Þjóðviljinn - 20.09.1977, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.09.1977, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 20. september 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 r r Eg efast þvi um þá skoðun Ulfars Þormóðssonar að venjulegum einstaklingi i nútimaþjóðfélagi sé algerlega frjálst að hugsa... Sigurður Guðjónsson rithöfundur Hugleiðingar um hugsanafrelsi Mér flaug það i hug, sem hér fer á eftir, viðlestur hugleiðing- ar Úlfars Þormóðssonar um rit- frelsið. Þar er margt skynsam- lega ogrétt athugað. Allir,nema flón og hræsnarar vita,að á ís- landi og annars staðar i ríkjum sem lik eru ,að stjórnarfari markast,,prentfrelsi ósköp ein- faldlega af lögmáli gróða, fram- boðs og eftirspurnar. Hugsanir sem ekki er hægt er að auðgast á i beinhörðum peningum eru varla liklegar til að birtast al- menningi nema i mjög litlum mæli. Hvaða hugsunum er ekki hægt að græða á eða útgefenda- valdið sér ekki ástæðu til að gefa út? Það eru hugsanir er þeir telja óæskilegar eða hættu- legar máttarstoðum þjóðfélags- kerfisins — almennt talað. En á hvaða hugsunum er unnt að græða? 1 fyrsta lagi meiningarleysi sem hróflar ekki við neinum þeim undirstöðum er þjöðfélag- ið hvilir á með öllum sinum þunga. Slikt búktal er oft kallað list-bókmenntir — og þykir svo fin og göfug iðja, að þeir er eiga eða ráða yfir þeim tækjum sem nauðsynleg eru til að dreifa hugsunum meðal alþjóðar, finna i stöku tilfellum hjá sér hvöt til að gefa út slika mein- ingarleysu þótt þeir gangi þess ekki duldir að útgáfan muni skila harla litlum hagnaði. Þvi margt af þessu er svo skringi- lega meiningarlaust að einungis mjög fáir svo kallaðir „fagur- kerar” eða „bókaunnendur” eru svo meiningarglaðir að finna þar duldar og miklar mein iiigar sem þeir velta vongum yfir og rökræða af eldmóði um meiningarþrungna speki mein- ingarleysisins. Þessi viðleitni heitir á meiningarlausu máli að „styrkja fagrar bókmenntir og efla æðri menningu”. í öðru lagi eru meiningar og þær oft lúmskar og lævisar og hugsaðar út i ystu æsar — er stefna i þá átt að „gæta hags- muna” hefðbundinnar valda- stéttar, gróða þeirra af fram- leiðslu og eignarétt. Þessar meiningar eru okkur boðaðar látlaust dag hvern árið um kring af öllum fjölmiðlum rikis- ins og langflestum áróðurstækj- um einstaklinga. Þá vaknar spruningin um hið frumlæga hugsanafrelsi. Frelsi til að hugsa okkar eigin hugsan- ir, og móta viðhorf okkar til mannlifs og umheims og möguleikana til að lifa eftir hugsunum okkar. Hugsanir eru, einsog Clfar Þormóðsson segir, litils virði nema þeim sé með öðrum deilt. Þetta á við i samfé- laginu almennt og þátttöku ein- staklingsins i þvi. Um sumar einkahugsanir hans gildir dálit- ið öðru máli. Þær varða per- sónuþroska og hann getur átt þær einn — og er ef til vill nauð- synlegt að eiga þær einmitt einn. — En 4>etta er annað mál sem hér er ekki unnt að ræða. Mjög fáir eiga þess kost að koma hugsunum sinum á fram- færi nema i athöfnum sinum, málfari og lifsháttum frá stund til stundar. Islenskt prentfrelsi er að miklu leyti frelsi atvinnu- rithöfunda og blaðamanna og alls konar figúra, manna sem þekktir eru og áberandi og hafa tækifæri og aðstöðu til að láta að sér kveða á almannafæri. Venjulegt fólk sem aðeins hefur nafn sitt og númer i sima- skránni hefur nær enga mögu- leika til að gefa út hugsanir sin- ar I bóka eða öðru hliðstæðu út- gáfuformi. Og það hefur tak- markaðan aðgang að dagblöð- unum. Þetta ætti að verða okkur meira og alvarlegra umþenk- ingarefni en það hefur verið hingað til. Fjölmiðlar móta hugsun okk- ar meira en liklega allt annað i nútimanum. En gagnvart þeim erum við svo að segja algerir þiggjendur og höfum engin tæki- færi tilað móta stefnu þeirra né velja það efni er þeirflytja. Það eralltvalið fyrir okkur. Við get- um aðeins horft og hlustað — allt að þvi varnarlaus — eða skrúfað fyrir eins og gjarnan er viðkvæðið er fólk kvartar i þess- um efnum. Okkur er ómögulegt að gagnrýna, leiðrétta villur, spyrja spurninga eða inna eftir frekari skýringum. Og allir út- varps-og sjónvarpsþættir verða að vera vandlega felldir inn i skipulega dagskrá. Þeir eru þess vegna staðlaðir i timalengd sem oftast er svo takmörkuð að i venjulegu máli er aðeins unnt að drepa á algjör undirstöðu- atriði sem þeir vita út i hörgul er einhverja nasasjón hafa um efnið. Fræðsla I sjónvarpi — og útvarpi — er oft léttvæg og i samanburði við áreiðanlegustu og ytarlegustu heimildir um það sem um er fjallað, ótrúlega frumstæð, ruglingsleg og jafn- vel villandi. Þeir sem kynnast hinum ýmsu málefnum aðeins i gegnum þessa fjölmiðla eruþvi stundum verr en engu nær. En auk þessa er sjónvarpsfræðslu- efni oft og tiðum þrauthugsað áróðursmakk til að styrkja trú almennings á ágæti þjóðfélags- byggingarinnar. Og i öllu þessu höfum við ekkert valfrelsi. Sjálf ráðum við hinsvegar hvaða bækur við lesum, hvaða kvik- myndir við sjáum, leikrit er við sækjum, tónleika er við heyrum o.s.frv., innan þeirra takmarka sem úrvalið leyfir. Þó þar gildi að visu sama lögmálið og um dagskrá útvarps — sjónvarps, eru aðstæður okkar I þvi sam- bandi rýmri. Og hvað er þá eiginlega eftir af hugsanafrelsinu? Getur nokkur I tvö hundruð þúsund manna samfélagi verið hugar- lega frjáls þegar hann hefur um að velja eina útvarps-sjón- varpsdagskrá, nokkur dagblöð og útgáfufyrirtæki sem öll eru lituð meir og minna strangtrú- uðu hugmyndakerfi þegar hann óskar að kynnast hræringum timans? Þúsundum saman les- um við sömu hugsanirnar á sama tima, hlustum þúsundum saman á sömu orð á sama tima, ogþúsundum saman horfum við á sömu atburði á sama tfma. Erlendis er þessi múginnbyrlan hrikaleg og skelfileg. Þar skynja miljónir fólks samtimis nákvæmlega hið sama, verður fyrir svipuðum hughrifum og áreitum og sýnir lik viðbrögð. Þegar stóratburðir gerast, t.d. er Nixon flutti afsagnarræðu sina, voru hugsanasveiflur hundruð miljóna allar festar við sama viðfang og skynhrifin og hugsanagervin er streyma frá manni til manns þá stund var einstaklings upplifun margföld- um með heilum þjóðum.: múg- skynjun, múghugsun. Eftir svona yfirhellingu geta menn að visu vegið og metið og tekið ákvörðun. En til að halda söns- um undir svona kringumstæð- um þarf meira jafnvægi hjart- ans, forhertari raunsæi, við- sýnni eftirtekt, opnari og ger- hugulli hug en jaf nvel hinir best gerðu af hendi náttúrunnar hafa til að bera. Við hreinlega brotn- um undan ofurþunga þessara hugsana er hvila á okkur öllum á sömu stund i svipuðum að- stæðum.Þess vegna verðum við ringluð og ráðvillt og tökum flest kostinn þann að samþykkja i stórum dráttum þær hug- myndir og viðhorf er troðið er svo að segja ofan i okkur. En það er lika hægt að samþykkja ekki, a.m.k. ekki strax, heldur ganga eigin leiðir, kynna sér málin eftir bestu heimildum, eiginhugsun, skilningi, næmi og innsæi. Ef svo skyldi fara að við kæmumst að allt öðrum niður- stöðum en hinum viðteknu og þægilegu hlyti það óhjákvæmi- lega að leiða af sér að við tækj- um að laga okkur i samræmi við það idaglegum önnum. Að öðr- um kosti hefðum við engar meiningar. Hugsun endurspeglast i gerð- um okkar. Skoðanir geta verið óháðar daglegu atferli. Hugsun er lif sem er virkt og breytilegt. Skoðanir eru form sem er and- vana og kyrrstætt. Ef nú breytni okkar varðar við lög verður hún dæmd úr frá forsendum sem við álitum ósannar, úreltar og meiningar- lausar fyrir tilveru okkar. Og við kynnum að glata frelsi okk- ar fyrir að hugsa. Varði breytni okkar hins vegar ekki við lög, en þyki eigi að siður litt æskilegt, óþolandi eða hættuleg er gripið til annarra ráða. 1 þessu tilviki gæti einnig svo farið að við yrð- umsviptfrelsiokkar — ekki sem sakamenn, heldur sjúklingar — samkvæmt úrskurði þeirra stofnana sem ákvarða hvað er rétt og röng skynjun, atferli og hugsun, geðsjúkrahúsum sem nú eru óðum að verða riki i rik- inu I hugmyndaheimi almenn- ings i tilfinningalegum efnum — eins og miðaldakirkja i læknis- fræðilegum umbúðum. Siðan er reynt að,,lækna”okkur með þvi að breyta skynjun, hugsun og ytra æði. Ég efast þvi um þá skoðun Clfars Þormóðssonar að venjulegum einstaklingi i nú- timaþjóðfélagi sé algerlega frjálst að hugsa. Að hugsa er ekki aðeins það að skrifa og tala, rifastog deila. Hugsun er miklu fremur kyndiafl athafna, jafnt hið innra sem ytra. Ef af- leiðing þess að hugsa — atíerli einstaklingsins — sviptir hann svo og svo miklu frelsi sinu (án þess að hann brjóti lög) getur hann varla talist njóta þeirra mannréttinda að mega hugsa. Þetta sem hér hefur verið sagt eru ekki mótaðar skoðanir, heldur aðeins lauslegar (tima ogrúmsins vegna) hugleiðingar um frelsi það er við i „velferð- arþjóðfélögum” vestursins bú- um við i daglegu lifi til að skynja,hugsa, tjá okkur og lifa i leik og alvöru. Sigurður Guöjónsson Fjölbrautaskólinn í Breiöholti var settur 12. þ.m. í skólanum verða 730 nemendur i vetur á fjórum námssviðum þar af eru 400 nýnemar. Á menntaskólasviði verða 140 nemendur á fjórum námsbraut- um, á Iðnfræðslusviði 130 á þremur námsbrautum, á við- skiptasviði verða 175 nemendur sömuleiðis á þremur náms- brautum og loks eru 280 nem- endur á samfélags- og uppeldis- sviði, en þar eru námsbrautir fimm. Alls eru brautir þvi fimmtán; hefur fjölgað um þrjár frá fyrra skólaári. 1 frumvarpi þvi til laga um samræmdan framhaldsskóla er lagt var fram á alþingi s.l. vor er gert ráð fyrir átta aðalnáms- sviðum. Eru hin þrjú fyrsttöldu svið I fjölbrautarskólanum i samræmi við frumvarpið en hið fjórða, samfélags og uppeldis- svið felur i sér fjögur svið frum- varpsins: Heilbrigðissvið, upp- eldissvið, hússtjórnarsvið og listasvið. Sé miðað við sviðs- skiptingu fyrrgreinds frum- varps eru 140 nemendur á heilbrigðissviði, 70 á uppeldis- sviði, 36 á hússtjórnarsviði og 25 á listasviði. Áttunda námssvið frumvarps til laga um samræmdan fram- haldsskóla er búnaðarsvið. Má þvi meðnokkrum sanni segja að Fjölbrautaskólinn I Breiðholti :-í GuAmundur Sveinsson, skóla- * haust verður fyrsta hcAin Inýrri álmu tekin inotkun, en enn vantar kennslurými. leistari, Hytur setningarræðu, a fjöldi manns var viðstaddur etningu skólans. Vantar enn kennslu- rými í vaxandi hverfi hafi þegar búið nemendum sin- um möguleika til náms á öllum þeim námssviðum frumvarps- ins sem hann hefur skilyrði til þótt enn vanti að sjálfsögðu mikið á að skólinn geti boðið all- ar þær brautir, sem margnefnt frumvarp gerir ráð fyrir á hin- um sjö sviðum. Fastráðnir kennarar við skól- ann eru 49 en auk þess starfa þar nokkrir stundakennarar. Eru kennarar nú 18 fleiri en á siðasta ári. t sumar hefur verið unnið við byggingu nýs skólahúsnæðis, svokallaðrar D-álmu. Er það hús 1050 ferm. að grunnfleti á þrem hæðum. 1 haust verður fyrsta hæð tekin i notkun. Eru þar ellefu kennslustofur, en þrátt fyrir svo aukið kennslurými vegur það ekki á móti fjölgun nemenda. Það kennsluhúsnæði sem fyrir var er þegar fullnýtt og er hinu ört vaxandi hverfi þvi brýn nauðsyn á að aukið kennslurými fáist. Siðastliðið vor luku 12 nem- endur almennu verslunarprófi. í lok haustannar munu yfir 20 nemendur ljúka samskonar námi,en margir þeirra stefna að næsta áfanga sem er sérhæft verslunarpróf. Auk þess munu fyrstu sjúkraliðarnir með full- um réttindum verða braut- skráðir i lok haustannar. í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.