Þjóðviljinn - 18.11.1977, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.11.1977, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. nóvember 1977 Stúd- enta- görð- unum lokað? Ríkisvaldið synjar stúdentum um fé til lág- marksviðhalds Garðarnir eru orðnir það gaml- ir, annar 43 ára en hinn 34 ára, að Hfsnauðsynlegt er orðið að endur- nýja raflagnir, gera ýmsar öryggisráðstafanir og endurbæta hreinlætisaðstöðuna. Við létum verkfræðistofu gera úttekt á Árborgarskýrsla Framkvæmdastofnunar ríkisins: Spónaplötur og fleira úr islenskum gosefnum. bráðnauðsynlegustu viðhaldsþörf og skv. útreikningum hennar kostar hún 38,6 miljónir. Vjð fór- um fram á 25 miljónir á fjárlög- um þar sem við treystum okkur ekki til meiri framkvæmda á ár- inu. Skv. fjárlögum sem lögð hafa NÝIÐNAÐUR verið fram fáum við ekki krónu i þetta. Við höfum fengið áminn- ingar frá eldvarnareftirliti, borgarlækni og rafmagnseftirliti á hverju árháður en hótelrekstur hefst, og nú stefnir i að erfitt verður að halda honum út á næsta Á ÍSLANDI ári. Það er ekki forsvaranlegt að bjóða fólki upp á þetta né leigja stúdentum herbergi hér á A'eturna. Þessi orð sagði Jóhann Scheving framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, sem rekur Garðana, I samtali við Þjóðviljann Félagsstofnun stúdenta hefur árlega varið 4—5 miljónum i viðhald af eigin fé, en að sögn Jóhanns varla gert meira en að halda i horfinu með því. Þakið á húsunum er orðið lekt og verður t.d. árlega að setja fyrir leka þar. I umsögn Verkfræðistofu Stefáns Ólafssonar h.f. frá þvi júni s.l. segir svo: „Borgarlæknir og slökkviliðs- stjóri hafa gert sinar umkvartan- ir.en auk þeirra teljum við nauð- synlegt að gera eftirfarandi: 1. Skipta um allar rafleiðslur, tengla og rof i Gamla garði Þess- ir hlutir eru orðnir rúmlega 40 ára gamlir og er tjörueinangrunin á virunum farin að skorpna og molnar hún við minnsta hnjask. 2. Grafa upp og gera við hrein- og regnvatnslögn við Gamla garð. Tvivegis hefur flætt inn i Stúd- entakjallarann og streymdi vatn- ið þá m.a. út um einn rafmagns- tengilinn. 3. Endurnýja gólf og fleira i Stúdentak jallaranum. 4. Gera við þak á Gamla garði, en þarerlekiá nokkrum stöðum og á öðrum stöðum er ástand þaksins orðið þannig að við leka má búast. 5. Gera heildarúttekt og áætlun um viðhald á báðum húsunum. Húsin eru orðin gömul og fyrir- sjáanlegt að miklir fjármunir fara i viðhald þeirra á næstu ár- um. Nauðsynlegt er að vinna skipulega að þessu viðhaldi til þess að viðhaldsféð komi að full- um notum.” Þá hefur bæði borgarlæknir og eldvarnareftirlitið farið fram á margskonar lagfæringar. I nýútkomnu stúdentablaði er rætt um horfur á að um 100 stúdentar verði á götunni ef loka verður Görðunum. Segir þar að óskiljanlegt sé að rikisvaldið hafni óskum Félagsstofnunar stúdenta um fjárveitingu. Hljóti það að stafa af fjandskap i garð námsmanna og/eöa algjöru skilningsleysi á alvöru málsins. Þess skal að lokum getið að hótel- reksturinn hefur verið Félags- stofnuninni drjúg tekjulind. —GFr. Kafli úr rœðu Harðar Jónssonar deildarverkfrœðings r hjá Iðnþróunarstofnun Islands á ráðstefnu Sambands ísl. sveitarfélaga Þegar rætt er um skýrslu Vil- hjálms Lúðvikssonar um mögu- leika þá sem Árborgarsvæðið býð- ur uppá i ýmsum nýiðnaði, er ekki úr vegi að birta kafla úr ræðu Harðar Jónssonar deitdarverk- fræðings hjá Iðnþróunarstofnun íslands um nýiðnaö á islandi, sem hann hélt á ráðstefnu Sam- bands ísl. sveitarfélaga um þessi mál: „Þegar rætt er um iðnað á Is- landi er oft minnst á rannsóknir og vöruþróun og gæti i þvi sam- bandi verið hollt að lita til ná- granna okkar t.d. Norðmanna, en þar t.d. er vöruþróun studd með öllum tiltækum ráðum og þeir leggja sig fram við að framleiöa sjálfir til allra þarfa sem flestra þátta atvinnuveganna. Afleiðing- in er stórútflutningur t.d. á sviði sjávarútvegs, og erum við þar drjúgir kaupendur. Hér á landi má segja að þveröfug stefna hafi ráðið. Við flytjum inn svo að segja allt sem við getum náð i. Rannsóknir hér á sviði iðnaðar eru og hafa fyrst og fremst verið prófanir ýmiss konar og þó ekki sé ástæða til að lasta prófanir á framleiðsluvörum iðnaðarins, byggist nýiðnaður aldrei upp á prófunum einvörðungu. Aðstæður i landi okkar eru á margan hátt þannig að við verðum og eigum að fara okkar eigin leiðir, sem þýðir aftur að við getum ekki allt- af fundið fyrirmyndir að nýjum iðnaðartækifærum I næstu ná- grannalöndum þótt margt megi af þeim læra og við getum heldur ekki alltaf spurt sölumenn stór- fyrirtækjanna hvað best henti. Risafyrirtækin alþjóðlegu eru t.d. á margan hátt eins og tölvurnar margumtöluðu; sem sagt, sé vit- laust spurt, verður svarið vit- laust. Forathuganir og tilraunafram- leiðsla ýmiss konar sem hluti af vöruþróun er að minu mati megin forsenda þess, að skynsamlega verður staðið að uppbyggingu ný- iðnaðar. Aðstaða til slikra vöru- þróunartilrauna er ekki fyrir hendi á hinum opinberu rann- sóknastofnunum ennþá hvað sem verða kann. Sá nýiðnaður sem ég á sérstak- lega við eru meðalstór iðnfyrir- tæki eins og skilgreind voru hér að framan. Um stóriðjufyrirtæki eins og t.d. málmblendi- og ál- verksmiðjur gæti gegnt öðru máli enda er þar fyrst og fremst um orkusölu að ræða þótt tilraunir og athuganir gætu einnig komið þar til álita, einkum ef um samvinnu rikis og erlendra aðila væri að ræða um rekstur, þó ekki væri til annars en að verða viðræðuhæf- ari i samningagerðinni. Svipað mætti e.t.v. endurtaka um smá- iðnaðarfyrirtæki,og I mörgum til- fellum er tilraunaframleiðsla for- senda þess að vel takist til; i öðr- um tilfellum er slikt ekki nauð- synlegt. Rétt er að fara nokkrum orðum um fjármögnun nýiðnaðar. Fjár- magn það er óhjákvæmilega þarf til framkvæmda er innanlands helst að finna i hinum fjölmörgu fyrirgreiðslu- og lánasjóðum sem geyma hinn þvingaða sparnað landsmanna. Þessum sjóðum er og hefur verið stjórnað af fulltrú- um hins pólitiska flokksvalds á Sýnishorn af þilplötum og gervitimbri, sem búið hefur verið til úr gosefnum hér á landi. Milliveggjaplötur hverjum tima, og hefur verið út- hlutað úr þessum sjóðum eftir pólitiskri sögulegri forgangsröö oft nær óháð arðsemissjónarmið- um. Almenningur á ekki gilda sjóði til þess að leggja i nýiðnað þegar fram eru boðin dýrtiðartryggð skuldabréf og steinsteypa er margfaldast i verði i hlutfalli við verðbólguna. Telja verður engu að siður að fjármagn sé til annað hvort inn- anlands og/eða afla mætti þess erlendis og það einkum ef tekið er mið af hinum umfangsmiklu framkvæmdum i orkumálum og innkaupum okkar á skuttogurun- um margumtöluðu, en forsendan verður að sjálfsögðu að vera að fjárfesting I iðnaði skili arði og það góðum arði þegar komist hef- ur verið yfir hina óhjákvæmilegu byrjunarörðugleika. Iðnaður þar sem aðalmarkmiðið er atvinna fremur en arðsemi, leiðir oftast til lakari lifskjara þegar horft er fram i timann. Islensk iðnfyrirtæki eru 2300 að tölu og er 84% þeirra með færri en 10 manns i þjónustu sinni, þetta segir okkur að tiltölulega auðvelt er að sjá ábatavon einstaklinga i smáfyrirtækjum, en mun erfið- ara m.a. miðað við þá skattalög- gjöf sem við búum við i dag að sjá

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.