Þjóðviljinn - 29.10.1977, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 29. október 1977
AF HVÖT
Lesendadálkar dagblaðanna hafa löngum
þjónað vissum tilaangi. Þeir eru í stuttu máli
einn allsherjar sorphaugur fyrirvissa tegund
af fólki til að ausa úr sér óþverranum án þess
að láta nafns síns getið, og fá þá sam-
borgararnir það stundum óþvegið/ svo ekki sé
meira sagt. í þessum dálkum fær fólk lika að
skrifa þegar það getur ekki lengur orða bund-
ist yfir vömmum ýmissa stofnana/ svo sem
útvarpsins, sem hefur þá ef til vill fengið
kommúnista eða heimdelling til að lesa morg-
unsögu barnanna. í lesendadálkum er ár eftir
ár hægt að fylgjast með því hvernig ,,Reið-
móðir" í Vesturbænum álítur að mjólkurhyrn-
ur eigi að vera í laginu.,, Dýravinur" upplýsir
að þorski hafi verið misþyrmt með því að
setja teygju um hálsinn á honum og sleppa
honum svo aftur í sjóinn án þess að aflífa
hann fyrst . Þá er það nærri daglegt brauð að
,,Reið-kona" í einhverjum borgarhluta finni
gúmíhanska i sínu daglega franskbrauði,
rottuhali finnst í bjúgunum í Breiðholtinu, en
restin af dýrinu í kjötfarsinu í Árbænum,
f remsti köggullin af þumalf ingri í pulsum f rá
Sláturfélaginu, sem ,,Reið-kona" í Arnarnes-
inu bar gestum sínum til kvöldverðar og meira
að segja gleymst að skafa undan nöglinni.
Ég held mér sé óhætt að segja að Morgun-
blaðið hafi riðið á vaðið með þessa einstæðu
þjónustu við lesendur, eða allavega man ég
eftir lesendadálkum undir nafninu ,,Vík-
verji", þegar ég var krakki. Þá var þessi les-
endadálkur Morgunblaðsins tiltölulega sak-
laus en þörf lesning og hafði það að höfuð-
markmiði að fylgjast með komu kríunnar og
annarra farfugla og gegndi þar með mark-
verðu hlutverki. Síðan hef ur mikið vatn runnið
til sjávar, en óhætt er að f ullyrða að síðan hin
blöðin öpuðu það eftir að hafa á síðum sinum
lesendadálka, hefur þróunin mjög færst í þá
átt að gera þá að þeim sorphaug, sem að
framan er iýst.
Þó er það nú svo að oft leynist perla í skít-
haugi. Eina slíka gat að líta i lesendadálki
Morgunblaðsins — sem nú er nefndur Velvak-
andi —á þriðjudaginn var, undir yf irskriftinni
„Tilburðir fyrir prófkjör". Þar kveður sér
hljóðs „Reið-kona", en sýnir þann kjark og
manndóm að skrifa þó undir f ullu naf ni. Naf n
konunnar er Auður Auðuns, en tilefnið það, að
kunnur heiðursmaður og sannur sjálfstæðis-
maður hér í borg hefur óskað þess að gerast
„limur" í einni af hinum mörgu deildum
Sjálfstæðisflokksins hér í borg. Deildin sem
umræddur heiðursmaður er að reyna að fá
inngöngu i er „Hvöt", en heiðursmaðurinn
enginn annar en ástsælasti Sjálfstæðismaður-
inn um þessar mundir, sjálfur Albert Guð-
mundsson. Nú hef ði mátt halda að f élagarnir í
„Hvöt" þættust hafa himin höndum tekið við
svo óvæntan liðsauka, að minnsta kosti þegar
höfð eru í huga orð kunnrar „Hvatarkonu" á
fundi fyrir nokkru: „Það er undirstaða aukn-
ingar „Hvatar", að limum fjölgi sem mest".
En nú skeður hið undarlega. Nefnd Auður,
sem virðist vera ,, Hvatarkona", bregst hin
versta við umsókn flokksbróður sins og skrif-
ar harðorða grein í lesendadálk Morgunblaðs-
ins, Velvakanda, þar sem hún ber f lokksbróð-
ur sinn hinum þyngstu sökum og segir að um-
sókn hans í framangreinda deild Sjálfstæðis-
f lokksins sé af annarlegum toga spunnin, eða
svo notuð séu orð Auðar sjálfrar: „Nú er í
uppsiglingu próf kjör i Sjálfstæðisf lokknum og
hafa menn getað lesið í Morgunblaðinu um
tilburði eins væntanlegs f rambjóðanda til þess
að vekja á sér athygli og skopast að." Siðar i
greininni segir Auður að tilgangur Alberts sé
augljós (sem sagt að vekja á sér athygli fyrir
próf kjör) og lýkur síðan greininni orðrétt með
þessum orðum: „Gæti maður þá fengið annan
grínþátt að skemmta sér við , en þá verður að
hafa snör handtök, því senn dynur prófkjörið
yfir".
Svo mörg eru þau orðin í lesendadálki Morg-
unblaðsins, Velvakanda.
Fullvist er talið að „Hvatarkonur" vilji
synja Albert um inngöngu í „Hvöt", þar sem
hann sé sannanlega ekki kona og líklegt talið
að þær í Hvöt, sem sannreynt hafa þá stað-
hæfingu, hafi verið látnar staðfesta kynferði
Alberts áður en hann var felldur sem limur.
Hinu er ekki að leyna að grunur leikur á að
meðal hinna kvenlegu lima „Hvatar", félags
sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, kunni að leyn-
ast nokkrir karlar, líkt og í landsliði Sovétríkj-
anna í kúluvarpi. Það vekur alltaf nokkrar
grunsemdir, þegar konur eru mjög skeggjað-
ar, eins og nokkrar af ,, Hvatarkonum", og eins
ef þær leita á stöllur sínar.
Mun það því næst á dagskrá hjá sjálfstæðis-
kvennafélaginu „Hvöt" að ganga endanlega
úr skugga um kynferði limanna, en eins og
augljóst er mun það aðeins hægt með einum
hætti. Talið er fullvíst að Albert verði tekinn
með í þá skoðun, svo endanlega sé hægt að
hafna honum.
Og að athugun lokinni gæti þessi gamli hús-
gangur átt svo undurvel við.
Athugun sannaði ekki neitt,
undruðust það lýðir
að konur vantar aðeins eitt
sem Albert Guðmunds prýðir.
Flosi.
Benedikt Gunnarsson og mynd sem heitir „Land I sköpun” _ tljósm.
eik)
Benedikt Gunnarsson
Ég vil gefa í skyn
Benedikt Gunnarsson opnar i
dag sýningu á Kjarvalsstöðum.
Getta er stór sýning. Myndirnar
eru eitt hundrað. Oliumálverk og
pastelmyndir.
Sá sem gengur um sýninguna
vsrður fyrst af öllu fyrir þeim
áhrifum, að hann þekki aftur til
hálfs fyrirbæri úr sýnilegum
heimi.
Benedikt segist vilja forðast
eftirlikingar: Ég vil fyrst og
fremst gefa i skyn. Hér er til að
mynda málverk sem heitir Land
og mannvirki. Gott og vel: þarna
er land, og mannvirki, og birta,
og fjarvidd. En þar meö er ekki
sagt, að hægt sé að fá þessu
mannvirki stað á korti. Þessi
mynd er dæmi um það, hvernig
notaðar eru vissar eigindir úr
umhverfinu, sem unnið er úr á
persónulegan hátt.
Nafngiftir beina huganum samt
á ákveðnar brautir. Nokkrar
myndir eru úr flokki sem ber
samheitiö Elduri Heimaey. Heit-
ar og rauðar myndir. „útfærsla á
glóð i byggð” segir Benedikt.
í annan stað mætir okkur mynd
sem heitir Kristur i Getsemane.
Höfundur hennar segir, að mynd-
in sé tilraun til að sýna það efni á
allt annan hátt en menn hafa van-
ist. Hann hefur unnið að verkefn-
um fyrir kirkjur, og þess sér stað
á fleiri en einni mynd.
Allmargar myndanna raða sér i
flokka. Blámi, hjálmar og óá-
kveönir tæknilegir hlutir fylkja
sér saman i geimferðaflokk. Ein
myndanna heitir meira að segja
sérlega hátiðlegu nafni: Geim-
farar ræða eilifðarmálin.
Benedikt Gunnarsson hefur
haldið tólf einkasýningar. Hann á
myndir i átta löndum.
Sýningin er opin til sunnudags-
kvölds, sjötta nóvember.
—áb
Tryggva-
sýning í
SÚM
Tryggvi ólafsson er meö
sýningu i SÚM — listamaöur sem
hefur af ágætu hugviti unnið úr
umræðuefnum og myndefnum
fjölmiðla, tengt saman kunnug-
lega hluti af heillandi prakkara-
skap. Við höfum kritik fyrir þvi,
að þetta sé heillegasta og sam-
stæðasta sýning frá hans hendi.
Sýningunni lýkur á sunnudags-
kvöld. Þessi mynd Tryggva heitir
Varið land.
Tvær sýnlngar á Kjarvalsstöðum
Gunnar örn Gunnarsson opnar
sýningu á Kjarvalsstöðum i dag.
Hann sýnir 68 málverk.
Likami mannsins, nánar tiltek-
ið — konunnar, blasir við i öllum
hornum. Hringir brjóstanna njóta
sérstaks forgangsréttar og geta
vakið upp margskonar tengsli.
Lykur um lif vort, litill hringur,
Gunnar örn Gunnarsson og mynd
sem heitir Teikning á málverki
(ljósm. eik)
• •
Gunnar Om Gunnarsson:
Mannslíkaminn
með tilbrigðum
sagði skáld ágætt. Eins gæti
ósvifinn maður látiö sér koma i
hug hringir þeir sem sérkenna
orrustuflugvélar hernaðarþjóða.
Það eru engar ákveðnar per-
sónur til fyrirmyndar, segir
Gunnar örn. Nema á eins og
tveim myndum, önnur er af sjálf-
um mér, hin af afa og ömmu. En
kannski kemur stundum i gegn
svipur af fólki sem maður um-
gengst.
— Eru þessir likamir allir eins-
konar andmæli gegn landslags-
dýrkun íslendinga?
— Nei, mannslikaminn er mér
fyrst og fremst efni til að vinna
úr. Tilefni til að sýna það sem ég
ætla málverkinu. Ef að ein mynd-
anna heitir t.d. Margrét drottning
með fina húfu, þá er sú nafngift
orðin til eftirá, vegna likingar,
sem mér var bent á.
En á einni mynd er mættur
danskur maður, skáldið Jens
August Schade, hrikalegastur
ástaskálda. Nakin kona þvert yfir
forgrunninn, og Schade i gráum
glugga fyrir ofan. Hann horfir
ekki á konuna, þótt undarlegt
megi virðast.
Þessi mynd er gerð i heiöurs-
skyni við hálfrar aldar skáldferil
Schades. Gunnar örn hefur hald-
ið tvær sýningar i Kaupmanna-
höfn. Niu sýningar alls, allt frá
þvi að hann sýndi fyrst 1970.
Myndirnar kosta frá 60 til 500
þús. króna.
Sýningin er opin til sunnudags-
kvölds, 6. nóv.
—áb