Þjóðviljinn - 18.09.1977, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 18.09.1977, Qupperneq 3
Sunnudagur 18. september 1977. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Barnaþrælkun, barnavinna, er viða bönnuð eða mjög takmörkuð. En enginn bannar metnaðar- gjörnum foreldrum, þjálfurum eða iþróttapólitiík- um að stefna öllum þroska ungra barna inn á gifur- lega þjálfun i einhverri iþróttagrein i þeirri von að þau hljóti einhverntima fyrir frægð og frama. Bernskunní fórnað fyrir hugsanleg íþróttaafrek Fimleikastjörnurnar eru alitaf aö yngjast — en ,,lifi” þeirra lýkur um tvitugt. 'RAFAFL framleiðslusamvinnu- félag iðnaðarmanna Skólavörðustíg 19. Reykjavík Símar 21700 2 8022 Þessi þróun er tengd þvi, að þær iþróttagreinar eru æði marg- ar þar sem sigurhorfur aukast eftir þvi sem viðkomandi hefur fyrr byrjað að æfa. Fyrir 25 árum gat þritug kona unnið gullverð- laun i fimleikumiólympiuleikum en konur á þeim aldri reyna yfir-> leitt ekki að keppa lengur. 1964 vann 24 ára stúlka gullverðlaun- in, 20 ára stúlka i Milnchen fyrir fimm árum — en i Montreal i fyrra sigraði barn — Nadia Comaneci frá Rúmeniu var að- eins fjórtán ára. Til að vinna þá frægu sigra þurfti Nadia að æfa sig i fjórar stundir á dag iáttaár. Fyrirrenn- ari hennar, Olga Korbút hin so- véska, sem nú var orðin 22 ára, leit út eins og amma hennar Nadiu — a.m.k. I framan. Vanþroski Sálf ræðingurinn Richard Kemmler er ekki andstæðingur afrekaiþrótta, en honum þykir iskyggilegt, hve snemma er byrj- að á hinni feiknarlegu þjálfun. Þetta tekst, segir hann, af þvi að börnin eru fullkomlega háð þeim fullorðnu. Það er hægt að hafa fulla stjórn á þeim með lagni. Allt til kynþroskaskeiðs gera þau allt sem þjálfararnir á þau leggja, eða þvi sem næst — þau eru ekki hrædd, þau hafa enga gagnrýni til að verja sig með. Kemmler þessi og fleiri menn sérfróðir segja sem svo, að börn, sem eru öllum stundum i iþrótt - um ( i sumum tilvikum búa þau beinlinis I heimavistarskólum þarsemallt snýst um iþróttir), þessi börn séu „trufluð” að þvi er varðar mannleg samskipti. Tal- andi þeirra er t.d. yfirleitt fátæk- legri en annarra barna. Kynlií: þeirra verður allt mjög barna- legt. Gelgjuskeiðið, þegar ung- lingar læra á félagsskap, tilfinn- ingalif og ýmisleg störf, er allt: mjög i molum, bundið, þvingað. Einatt verða úr slikum börnum „félagslegir krypplingar ” . Foreldrar og hormónar Hitt er svo ekki að efa, að for- eldrarnir vilja börnum sinum alll hið besta. Þeir leggja ósköpin öll á sig fyrir iþróttaframa barnsins. I þeirri grein sem við styðjumst við er t.d. visaö til 12 ára stúlku þýskrar, Corinnu Tanski frá Diisseldorf. Hún hefur stundað listskautahlaup siðan hún var sjö ára. Móðir hennar hagar öllu lifi sinu samkvæmt þvi. Hún ekur dóttur sinni til og frá æfingum, vakir yfir æfingunum sjálfum. Sumarleyfum ver fjölskyldan á stöðum þar sem einnig á sumrum er hægt að komast á is. Corinna æfir sig daglega a.m.k. þrjár stundir, en sjö stundir á laugar- dögum og sunnudögum. Þjálfunin kostar 45 þúsund krónur á mán- uði. Og þvi miður er ekki látið nægja að ræna svo miklum tima frá eðlilegri bernsku. Foreldrar og þjálfarar gera einnig allskonar hæpnar tilraunir meö hormónalyf — sem breyta rödd og vaxtarlagi margra litilla kvenstjarna og byggja upp vööva lyftingastráka. Þá er stundum gripið til þess að lengja gelgjuskeiðið með þvi að beina geislavirkni að heiladingli. Afleiðingin er sú, að vaxtarskeið barna lengist og betri forsendur skapast fyrir væntanlegar körfu- knattleiksstjörnur eöa ræðara. „Ræktun” Sem fyrr segir eru foreldrar og þjálfarar ekki einir um þessa vafasömu hegðun. „Þjóðin” — eða pólitiskir forystumenn henn- ar — leika með. Við ljúkum þess- ari litlu samantekt með tilvisun i ummæli þýsks iþróttalæknis, dr. Peters Lenharts, i blaðinu „Psychoterapie”: „Ef við viljum halda stöðu okk- ar meðal stórþjóða i keppnis- iþróttum verðum við að efla veru- lega skólaiþróttir, þvi aðeins úr verulegum fjölda tæknilega hreyfiþjálfaðra barna getum við ræktað nægilega marga verö- launahafa.” (Byggt á Stern Atta ára gamall glimugarpur — og hefur þegar ailt útlit atvinnu- manns. Þessi litla stúlka hefur veriö piskuö áfram i karate siöan hún var fimm ára.Meöþviaöhleypa I sig heift getur hún mölvaö þakheliur Viö vitum hvað það er hvimleitt og varasamt að þurfa að bíða lengi með bilað rafkerfi - leiðslur eða tæki. Eða ný heim- ilistæki sem þarfað leggja fyrir. Þess vegna höfum við komið á laggirnar neytendaþjónustu, höfum harðsnúið lið sem bregður skjótt við þegar kallað er. Leggjum nýtt - lögum gamalt

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.