Þjóðviljinn - 15.11.1977, Síða 9

Þjóðviljinn - 15.11.1977, Síða 9
Þriöjudagur 15. nóvember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 barna. Þess vegna er ábyrgö barnabókahöfunda sist minni en annarra höfunda. Börnin eru svo berskjölduð. — Svo að maður spyrji nú spurningar sem oft hefur verið varpað fram á sfðari árum: Hvernig er staða barnabókahöf- undarins með tilliti til annarra höfunda? — Hún hefur breyst afskaplega hratt til hins betra á fáum árum. Lengi voru þeir ekki taldir til höfunda hér á landi. Maður á borð við Stefán Jónsson var lengi ekki settur á bekk með rithöfundum, vegna þess að hann skrifaði barnabækur. Eiginlega var hann ekki metinn að verðleikum fyrr en eftir að hann var dáinn. Enn er það líka svo, að barnabókahöf- undar njóta sums staðar ekki sömu kjara og aðrir höfundar, en ég vil taka fram að þá reynslu hef ég ekki hjá minum útgefanda, Valdimar Jóhannssyni. Hins vegar hefur áhugi á barnabókum aukist gífurlega og m.a. hljóta þær nú gagnrýni í blöðum til jafns við aðrar bækur. Spurning sem margir hafa spurt — Nú ert þú i annasömu embætti i Tryggingastofnun rikisins og átt auk þess stóra fjölskyldu. Hvernig i ósköpunum hefur þú tima til að skrifa? — Þætta ér spurning sem margir hafa spurt mig. En ég á mannsem tekur mikinn þátt i öllu heimilishaldi, og siðan ég byrjaði að vinna úti aftur hef ég haft afskaplega góða konu, Þuriði Filippusdóttur, sem er hér á hverjum degi fram yfir hádegi. Þetta er spuming um smáskipu- lag. Krakkarnir hafa gaman af þessum skrifum minum og biða spenntir eftir hverjum kafla, og maðurinn minn, sem er bókmenntamaður, hefur lika gaman af þessu. Ég er ótrúlega heppin. Hún amma hefði sagt að þetta endaði illa'. Bömin min em harðir gagnrýnendur — Lestu jafnóðum fyrir börn þin það sem þú skrifar? — Já, það geri ég og þau eru mjög harðir gagnrýnendur og góðir. —Hversu gömul eru þau oröin? — Höröur er tvitugur og er kominn til náms I Skotlandi en Þorvaldur, Helga og Halla eru 11, 9og 7 ára gömul. Þau eru nú farin að lifa sinu lifi l skólanum og mér þykir meira um vert að hafa góða samveru með krökkunum meðan það er heldur en að vera endilega heima allan daginn. — En það hlýtur nú samt að fara mikill timi i skrifin? — Ekki svo mjög. Ég hugsa um þau meðan ég geri verkin t.d. laugardagshreingerninguna en er frekar fljöt að skrifa. Við leggjum á það mikla áherslu á þessu heimili að vinna ekki eftirvinnu og eyða heldur fritimanum saman i huggulegheitum. Við tök- um það langt fram yfir að eiga eitthvert glæsiheimili. Ég vil llka taka það fram að mér þykir gaman að handavinnu og það þykir mér skipta miklu i lifinu að kunna að gera eitthvað með hönd- unum, að kunna að láta sér ekki leiðast. Jón Oddur og Jón Bjarni að koma út viða erlendis — Að lokum, Guðrún, ég hef fréttað það eigi að fara að gefa út bækur þinar erlendis. Er það rétt? — Já, fyrsta bókin min er að koma út i' Kaupmannahöfn hjá forlaginu Sommer og Sörensen i þýðingu Helle Degnböl. Ég frétti mér til ánægju að þetta sama for- lag gaf út óla frá Skuld eftir Stefán Jónsson Ifyrra og fékk hún geysigóða gagnrýni i Danmörku og seldist vel. Þeir sögðu mér hjá forlaginu i sumar að þeir væru helst að hugsa um að gefa út allar bækur Stefáns á dönsku. Þá get ég nefnt að verið er að þýöa Jón Odd og Jón Bjarna á finnsku og er ég búin að gera samning við Tammiforlagið i Helsinki. Sænsk og norsk forlög eru nú að leita hófanna og ennfremur er ekki óliklegtað hún komi út á ensku. Þetta er allt ósköp skrýtið, finnst þér það ekki? Landsþing menntaskólanema Reglugerð um menningar- tengslasjóð Þingfulltrúar á 11. þingi Landssambands isienskra menntaskólanema. 11. landsþing Landsambands íslenskra Menntaskólanema var haldið i Flensborgarskóla i Hafn- arfirði helgina 29.—30. október. Þingið sóttu fulltrúar frá ölium menntaskólunum svo og fjöl- brautaskólunum i Breiðholti og Flensborg. Krsitján Bersi ólafs- son skóiameistari Flensborgar á- varpaði þingið i upphafi þess, óskaði fulltrúunum velfarnaðar i starfiog lét I ljós ánægju sina yfir þvi að þingið skyldi að þessu sinni haldið i Flensborgarskóla. L.Í.M. er hagsmunasamtök is- lenskra framhaldsskólanema. Árlegt landsþing sambandsins er æðsta valdið I málefnum þess. Þar eiga sæti fimm fulltrúar frá hverjum aðildarskóla. Milli þinga er æðsta framkvæmdavaldið i höndum stjórnar sambandsins, þar sem sitja tveir fulltrúar frá hverjum aðildarskóla, formaður nemendafélags og annar fulltrúi nemenda I skólastjóm. Fram- kvæmdastjórn L.I.M. sér um daglegan rekstur sambandsins. í henni eru þrir menn, allir úr sama skóla. Siðasta starfsár var framkvæmdastjórnin úr Mennta- skólanum i Kópavogi og nú samþykkti þingið að hún skyldi næsta starfsár vera úr Mennta- skólanum við Hamrahlið. Meginstarf þingsins fólst i þvi að tryggja virkni og þátttöku að- ildarfélganna i starfiL.l.M. 1 þvi augnamiði var m.a. samþykkt reglugerð fyrir Menningar- tengslasjóð L.I.M. en hann á samkvæmthenniað styrkja sam- skiptin milli skólanna s.s. ferðir leikhópa, kóra, hljómsveita og listsýninga. Þá skiþti þingið verk- efnum á milli starfshópa i skólun- um. Má þar nefna umfjöllun um menntaskóla/fjiibrautaskóla, frumvarp um framhaldsskóla og spurninguna hvort jafnrétti sé til náms á Islandi. Ýmis hagsmunamál komu til umræðu á þinginu. Þingiö benti t.d. á leiðir sem miða að þvi að lækka bókakostnað nemenda á framhaldsskólastiginu, en hann ernú þegar orðinn þungur baggi á mörgum heimilum. Sem dæmi má taka að nemandi i inngangsá- fanga á islenskum bókmenntum i M.H. verður að útvega sér bækur sem kosta hátt á ellefta þúsund út úr búð. Væntir þingiö þess að gott samstarf takistmilliþeirra aöilja sem hlut eiga að máli og að sýnd- ur verði fullur skilningur á þessu hagsmunamáli nemenda og for- eldra þeirra. Þingið bendir á að eðlilegt verði að teljast að rikið greiði öll varanleg tæki til félags- starfs I skólum og leggi til heimil- istæki ýmis konar sem nauðsyn- leg eru hverjum skóla þar sem heimavist er rekin. Þaö er einnig skýlaus krafa að iþróttaaðstöðu verði komið upp viö alla skóla og fyrri aðstaða bætt. Ný skáldsaga eftir Guðmund Daníelss. V estan- gúlpur garró Vestangúlpur garró heitir ný skáldsaga eftir Guðmund Danielsson sem Almenna bóka- félagið gefur út. Þetta er saka- málasaga. Við skröltum með söguhetjunni gamla Keflavikur- veginn að næturþelii fornfálegum vörubil. Á pallinum eru likkistur. Um innihald þeirra vitum viö Þingið vekur athygii lands- manna á vinnubrögðum rikis- valdsins i byggingarmálum skól- anna i landinu. Enn fremur bend- ir þingið þeim aðilum sem starfa að skipulagningu húsnæðismála Framhald á bls. 18. GuAmuiidur Danfelsson. ekkert. Stansað er bak við hús á Lindargötu og kistumar bornar inn. A bókarkápu er spurt: Er sagan lykilróman? William Heinesen TURNINN Á HEIMSENDA Turninn á heimsenda er nýjasta skáldsaga Williams Heínesens, saga sem hann hefur haft i smiðum um tuttugu ára skeið. Hér birtist heimsmynd þeirra daga þegar jörðin var enn ekki orðin hnöttótt, en hafði upphaf og enda og dýrlegur turn trónaði yst á veraldarnöfinni. Siðan raskast þessi heimsmynd smám saman, hrynur og hverfur, nema i endurminningu sögumanns sem horfir til baka á löngu liðinn tima, tíl fjarlægra veralda. Þorgeir Þorgeirsson er fyrir löngu orðinn mjög handgenginn verkum og skáld- skaparheimi Williams Heinesens enda mun öllum bera saman um að þetta snilldarverk hafi hlotið þann islenska búning ;sem þvi er samboðinn. Þessi bók er fyrsta bindið i ritsafni þeirra sagna eftir William Heinesen sem enn hafa ekki komið út á islensku. Mál og menning Verð kr.4.320.— Kilja kr.3.780.— Félagsverð inn- bundin kr.3.500. : ::: ■ : ------- ...... ________ —GFr

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.