Þjóðviljinn - 18.11.1977, Side 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. nóvember 1977
Islenska
járnblendifélagið h.f.
auglýsir:
Hlutafélagið reisir þessi misseri kisiljárn-
verksmiðju að Grundartanga i Hvalfirði. í
fyrsta áfanga verður verksmiðjan búin
einum 30 MW bræðsluofni með 25.000
tonna ársafköstum m.v. 75% kisiljárn. 1
öðrum áfanga verður annar samskonar
ofn.
Efna- eða rekstrarverkfræðingur
Til að stjórna daglegum rekstri bræðslu-
ofnanna ásamt tilheyrandi hjálpar- og
hreinsibúnaði, er leitað eftir reyndum
verkfræðingi. Staðan hentar háskóla-
menntuðum manni, sem lagt hefur stund á
málmbræðslufræði (metallurgi), efna-
eða efnaverkfræði. Æskileg er nokkur
reynsla úr atvinnulifi.
Lögð er áhersla á hæfileika til samstarfs
við fólk og stjórnunar.
Sá, sem ráðinn verður, þarf að gera ráð
fyrir eins árs dvöl við sams konar verk-
smiðjur i Noregi til frekara náms og þjálf-
unar.
Frekari upplýsingar veitir tæknilegur
framkvæmdastjóri ÍJ, Fredrik Schatvet,i
sima 93-1092.
V éltæknif ræðingur
Til væntanlegrar viðhaldsdeildar fyrir-
tækisins er leitað eftir véltæknifræðingi
með a.m.k. 2 ára reynslu úr iðnaði að
loknu námi.
Á byggingartima felst starfið i umsjón
með uppsetningu véla og gerð viðhalds-
kerfa fyrir búnað verksmiðjunnar. Eftir
að framleiðsla hefst felst starfið i rekstri
vélaverkstæðis og umsjón með viðhaldi
hvers konar búnaðar.
Áhersla verður lögð á reglufastar vinnu-
aðferðir og nána samvinnu innan fyrir-
tækisins.
Sá, sem ráðinn verður, má vænta náms-
vistar og þjálfunar við sams konar verk-
smiðju i Noregi.
Nánari upplýsingar veitir staðarverk-
fræðingur, Guðlaugur Hjörleifsson, i sima
93-1092.
Umsóknir sendist fyrir 20. des. n.k.
íslenska járnblendifélaginu h.f.
Grundartanga
Skilmannahreppi
301 Akranes
M Laus staða
Staða lögreglumanns á Húsavik er laus til
umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 5. desember 1977.
Bæjarfógeti Húsavikur.
Sýslumaður Þingeyjarsýslu.
Frá Borgarnesi:
Verklegar framkvæmdir
og blaðaútgáfa
Fyrir skömmu hafði l.and-
póstur tal af Jenna K. Ólasyni,
fréttaritara Þjóðviljans i Borg-
arnesi og spurði hann tiðinda
frá borginni viö Brákarsund.
Vékst Jenni hið besta við kvabb-
inu,og fara orð hans hér á eftir:
Leikskóli
Nýtekinn er hér i notkun nýr
‘leikskóli fyrir yngstu börnin.
Áður var leikskólinn i bráða-
byrgðahúsnæði, sem nú hefur
verið lagt undir skólann og
þannig fengnar tvær kennslu-
stofur. Skólinn hefur verið og er
raunar enn i mjög miklu hús-
næðishraki, þannig að þetta var
góð lausn á hvorutveggja i bili,
þótt þvi fari raunar fjarri, að
þessar úrbætur séu fullnægjandi
lausn á húsnæðismálum skól-
ans.
Heilsugæslustöð
Hér er rekin nýleg heilsu-
gæslustöð. Hefur raunar verið
hálfgert basl með hana i sumar
þvi Við höfum bara haft einn
lækni og siðan hefur ungt fólk
unnið þar i igripum stuttan tima
i senn. Heilsugæslustöðin á að
geta veitt þremur læknum
starfsskilyrði. Þetta hefur að
visu verið mesta sómafólk, en
þessar tiðu mannabreytingar
eru samt sem áður ákaflega
óþægilegar. Nú eru hinsvegar
komnir hér 3 fastiHæknar og nú
siðast Bragi Nielsson, sem
starfað hefur við sjúkrahúsið á
Akranesi aö undanförnu.
Dvalarheimili aldraðra
Heilsugæslustöðin er i sama
húsnæði og dvalarheimili aldr-
aðra. Menn eru mjög farnir að
hugleiða það hér i fullri alvöru,
— og raunar er öll aðstaða til
þess hvað húsnæði snertir, — að
koma upp sjúkradeild við dval-
arheimilið. Við höfum húsnæði
til þess,en þyrftum að ráða fólk
að deildinni og búa hana að öðru
leyti. En það mega heita hrein-
ustu smámunir miðað við
ávinninginn.
Iþróttahús
Bygging iþróttahúss hefur
verið stærsta verkefni sveitar-
félagsins undanfarin ár, fjár-
hagslega. Og nú er þau góðu
tiðindi að segja, að fyrsti hluti
hússins ætti að geta tekist i
notkun núna i desember. Er það
sundlaugin. Og undir vorið
mætti e.t.v. fara að gera sér
vonir um að jafnvel aðal
iþróttasalurinn verði tilbúinn til
notkunar.
Hitaveita
Hitaveita fyrir Borgarnes og
Akranes er nú mjög á dagskrá,
eins og kunnugt er af fréttum.
Það hefur að visu verið rætt um
að hún verði farin að ylja okkur
eftir svona tvö ár. En Borgar-
fjarðarbrúin er nú á vegaáætlun
og henni verður varla lokið fyrr
en 1980. Hitaveitan tengist brú-
argerðinni þvi lögnin liggur um
hana og þvi getur hitaveitan
ekki orðið á undan brúnni. Ann-
ars geðjast okkur ekki að þvi
hvað tekist hefur að magna upp
móðursýki út af Borgarfjarðar-
brúnni. Sannleikurinn er sá, að
hún er byggð fyrir það vegafé,
sem annars kæmi hvort sem er i
hlut Vesturlands og á sama
tima og vegaféð i heild er skorið
niður um þriðjung frá þvi sem
það var fyrir nokkrum árum þá
er fráleitt að bendla þessa
framkvæmd við siðlausa sóun á
fjármunum. Þetta er ekkert
annað en skynsamleg röðun
verkefna.
Fjörugt flokksstarf
Alþýðubandalagsfélagið hef-
ur starfað af miklum krafti i
haust. Við höfum haldið þrjú
spilakvöld, þrjú skemmtikvöld
og svo eru tið fundarhöld. Næsta
skref er blaðaútgáfa og er gert
ráð fyrir að koma út tveimur
blöðum fyrir áramót. A það að
heita Röðull. Blaðið verður fjöl-
ritað hér i Borgarnesi, og við
höfum orðið aðstöðu til þess að
vinna það alveg hér heima. Þar
með á það að geta orðið fastur
þáttur i flokksstarfi okkar og
bæjarlifinu. þvi það er ekki
hugsað sem kosningablað, held-
ur bæjarblað. Svo er kjördæm-
isráðið einnig að fara af stað
með blaðaútgáfu.
— jró/mhg
Matvælafræði
námskeið
í Keflavík
Námskeiði i matvæla- og nær-
ingarfræði hefur verið komið á i
Keflavik. Er það Kristrún Jó-
hannsdóttir, sem fyrir þvi
stendur. Kristrún hefur lokið
prófi i manneldisfræði við ríkis-
háskólann i Tennesee i Banda-
rikjunum,og má þvi ætla, aö hún
viti hvað hún syngur i þessum
efnum.
Á námskeiðinu er m.a. rætt
um grundvallaratriði næringar-
fræði, matreiðslu og fæðuval,
gefnar ráðleggingar um megr-
unarfæði og ýmsa þætti, sem
áhrif hafa á nýtingu fæðunnar
svo sem likamsrækt, hvild
o.s.frv. Lögð er áhersla á ým-
isskonar gerbakstur úr heil-
mjöli og heilkorni, grænmetis-,
bauna- og ávaxtarétti. Upp-
skriftum og öðru fræðsluefni er
deilt til þeirra, er námskeiðið
sækja. Þá eru veittar leiðbein-
ingar um skreytingar á borðum
eftir þvi, sem við þykir eiga
hverju sinni.
Námskeiðið er fyrir alla, jafnt
konur sem karla.
— mhg
Hvað á kýrin
að heita?
Margar tillögur hafa borist i
samkeppni Mjólkurdagsnefnd-
ar um nafn á islensku kúna og
mjaltakonuna. Frestur til að
skila tillögum rann út 31. okt.
Vonandi verður fljótlega hægt
að birta niðurstöður úr sam-
keppninni, en nú er verið að fara
yfir tillögurnar. Algengustu
nöfnin, sem upp á er stungið,
eru Búkolla, Búbót og Mjólkur-
lind.
Eins og fram hefur komið. þá
eru 1. verðlaunin mjólkurinn-
legg úr fyrsta kálfs kvigu á
Brúnastöðum i Hraungerðis-
hreppi. En þar sem umrædd
kviga á ekki að bera fyrr en eftir
áramót, þá mun greiðsla fyrir
mjólkurinnleggið ekki berast
vinningshafa fyrr en i fyrsta
lagi i febr. n.k.
Allir krakkar, sem tekið hafa
þátt i samkeppninni, munu fá
smáglaðning frá Mjólkurdags-
nefnd þegar úrslit liggja fyrir.
(Heimild: Uppl.þjón. landb.)
— mhg
VQfc
r
llmsjón: Magnús H. Glslason