Þjóðviljinn - 18.09.1977, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 18.09.1977, Qupperneq 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 18. september 1977. IÐUNN: Yfir fimmtíu bækur í ár Bókaútgáfan Iðunn hefur nú flutt starfsemi sína að Bræðra- borgarstig 16, þar sem áður var brauðgerðarhús Jdns Símonar- sonar. Hafa þau húsakynni verið endurbætt og löguð aö þeirri starfsemi, sem nú er að hefjast þar. Er nú í fyrsta sinn rúmt um útgáfuna og starfsaðstaöa öll hin besta. Um aldarfjóðungsskeið hefur bækistöð Iðunnar verið að Skeggjagötu 1, en útgáfan hefur búið þar við sivaxandi óhagræði vegna mikilla þrengsla mörg undanfarin ár, en siðastliðin tiu ár hefur öll starfsemi forlagsins verið i mjög örum vexti. Iðunn hóf starfsemi sina árið 1945 og hefur þvi starfað óslitið i 32 ár. Á sjöunda áratugnum voru bókaútgáfurnar Hlaðbúð og Skál- holt sameinaöar Iðunni. Útgáfu- bækurnareru orðnarsamtalsyfir eitt þúsund og margar þeirra hafa verið endurprentaðar, sum- ar mörgum sinnum. Þær eru margvislegar að efni og innihaldi, enda ávallt verið lögð stund á al- hliða útgáfustarfsemi. Iðunn hef- ur gefið út bækur eftir fjölda islenskra höfunda, mikið af þýddum bókum og bókum fyrir börn og unglinga. Hefur ekki sist verið reynt aö leggja alúð við út- gáfu góðra barna- og unglinga- bóka. Fyrir rúmum áratug hófst nýr þáttur i starfsemi forlagsins: út- gáfa námsbóka og sérstakar skólaútgáfur islenskra öndvegis- bókmennta, fomra og nýrra. Upphaf þessa þáttar i útgáfu- starfinu er að rekja til Skálholts, sem var brautryðjandi i þvi að gefa út islenskar bókmenntir i sérstökum skólaútgáfum. Er eng- um vafa undirorpið að þetta hefur stuðlað mjög að auknum lestri islenskra bókmennta i fram- haldsskólum landsins. Nú i haust koma út tvær skáldsögur I skóla- útgáfum, Atómstöðin eftir Hallddr Laxness og Punktur, punktur,komma, strik eftir Pétur Gunnarsson. Eru þær 10. og 11. bókin i þessum flokki sem sér- staklega er búinn i hendur skólanemenda. — Námsbókaút- gáfan og skólaútgáfur fslenskra bókmennta eru nú orðinn snar þáttur í starfsemi Iðunnar og fer vaxandi ár frá ári. A siðastliðnu ári gaf Iðunn út sina fyrstu hljómplötu, þar sem fluttir voru textar úr Visnabók- inni. Nú i haust koma út tvær hljómplötur, önnur með nýjum textum úr Visnabókinni og á hinni flytur Megas ný lög og texta með aðstoð Spilverks Þjóðanna. Á þessu ári verður útgáfa Ið- unnar meiri en nokkru sinni fyrr. Að visu er enn ekki fullráðið um allar útgáfubækur, þvi að vera má að útgáfu einhverra bóka, sem á pr jónunum eru, verði frest- að til næsta árs. Þó er sýnt, að á þessu ári koma út yfir fimmtiu titlar,þegar með eru taidar nýjar útgáfur áður útgefinna bóka. Þá má geta þess, að samtfmis flutningi forlagsins koma út Bókatiðindi Iðunnar og er þar m.a. að finna skrá yfir allar bæk- ur útgáfunnar, sem fáanlegar eru nú. Er ætlunin að Bókatiðindin komi framvegis út tvisvar á ári og flytji kynningu á nýjum og væntanlegum bókum, greini frá höfundum, flytji bókaskrár o.fl. efni er starfsemi forlagsins varð- ar. Spiritus fiat upi vult, olia á striga (1949) ALCOPLEY að Kjarvalsstöðum Svipmyndir á svipstundu Svipmyndir í hvert skírteini Svipmyndir sf. Hverfisgötu 18 • Gegnt Þjódleikhúsinu Á yf irlitssyningu bandariska listamanns- ins Alcopley að Kjar- valsstöðum eru 304 mál- verk, teikningar, vatns- litamyndir, steinprent og bækur. Alcopley (f. 1910) hlaut listmenntun sina i Dresden 1920-29 og hefur lagt stund á mynd- list samfellt frá 1930. Hann varð bandarískur rikisborgari 1943 og var m.a. einn af stofnendum „The Club” i New York 1949. Hann var um langt árabil búsettur i París en fluttist aftur til New York 1960, og hefur verið búsettur þar síðan. Litsterkur expressjónismi Eins og sjá má i elstu verkum Alcopley frá miðjum fimmta ára- tugnum, þá virðist hann snemma hafa hrifist af sterkri og and- stæðurikri litanotkun expressjón- ismans. Hvort sem myndefnið er landslag eða fólk þá er það öðru fremur hin lifsglaða og munaðar- TIL HÚSBYGGJENDA Vinsamlegast athugiö, aö lögn rafmagnsheimtauga er mun dýrari aö vetri en aö sumri, og aö allmiklir annmarkar eru á aö leggja þær, þegar jarðvegur er frosinn. Af þessu leiðir, aö húsbyggjandi getur oröiö fyrir verulegum töfum viö aö fá heimtaug afgreidda aö vetri. Því er öllum húsbyggjendum, sem þurfa heimtaug i haust eöa vetur, vinsamlegast bent á aö sækja um hana sem allra fyrst. Þá þarf aö gæta þess, aö byggingarefni á lóóinni eöa annaó, hamli ekki lagningu heimtaugarinnar. Jarövegur á því svæöi, sem heimtaugin liggur, þarf einnig aö vera kominn í sem næst rétta hæö. Gætiö þess einnig, aö uppgröftur úr húsgrunni lendi ekki fyrir utan lóóamörk, þar sem hann hindrar meö þvi lögn, m.a. aö viökomandi lóö. Allar nánari upplýsingar eru gefnar á heimtaugaafgreióslu Ráfmagnsveitunnar, Hafnarhúsinu, 4. hæö. Simi 18222. n\ RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Raysofthe mind: Heinrich and Hannah, olia á viði, 1966. Ólafur Kvaran skrifar um myndfísi fulla listsýn Matisse og Vlaminck sem hann ástundar, fremur en það þunglyndislega yfirbragð og sálræna innsæi, sem einkenndi þýska expressjónismann á öðrum og þriðja áratugnum. I þessum verkum má raunar þegar sjá eitt af megineinkennum hans sem myndlistarmanns, en það er hinn sterki dekoratifi þáttur, sem ávallt einkennir verk hans. Þetta kemur einnig skýrt i ljós i þeim verkum sem hann gerir um 1950, er hann stillir saman svifandi ab- strakt litaflekkjum á ljósum fleti i jafnri hrynjandi yfir allan flötinn og stilfærðum hállffrænum form- um án formrænnar þungamiðju. Þessa aðferð til myndbyggingar notar hann i rikummæli á áratugn- um 1950-60 og inntakið verður öðru fremur sterk ljóðræn kennd, jafnframt þvi sem sjálf pensil- skriftin verður alltaf meira áber- andi og dekoratifari, tekur á sig kalligrafiskt form og- fær sina sjálfstæðu hrynjandi i sambýli við heila, stóra litafleti. Svört form í byrjun sjöunda áratugarins verður formgerð verka hans allt einfaldari i sniðum og hann nær tökum á þvi myndmáli, sem öðru fremur er sérkenni hans sem myndlistarmanns. Hér eru svört svffandi form á hvitum grunni i mjúku eða hörðu samspili og oft má finna i þessum verkum mikið næmi höfundar fyrir léttleika, þenslu og hrynjandi. Svartir formslóðarnir fela ávallt i sér hvatleika og snerpu handbragðs- ins og er gjarna teflt á móti heil- um litaflötum, sem ganga lárétt yfir myndflötinn. I mörgum þess- ara verka nýtur sin vel fágað og fingert handbragð, sem öðru fremur er styrkleiki listar hans. Þótt Alcopley hafi tileinkað sér margt hvað formgerðina áhrærir frá amerisku abstrakt expressjónistunum, þá er um gerólikt inntak að ræða i verkum hans, þar eð þau búa ekki yfir þeirri heift eða dramatisku angist, sem svo oft einkennir verk þeirra, en jafnframt er list hans um margt skyld frönsku expressjónistunum (Hartung, Sneider o.fl.) að þvi er varðar fágun handbragðsins og dekora- tifar áherslur. Ólafur Kvaran. Rannsóknir á neðan- sjávargígum Moskva (APN) — Fyrsta sovéska rannsóknarskipið sem er sérstak- lega hannað fyrir rannsóknir á neðansjávareldfjöllum hefur nú um tveggja mánaða skeið stund- að rannsóknir á norðvesturhluta Kyrrahafs. Rannsóknimar bein- ast að 70 km löngum neðansjáv- arhrygg og hafa fundist 14 eldgig- ar á honum. Sovésk rannsóknar- skip hafa farið I rúmlega hundrað leiðangraþað semaf er þessu ári.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.