Þjóðviljinn - 20.09.1977, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 20.09.1977, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 20. september 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 útvarp Forleikir og aríur, eftir Aida, sem hann samdi eftir pöntun frá Egyptum og var frumflutt i tilefni af opnun Súesskurðar, en þar gat höfund- ur ekki verið viðstaddur, vegna þess hve hann kvaldist af sjóveiki, ef hann sté um borð i skip. Aida er störbrotin og dramatisk og frá tónlistarlegu sjónarmiði háþróaðara verk en Giuseppe Verdi. Giuseppe Verdi Um leið og ópera er nefnd, er trúlegt að flestum komi fyrst i hug nafn Verdis, enda vafi á að önnur óperutónskáld hafi sungið sig inn i hug og hjörtu jafn margra og hann, þótt ósagt sé látið hver hafi verið snjallastur óperusmiða. I kvöld kl. 21.15 verða fluttir forleikir og ariur úr óperum hans i útvarpi og er það Goncertgebouw hljómsveitin i Amsterdam og söngkonan Grace Bumbry, sem flytja. Arið 1813 fæddust þeir báðir óperutónskáldin Verdi og Wagner og mun hér hlaupið á helstu æviatriðum þess fyrrnefnda. Verdi var fæddur i Busseto i héraðinu Parma en dó 1901 i Milanó, áttatiu og sjö ára. Sem barn var hann kirkjuþjónn og segir sagan að þegar klerki þótti honum eitt sinn dveljast við að hlýða á orgelið i stað þess að rækja skyldur sinar, hafi hann hrundið drengnum niður altarisþrepin. Þótt þetta sanni að vegur listarinnar sé ekki rós- um einum stráður , var fall það þó fararheill. Siðar gerðist hann vel liðtækur organleikari, en ekki er vitað til að hann hafi nokkru sinni gert það að starfi sinu. Nokkrum árum siðar reyndi hann að komast i tónlistarnám i tónlistarskólanum i Milanó, en var neitað um inngöngu, vegna ónógra hæfileika. Hann dvaldi þó áfram i Mflanó og nam tónlist upp á eigin spýtur og naut til þess nokkurs styrks frá heimabæ sinum. Að námi loknu sneri hann svo heimleiðis og fékkst við ýmis tónlistarstörf, sem þar féllu til. . Tuttugu og fjögurra ára gamall sneri hann enn til Milanó og nú með óperu i farangri sin- um og var hún flutt á fjölum Scalaóperunnar, en mun nú i gleymsku fallin. Aðrar óperur komu skjótlega fram; Rigólettó, II Trovatore og La Traviata voru samdar á árunum 1851—3 og þykja enn i góðu gildi, sem kunnugt er. Þær þykja mynda fyrsta skeið sköpunarferils hans, þegar hið söngræna og rómantiska var i mestum met- um hjá honum. Annað skeið markar óperan hinar fyrri óperur, raddsetning þykir og betri og vandaðari, en þegar hér var komið sögu var Verdi fimmtiu og átta ára. Hið þriðja skeið þykir mest i starfi Verdis. Þegar Othello kemur fram, 1887, hefur höfund- ur færst miklu meira i fang en áður, bæði sem tónsmiður og i viðleitni aö endurskapa mikið listaverk i tónum. Ýmislegt þótti Verdi nú hafa sótt i smiðju til Wagners, svo sem „Leit- motif” hans, þar sem ákveðnar persónur eða atburðir eru tákn- aðir með sérstöku stefi. Verdi vildi þó ógjarna við þetta kann- ast og kvaðst i einu og öllu starfa i samræmi við ævagamla ítalska sönghefð. Ekki þótti Verdi hafa farið aftur, þegar Falstaff kom til sögunnar, þótt þá væri hann oröinn áttræður. Var það heldur ekki i niðrunar- skyni, þegar óperuunnendur nefndu Falstaff hina itölsku „Meistarasöngva.” Verdi samdi mikinn skara af óperum og verður þeirra ekki getið hér. Þó má minnast á strengjakvartett hans og ýmsa kirkjulega tónlist, þar á meðal hina miklu sálumessu hans, sem hann tileinkaði samlanda sinum, skáldinu Manzoni. 7.00 Morgunútvarp Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50 Morgunstund barnanna kl. 8.00: Armann Kr. Einarsson heldur áfram sögu sinni „Ævintýri i borginni (12). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atríða. Morgun- popp kl. 10.25 Morgun- tónleikar kl. 11.00: Sinfóniuhljómsveit útvarps- ins 1 Bæjaralandi leikur for- leik að óperunni „,Töfra- skyttunni” eftir Weber: Rafael Kubelik stjómar. / Pierre Fournier og Kammersveitin i Stuttgart leika Sellókonsert i B-dúr eftir Boccherini: Karl Munchinger stj. / Filharmoniusveit Berlinar leikur Sinfóniu i C-dúr nr. 34 (K338) eftir Mozart: Karl Böhm stj. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Clfhildur” eftir Hugrúnu Höfundur les (15). 15.00 Miðdegistónleikar André Gertler og Diane Andersen leika Fiðlusónötu i þrem þáttum eftir Béla Bartók. Allegri-kvartettinn ieikurStrengjakvartettnr. 3 eftir Frank Bridge. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (15.15 Veðurfregnir). 16.20 Popp 17.30 Sagan: „Patrick og Rut” eftirK.M. PeytonSilja Aðalsteinsdóttir les þýðingu si'na (4). 18.00 Tónleikar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Um franska heim- spekinginn Henri Bergson Gunnar Dal rithöfundur flytur erindi. 20.00 Lög unga fólksins Ásta R. Jóhannesdóttir kynnir. 21.00 iþróttir Hermann Gunnarsson sér um þáttinn. 21.15 Forleikir og ariur úr óperum eftir Verdi Con cert gebouw -hl jómsveit- in i Amsterdam og söngkon- an Grace Bumbry flytja á tónlistarhátið Amsterdam- borgar i júni i vor. Stjórn- andi: Edo de Waart. 21.45 „Næturganga”, smásaga eftir Friðrik Guðna Þórleifsson Höfund- ur les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Dægradvöl” eftir Benedikt Gröndal Flosi Olafsson leikari les (8). 22.40 Harmonikulög Elis Brandt og Nils Flacke leika lög eftir Ragnar Sundquist. 23.00 A hljóöbergiFrank Jæg- er les frásöguiia „Djævelens instrument” við undirleik Eriks Moseholm, og Tony Vejslev syngur nokkrar vlsur skáldsins við eigin lög sin 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. 20.00 Fréttir og veður 20.15 Auglýsingar og dagskrá 20.20 Popp.Hljómsveitin 10 cc og söngvararnir Bozz Scaggs og D. Billy Paul flytja sitt lagið hver. 20.30. Heimsókn. Þar sem öld- in er önnur. Á Guðmundar- stöðum i Vopnafirði eru enn í heiðri hafðir búskapar- hættir, sem heyra til liðinni tið og hafa verið aflagðir annars staðar. Sjónvarps- menn stöldruðu þar við og fylgdust meö lifi og háttum heimilisfólksins, sem kýs að halda þar öllu sem likast þvi er geröist um siðustu alda- mót. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. Aður á dag- skrá 1. mai 1977. 21.15. Melissa (L).Nýr, bresk- ur sakamálamyndafíokkur i þremur þáttum, byggður á sögu eftir Francis Dur- bridge. Leikstjóri Peter Moffat. Aðalhlutverk Peter Barkworth, Ronald Fraser og Joan Benham. 1. þáttur. Melissa Foster er i samkvæmi. Hún hringir i eiginmann sinn og biöur hann að koma og taka þátt i gleðskapnum. Melissa er myrt, meöan hann er á leiö til veislunnar, og morðing- inn lætur lita svo út, sem eiginmaðurinn sé morðing- inn. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.05 Sjónhending. Erlendar myndir og málefni. Um- sjónarmaður Sonja Diego. 22.30 Dagskrárlok. Frank Jæger FRANK JÆGER Lesid og sungið „A hljóðbergi” i kvöld, mun danski rithöfundurinn Frank Jæger lesa smásögu sina „Djævelens instrument,” við undirleik Eriks Moseholm og Tony Vejslev syngja nokkrar visur hans. Fjölbreytt og skemmtilegt tungumálanám ENSKA, ÞVSKA, FRANSKA, SPANSKA, NORÐUR- LANDAMALIN. ÍSLENSKA fyrir útlendinga. Ahersia er lögð á létt og skemmtileg samtöl I kennslu- stundum. Samtölin fara fram á þvi máli sem nemandinn er að læra, svo hann æfist I TALMALI. Siðdegistimar — Kvöldtímar Simi 10004 og 11109 (kl. 1—7 e.h.) Mímir Brautarholti 4 — simi 11109 Frá Skólatannlæknmgiim Reykjjavíkurborgar Skólatannlæknar Reykjavikur munu ann- ast tannlæknaþjónustu fyrir 6-12 ára börn i barnaskólum Reykjavikur i vetur. 11 og 12 ára börn i Fella- og Hólabrekku- skóla verða þó að leita til annarra tann- lækna fyrst um sinn og verða reikningar fyrir þá þjónustu endurgreiddir hjá Sjúkrasamlagi Reykjavikur. Aðrir reikningar verða ekki endurgreidd- ir nema með leyfi yfirskólatannlæknis. í sláturtíðinni: Hús- mæður athugið! Að venju höfum við tii sölu margar gerðir vaxborinna um- búða. Hentugt til geymslu hvers konar matvæla sem geyma á í frosti. Komið á afgreiðsluna. Kassagerð Reykjavíkur Kieppsvegi 33

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.