Þjóðviljinn - 18.11.1977, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 18.11.1977, Qupperneq 3
Föstudagur 18. nóvember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Sadat til ísraels á laugardag TEL AVIV 17/11 Heuter — Menakem Begin, forsætisráð- herra ísraels, tilkynnti i dag að Anúar Sadat Egyptalandsforseti myndi koma til tsracls á laugar- dagskvöldiö, að sögn israelska út- varpsins. Sagði útvarpiö að Begin heföi fyrst látið þetta uppi viö bandariska þingmenn, sem eru i heimsókn i tsrael. Sagði Begin að Sadat myndi dveljast i landinu i tvo daga. Fréttin kom flestum israelsk- um embættismönnum á óvart, þar eö þeir höfðu gert ráð fyrir aö Sadat kæmi ekki fyrr en ein- hverntima i næstu viku, að lokinni fyrirhugaðri för Begins til Bret- lands, en Begin hefur nú frestað þeirri heimsókn vegna komu Sadats. Talsmaður israelska forsætisráðuneytisins sagði að á sunnudaginn myndi Sadat ganga i El-Aksa-moskuna i Jerúsalem, sem er þriðji mesti helgidómur Múhameöstrúarmanna. Siðan mun Sadat ávarpa israelska þingiö og tala fyrir þvi máli araba um tryggingu friðar i Austurlönd- um nær. — Ambassadorar Bandarikjanna i Egyptalandi og ísrael höfðu milligöngu um að koma formlegu heimsóknartil- boði Israelsstjórnar áleiðis og að tilkynna Begin að Sadat þægi boð- ið. Jafnskjótt og Samuel Lewis, ambassador Bandarikjanna I Israes, fékk fréttina um að ekki stæði á Sadat að koma á laugar- daginn, hringdi hann I Begin. ,,Allt I lagi, látum hann koma”, svaraði Begin þá. Starfslið ísraelska forsætis- ráðuneytisins fer nú hamförum við að undirbúa heimsókn Sadats, leiðtoga rikis sem enn er form- lega óvinur Israels. Reyndir sendiráðsmenn urðu furðu slegnir Begin — „látum hann bara koma”. yfir þvi, hve fljótur Sadat varð til að þiggja heimboðiö. Þá er sagt að almenningur i Israel taki frétt- inni fagnandi. Sadat verður fyrsti leiðtogi Arabarikis, sem heim- sækir Israel i þriggja áratuga sögu þess, og er sagt að engin heimsókn erlends leiðtoga til þessa muni þykja mikilsverðari atburður i sögu rikisins, ekki einu sinni heimsókn Páls páfa 1964. Hafa Israelskir embættismenn nú ærið starf við þaö að tryggja, að tekið verði á móti Sadat af fullri virðingu og eins að öryggi hans sé tryggt. Heimsókn Sadats: Arabaleiðtogar taka henni kuldalega AMMAN 17/11 Reuter — Talið er að heimsókn Sadats til Israels geti leitt til nýs klofnings i röðum araba. Á fundi þeirra Sadats og Assads Sýrlandsforseta i gær fór Assad i enga launakofa með að hann væri heimsókninni andvig- ur. Irak og Libia hafa einnig látið i ljós mikla óánægju með hina fyrirhuguðu heimsókn og sum önnur Arabariki steinþegja um Leidrétting I miðvikudagsblaði, þar sem greint var frá eldsvoða i togara Skagstrendinga, var i viðtali við Pál Hlöðversson, viðgerðarstjóra i Slippstöðinni á Akureyri, rangt farið með nafn Páls og hann sagð- ur Þorleifsson. Leiðréttist þettc hér með og er Páll beðinn velvirð- ingar á mistökum þessum. málið, þar á meðal Saudi-Arabia, sem fjármagnar þau riki er átök- in við Israel hafa einkum mætt á — Sýrland, Jórdaniu og Egypta- land. Enginn leiðtogi Arabarikis hefur ennþá lýst yfir ánægju sinni með heimsóknina, nema hvað skilja mátti ummæli Hassans Marokkókonungs i dag i þá átt. Likur eru á þvi að heimsóknin geti stefnt pólitiskri framtið Sadats i hættu heima fyrir, eins og afsagnir tveggja utanrikisráð- herra hans gefa til kynna. Giskaö hefur verið á, að tilgangur Sadats með heimsókninni sé sá, að draga athygli þjóðar sinnar frá efna- hagsörðugleikunum heima fyrir og einnig þvi hve seint gengur að koma Genfarráðstefnunni um málefni Austurlanda nær i kring. Vestrænir sendiráðsmenn i Arabalöndum eru sumir efins um að þetta muni borga sig fyrit Sadat, enda hefur Israelsstjórn ennþá ekki gefið i skyn, að hún hyggist vikja um hænufet frá þeirri afstöðu sinni að neita að fallast á stofnun sjálfstæðs palestinsks rikis og að semja við PLO, aðalsamtök Palestinu- manna. Sadat — pólitisk framtlft hans i vefti? FAMI segir af sér KAÍRÓ 17/11 Reuter — Ismail Fami, utanrikisráöherra Egypta- lands, sagði i dag af sér embætti, greinilega i mótmælaskyni vegna fyrirhugaörar heimsóknar Sadats forseta til Israels. Þykja þetta nokkur tiðindi, þvi aö Fami hefm: lengi verið hægri hönd Sadats og' einn af áhrifamestu stjórnmála- mönnum Egypta. Fami komst svo að orði i bréfi, sem hann skrifaði Sadat, að hann gæti ekki haldiö áfram I embætti „vegna nýtilkominna kringum- stæðna.” Fami hefur orð á sér sem slunginn stjórnmálamaður og er sagður hafa átt mikinn þátt 1 batnandi samskiptum Egypta- lands og Bandarikjanna siðari ár- in. Hann varð utanrikisráðherra rétt eftir að októberstriðinu 1973 milli Israels og araba lauk. Hann var stöðugt viö hlið Sadats i samningaumleitunum við Israel um Sinai-eyöimörk. Sadat fékk i hendur afsagnar- bréf þessa félága sins um leið og hann kom heim frá Damskus, þar sem hann hafði rætt við Assad Sýrlandsforseta. Landsfundur Alþýöubandalagsins Dagskrá í dag Svavar Lúftvik Föstudagur 18. nóv. Kl. 10 Framsöguræður um verkefni starfshópa: a) Efnahags- og atvinnumál Lúðvik Jósepsson b) Lifeyrismál, Adda Bára Sigfúsdóttir c) Skólamál, Svava Jakobs- dóttir. d) Flokksstarfið, reikningar flokksins og fjárhagsáætlun, Ólafur Jónsson. Ki. 14 Starfshópar og nefndir koma saman: Ólafur Adda Bára a) Starfshópur um efnahags- og atvinnumálaályktun, um- ræðustjóri Ólafur Ragnar Grimsson. b) Starfshópur og lifeyrismál, um ræðust jóri Hrafn Magnússon. c) Starfshópur um skólamál, umræðustjóri Loftur Guttormsson. d) Starfshópur um almennt flokksstarf, umræðustjóri Sigurður Magnússon. e) Stjórnmálanefnd, er fjallar um ávarp fundarins. f) Laganefnd. g) Allsherjarnefnd. h) Kjörnefnd. Utanríkisrádherrarnir á móti Tveir segja af sér sama daginn KARIÓ 17/11 Reuter — Það er heldur betur lif i tuskunum i pólitikinni i tsrael og Egypta- landi þessa dagana, eins og við mátti búast. Þegar Ismail Fami, utanrikisráðherra Egypta, sagði af sér umbætti i dag, skipaði Sadat forseti Múhameð Riad til bráðabirgða i embættið i hans stað. En aðeins fáeinum klukkustundum siðar sagði Riad af sér lika. Riad er likt og Fami gamal- reyndur stjórnmálamaður úr utanrikisþjónustu lands sins. Báðir eru þeir taldir hafa sagt af sér vegna óánægju með heimsókn Sadats til tsraels, en tilkynnt hefur verið að Sadat fari þangað á laugardaginn. Að sögn Miðaustursfréttastofunnar (MENA) hefur Sadat þegar skipað annan mann i utanrikis- ráðherraembættið og heitir sá Bútros Kali og hafði ráðherra- embætti á hendi fyrir. Hann er annar af tveimur ráðherrum i egypsku stjórninni sem heyra til koptisku kirkjunni. 811 ^J|l ÍÉm V inningar í happdrætti iðnkynningar 1,45 ferm. sumarhús að verðmæti kr. 4,6 milljónir kom á miða nr. 7750. 2.-51. Fatavinningar að verðmæti kr. 28.000 hver komu á miða nr.: 1730 22217 37457 51574 2520 24905 37714 52753 4612 28629 40764 53190 5107 28771 42970 55061 7020 29061 43054 62240 7733 30101 44547 67663 9726 30117 45273 76775 10468 31443 45557 80339 11202 32432 47768 85591 45982 85495 48199 86275 12501 33402 49131 88718 12756 33484 49392 88769 18282 36938 Vinninga má vitja að Hallveigarstig 1, 4. hæð. Kúpavogskaupstaöurö Söluskattur Hér með úrskurðast lögtak fyrir vangreiddum söluskatti 3. ársfjórðungs 1977, svo og viðbótun söluskatts vegna fyrri timabila, sem á hafa verið lögð i Kópavogskaupstað. Fer lögtakið fram að liðnum 8 dögum frá birtingu úrskurðar þessa. Jafnframt úrskurðast stöðvun atvinnu- rekstrar þeirra söluskattsgreiðenda, sem eigi hafa greitt ofangreindan söluskatt 3. ársfjórðungs 1977 eða vegna eldri tima- bila. Verður stöðvun framkvæmd að liðn- um 8 dögum frá birtingu úrskurðar þessa. Bæjarfógetinn i Kópavogi. BLAÐBERAR Öskast í eftirtalin hverfi: Rauðalækur Hraunbraut (Þjóðv. & Timinn) Hverfisgata- Kaplaskjól Laufásvegur dwovhhnn Vinsamlegast hafið samband við afgreiðsluna Siðumúla 6 — sími 81333

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.