Þjóðviljinn - 18.09.1977, Page 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 18. september 1977.
Sunnudagur 18. september 1977. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13
... QSh&trte.
BENEDIKT GRÖNDAL cand. phil. Islánder,
Heilög fjölskylda úr Teiknibókinni I Arnasafni.
Hinrik biskup Frehen: hann hefur veriö afburöa ve) gefinn maöur og mjög
fær i klassiskri latinu...
Benedikt Gröndal á yngri árum. Heimurinn er stór og hugsunin djúp .
Ádur óþekkt Maríukvæöi
eftir Benedikt Gröndal
Hér á opnunni er birt
latínukvæði/ óður til Maríu
meyjar, eftir Benedikt
Gröndal Sveinbjarnarson,
ásamt með þýðingu sem er
vonandi ekki mjög röng.
Þetta kvæði var ort suður í
þýsku plássi sem Kevelaer
heitir í ágúst 1858. Bene-
dikt Gröndal hafði þá sleg-
ist í för með kaþólskum
trúboða og rússneskum
aðalsmanni í einni
persónu, Djunkovski
(Djúnka), og gerði sig lík-
legan til að hverfa til
kaþólsku. Djúnki kom hon-
um fyrir í klaustri i
Kevelaer, en þar var mikil
helgi höfð á tiltekinni
Maríumynd. — Var þar
einmitt um þetta leyti
lagður hornsteinn að nýrri
kirkju. Benedikt orti þá
kvæðið, og var það lagt í
hornstein kirkjunnar við
hátíðlega athöfn.
Frásögn biskups
Við vitum ekki til þess að þetta
kvæði hafi áður komið fyrir sjónir
almennings. Það er ekki i ritsafni
Gröndals eða á lista yfir óbirt
kvæði sem til eru i handriti hér.
Kvæðið — það er afrit af þvi,
hefur verið sent kaþóiska bisk-
upinum yfir tslandi, Hinriki
Frehen, og hefur hann góðfúslega
fengið okkur það i hendur til birt-
ingar. Hinrik biskup er áhuga-
iamur um sögu endurkomu
kaþólskrar kirkju til Islands og
nefur um þá hluti ritað fróðlega i
timaritið Merki krossins, sem
kirkjan gefur út.
Biskup hafði þessa sögu að
segja blaðamanni Þjóðviljans:
Ég á vin góðan i Múnster-
biskupsdæmi, dr. G. Kruchen,
sem veitir forstöðu samtökum
sem nefnasf Ansgar-Werk. Þau
leggja rækt við kaþólska kirkju á
Norðurlöndum og sögu hennar, og
gefa m.a. út timarit, sem dr.
Kruchen ritstýrir. Nú um mán-
aðamótin sendi hann mér bréf
þar sem hann segir frá þvi, að
séra Randbert Kerkhoff
benediktsprestur, sem nú er
starfandi i Keveiaer hafi fyrir
nokkru veriö aö skoða annála
þessa ágæta ákvörðunarstaðar
pilagrimsferða. Þá hafi hann rek-
ist á nafn Benedikts Gröndals og
upplýsingar um veru hans i
„kiaustri” þar. I annálnum segir
m.a.:
„Siðan i mai hefur dvalist hér i
húsi islendingur, herra Gröndal,
heimspekikandidat, sem byr sig
undir að hverfa aftur til kirkj-
unnar. Til þess að gjalda við þetta
tækifæri himnadrottningu vott
um hyllingu sina, samdi hann
þann óð sem hér fer á eftir, og
hafði hann heiður að færa hann
háttvirtum biskupinum” — Þar á
eftir fer svo texti óðs þessa.
Um athöfnina sjálfa segir svo i
annálnum:
„Herra Gröndal, sem er einnig
skrautritari, skrifaði ljóðið á
skinn með svörtu, rauðu og bláu
bleki, spássiur prýddi hann með
flúri og i upphafsstöfum fól hann
Heilagan Georg og drekann”.
Meira er svo ekki i þessum
annál um Benedikt Gröndal að
finna. Nema hvað i júli 1914
kemur J.C. Poestion, rikisbóka-
vörður frá Vinarborg i heimsókn.
Hann var mikill Islandsvinur og
þýddi islensk ljóö á þýsku. Hann
fékk i Kevelaer afrit af Mariu-
kvæði þessu, en ekki vitum við
hvað hann siðan gerði við text-
ann.
Kvæðið sjálft
Ég spurði biskup hvað honum
fyndist um óð Benedikts.
— Þetta er klassisk latina,
sagöi hann. Og það er auðséð að
Benedikt Gröndal hefur verið
einstaklega fær maður og góðum
gáfum búinn.....
Kvæðið er ort undir saffiskum
bragarhætti sem svo er nefndur
eftir forngriskri skáldkonu, Saffó
frá Lesbos,— ef menn vilja raula
þessi máriuvers sér til hugar-
hægðar, þá geta þeir vel notað lag
það, sem haft er við „Hliðin min
friða.”
Um kvæðið er það að öðru leyti
að segja, að varla felur þaö i sér
frumlega viðbót við hinn fjöl-
skrúðuga Mariukveðskap sem
iðkaður var um aldir á latinu. En
það getur þó verið gaman að
skoða, hvernig landafræði grisk -
rómverskra undirheima fyrir
daga Krists (regna Ditis, áin
Phlegeto, Tartarus, Orcus)
blandast saman við gróðurfar og
norðurljós úr ættlandi höfundar
Mariu til dýrðar. Eða þá hvernig
Benedikt er undir lokin trúr
hefðum islenskra hirðkvæða og
gleymir ekki að mæra sérstak-
lega biskup Jóhannes Georg, sem
hann á undir að sækja með kost
og lóssi þessa mánuði. Hann biður
að biskup megi lengi standa
fremstur i fylkingu klerka og
lofar sérstaklega þá dýrðarmenn
tvosem hafa lagt biskupi til nafn.
Ævintýri Djúnka
Benedikt Gröndal varö einna
fyrstur islenskra menntamanna
til að lenda i kaþólsku ævintýri —
þau urðu fleiri á okkar öld, eins og
allir vita, og enn sögulegri.
Frændi hans, Ólafur Gunnlaugs-
son, siðar mektarritstjóri i Paris,
var þó fyrri til, og það var hann
sem kom Benedikt i kynni við
Djúnka. Ef marka má stór-
skemmtilega sjálfsævisögu Bene-
dikts, Dægradvöl, hefur ekki ýkja
mikil alvara fylgt sambandi hans
við Djúnka. Djúnki var sérkenni-
legur mjög, rússi sem hafði snúist
til kaþólsku sem fyrr segir, og
hafði ferigið köllun — og mikið fé
— til að turna fólki i nyrstu
löndum heims. Umdæmi hans
náði yfir kanadiskar heimskauta-
eyjar, Grænland, Island, Finn-
mörk, Orkneyjar og Katanesskiri
i Skotlandi. Djúnki var drykk-
felldur og trúgjarn og hélst illa á
fé.
— Saga hans er mikil sorgar-
saga.segir biskup Hinrik Frehen.
Hann var einstaklega vel gefinn
maður og kappsamur hugsjóna-
maður — en það var eins og
honum gæti ekki tekist neitt.
Hann fékk firnin öll af peningum
til trúboðsins, en allt rann það út
úr höndum hans — og ekki allt i
koniak. Það er auðséð að Bene-
dikt Gröndal hefur notað Djúnka
miskunnarlaust og svo var um
fleiri. Siðar lenti hann i kvenna-
standi, gifti sig i Sviss,og var þá
að sjálfsögðu úti um hans trú-
boðsstarf og hugsanlegan
biskupsdóm. Hann fór svo til
Rússlands og gerðist aftur rétt-
trúaður...
(Hér skal þvi við bætt, að i fróð-
legri grein um Djúnka i timariti
Hafnarstúdenta, Fróni, skýrir
Sigfús Blöndal frá þvi, að Djúnki
hafi um skeið verið i allmiklu áliti
hjá páfa og umsvif hans voru
talin það alvarleg, að rússnesk
yfirvöld sviptu hann rikisfangi og
eigum. Djúnki reyndi með for-
tölum að fá páfa til að hverfa frá
ákvæðum um að prestar skyldu
skirlifir vera. Undir lok ævi
sinnar sendi hann fyrri bræðrum
sinum i kaþólsku óspart tóninn,en
dó fimmtugur, mest af óreiðu-
sömu liferni. Rússneskur ævi-
söguritari kemst svo aö orði að
Djúnki hafi elskað sannleikann,
en dáið úr ofþreytu i leit að
honum).
Á flótta frá
/
Islandi
En snúum okkur aftur að Bene-
dikt. 1 Dægradvöl kveðst hann
hafa farið með Djúnka mest „til
þess að komast eitthvað á burtu,
til þess að þurfa ekki þá að fara
aftur heim til tslands þar sem
ekkert annað lá fyrir mér en að
fara i hundana sem „skrifari”
eða eitthvað ekki merkilegra.”
Lýsingin af dvölinni i Þýskalandi
og siðan i Louvain i Belgiu, en þar
útvegaði Djúnki Benedikt pláss
við kaþólskan háskóla, ber það
hinsvegar meö sér, að ferðin hafi
verið hin mesta sálarbót fyrir
skáldið. Hann las mikið, orti,
samdi meðal annars á þessum
tima Heljarslóðarorustu. Hann
kunni vel við kaþólska presta
sem hann umgekkst i Kevelaer og
er drjúgur yfir þvi, að hann sé
vafalaust betur lesinn en þeir. t
bréfi til Eiriks Magnússonar, sem
er einmitt ort i sama mánuöi og
óðurinn til Mariu meyjar, segir
Benedikt m.a.;
„Þá kom ég heim frá loga-
gylltum vinskálum, sem ég var
aö renna i mig með katólskum
klerkum og hafði stormandi
triumph (sigur) yfir þeim i þeirra
eigin literatur svo mannskepn-
urnar steingláptu vita ráða-
lausar”. t bréfum og kveðskap
þessa tima bregður Benedikt
einatt á firnafjörugan og stór-
furðulegan leik, enda segir hann i
öðru bréfi: „heimurinn er stór,
myndirnar margar og sálin
djúp”.
Frásögn Benedikts sjálfs af til-
orðningu kvæðisins er á þessa
leið:
„Á ég það ekki
heilt”
„I Kevelaer var þá verið að
byggja nýja kirkju, veglegri og
fegri en hin gamla kirkja var, og
var yfirsmiðurinn þar alltaf,
ungur maður að nafni Hartel;
hann lagði sig eingöngu eftir got-
neskum byggingarstil og vildi
ekki annað hafa. (Hann hefur
siðan byggt ýmsar kirkjur á
Þýzkalandi, allar svipaðar hver
annarri). Biskupinn af Múnster
kom til þess að leggja hyrningar-
steininn, og var allt á ferð og flugi
og einskis gætt annars en þessa
atburðar. Það var orðið hljóðbært
i klaustrinu, að ég gæti ort á
latinu, og sjálfur forstöðu-
maðurinn var hinn finasti latinu-
maður, hann var mjög hrifinn af
klassískum höfundum, og töluð-
um við oft saman um þá; hann
var og vel að sér i itölsku og fékk
mig til aö láta sig lesa með mér
kvæði eftir Jacopone da Todi, en i
rauninni leiddist mér þau, þvi þau
voru ekkert annað en
rammkatólsk trúarkvæði, að
minum smekk andalaus og
óskáldleg, og þar að auki á svo
fornlegu og afkáralegu máli, að
ég nennti varla að fást við þau.
Forstöðumaðurinn hvatti mig til
að yrkja latinskt kvæði um Mariu
mey, sem kirkjan átti að vera
helguð, og orti ég það með
Sapphicum, og þótti honum það
ágætt, gaf mér samt einstöku
bendingar. Þetta var og sýnt
biskupinum, eftir að ég hafði
ritað það á skinn, sem þeir út-
veguðu, og þóknaðist honum að
hrósa þvi, og svo var þetta látið i
hyrningarsteininn ásamt lýsingu
um byggingarfyrirtækið og fleiru.
Kvæðið var 50-60 visuorð, og ég á
það nú ekki heilt. Svo var haldin
stórveizla, og komu þangað greif-
ar og barónar og margir höfð-
ingjar úr nágrenninu, sem ég
vissi ekkert hvað hétu, en allir
virtust þeir mér miður gáfulegir.
Þjónar i grænum kjólum með
silfurborðum gengu um beina og
voru seinast orðnir blindfullir. Ég
sat neðarlega við borðið hjá
klerkunum, og man ég nú ekki,
hvað etið var; Rinarvin og frönsk
vin voru drukkin, þar á meðal St.
Julien, og fann ég upp á að kalla
það „Julianus apostata”, „denn
er fállt von der F’lasche”; það
þótti klerkunum fyndið. Allmikil
háreysti var uppi við borðið, þar
sem höfðingjarnir sátu, og vissi
ég ekkert um hvað þeir töluðu.”
Trúskiptingar
Benedikt lét reyndar skirast
þar i Kevelaer, enda er hann
kallaður „konvertit” i annálum,
afturhvarfsmaður. En eitthvað er
Bensi feiminn við þá hlið málsins
og segist hafa gert þetta
nauðugur. En það kemur þó fram
hjá honum, að að einhverju leyti
er hann hrifnari af kaþólsku
kirkjunni en þeirri lútersku,
einnig þegar hann er að hnýta i
báðar.
Ég minntist á þetta við biskup
Frehen.
— Jú, sagði hann, þetta á við
Benedikt og einnig við Olaf Gunn-
laugsson. En þeir áttu enga fram-
tið á tslandi sem kaþólskir menn,
trúfrelsi var enn ekki i lög leitt og
fordómar miklir gegn kirkjunni.
Þetta voru allt mjög gáfaðir
menn. Ég hefi t.d. lesið greinar
eftir Olaf Gunnlaugsson franskan
ritstjóra — og það er verulega góð
franska sem hann ritar. Hann átti
bróður sem Bertel hét og varð
einnig kaþólskur og nam 5-6 ár
við háskóla i Róm. Hann var siðar
prófessor i Austurlandamálum i
Napoli, London og siöan i
Ameriku...
Arni Bergmann tók saman.
HVAÐ ER í HORNSTEININUM í KEVELAERKIRKJU?
ODE
AD BEATAM VIRGINEM
quae Kevelariae titulo Consolatricis afflictorum colitur, quum Joannes
Georgius, Episcopus Monasteriensis, ibi primarium lapidem aedis
sacrae poneret, anno D. 1858 die 15. mensis Augusti
Diva solatrix, medicina mundi!
Pauperum tegmen, columen labantum!
Omnium Mater, Genitrix salutis
Maxima Virgo!
Ad sinum plenum, pia, gratiarum
Confuqit supplex tua gens manusque
Intuens sperat radiis nitentes
Munera magna!
Sancta, serpentis pede rostra calcans!
Sancta, bis senis redimita stellis!
Sancta, vestitur radiosa solis,
Sancta Maria!
Quid strepunt Ditis tenebrosa regna?
Quid fremunt saevi Phlegetonis undae?
Quid sibi frendet malus inter ignes
Tortor averni?
Torpet infandus tua propter arma
Orcus et castos oculos amoris /
Elevatos ad Dominum potentem
Tartarus horret
Magna resplendet tua,porta coeli,
Gloria et fertur spatium per amplum
Unversi omnis, decus omnis aevi,
Immaculata.
Sive per vastas aquilonis aulas,
Nox ubi flammis Boreae refuiget,
Bora qua duros tegit herba campos,
Dum canis ardet,
Sive per laetas Orientis oras,
Saxa qua rident adamante claro,
Palma qua floret violisque certant
Lilia semper-
Omnibus tui es. Sine fine regnas.
Dulcis et clemens animae levabis,
Quae tuum sanctum, Genitrix salutis,
Numen adorant.
Ponitur sacrae tibi primus aedis
Nunc lapis, Virgo, tibi tura fragrunt,
Tuque non pelles, pia nostra Mater,
Vota precantum.
Arcubus templi resonet sub altis
Mox, modo ut coeli sonuit per auras
Ad Deum tendens juvenum et puellarum
Undique cantus.
Sit tibi cordi lituo infulaque
Enitens princeps. Duce te sequatur,
Quo rapit pectus speciosus ardor
Religionis.
Da, diu gratas tibi ponat aras,
Da, sacerdotum decoret cohortem
Dux diu, Nomen vigeat Joannis
Dulce Georgii.
Lenis et fervens imitetur ambo:
Insulae Patmi placidum colonum et
Militem, cuius terebravit hasta
Membra draconis.
OÐUR
TTI RI AHR AR MEYTAR
Til Sæliar meyjar, sem i Kevalaer er tignuð undir nafni Huggara
hinna harmi slegnu, ort er Johannes Georg, biskup i Múnster, lagöi þar
hornstein aö húsi helgu.
A þvi herrai»s ári 1858, fimmtánda dag ágústniánaðar.
Himneski huggari, lækning heims.
Skjöldur fátækra, stoð hrösulum
Móðir allra, gjafari sálarheilla
Mest meyja.
Að skauti þínu fullu náðar
flýr fólk þitt i auðmjúkri bæn, dyggðug mær.
Horfandi á geisladýrð handa þinna
væntir það rikulegra gjafa
Þú hin heilaga, sem kremur fæti haus höqgormsins
Þú hin heilaga, umvafin tylftum stjarna
Þú hin heilaga, sem klæðist geislum sólar
Heilög Maria.
Hvað skjálfa skuggavöld Heljar?
Hvað rymja öldur hins villta Eldfljóts undirdjúpa?
Hvað gnístir tönnum i eldinum hinn illi
kvalari Vitis.
Fyrir vopnum þínum stirðna
ólýsanleg Vitisdjúp, Helvíti skelfist
hin hreinu augu kærleikans, upplyft
til hins máttka Drottins
Þín mikla dýrð Ijómar, þú Himna hlið.
Hún berst um ómælisvíddir
alls heims, þú prýði allra alda,
þú hin vammi f irta.
Hvort heldur um hásali Norðurauðna
þar sem nóttin Ijómar af Norðurljósum
þar sem beisk grös þekja grýtta velli
undirglóð Hundstjörnunnar
Eða um frjóar strendur Austurlanda
þar sem klettar brosa í demanti skærum
þar sem pálmar blómstra og liljur keppa
öllum stundum við f jólur.
Eiga allir þig að. Þú rikir án enda.
Ástrik og mild munt þú lyfta þeim til hæða
sem tilbiðja hinn heilaga mátt,
þú móðir sálarheillar.
Nú er þér, mær, lagður fyrsti steinn
þessa helga húss. Þér angar reykelsið
þú vísar ekki írá þér bænum biðjenaa,
vordyggðug móðir
Hljómi brátt undir háum hvelfingum musterisins
eins og nú hljómaði um himna sali
söngur sveina og meyja
sem leitar guðs
Prins, prýddur bagli og mítri
geym þér i hjarta,megi þinni leiðsögn
fylgja sá ágæti truareldur
sem hrífur hjartað
Auðnist þér lengi að setja ölturu þakklætis
Auðnist þér að prýða lengi fylkingu presta
i fararbroddi. Lifi nafn þitt Jóhannes
og hið bliða nafn Georgs
Mildur og brennandi í anda f senn
likist hann báðum, hinum friðsama ibúa Patoseyjar
og vígamanninum sem með spjóti sinu
nísti limi drekans.
ábog emj sneru.