gilda. Þriðja sýning sunnudag kl. 20,30. Rauð kort gilda. Fjóröa sýning fimmtudag kl. 20,30. Blá kort gilda. SKJALDHAMRAR 144. sýning föstudag kl. 20,30. Miöasala i Iðnó kl. 14-20.30, simi 1-66-20. Askriftarkort eru afgreidd i skrifstofu L.R. I dag kl. 10-15, simi 1-31-91 og 1-32-18. Kolmunnavinnsla Framhald af bls. 1 er að auglýsa rækilega eftir verkafólki til aö vinna aflann, en það virðist vera mjög erfitt að fá það, sagði Trausti. Hérna vinna 5—6 manns úr Rannsóknarstofn- un fiskiðnaðarins, 3 strákar úr Fiskvinnsluskólanum og ýmsir kunningjar minir og vinir úr Reykjavik, td. sérðu þarna á lyftarianum viðskiptafræöing úr Seðlabankanum sem ég grátbað að koma hingað til hjálpar. Ýmsar nýjungar eru i vélabún- aði ma. vél sem Trausti hefur fundið upp. Það er einföld og ódýr vél sem tekur slógið innan úr fisk- inum án þess að taka hausinn af. I Nigeriu vilja þeir hausana með i skreiðinnlog hundar i Sviþjóð éta áreiðanlega hausana ekki siður en annað. Þessi vél veldur mun betri nýtingu á fiskinum, sagði Trausti að lokum. Qpr Til Sjávarfrétta, Artnúla 18, pósthólf 1193, Rvfk Óska eftir áskrift. Nafn: Heimiusfang: aimi: sjóvarfréttir Meðal efnis: • Á döfinni: Kolmunni til manneldis. Rætt við dr. Björn Dagbjartsson. • Markaðsmál: tslenska útflutningsmið- stöðin. Flytur út 40% rækjuframleiðslunn- ar. • Lifrarvinnsla: Sjávarfréttir halda áfram að fjalia um bætta nýtingu lifrarinnar. • Útgerðin: Reynsla Fiskiðjusamlagsins á Húsavik af rekstri skuttogara. • Nýjungar: Loftlinan. Ný tegund fiskilinu, sem hefur gefið góða raun. Á miðunum: Með Berki NK 122 á kol- munnaveiðum. • Fiskverð — aflabrögð: Verð á ýmsum mörkuðum og afli fyrstu sex mánuðina. • Farskip: Skipakaup Eimskipafélagsins. Og fleira og fleira. Sjávarfréttir — sérrit sjávarútvegsins.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.