Þjóðviljinn - 15.11.1977, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 15.11.1977, Qupperneq 7
Þriðjudagur 15. nóvember 1977 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 7 Kjartan Ólafsson eydir nokkru máli i þaö að sverja af islenskum sósialistum öll tengsl og samskipti við Kommúnistaflokk Sovétríkjanna. Telur hann þetta islenskum sósíalistum til gildis „Boeuf á la mode (Hugleiðing um evrópukommúnisma og íslensk viðhorj) 5? Um nokkurt skeið hefur á sið- um Þjóðviljans fariðfram harla llfleg stjórnmálaumræða, þar sem á stundum mönnum hefur tekist að losa sig ilr viðjum dægurþrasins og gripa all- hressilega niður á fræðilegum grundvallaratriðum. Sérstaka ánægjuhlýtur það að vekja hve margt velmenntað ungt fólk með staðgóða þekkingu á marx- isma hefur kvatt sér hljóðs. Það mun þviánefa hljóma hjáróma, er ein kreppukynslóðarrödd blandar sér i þessa umræðu með tiílkun á socialisma, sem e.t.v. fremur dregur dám af rómantík aldamótakynslóðarinnar en fræðilegu, visindalegu mati. Kveikjan að þessum skrifum er grein Kjartans Ólafssonar, ritstjóra f Þjóðviljanum þ. 17/7 s.l. undir nafninu „Evrópu- kommúnismi og islensk við- horf”. Bágt á ég með að trúa þvi, að mér einum, þeirra sem telja sig socialista i Alþýðubandalaginu hafi nokkuð hitnað i hamsi við lestur þessarar greinar eftir annan aðalritstjóra Þjóðviljans. Árangurslaust hefi ég beðið þess, að menn mér fróðari um socialisma tæku þessa grein til verðugrar umfjöllunar. Ekki verður annað séð en að K.ól. setji f grein sinni sama- semmerkiá millistefnu evrópu- kommdnista og Alþýðubanda- lagsins. Raunar telur hann, að evrópukommúnistarnir séu nú að verulegu leytiað feta i troðna slóð islenskra socialista, sem á ýmsum sviöum hafi þarna verið nær hálfri öld á undan bræðra- flokkunum. Kjartan telur siðan upp höfuð- atriði þessarar stefnu og má segja, að þau séu I stuttu máli þessi: 1 Fullkomið sjálfstæði hvers ftokks, sem kennir sig við socialisma. 2 Lýðræði og óskert tjáningar- frelsi. 3 Engin bylting heldur sigur socialismans iáföngum innan marka þingræðis og lýðræðis. 4 Einsflokka kerfi fjarstæða en treysta ber fjölflokkakerfi. Socialiskur (kommúnistisk- ur) flokkur, sem þannig hefur fengið völdin á „lýðræðisleg- an” hátt er tilbúinn að láta af völdum, ef úrslit i „frjálsum” kosningum ráðast á þann veg. 5 Hafnað er hugmyndinni um allsherjar þjóðnýtingu og tal- ið fráleitt að þjóðnýta starf- semi bakara eða rakara. — En lögð megináhersla á að brjóta niður efnahagslegar valdamiðstöðvar stórauð- valdsins og koma á lýðstjórn I atvinnulifi i stað drottnunar risavaxinna auðhringa. (Hvað sem þetta nú merkir i raun?) Ritstjórinn ræðir sið- an um tvær blindgötur: götu margra socialdemokratiskra ftokka og götu staiínismans. Sjálfur telur hann islenska „socialista” og nú evrópu- kommúnista — hafa fundið hinn gullna meðalveg, hina einu færu leið „socialiska endurnýjun”, sem birtist i ofangreindum boðorðum. Einn var sá réttur, litið vin- sæll, er ósjaldan var á borðum matsöluhúsa Reykjavikur á minum yngri árum. Réttur þessi var gerður úr hinum margvislegustu matarafgöng- um, sem blandað var saman og gefið hið skrautlega franska nafn: „boeuf á la mode”. Einhvernveginn kom þessi réttur mér i hug, er ég las lýs- ingu K.ól. á stefnu evrópu- kommúnista og þeirra, sem hann kallar „islenska social- ista”1. Við athugun hinna 5 boð- orða, er talin eru grundvöllur þessarar stefnu, hlýtur sú spurning að vakna, hvort hún eigi yfirleitt nokkuð sammerkt með socialisma svo sem hann hefur verið skilinn og skil- greindur til þessa. Satt best að segja hygg ég að með smávægi- legum orðalagsbreytingum myndu boðorðin fimm ekki falla illa að stefnuskrám flestra „frjálslyndra” borgaraflokka borgaraflokka vesturlanda eins og t.d. islenska sjálfstæðis- flokksins. Forvitnilegter að athuga boð- orðin fimm nokkru nánar. Fullkomið sjálfstæði hvers socialisks flokks hljómar án efa vel I eyrum margra. En ef það merkir frelsi frá þvi að reisa stefnu sina á grundvallarfræð- um socialismans, frelsi frá þvi að starfa i samræmi við sam- eiginlegar hugsjónir hans og frelsi frá þátttöku i alþjóðlegu samstarfi socialiskra ftokka i viðleitni þeirra til að leiða mannkynið allt fram til betra lífs, hvar er þá forsendan fyrir nafngiftinni „socialiskur ” flokkur? Ef lýðræði og óskert tjáningarfrelsi merkir fram- hald óhefts alræðis og áröðurs auðstétta þjóðfélagsins, fyrir áframhaldandi arðráni alþýðu manna hygg ég, að hægt muni þoka þróun til raunverulegs socialisma. Sigur socialismans I áföngum innan marka þingræð- is og lýðræðis, þar sem siðan riki áfram óheft fjölflokkapóli- tik I anda vestræns lýðræðis a- enginn nýr boðskapur. Þetta er sem kunnugt er. kjarninn I stefnu socialdemokratiskra flokka. Sú reynsla, sem við þekkjum af slikum flokkum, þar sem þeir hafa langtimum sam- an verið við völd, svo sem t.d. i Sviþjóð og Bretlandi er sú, að I þessum löndum hefur engin grundvallarbreyting orðiö á gerð þjóðfélagsins fyrir þeirra tilstilli og I engu hefur þar verið þrengt kosti þeirra, er auð- magninu ráða. Sönnu nær mun vera, að þessi riki virðist sist minna kapitalisk en áður og fæstir munu merkja þar mun á, hvort við völd er socialdemo- kratiskur flokkur eöa ihalds- flokkur. Þá er skemmst að minnast frá Chile viðbragða hins alþjóðlega auðvalds við valdatökun socialistisks flokks, sem f hvivetna fór að reglum hins vestræna lýðræðis. Ef haft er I huga hvert ginn- ungagap aðskilur hugmynda- kerfi socialista og kapitalista hljóta allar kenningar um að byggja þar brú yfir að virðast næsta fjarstæðar. Socialismi er þjóðfélagsform, þar sem arð- rán, þ.e. að auðgast á striti ann- arra, telst þjófnaður og flokks- myndun til áróðurs fyrir arð- ráni f sérhverri mynd telst af- brot. í kapitalisku þjóðfélagi telst slik iðja hins vegar til „lýð- ræðislegra mannréttinda” svo og rétturinn til að reka áróður I þágu hennar og stofna til sam- taka og stjórnmálaflokka i þvi skyni. Af þessu leiðir, að hafi tekist að koma á socialisma i einhverju þjóðfélagi er þar á orðin sú grundvallarbreyting að ekki verður við snúið. Hitt virð- ist næsta auðsætt, að þrátt fyrir það verði næg tilefni til að deila um áframhaldandi rekstur slfks þjóðfélags og alls ekki útilokað- ar flokkamyndanir á þeim vett- vangi. Við höfum t.d. nög að deila um i okkar þjóðfélagi i dag, þótt við leyfum ekki að stofnaður sé flokkur, er berjist fyrir þvi að aftur sé tekinn upp sá háttur að menn geti að lögum Utkljáö deilumál með mannvigum. Kjartan ólafsson eyðir nokkru máli i það að sverja af islenskum socialistum öll tengsl og samskipti við kommúnista- flokk Sovétrikjanna. Telur hann þetta islenskum socialistum mjög til gildis sem og það, að þeir hafi fyrir 40 árum losað sig við „tugguna” um „alræöi ör- eiganna”. Að þvf er snertir „tugguna” um „alræöi öreig- anna” er rétt að hafa i*huga, að sú tugga er komin úr kömm- únistaávarpi Marx og Engels frá 1848, en það ávarp telst enn I dag grundvöllur sá sem hug- myndafræöi nútima kommún- ista og socialista er reist á. Hins vegar er það visssulega rétt, að f jölmargar af þeim von- um, er bundnar voru október- byltingunni I Rússlandi hafa kulnað. Hjá þvi gat naumast farið svo miklar og óraunsæjar sem vonirnar voru, sem tengdar voru þessari fyrstu tilraun til að framkvæma socialisma. Hinn kúgaði, sveltandi lýður, sem þá eygði frelsi, gerði sér að vonum litt ljóst, hversu löng og þyrnum stráð yrði brautin til socialismans — hvað þá kommúnismans. En þóttmargt hafi farið á annan veg i hinum socialistisku rikjum en vonir stóðu til og þótt við af fyllstu einurð hljótum að fordæma ótalmargt,sem okkur finnst þar aflaga fara, rekur okkur enginn nauður til að láta kalda- striðsáróður Morgunblaðsins og pislarvotta skrif Matthfasar Johannessen um rússneska andófsmenn hrekja okkur i hóp þeirra sem fremstir standa i niði um þessi riki. Vissulega er- um við sammála Matthiasi um, að ýmis andans stórmenni aust- ur þar hafi verið hart leikin, en verum þess minnug, að viðar hafa valdhafar verið hrekkjóttir þegnum sfnum svo sem I lönd- um hinnar rómönsku Ameríku svo eitthvað sé nefnt og hef ég litt heyrt þess getið að fórnar- lömb valdhafa þar geti kallað saman blaðamannafundi til að lýsa þvi hverri meðferð þeir sæti svo sem titt er um. anaófs- menn i Rússlandi. Og hvað skal segja um skerðingu mannrétt- inda róttæks fólks hjá vinaþjóð okkar i fyrirmyndarriki vestræns lýðræðis, Vestur- Þýskalandi? Þótt andans stórmenni Sovét- rikjanna, þau sem nú sæta ofríki stjórnvalda eigi fulla samilð okkar megum við ekki láta þau stóru andlit skyggja á milljón- irnar sem frumskógalögmál kapitalismans árlega svipta ekki aðeins þvi sem við nefnum almenn lýðréttindi — heldur grundvallar réttinum til að „lifa eins og menn”. I þeim fjölmenna'hópi kynni að leynast efni i marga Nóbelsverðlauna- hafa. Frumsýning í Þjóöleikhúsi: Pólitískt fjölskyldudrama eftir Véstein Lúðvíksson Á föstudágskvöld frumsýnir Þjóðleikhúsið nýtt leikrit eftir Véstein Lúðviksson, sem nefnist Stalin er ekki hér. Vésteinn er höfundur smásagnasafns og tveggja skáldsagna, Gunnar og Kjartan og Eftirþankar Jóhönnu. 1974 var sýnt eftir hann leikrit á Akureyri, sem hann nú telur misheppnað. Hann sagði á blaðamannafundi á dögunum, að hann hefði byrjað að skrifa það leikrit sem nú kemur á fjalir árið 1973 og það væri þriðja gerð verksins sem sýnd yrði'— einnig hún hefði breyst töluvert á æfingum og i sam- vinnu við leikstjóran, Sigmund Arngrimsson. Þetta er f jölskyldudrama sem gerist á alþýðuheimili árið 1957, sagði Vésteinn. Þetta er raun- sæislegt verk og hlutverkin sex Rúrlk Haraldsson fer með hlutverk Þórðar járnsmiðs i leiknum. öll mjög jöfn. Þó fer einna mest fyrir tilfinningalegum og póli- tiskum átökum milli heimilis- föðurins Þórðar og dóttur hans Huldu. Þórður er járnsmiður, sósialisti af gamla skólanum, dóttir hans hefur verið erlendis og hefur þegar heim kemur allt aðrar skoðanir en áður á sam- býlisháttum og stjórnmálum. Viðfangsefni leiksins er fjöl- skyldan i sinu samfélagslega samhengi. Rúrik Haraldsson fer með hlutverk Þórðar, Huldu leikur Steinunn Jóhannesdóttir og önnur tvö börn Þórðar af fyrra hjónabandi Anna Kristin Arn- grimsdóttir og Sigurður Sigurjónsson. Bryndis Péturs- dóttir er seinni kona Þórðar, en Sigurður Skúlason væntanlegur tengdasonur hans. Vésteinn kvaðst hafa verið að komast að þvi, að leikritið hentaði sér á ýmsan hátt betur en skáldsagan. Hann hefði gjarnan viljað byrja fyrr af fullu kappi við að skrifa leik- verk, enda þótt hann vilji ekki sjá eftir þeim tima sem hann hefur varið til skáldsögunnar. Það var árið 1972 að Vésteinn fyrst spreyti sig á leikritasmið, hann gerði einþáttunga fyrir MFA til sýningar á vinnustöðum. Leikritið Stalin er ekki hér kemur i bókarformi (útgefandi Iðunn) samdægurs frum- sýningu, og taldi Sveinn Vésteinn Lúðviksson Einarsson leikhússtjóri að það væri alltof sjaldan sem svo ánægjuleg tiðindi færu saman. Hannminnti á grósku i Islenskri leikritun — i Þjóðleikhúsinu eru nú sýnd fimm verk, þar af fjögur islensk og þrjú ný af nálinni. Slmi Þjóðviljans er 81333

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.