Þjóðviljinn - 18.11.1977, Page 6

Þjóðviljinn - 18.11.1977, Page 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. nóvember 1977 þingsjá Einingaverk- smiðjurnar: Helgi F. Seljan. Merk tilraun til hagkvæmni og sparnaðar A fundi sameinaös Alþingis Í gær mælti Helgi F. Seljan fyrir frumvarpisem hann flytur ásamt Ragnari Arnalds þess efnis aö lögum um söluskatt veröi breytt I þaö horf aö vinna viö húsbygging- ar og aöra mannvirkjagerö, sem unnin er I verksmiöju, á verk- stæöi eöa starfsstöö veröi und- anþegin söluskatti. Samkvæmt gildandi lögum er vinna sem unn- in er viö mannvirkjagerö á bygg- ingarstaö undanþegin söluskatti og miöast frumvarpiö viö aö leiörétta þetta misrétti. Nauðsyn hagkvæmni og sparnaðar leg lágmarksafköst til þess aö verulegur sparnaöur geti af oröiö. Engu aö siöur væri þó um umtals- veröan árangur aö ræöa einkum hvaö snertir hagkvæmni ýmiss konar og styttingu byggingar- tima, samanber timburhúsin. 10-15% lækkun kostnaðar Hins vegar væri ljóst aö um umtalsveröan sparnaö yröi aö ræöa fyrir húsbyggjendur, jafn- vel um 10—15% lækkun, ef um fullkomnari aöstoö væri aö ræöa og til væri raunveruleg húsaverk- smiöja meö t.d. 100 húsa árs- framleiöslu. Helgi benti á aö aðstoö hins opinbera viö húsbyggjendur hér á landi væri mun minni en i öörum löndum i nágrenni okkar. Meöan slikt ástand varaöi væri þvi mikilvægt aö byggingakostnaöur væri sem minnstur. Þýðingar mikiö sé aö stuöla aö hagkvæmni og sparnaði i húsbyggingum og gera þær eins ódýrar og unnt er án þess i nokkru að skeröa nauö- synleg gæöi þeirra. Eininga-verksmiðjurnar Það væri skoöun flutnings- manna aö um margt hafi merk- ustu tilraunir til hagkvæmni og sparnaðar komiö fram i þvi sem einingarverksmiöjurnar hafi ver- ið aö gera aö undanförnu hér á landi, þó aö langt i frá sé aö þar hafi verið nógu vel að staöið, hvorki um uppbyggingu, fjármagn i upphafi eöa nauðsyn- legt rekstrarfé, hvaö þá nauösyn- óeðlilegt misræmi Helgi sagöi aö þaö væri skylda stjórnvalda aö hjálpa til viö upp- byggingu þessara einingaverk- smiöja og gæta þess aö iþyngja ekki þessu merka framtaki um- fram aörar húsbyggingar. Nú væri ekki innheimtur söluskattur af vinnu húsbygginga, sé hún framkvæmd á byggingarstað, en hins vegar sé innheimtur sölu- skattur á sömu vinnu ef hún fer fram i verksmiðju svokallaörar einingarbyggingar. Meö sihækk- andi söluskatti sé hér um vaxandi mismun að ræöa, sem hljóti aö vera óeölilegt og ranglátt i senn. Þaö hljóti að eiga aö gilda aö hiö sama gangi yfir i skattheimtu, hvort sem hús eru byggö á bygg- ingarstað eða i verksmiöjum. Aö lokinni ræöu Helga var frumvarpinu visað til 2. umræöu og nefndar. Landsfundur Framhald af 1 unnar um að ekki megi gegna trúnaðarstörfum i flokknum lengur en 3 kjörtimabil samfleytt, en Jón Snorri Þorleifsson, ritari flokksins, vegna þess að hann gefur ekki kost á sér. Sendi Jón Snorri fundinum baráttukveðjur frá sjúkrahúsi. Formaður flokksins gerði til- lögu um þau Guöjón Jónsson, Helgu Sigurjónsdóttur og Sigurð Blöndal og fundarritara Álfheiði Ingadóttur, Bergþór Finnbogason og Þórð Ingva Guðmundsson. Var sú tillaga samþykkt. Er formaður hafði lokið ræðu sinni tóku til máls fulltrúar verkalýðsmálaráðs og æskulýðs- nefndar flokksins, Benedikt Daviösson, fyrir verkalýðsmála- ráð en Arthúr Morthens fyrir æskulýösnefnd. Þá gerði Guö- mundur Vigfússon grein fyrir áliti nefndanefndai um kjör- nefnd vegna miðstjórnar. Var kjörnefnd kosin og er hún þannig skipuð: Adda Bára Sigfúsdóttir, Rvik, Benedikt Daviðsson, Kóp., Angantýr Einarsson, Raufarhöfn, Engilbert Guðmundsson, Akra- nesi, Helgi Seljan Reyðarfirði, Pálmi Sigurðsson, Strandasýslu, Ragnar Arnalds, Skagafirði, Svanur Kristjánsson, Rvik, Svavar Gestsson, Rvik, Þór- gunnur Björnsdóttir, Hveragerði og Erlingur Sigurðarson, Mý- vatnssveit. A þriðju siðu er greint frá dag- skrá fundarins i dag og á morgun, en landsfundi lýkur á sunnudags- kvöld. • U Blikkiðjan A Ásgarði 7/ Garðabæ r i W önnumst þakrennusmíði og 9 uppsetningu — ennfremur i tiverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð 1 i | SÍMI 53468 Endurskipulagning raforkumála: Meirihluti fyrir hendi á Alþingi — segir Ragnar Arnalds Á fundi sameinaös Alþingis i gær mælti ~T5teingrimur Her- mannsson fyrir þingsályktunar- tillögu um skipulag orkumála sem hann flytur ásamt 12 öörum Framsóknarmönnum. I umræö- um um tillöguna sagðist Ragnar Arnaids fagna þessari tiliögu sem sýndi aö mikill meirihluti væri fyrir hendi til endurskipulagning- ar orkumála. 1 tillögu Framsóknarmanna er sagt að stefnt skuli að jöfnun orkukostnaðar um land allt og i þvi skyni skuli tengja saman raf- orkukerfi einstakra landshluta og tryggja þannig sem hagkvæmast- ar framkvæmdir og rekstur með samkeyrslu allra orkuvera og dreifikerfa. Mismunandi orkuverð Ragnar Arnalds sagðist sam- mála flutningsmanni, að skipulag orkumála væri i molum og löngu timabært að taka það til endur- skoðunar. Samtenging raforkuveranna skapi breyttar aöstæöur sem kalli á að einn og sami aðili annist samrekstur virkjananna. Einn aðili taki ákvarðanir um bygg- ingu nýrra orkuvera og að orkan sé á sama heildsöluverði um land allt. I dag sé hins vegar svo að orkan er seld á mismunandi verði, t.d. 50% hærra verði sums staðar úti á landi en á Lands- virkjunarsvæðinu. Ragnar minnti á að 1972 hefði þáverandi iðnaðarráðherra skip- að nefnd til að gera tillögu um skipan orkumála. I tillögum nefndarinnar hefði verið lagt til að stefna að einni heildarvirkjun i áföngum, þ.e. fyrst landshluta- virkjanir sem siðan yrðu samein- aðar. Ragnar sagði að slik leið gæti þó orkað tvimælis þvi hætta væri á að þróunin gengi ekki alla leið að settu marki og landshluta- virkjanirnar yrðu að varanlegum stofnunum. Aðurgreind þings- ályktunartillaga hefði þó ekki verið samþykkt á sinum tima og ekki lögð fyrir Alþingi aftur. Skipulagsleysi í orkumál- um. I tið núverandi rikisstjórnar hefði stefnt til vaxandi ringulreið- ar og skipulagsleysis i skipan raf- orkumála. Nefndir heföu verið skipaðar i ýmsum landshlutum til að kanna þessi mál en þær hefðu komist að mismunandi niður- stöðum. Ekki væri hægt að sjá að orkumálaráðherra hefði haft tilburði til að móta samræmda stefnu i málunum, frekar mætti segja að unnið hefði verið að mis- munandi fyrirkomulagi i einstök- um landshlutum og hefði það leitt til vaxandi ringulreiðar. Stefna Alþýðubandalags- ins Varðandi lögin sem sett voru um Orkubú Vestfjarða, sagðist Ragnar vilja segja það, að galli þeirra væri sá að Orkubúið væri Ragnar Arnalds sjálfstæður aðili og engum væri greiði geröur með slfku skipulagi. Hann væri ekki andvigur þvi aö Orkubú Vestfjarða væri sett á stofn, ef stofnun þess væri liður i samræmdu skipulagi þar sem öll raforkuver landsins yrðu tengd i eitt raforkuvinnslu- og aðalorku- flutningskerfi, er lyti yfirstjórn sameiginlegs fyrirtækis. Slikt væri stefna Alþýðubandalagsins samanber þá orkustefnu sem mörkuð var á flokksráðsfundi Alþýðubandalagsins i okt. 1976 og leiddi til útgáfu hinnar kunnu orkuskýrslu. Minnti Ragnar á að i framhaldi af þeirri orkustefnu hefðu þing- menn Alþýðubandalagsins lagt fram tillögu á Alþingi i fyrra.til- lögu um samruna orkuveranna. Þá benti hann einnig á tillögu Magnúsar Kjartanssonar sem nú liggur fyrir Alþingi um skipulag raforkumála er gengi i sömu átt. Krafla einn angi vanda- málsins Varðandi Kröfluvirkjun sagðist Ragnar viljabenda á að hún væri einn angi hins margþætta vanda- máls. Gert hefði verið ráð fyrir þremur sjálfstæðum aðilum sem önnuðust gerð virkjunarinnar þ.e. Rafmagnsveitu Ríkisins, Orku- stofnun og Kröflunefnd. Hefðu viss rök á sinum tima legið fyrir þvi að standa þannig að málum. En nú þegar framleiðsla orku frá Kröflu væri rétt að hefjast væri illt til þess að vita að ekki væri búið að koma skipulagsmálum virkjunarinnar i horf. Ekki væri vitað til að ráðherra orkumála hefði gert neinar ráðstafanir til að breyta skipulaginu i sambandi við Kröfluvirkjun. Meirihluti fyrir endur- skipulagningu raforku- mála Að lokum sagðist Ragnar fagna Steingrimur Hermannsson Karvcl Pálmason. tillögu Framsóknarmanng sem sýndi að mikill meirihluti væri fyrir þvi að endurskipuleggja raf- orkumálin i þá átt sem tillögur Alþýðubandalagsins hefðu stefnt, og koma þannig skipulagi i viðun- andi horf. Karvel Pálmason tók næst til máls og beindi þeirri ósk til for- seta sameinaðs Alþingis að um- ræðum yrði frestað þar til iðn- aðarráðherra yrði viðstaddur. Varð forseti við þessari beiðni og var umræðum frestað, en þá voru 3 á mælendaskrá. Landsfundarfulltrúar — Alþýðubandalagsmenn I tengslum við landsfund Alþýðubandalagsins efnir Aiþýðubandalagið i Reykjavík til kvöldfagnaðar i Vikingasal HótelLoftleiða laugardaginn 19. þ.m. Húsið opnar kl. 20.30 Dagskráin hefst kl. 21.30. Meðal atriða á dagskrá: Guðmundur Agústsson, form. Alþýöubandalagsins i Reykja- vik, býöur félaga velkomna. Sigriður Ella Magnúsdóttirog Simon Vaughan syngja við undirleik Ólafs Vignis Alberts- „Stjórnmál á æskudögum”, Einar Kristjánsson, rithöfundur frá Hermundaríelli flytur ræðu kvöldsins. cnn stjórna fjöldasöng. Hljómsveitin Asarleikur fyrir dansi til kl. 2 eftir miðnætti. Smurbrauð verður framreitt samkvæmt pöntunum. Aðgöngumiðar eru seldir I Kristalssal Hótel Loftleiða á laugardaginn og við inngang- inn. Skemmtinefndin. Sfmon Vaughan Mætid stundvislega Alþýðubandaiagið í Reykjavík Einar Kristjánsson Sigriður Ella

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.