Þjóðviljinn - 05.11.1977, Side 4

Þjóðviljinn - 05.11.1977, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 5. nóvember 1977 Málgagn sósíalisma, verkalýöshreyfingar og þjóöfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson, Svavar Gestsson. Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Auglýsingastjori: Úlfar Þormóðsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Síðumúla 6. Slmi 81333. Prentun: Blaðaprent hf. Upphlaup hœgra liðsins Morgunblaðið hefur verið undarlega miðflóttalegt á svipinn undanfarna daga. Það hefur skrifað margorða leiðaravellu um þann leiða bókstaf zetu meðan hægri armur flokksins hefur haldið uppi ákafri skothrið i ýmsum málgögnum á forystu Sjálfstæðisflokksins, rikisstjórnarsam- starfið og Morgunblaðið sjálft. Hægraliðið talar i ýmsum tóntegundum en inntakið er nokkuð svipað. Við höfum orðið fyrir von- brigðum með flokkinn segja þeir. Við vild- um að hann minnkaði rikisafskipti, kæmi á „frjálsu verðmyndunarkerfi” (réttara sagt frálsri álagningu), kvæði niður verð- bólgu og héldi niður „kröfukóngum” (með öðrum orðum verklýðshreyfingunni). Sá er galli á þessu upphlaupi hægraliðs- ins, að kveinstafir þess eru mjög i almenn um sifurtón, sem ómar i kringum það stef eitt, sem kallast „báknið”. Það verður færra um svör þegar innt skal eftir þvi, hvað á að skera niður af þessu fræga bákni. Ef að hægraliðið hefði til að bera hreinskilni þess Glistrups sem það dýrkar manna mest, leynt eða ljóst, þá hefði það uppi ákveðnar hugmyndir t.d. um að skera niður samneyslu þjóðarinnar, félagslega aðstoð, framlög til skóla og þar fram eftir götum. En þvi er ekki að heilsa. Liklega hafa talsmenn hægrigagnrýninn- ar nægilega næmt pólitiskt nef til að vita, að það er slóttugra að láta ekki hanka sig á neinum ákveðnum tillögum i þessum efnum . Heldur að reyna að safna sér póli- tisku hlutafé með mjög almennu og þoku- kenndu lýðskrumi. Ýmislegt i kveinstöfum hægraliðsins ber mjög vott um vanmáttuga og ráðvillta heift. Ef að likum lætur er mikið af óánægju þeirri sem nú riður húsum hjá Sjálfstæðisflokkinum tengt hinum smærri aðilum i verslun og viðskiptum. Þeir hafa smiðað sér þau trúarbrögð, að vandkvæði þeirra mundu öll leyst ef hið takmarkaða verðlagseftirlit, sem enn er við lýði, væri afnumið, og beina geðshræringum sinum gegn þvi „bákni” sem ber ábyrgð á þvi eftirliti. Engum þeirra virðist detta það i hug, að þrengingar smærri aðila i verslun séu sömu ættar og i öðrum löndum — þeir verða undir i átökum við stærri aðila, vörumarkaði, verslunarsamsteypur. Menn vilja ekki viðurkenna að samkeppn-' is lögmál þeirra eigin þjóðfélags eru þeim andsnúin nú og hér — og finna sér rikið, „báknið” að blóraböggli. Nú er það vissulega ekki ætlun Þjóðvilj- ans að taka upp hanskann fyrir islenskt rikisvald i þessum efnum. Það spaugileg- asta við harmatölur þess liðs, sem lengst er til hægri i Sjálfstæðisflokkinum, er ein- mitt það, að það lætur sem „báknið” sé einhverskonar nýtt örverpi úr stjórnar- sænginni. Það verður ekki nægilega oft á það minnt, að það er Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur sem hefur mestu ráðið um gerð is- lensks samfélags, um alla stjórnsýslu. Það er spaugilegt að hafa hátt um „úthlut- unar- og ivilnunarstofnanir rikisins” án þess að taka það með i reikninginn, að þessar stofnanir eru snar þáttur af valda- kerfi Sjálfstæðisflokksins. Án þessa þáttar hefði jafnvel „sterkum” foringjum eins og Ólafi Thors og Bjarna Benediktssyni, ekki tekist að halda saman þessum stóra hægriflokki. Allir vita, að samstarf vinstrisinna á Is- landi hefur oft verið erfitt. Hvað eftir ann- að hafa risið með þeim snarpar deilur út af stefnumálum og baráttuaðferðum sem hafa torveldað að þeir gætu beitt sér að sameiginlegum markmiðum. Slik sundur- virkni er að sjálfsögðu skaðleg — en hún hefur samt þann kost, að hún vinnur gegn hugmyndadeyfð og spillingu. Hin stóra hægriblökk sem saman er komin i Sjálf- stæðisflokkinum hefur sýnst sýnu sam- heldnari. Bæði er, að i þeim herbúðum þurfa menn ekki að deila um það hvernig þeir vilji breyta þjóðfélagi. Þeir ætla að halda i það sem er. Einnig hafa óánægðir einstaklingar, sem ætluðu i eitthvert klofningsbrölt, verið kvaddir auðveldlega i kútinn, einmitt með skirskotun til sam- eiginlegra borgaralegra hagsmuna og svo með þeim refsivendi sem forræði Sjálf- stæðisflokksins i „bákninu” margskamm- aða tryggir. Hægraupphlaupið nú getur eins hjaðnað niður af sömu ástæðum: Albert er hættur við að hætta, svo dæmi sé nefnt. En það getur haft þau áhrif, að frjálslyndisgrim- an sem höfð er fyrir ásjónu flokksins þynnist og springi og almenningi verði ljósar en ella sá eðliskjarni Sjálfstæðis- flokksins að efla borgarastétt sem getur skipað öðrum fyrir verkum og engar refj- ar, eins og einn af mörgum kjallara- greinahöfundum þessara daga lætur sig dreyma um. Sú þróun verður vafalaust mjög lærdómsrik fyrir það alþýðufólk, sem hefur alltof lengi verið á valdi innræt- ingar svokallaðs „flokks allra stétta'láb. Hvort vegur þyngra hjá Albert hagur heildsalanna eöa litla mannsins? Aftur tekið mark á Albert Glataði sonurinn er kominn heim og i Sjálfstæðisflokknum varpa menn öndinni léttar. Albert Guðmundsson hefði get- að orðið hættulegur keppinautur og sópað til sin óánægjufylgi, hefði hann farið i sjálfstætt framboð. Það er þvi skárra aö hafa hann innanborös, þótt forystumenn Sjálfstæðisflokks- ins séu langþreyttir á vinnu- brögöum hans. Albert hefur það nefnilega til siös að fara I fýlu eins og strákur i sandkassa og hóta að hætta leiknum fái hann ekki sinu framgengt innan flokksins. Svo þreyttir voru Sjálfstæðismenn á þessu að þeir hættu um skeið að taka mark á Albert i þingflokknum. Þá var það sem Albert ákvað að hætta og eins og hann segir I Morgun- blaðinu i gær: „Akvörðun mfn var endanleg". Hún var svo endanleg aö hann er nú i fram- boðitilþingkosninga rúmriviku eftir að hann hætti við það. Hinn endanlegi Albert Það eru grundvallarmann- réttindi að skipta um skoðun eins og menn lystir þótt stund- um sé það kennt viö vindhana- skap. Albert segist nú ekki vilja bregðast vinum sinum, og bend- ir það til þess aö forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafi þegar á reyndi reynst vinir stórkaup- mannsins i raun. Eitthvað hefur Albert og hagsmunaklíka hans innan Sjálfstæðisflokksins feng- iö i staðinn fyrir að hætta viö aö hætta. Við höfum rökstuddan grun um aö það hafi ekki verið loforð um aö bæta hag smæl- ingjanna og litla mannsins, sem stórkaupmanninum er svo annt um að eigin sögn, með t.d. um- bótum i almannatryggingakerf- inu eða úrbætum fyrir aldraða og öryrkja og aukinni sam- neyslu. Ekkert i stefnuræðu forsætis- ráðherra bendir til að svo sé. Þvert á móti. Með úrbótum á þessu sviöi væri botninn lika dottinn úr fyrirgreiðsluvinsæld- um Alberts. Kaupmanna frelsi Hinsvegar er i stefnuræðu for- sætisráðherra hægt að finna ýmis loforð sem ættu aö falla stórinnflytjendum og stórkaup- mönnum I geð. Gæti það verið að fyrirmæli viðskiptaráðherra til Seölabankans séu gerð aö skipun Geirs Hallgrimssonar og samkvæmt úrslitakröfu Alberts Guðmundssonar. Osennilegri tilgátu hefur veriö kastað fram. Svo vitnað sé i stefnuræðu for- sætisráðherra: „Viöskiptaráðherra hefur fal- ið Seðlabanka íslands að kanna vandlega leiðir til þess að rýmka rétt manna til að eiga gjaldeyri og stofna til gjaldeyr- isreikninga við islenska banka með eðlilegri ávöxtun og yfir- færsiueftirliti i þvi skyni að fjölga leiðum til að verðtryggja sparnað". Friðrik Sóphusson Ef við mættum velja Það er hart að geta ekki valið sér pólitiska andstæðinga i próf- kjöri Sjálfstæöismanna i Reykjavik eins og hægt er i Alþýðuflokknum, þegar svo ágætir sómamenn eru i kjöri eins og Friðrik Sóphusson og Haraldur Blöndal. Ef við héld- um að þaö heföi áhrif á Sjálf- stæðismenn myndum við ein- dregið leggja til að þeir yrðu kjörnir I örugg sæti. Haraldur ætlar að stöðva kaupin á Viöis- húsinu og Friörik að siðbæta Sjálfstæöisflokkinn innanfrá. Hið fyrrnefnda hlýtur aö flokk- ast undir laumukommúnisma og hiö siðarnefnda sýnir að Friðrik er að minnsta kosti heiöarlegur frjálshyggjumaður sem vill hafa flokkinn litinn en stefnuhreinan. Óánœgjan aftur Einkunnagjöf Friðriks um stjórnarsamstarfið kemur fram i prófkjörsdálkum Dagblaðsins á fimmtudag: „Að sjálfsögðu er útilokaö að festa hendur á öllum tilbrigðum óánægjunnar en langmest ber á gagnrýni vegna efnahagsstefnu rikisstjórnarinnar. Við, sem kusum Sjálfstæðisflokkinn, vildum minni rikisafskipti og minni rikisumsvif en fengum i staðinn afgreiðslumenn I úthlut- unar- og ivilnunarstofnunum rikisins. Við, sem kusum Sjálf- stæðisflokkinn, vildum heilbrigðan rekstrargrundvöll fyrir einkafyrirtækin I frjálsu verðmyndunarkerfi, en fengum I staðinn rikiskapitalisma og þriggja ára tómlæti I verðlags- málum. Við, sem kusum Sjálf- stæðisflokkinn, vildum niður- skurð rikisútgjalda, en fengum auknar álögur og þyngri byröar ierlendum neyzluskuldum. Við, sem kusum Sjálfstæðisflokkinn, vildum jafnvægi I efnahagsmál- unum og öflugt viönám gegn veröbólgunni, en urðum að þola ósigur i viðureigninni við stjórn- málamenn, sem stóðu að fram- kvæmdum umfram getu þjóðar- búsins og kröfukónga sem heimtuöu fleiri krónur i stað raunhæfra kjarabóta. Sjálfstæðisfólk er orðið þreytt á þvi að samþykkja fagrar yfir- lýsingar á flokksfundum en sjá þær siðan lenda i biösal eða á breytingaverkstæði rikisstjórn- arinnar. Stjórnarsamvinnan við Framsóknarflokkinn hefur ver- ið keypt of dýru veröi. Helzt má ætla að rikisstjórnarinnar verði gctiö I islandssögunni fyrir að vera fyrsta stjórnin, sem Fram- sóknarflokkurinn situr i út heilt kjörtimabil. Það segir lengri sögu en mörg orð um hlut Sjálf- stæðisflokksins í stjórnarsam- vinnunni”. —e.k.h.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.