Þjóðviljinn - 05.11.1977, Qupperneq 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 5. nóvember 1977
Sibastliðib fimmtudagskvöld
var útvarpaö frá Alþingi umræð-
um um stefnuræöu forsætisráð-
herra. Ræðumenn Alþýðubanda-
lagsins voru Gils Guðmundsson
ogSvava Jakobsdóttir. Ræöa Gils
birtist hér i biaðinu fgær, en hér á
eftirfer ræða sú er Svava Jakobs-
dóttir flutti:
Vidtæk verkföll
Sú spuming gerist nú áleitin hjá
öllum þorra manna, hvort við
höfum efni á þessari rikisstjórn.
Eitt megineiiúcenni þessa kjör-
timabils eru tiðar vinnustöðvanir
og óvenjumargir verkfallsdagar.
A siðastliönu ári, árinu 1976, uröu
viðtækustu verkföllsem um getur
i þjóöarsögunni og verkfallsdagar
þaö ár urðu fleiri en nokkru sinni
á öllu árabilinu frá 1960 — jafnvel
fleiri en á siðasta og versta ári
viðreisnarstjórnar, þegar verka-
fólk háði harövituga baráttu til
verndar kjörum sinum og margir
að auki áttu ekki annars úrkosta
en að flýja land vegna atviimu-
leysis. Það sem af er þessu ári,
árinu 1977, hefur fjöldi vinnu-
stöðvana verið meiri en jafnan
áður: verkföll og yfirvinnubann
Alþýðusambands lslands i vor
stóðu i sjö vikur og nú er nýlokið
tveggja vikna verkfalli opinberra
starfsmanna.
Allt launafólk i landinu hlýtur
að veltaþeirri spumingu fyrirsér
af alvöru hvers vegna vinnu-
stöövanir ná hámarki á valda-
tima þessarar ríkisstjórnar, svo
við ekkert verður jafnað nema al
verstu timabil siöustu áratuga.
Rikisstjórninog málgagn hennar,
Morgunblaöiö eru ekki i vafa um
orsakirnar. I málflutningi hennar
eiga sökina óábyrgir forystu-
menn launþegasamtakanna, sem
láti eigin valdastreitu ofar hag
þjóðarbúsins, og svo hinn al-
menni launamaður sem heimti
meira i' sinn hlut en atvinnuveg-
irnir þola. Siöan fylgja hrakspár
um afleiðingar launahækkana,
hótað er vaxandi dýrtið og auk-
inni verðbólgu.
Reynsla BSRB
Þennan málflutning þekkir
verkalýöshreyfingin frá fornu
fari, en fyrir hinum f jölmörgu fé-
lögum BSRB var þetta ný
reynsla. Þúsundir launamanna
sem höfðu ekki áður oröið að
heyja kjarabaráttu sina með
verkfallsaögerðum — né máttu
þeir það — sáu nú framan i
grimulaust ihaldið, málsvara
auðvalds og húsbóndavalds.
Þessar þúsundir skildu að kjara
barátta er stéttabarátta. Þvi
veröur ekki á móti mælt, aö
sjálfur fjáriiiálaráðherrai ber
þyngstu ábýrgöina á þessu verk-
falli, — mörgum dýrmætum dög-
um eyddi hann i viðleitni til að
sundra opinberum starfsm.,
lama baráttuþrek þeirra og ala á
tortryggnimillifélaga Ihinum al-
mennu verkalýðsfélögum og
starfsmanna BSRB. Þetta tókst
ekki I þeim mæli sem fjármála-
ráöherra og rikisstjórnin ætluðust
til. Opinberir starfsmenn stóöust
þessa fyrstu eldsklm sina, en hitt
er jafnljóst, að ihaldsstjórn sú
sem nú situr, opinberaði sitt rétta
eðli: sumir þingmenn Sjálfstæð-
isflokksins stóðu upp á Alþingi og
veittust harkalaga að verkfalls-
mönnum og i ræðu sinni I kvöld
sakaði forsætisráðherra opinbera
starfsmenn um aö virða að engu
sameiginlega þjóðarhagsmuni.
Þá var málgagninu Morgunblað-
inu óspart beitt og muna menn
vart annan eins óhróður og það
blað jós yfir önnur fjölmennustu
launasamtök landsins, i siðasta
sunnudagsblaði voru forystu-
Svava Jakobsdóttir.
menn þeirra sakaöirum þá léttúö
aö stefna 13 þúsund manns Ut i
verkfall til þess eins aö sjá hvaða
áhrif þaö gæti haft. lhaldiö hefur
ekki fariö dult með þaö, aö þaö
telur að þaö hafi veriö stórfelld
mistök að veita opinberum
starfsmönnum verkfallsrétt.Þess
rikisstjórn hefur einnig haft i
handraðanum allt þetta kjör-
timabil frumvarp um stéttarfélög
og vinnudeilur, sem felur I sér
skeröingu á athafnafrelsi verka-
lýðshreyfingarinnar i vinnudeil-
um, bæði varðandi samningsrétt
og verkfallsrétt. Þetta frumvarp
hefur rikisstjórnin ekki þoraö aö
sýna enn á þingi vegna mikillar
andstöðu, en Gunnar Thoroddsen
hefur nú boðaö að þaö veröi lagt
fyrir þetta þing.
Vítanl. getur ýmislegt farið úr-
skeiðis I framkv. verkfalla og
rökstudd gagnrýni á fullan rétt á
sér, en átökin á þessu ári hafa
ekki, þegar djúpt er skyggnst,
snúist um þetta fyrst og fremst,
heldur um grundvallarviöhorfj
þau hafa snúist um rétt og mann-
gildiþess fjölda.sem lifir á þvi aö
selja vinnu sina — I okkar þjóðfé-
lagi er það frelsi dýrmætt hinum
vinnandi manni aö hann geti lagt
niöur vinnu sina, fái hann ekki lif-
að mannsæmandi lifi af kaupi
sinu. Verkfallsvopnið kostar fórn-
ir og er þvi ekki notað sem leik-
fang eins og ihaldið heldur fram,
heldur sem nauðvörn gegn at-
vinnurekendarikisvaldi sem
kaupir vinnuna og vill ráða kaup-
verðinu sjálft.
Verkamenn í sömu
sporum
og fyrir 30 árum
En hvemig voru þá kjörin þeg-
ar verkalýðsfélögin neyddust út i
verkfall á s.l. vori. Hvernig hafði
þjóðartekjunum veriö skipt?
Staðreyndin er sú, að það sem af
var valdaskeiöi þessarar rikis-
stjórnar hafði kaupmáttur tima-
kaups verkamanna rýrnað svo,
aö hann var kominn niöur á sama
stig og hann var fyrir 30 árum,
enda þótt þjóðartekjur á mann
höfðu meira en tvöfaldast að
raungildi á sama timabili, og er
þá byggt á opinberum tölum og
BARNASÝNINGAR f TJARNARBÍÓI Kvikmyndasýningar fyrir myndin Vertu hress. Þaö eru börn veröa I Tjamarblói um Bókavaröafélag íslands, Féíag helgina. ókeypis aögangur. 1 bókasafnsfræöinga og Félag dag kl. 13.30 veröur sýnd Llsa i skólasafnvaröa sem standa íyr- Undralandi og Atta á eyöieyju. ir þessum sýningum. Myndirn- Kl. 15.30 veröur sýnd myndin ar átti aö sýna um siöustu helgi, Uppreisnin. en þá höföu þær ekki borist til A morgun kl. 15 veröur sýnd landsins.
Höfum viö efní
á þessari
ríkisstj órn?
Ræöa Svövu Jakobsdóttur við útvarps-
umræður í fyrrakvöld
fólksfjölgun tekin inn I dæmið.
Vinstri stjórninni tókst að auka
kaupmátt dagvinnutimakaups
verkamanna um nær 30% miöað
við visitölu framfærslukostnaöar,
en svo rækilega tók þessi rikis-
stjóm þá hækkun af tur, aö verka-
menn stóðu i sömu sporum og fyr-
ir 30 árum. Þaö eru þvi ekki
launahækkanir sem valda þeirri
óhemjulegu dýrtiö sem nú geisar.
Það eru heldur ekki erlendar
veröhækkanir sem valda, þvi þær
hafa ekkki veriö nema 5—7% aö
þingsjá
jafnaöi á ári á valdatima þessar-
ar rikisstjórnar. Ytri aöstæöur
hafa veriö svo hagstæöar aö þjóö-
artekjur á mann jukust að raun-
gildi um 5.4% árið 1976 og á þessu
ári um meira en 7% eins og for-
sætisráðherrann sagði áðan og
eru þjóðartekjur á mann á þessu
ári nú hærri að raungildi en
nokkru sinni fyrr I allri sögu okk-
ar, hærri en I góöærinu 1973.
Tvær andstæðar
stjórnarstefnur
Samt þurfti nær allt launafólk i
verkfall til þess að endurheimta
það sem af þwihafði verið tekið og
hefurekki enn náð- kaupmætti
einsoghannvarðhæstur á timum
vinstri stjórnar. Þrátt fyrir rýrari
kaupmátt timakaups verka-
manna en nokkurn tima um 30
ára skeið, hefur allt verðlag i
landinu hækkað um 183%, eða
rúmlega þrefaldast á þeim rúmu
þrem árum sem rfkisstjórnin hef-
ur setið að völdum. Til saman-
buröar skulu menn hafa ihuga að
á valdaskeiöi vinstri stjórnarinn-
ar — á jafnlögnu tlmabili, þ.e.a.s.
rúmum þrem árum, hækkaði
verðlag um 92%. Og vinstri
stjórninni tókst aö auka kaupmátt
dagvinnutimakaups verkamanna
um nær 30% þrátt fyrir margfalt
meiri hækkun á erlendri vöru en
oröið hefur i tið þessarar rikis-
stjórnar.
Hvað veldur þessum mismun?
Þvi er fljótsvarað. Hér er um að
ræða tvær andstæðar stjórnar-
stefnur, vinstri stefnu og hægri
stefnu. Hægri stjórn sú sem nú
situr, hefur fært óhemjufjármuni
frá launafólki til milliliöa við-
skiptalifsins og verðbólgubrask-
ara. Hún hefur sóað fjármunum
i rangar og ótimabærar fjárfest-
ingar, hún hefur eytt miljöröum i
járnblendiverksmiöju, og tekið
rangar ákvarðanir i orkumálum.
Gunnar Thoroddsen tafði byggða-
linuna um heilt ár, sem leiddi til
þess aö hraða varð Kröfhivirkjun
þrátt fyrir mikla óvissu. Það er
rikisstjómin sjálf sem veldur
efnahagsvanda og kjararýrnun.
Þvi hlýtur alþýða þessa lands að
spyrja: höfum viö efni á þessari
rikisstjórn?
Stefna
rikisstjórnarinnar
gagnvart öldruðum
og öryrkjum
Forsætisráðherra sagði aö það
væri hverri menningarþjóð metn-
aöarmál aö búa vel aö öldruöum
þegnum sinum aö lokinni starfs-
æfi. Hvernig hefur þá sá metnað-
ur birst i verki hjá þessari rikis-
stjórn? Sannleikurinn er sá, aö
allar þær breytingar til bóta á al-
mannatryggingum og lifeyris-
sjóösgreiöslum sem forsætisráö-
herra taldi upp áöan, hafa oröiö
aö frumkvæöi verkalýöshreyfing-
arinnar, sem hefur knúiö rikis-
stjórnina meö samningum til aö
fallast á þær. Verkalýöshreyfing-
in hefur knúiö þessar félagslegu
umbætur fram I tengslum við
kaupgjaldsbaráttuna. Verkalýðs-
hreyfinginknúöi fram hækkun lif-
eyrisgreiðslna til aldraöra félaga
I stéttarfélögum og lifeyrissjóöir
standa undir þeirri hækkun aö
öllu leyti, ekki aö stórum hluta
eins og forsætisráöherra sagöi. í
þá hækkun fer ekki eyrir úr rikis-
sjóöi. Hitt er rétt aö rikisstjórnin
hefur staöiö viö þaö loforö aö
skeröa ekki tekjutrygginguna
þrátt fyrir þessa hækkun, og er
forsætisráöherra kannski vor-
kunn þó hann reyni aö halda til
haga einu dæmi um greiöslur sem
hafa ekki verið skertar hjá þeim
sem minnst mega sin.
En hvernig hefur þá rikis-
stjórnin staöiö viö sitt gagnvart
öldruöum og öryrkjum? Vinstri
stjórnin beitti sér fyrir stórfelldri
hækkun á tryggingabótum til
þessa fólks. A vinstristjómarár-
unum eöa á árunum 72—74 var
kaupmáttur elli- og örorkulifeyris
165.4 stig miöaö viö visitölu fram-
færslukostnaöar.en á fyrsta heila
ári þessarar rikisstjórnar hrap-
aöi kaupmátturinn niöur I 159.9
stig úr 165.9. Og þrátt fyrir aukn-
ar þjóöartekjur siöustu tveggja
ára, hefur kaupmáttur þessara
bóta ekki enn náö kaupmættinum
eins og hann varö hæstur á
vinstristjórnarárunum. Þótt miö-
aö hafi aöeins fram á við á þessu
ári, þá stafar það ekki af aðgerð-
um ríkisstjórnarinnar, heldur
vegna hækkana á tekjutrygging-
unni, sem verkalýðshreyfingin
knúði fram i samningum. Rikis-
stjórnin sjálf hefur ekki átt neitt
frumkvæöi aö umbótum i al-
mannatryggingamálum.
Þaö er alveg hárrétt sem Geir
Hallgrimsson segir, að aðbúnaö-
ur við aldraö fólk og öryrkja er
mælikvaröi á menningu hverjar
þjóðar, en þessi rikisstjórn hefur
ekki staðist þaö menningarpróf.
Það er ekki aðeins aö sjálfur
kaupmátturinn hafi rýrnað, held-
ur hefur dýrtiðaraldan skollið
þyngra á þessu fólki en öðrum þar
sem nauðsynlegar matvörur hafa
hækkaö meira en aörar vörur.
Þetta fólk getur þvi ekki sparað
við sig nema svelta. Þess vegna
hljóta aldraðir að spyrja: höfum
við efni á þessari rikisstjórn?
Boðskapur
forsætisráöherra
Og hver er svo boðskapur for-
sætisráöherra í kvöld? Hann boö-
ar auknar álögur á almenning og
meiri dýrtiö. Hann boöar sam-
drátt samneyslu en samtimis lof-
syngur hann óheft frelsi i vöruinn-
flutningi, jafnframt þvi sem inn-
lendur iönaður berst i bökkum og
launum verkafólks er haldiö
niöri. Inntak þessarar stefnu er
þaö, aö þann gjaldeyri, sem al-
þýðan aflar, eigá heildsalar og
innflytjendur, stéttabræöur Geirs
Hallgrimssonar, aö fá aö ráösk-
ast meö aö vild. Og eiga svo ofan
á allt annaö aö fá aö ávaxta þann
gjaldeyrisgróða sinn i Islenskum
bönkum.
Þetta er ihaldsstefna. — Þetta
er stjórnarstefna Sjálfstæðis-
flokksins og Framsóknarflokks-
ins.
Góðir hlustendur.
Við höfum ekki efni á Ihaldi. Við
höfum ekki efni á þessari rikis-
stjórn.
(Alllar millifyrirsagnir eru blaös-
ins)
Norrœna húsiö:
Sænsk
nútíma-
tónlist
Sænski tónlistarfræöingurinn
GÖRAN BERGENDAL flytur tvo
fyrirlestra i Norræna húsinu um
helgina: i dag, laugardaginn 5.
ndvember kl. 16.00 flytur hann er
indi um sænska nútimatónskáldiö
Allan Petterson, og kynnir hljóm-
plötur, —. A morgun, sunnudag-
inn 6. nóvember kl. 16.00 talar
hann um starfsemi Rikskonserter
I skólum i Sviþjóö.
Göran Bergendal hefur komið
nokkrum sinnum áður til tslands.
Hann hafði árum saman umsjón
meö vinsælum tónlistarþáttum i
sænska útvarpinu, og þótti eink-
um snjall við kynningar á nú-
timatónlist. Hann starfar nú hjá
Rikskonserter, sem er rikisrekin
dreifingarmiðstöð tónlistar I Svi-
þjóö.
SÍMI ÞJÓÐVILJANS ER 81333