Þjóðviljinn - 17.09.1977, Síða 16

Þjóðviljinn - 17.09.1977, Síða 16
DJOÐVIUINN Laugardagur 17. september 1977 Aöalsími Þjóöviljans er 81333 kl. 9-2ománudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. ---------"i <.i 81333 Kinnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóöviljans í sima- skrá. v. Rœtt við forstjóra Alafoss 300 tonn af lopa flutt til útlanda árlega Konur sem prjóna lopapeysur fyrir útflutningsfyrirtæki hafa bent á þá staðreynd aö mikiö inagn lopa, íslenskra mynstra og óunninnar ullar er selt úr iandi af sömu fyrirtækjum. Þjóðviljinn hafði I gær sam- band við Pétur Eiriksson, for- stjóra Alafoss, og innti hann eftir þvi, hversu mikið Alafoss flytti út af framangreindum vörum. Pétur sagði aö Alafoss flytti enga ull úr landinu. Sér væri þó kunnugt um að u.þ.b. 300 tonn væru flutt út á ári hverju, en sagði að Alafoss hefði ekki áhuga á aö flytja út ullina óunna. Alafoss flytur hins vegar út 300 tonn á ári af lopa ásamt mynstr- um og hefur sá útflutningur auk- ist stöðugt, siöan hann var hafinn fyrir alvöru 1968. Helstu kaupendur lopans eru I Bandarikjunum og Skandinaviu, en hann er seldur til fjölmargra annarra landa. Pétur sagöi aðspurður aö út- flutningur á lopa og mynstrum keppti ekki við útflutning á full- unnum peysum, þar sem minnsti hlutinn væri notaður til endur- sölu. Langflestir kaupendur lop- ans i útlöndum prjóna úr honum eftir okkar mynstrum flikur fyrir sjálfa sig, en ekki til endursölu, sagði Pétur. Það sem keppir við islenskan ullariðnað erlendis, eru stælingar á okkar hráefni, lopanum sjálf- um. Það er miklu erfiðara við- fangs og stærra i sniðum, sagði Pétur. Við reynum aö sjálfsögðu að vernda okkar mynstur fyrir stælingum og stuldi, sagði Pétur, og ef við verðum varir við band, sem kallað er islenskt, göngum við i málið. Hjartagarn, danska fyrirtækið, hefur lengi framleitt plötulopa, en þar sem hann er ekki kallaður islenskur, getum við ekkert við þvi gert. Pétur sagðist ekki hafa hand- bærar tölur um heildarútflutning Álafoss á lopapeysum, en hann giskaöi á að útfluttar peysur á siðasta ári væru milli 15 og 20 þúsund stykki. Þessar peysur eru seldar aöallega til Bandarikj- anna, en raunar út um allan heim. A tslandi seljastca. 5000peysur á ári, sagði Pétur. i verslun okkar. Stærsti hluti kaupenda eru út- lendingar, sem fá peysurnar ó- dýrari hér en erlendis, þar sem dreifingarkostnaður, flutnings- kostnaður og álagning i smásölu erlendis er komið ofan á verðið. Fyrirhverja peysu, sem seld er úr landi, fást um 24-25 dollarar, þegar dreginn hefur verið frá all- ur kostnaður, sagði Pétur, en brúttóverðið er að meðaltaíi 30 dollarar, eins og fram kom i Þjóð- viljanum i gær. — AI. Maria Callas er látin PARIS 16/9 Reuter — Hin heimsfræga óperu- söngkona Maria Call- as, sem margir töldu bestu sópransöngkonu sins tima, lést i Paris i dag 53 ára að aldri, og var banamein hennar hjartaslag. Maria Callas var af grisku foreldri en fæddist i New York. Ólst hún upp i fátækt, en fór að syngja aðeins átta ára að aldri. A árunum eftir beimsstyrjöld- ina náöi hún fljótt gifurlegri frægö og söng I öllum helstu óperuleikhúsum veraldar. 011 hennar list og framkoma var i fullu samræmi viö aldagamla ,,primadonnuhefð”, og varð skaphiti hennar og litrikar deil- ur viö leikhússtjóra, umboðs- menn og aöra að eftirlætisefni fyrir slúðurdálkahöfunda. Eftir 1965 dró hún sig i hlé og kom ekki fram opinberlega i átta ár, en árið 1973 kom hún aftur fram á sjónarsviöið og hélt þá marga tónleika viða um heim. Maria Callas var að þvi leyti sérstæð meðal óperustjarna að hún hafði ekki aðeins mikla söngrödd heldur lika ótviræða leikhæfileika. Margir gagnrýn- Maria Callas endur töldu að hún heföi stuöl- aö að nýju raunsæi i itölskum óperum. Þegar hún söng hlut- verk hinnar fársjúku Violettu i óperunni ,,La Traviata” eftir Verdi óttuöust margir áhorf- endurað hún væri raunverulega aðfram komin. Einn af helstu gagnrýnendum Englands taldi að hún hefði sóað dýrmætum hæfileikum sinum i italskar óperur þar sem ekki væru gerð- ar’aðrar kröfur til söngvara en þeir hefðu fallegar raddir. Maria Callas sagði sjálf um list sina: „Sumir söngvarar halda að það sé nóg að syngja nóturnar vel, en það er aðeins upphafið”. r Utflytjendur lopa vinna gegn sjálfum sér 4 sinnum hærra verð fyrir prjónaðan lopa t ársskýrslu útflutningsmið- stöövar iðnaðarins má sjá að á árinu 1976 voru fluttar út prjóna- vörur fyrir 1313,7 miljónir króna. Þessar prjónavörur vógu 325,5 tonnogfyrir hvert tonn fékkst þvl að meðaltali 4 miijónir króna. I sömu skýrslu sést, að 361 tonn af ullarlopa og ullarbandi var flutt Ut á sama ári, en meðalverð á tonni af þvi var aöeins 1,19 milj- ónir króna og nam útflutnings- verömætið þvi 430 miljónum króna. Það eru gömul sannindi, sem þessar tölur ítreka, s.s. að fyrir fullunna vöru fæst hærra verð heldur en fyrir óunnið hráefni. Þannig fæst fjórum sinnum hærra verð fyrir prjónaöan lopa i flikheldurenfyrirlopann sjálfan. Þessi lopaútflutningur og út- flutningurá islenskum mynstrum hefur mælst afar illa fyrir hjá þeim sem prjóna lopapeysur, enda veldur hann erfiðari mark- aðsaðstöðu fyrir islensku peys- urnar. Danskar konur hafa prjónaö eftir islenskum mynstrum úr islensku bandi peysur, sem engan veginn standast samanburð við þær islensku, enda eru þær vél- prjónaðar að mestu. —AI opnar Gylfi Gíslason sýningu i Ásmundarsal í dag opnar Gylfi Gislason sýningu á nýj- um verkum sinum i Ásmundarsal við Mimisveg, og er sýning- unni skipt i þrjá ólika hluta sem eru á mis- mundandi stöðum i hús- inu. Þetta er fjórða einkasýning Gylfa, sem einnig er þekktur af bókaskreytingum sfnum, m.a. teikningunum i skáldsögunni „Punktur, punktur, komma strik”. 1 aöalsal sýningarhússins sýnir hann nú flokk af blekteikn- ingum, sem hann nefnir „Til- brigði um mynd eftir Giovanni Efrey”. Fyrir þá sem kynnu aö verða áttaviltir af þessu italska nafni, skal þess getið að ,,Gi- ovanniEfrey” er enginn annar en Jóhannes Kjarval, en hann tók sér þetta nafn á Italiuárum sin- um. Myndir Gylfa eru ýmis til- brigði viö málverkið „Fjalla- mjólk” eftir Kjarval, og lét hann þess getið að tilbrigði af þessu tagi væru mjög sjaldgæf i mynd- list, þótt þau væru þvi algengari i tónlist. 1 þessum flokki eru alls 23 myndir. Framhald sýningarinnar er á svölum hússins, en þar hefur Gylfimálað 20metra langa vegg- mynd innan á handriðið og sýnir hún húsin i kring. Myndin er þannig gerð, aö þegar áhorfand- inn tekur sér sæti á hvalbeini einu á svölunum og horfir þannig á myndina að Bessastaðir beri viö handriösbrúnina, fellur hún ná- kvæmlega inn i umhverfið. Loks eru i vinnustofu sýningar- hússins, „Gryfjunni” einar þrjá- tiu myndir. Þar eru m.a. teikn- ingar sem Gylfi hefur gert viö bókina „Óli frá Skuld” eftir Stefán Jónsson, en bókin á að koma út með teikningunum nú fyrir jólin. Fyrsta sýning Gylfa var haldin i Galeri SUm vorið 1971, en siöan sýndi hann á Mokka sumariö 1972 og aftur á Galeri Súm sumarið 1973. Sýningin I Ásmundarsal stendur yfir i hálfan mánuð, til sunnudagsins 2. október, og er hún opin kl. 16-20 dag hvern. Allar myndirnar eru til sölu. Gylfi Gislason við veggmynd slna sem hann máiaöi á handrið svalanna.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.