Þjóðviljinn - 29.10.1977, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.10.1977, Blaðsíða 1
PJÚDVIUINN Laugardagur 29. október 1977 —42. árg. 241. tbl. AMSTERDAM: Auðkýfingi rænt i gær Enn eitt banaslys Enn eitt banaslysið varð i fyrradag og að þessu sinni austur á Selfossi. Er það 9. dauðaslysið, sem verður i Arnessýslu á þessu ári og hið 71. yfir landið allt. Er sú tala vægast sagt ærið iskyggileg. Nánari tildrög voru þau, að verið var að vinna með veghefli á mdtum gatnanna Birkivalla og Hjarðarholts. Sex ára gamall drengur var á reiðhjóli aftan við hefilinn. Veghefilsstjórinn hugðist snúa heflinum við, en varð drengsins ekki var. Varð hann fyrir heflinum og lést samstundis. —mhg Vopnasala til Suður- Afríku bönnuð i 6 mánuði 28.10 Reuter — Fulltrúar vest- rænna rikja í öryggisráðinu leit- uðu i dag stuðnings Afríkufulltrú- anna við tillögu sfna sem borin verður upp i öryggisráðinu i kvöld um vopnasölubann til S-Afriku scm gilda á i 6 mánuði. Tillagan er mótleikur gegn til- lögu blakkra Afrikufulltrúa sem gekk lengra og krafðist algers viðskiptabanns á Suður-Afriku. Þó fulltrúar rikja á borð við Bandarikin, Kanada, V-Þýska- land, Frakkland og Bretland hafi lýst andúð sinni á aðgerðum stjórnvalda S-Afriku gegn blökkumönnum og andstæðingum sinum 1 siðustu viku hafa þeir ekki dug til að ganga svo langt. Þeir vonast hins vegar til að geta fengið afrikurikin til að gangast inn á mildari refsiað- gerðir, sem þrátt fyrir allt eru mun harðari en vestræn riki hafa hingað til viljað beita. Samþykki þessarar tillögu þýddi i raun fordáemingu á sið- ustu aðgerðum stjórnarinnar I S-Afriku gegn andstæðingum að- skilnaðarstefnunnar, undirtektir við kröfu um að pólitiskir fangar Framhald á 14. siðu Amsterdam. — Reutcr. — 1 gær- morgun var einum mesta auðkýf- ingi Hoilands rænt á götu i Am- sterdam. Maðurinn heitir Car- ansa og byggði ásamt föður sin- um upp eignaveldi sitt á viðskipt- um með paraffin og kol á eftir- striðsárunum. Um tiuleytið I gærmorgun varð einhver maður i Amsterdam vitni að þvi, er fimm menn réðust að Caransa þegar hann gekk út úr Continental-briddsklúbbnum i miðborg Amsterdam. Mennirnir tróðu honum inn i bil sem ók sem hraðast á brott. Þegar lögreglan kom á vettvang var þar ekkert að fina utan veskis Caransa með persónuskilrikjum. Vitnið sem hringdi i lögregluna var einnig horfið. Getgátur eru á lofti um að Car- ansa hafi verið rænt i þeim til- gangi að skipta á honum og vest- ur-þjóðverjanum Knut Folk- erts, sem hollenska lögreglan tók fastan i september siðastliðnum. Folkerts var handsamaður i skot- bardaga, þar sem hollenskur lög- reglumaður var drepinn. Caransa hóf að fjárfesta I hótel- um og skrifstofubyggingum i Am- sterdam á sjötta áratugnum og felast eignir hans nú að mestu i slikum fasteignum. Andspænis þeim stað sem honum var rænt á, stendur hið viðfræga Amstel-hót- el, sem Caransa átti um tima á sjöunda áratugnum. Ársafli líklega um 1300 þúsund lestir — sem er algert aflamet hér á landi —meira en síldaráriö 1966 Ljóst er að heildarafli landsmanna á þessu ári verður vart undir 1.300.000 lestum. Eins og skýrt var frá í Þjóðviljanum í gær varð heildaraf linn fyrstu 9 mánuði þessa árs 1.129.087 lestir, miðað við 824.370 fyrstu 9 mánuði ársins á undan. Það ár varð svo heildarársafl- inn 985.700 lestir, munurinn rúm- lega 160 þúsund lestir og ef við reiknum með að aflinn siðustu 3 mánuði þessa árs verði sá sami og siðustu 3 mánuðina i fyrra verður heildaraflinn i ár um 1.300.000 lestir sem er algert afla- met. Mestur heildarársafli, sem fram til þessa hefur borist á land á tslandi var 1.243.000 lestir árið 1966, en þá var met sildarár hér á landi og sildaraflinn varð þá 770 þúsund lestir. Til samanburðar þvi ef ársafl- inn nú verður um 1,3 milj. lestir þá var afiinn 1976 985 þúsund lest- ir, 1975 varð hann 994 þús. lestir og 1974 944 þúsund lestir. Svona til gamans má bæta hér við tölum um ársafla frá þeim frægu sildarárum eftir strið, þá varð mestur ársafli 1944 547 þús. lestir og eins má nefna tölu frá árinu 1959, 639 þúsund lestir en bæði þessi ár var sildin burðar- magnið i aflanum. — S.dór. Börn og kvikmyndir Bókavarðaifélag Islands, Fé- lag bókasafnsfræðinga, Félag skóiasafnsvarða ásamt kenn- ara- og fóstrunemum sjá um dagskrá um kvikmyndir og börn i Norræna húsinu heigina 29. og 30. október. 1 tengslum við dagskrána verða sýndar kvikmyndir fyrir börn i Tjarnarbió, sem hér seg- ir: 1 dag kl. 14 og 15.45: Lisa i Undralandi og Atta á eyðiey. A morguii kl. 14 og 15.45: Upp- reisnin. Fimmtudaginn 3. nóv. kl. 17: Vertu hress. — Aðgangur er ókeypis. HJALMAR VILHJÁLMSSON FISKIFRÆÐINGUR: „Svæðinu varð að loka” ,,Það var ekki um annað að gera, en að loka þessu svæði, þar sem meira en helmingur afla nótabátanna var smásfld, sild 27 cm eða minna”, sagði Hjálmar Vilhjálmsson fiski- fræðingur, er við ræddum við hann i gær, þar sem hann var staddur um borð i rannsókna- skipinu Arna Friðrikssyni á sildarmiðunum út af Suður- landi. Það var I gær sem fram- kvæmd var skyndilokun á svæð- inu milli Hrollaugseyja og Ing- ólfshöfða 6 til 8 sjómilur út frá landi, og það var Hafrann- — þar sem meira en helmingur aflans var smásíld sóknastofnunin sem lokaði svæðinu að tilmælum Hjálmars og félaga hans um borð i Arna Friðrikssyni, en þeir hafa verið að rannsaka þetta svæði undan- farið. Hjálmar sagði að það væri nokkuð mikil sild á þessu svæði, en bara of blönduð smásild til þess að óhætt sé að leyfa veiðar. Hann sagði að sildin útaf Suður- landi væri magrari i ár en i fyrra, og taldi hann ástæðuna fyrir þvi hve illa hefur gengið að veiða sildina i ár vera þá, að stóra sildin hefði dreift sér meira en i fyrra, i ætisleit. ,,Ég á hinsvegar von á þvi að hún fari að þétta sig i torfur hvað liður”, sagði Hjálmar. Það stóð til að leiðangurs- menn á Árna Friðrikssyni færu nokkra daga á sildarmiðin en héldu svo til loðnurannsókna norður fyrir land, en Hjálmar taldi vist að þeir myndu verða lengur á sildarmiðunum en til stóð vegna þess hve mikið virð- ist vera þarna af smásild. Þess má að lokum geta að umrætt svæði er aðeins lokað fyrir nótabátum, en 80 slikir bátar hafa nú veiðileyfi, 200 lestir hver, en réknetabátarnir mega áfram veiða á svæðinu. — S.dór. H Hjálmar Vilhjálmsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.