Þjóðviljinn - 23.11.1977, Page 3
Miðvikudagur 23. nóvember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Laun forstjóra Aburðar- og Sementsverksmiðju:
Yf ir hálf milj ón
á mánuði
Forstjórar Sementsverk-
smiðjunnar og Aburðarverk-
smiðjunnar hafa i mánaðarlaun
um háifa miljón krónur. Þessar
upplýsingar komu fram á AI-
þingi f gær er fjármálaráðherra
svaraði fyrirspurn frá Stefáni
Jónssyni um iaun fjögurra rík-
isforstjóra.
ísvari ráðherra kom fram að
þessir forstjórar taka laun sam-
kvæmt launaflokki A-30 sem
þýðir að laun þeirra eru um
300.000 á mánuði. bá fá þeir sér-
stakar greiðslur fyrir yfirvinnu
og bakvaktir. Að sögn ráðherra
fær forstjóri Sementsverk-
smiðjunnar greidda yfirvinnu
fyrir um 45 tima á mánuöi, og
samkvæmt þeim upplýsingum
sem blaðið hefur aflað sér er
timakaupið i yfirvinnu um 3000
krónur þannig að þarna bætast
við 135.000 á mánuði. Þá fær
hann greitt fyrir bakvaktir um
81.000 á mánuði og greiðsla fyrir
bifreiðakostnaö er miöuð við
12.000 km. akstur á ári, en greitt
mun vera um 40 krónur á kíló-
meter. Laun forstjóra Sements-
verksmiðjunnar fara þvi vel yf-
ir hálfa miljón á mánuði.
Forstjóri Áburðarverksmiðj-
unnar fær greidda yfirvinnu
fyrir 28 tima á mánuði, sem
mun gera 84.000 krónur. Þá fær
hann einnig 81.000 krónur á
mánuði fyrir bakvaktir, og
greiðsla fyrir bifreiðakostnað er
miðuð við 10.000 km. akstur,
sem þýðir um 400.000 á ári.
Mánaðarlaun hans fara þvi
einnig yfir hálfa miljón á ári.
Schmidt — leynileg áætlun um
fækkun 1 herjum.
Gierek — vill fá aö flytja meira út
til Vestur-Þýskalands.
Egypskir hermenn á göngu — nú hefur Sadat sagt að þeir muni aldrei
framar þurfa að berjast gegn tsrael.
Schmidt til Póllands
Heimsóknin merki um góð samskipti
VARSJA 22/11 Reuter — Helmut
Schmidt, sambandskanslari
Vestur-býskalands, er kominn i
opinbera heimsókn til Póllands.
Er þetta fyrsta heimsókn vestur-
þýsks sambandskanslara þangað
frá þvi að rikin tóku' upp stjórn-
málasamband fyrir fimm árum
og önnur i röðinni frá striðslok-
um. Pólsk yfirvöld hafa gert
miklar varúðarráðstafanir i til-
efni heimsóknarinnar, að sögn
þær mestu sem Pólverjar hafa
nokkru sinni gert viö heimsókn
erlends ieiðtoga.
I dag flutti Schmidt fyrirlestur i
Fátt uppgefið
um viðræður
Beginsog Sadats
JERÚSALEM 22/11 Reuter —
isaelska rikisstjórnin neitaði I
dag að gefa nokkuð upp um trún-
aðarviðræður þeirra Sadats
Egyptalandsforseta og Begins
forsætisráðherra ísraels, en haft
er eftir svokölluðum áreiðanleg-
um heimildum að næsta frum-
kvæðið í átt til friðarsamninga
muni einnig koma frá Sadat.
Hinsvegar sagði Sadat i
heimsóknarlok, að hann gerði sér
vonir um að israelsmenn tækju
næsta skrefiö og yrðu þá ekki
smámunasamir.
Heimildarmenn í Jerúsalem
segjast nú telja, að Sadat muni
einbeita sér að þvi að tryggja sér
fylgi egypsks almennings við
frumkvæði sitt i friðarátt, svo og
tryggja sér stuðning
Saudi-Arabiu og mýkja Sýrlend-
inga. Þá er sagt að eitt þaö mikil-
vægasta við heimsóknina sé það,
að i opinberum yfirlýsingum, sem
þeir Begin og Sadat sendu út i
tilefni hennar, lagði Begin ekki
áherslu á harðlinuafstööu sina
gegn PLO, aðalsamtökum
Palestinumanna, og um Vestur-
bakkahéruðin, sem Begin til
þessa hefur sagt aö eigi að heyra
til Israel. Bæði i Israel og annars-
staðar er mikið bollalagt um það,
hvort eitthvað hafi miðað i átt til
Genfarráðstefnu um Austurlönd
nær i viðræðum þeirra Begins og
Sadats, en Israelsmenn eru sagð-
ir þeirrar meiningar aö það skipti
ekki öllu máli, þar eð helstu
ákvarðanirnar i þeim málum
verði hvort eö er teknar fyrir ráð-
stefnuna, ef af henni verði.
Þá telja Israelsmenn að
heimsókn Sadats hafi komið þeim
að góðu haldi meö tilliti til þess,
að nú standa flestir israelsku
stjórnmálaflokkarnir sameinaðri
i afstööunni til araba enlengstum
áður.
Biko-málið:
Læknir viður-
kennir fölsun
vottorðs
PRETÓRIU 22/11 Reuter — Ivor
Lang, læknir i þjónustu suður-
afrisku stjórnarinnar, upplýsti
við yfirheyrslur I gær aö hann og
annar læknir hefðu beðið leyfis
um að Steve Biko, blökkumanna-
leiðtoginn sem lést I höndufn lög-
reglunnar undir grunsamlegum
kringumstæðum fyrir skömmu,
yrði sendur á sjúkrahús, en aö
öryggislögreglan hefði neitað þvi.
Hinsvegar ákvað öryggislögregl-
an sjálf að senda Biko frá Port
Elizabeth, þar sem hann var
hafður i haldi, til fangelsissjúkra-
húss i Pretóriu.
Til Pretóriu var Biko fluttur
allsnakinn og handjárnaður I
landrover, en leiðin þangað frá
Port Elizabeth er um 1000 kfló-
metrar. 1 Pretóríu dó Biko af
völdum heilaskaða i fangaklefa
þann 12. sept. Við yfirheyrsl-
urnar, sem haldnar eru vegna
dauða Bikos, viðurkenndi Lang
læknir að hann hefði vitað að til
stóð að flytja Biko til Pretóriu og
hvernig, en ekkert getað að þvi
Ekkja Bikos og börn heilsa með
baráttukveðju, eftir að þau hafa
frétt dauða hans i fangelsi.
gert. Lang viðurkenndi ennfrem-
ur að hafa sagt ósatt til um
dánarorsök Bikos á læknisvott-
orði, sem hann gaf viðvikjandi
dauða Bikos. A læknisvottoröinu
stóð, að Biko heföi ekki orðið fyrir
neinum verulegum skaða á líf-
færum.
Kentridge, lögmaður fjölskyldu
Bikos, hefur gefiö i skyn að lög-
reglan sé aö reyna að leyna með-
ferð sinni á Biko, meðan lögregl-
an yfirheyrði hann, sem og þvi aö
hann hafi fengiö banvænan heila-
skaöa meðan hann var f vörslu
lögreglunnar.
pólsku visindaakademiunni og
hvatti Pólverja þá til þess að sýna
skilning gagnvart þeirri ósk
Þjóðverja, að Þýskaland yrði aft-
ur sameinað i eitt riki. Gat kansl-
arinn þess jafnframt, að Pólverj-
ar kynnu aö óttast þann mögu-
leika. Telja fréttaskýrendur það
merki um góð samskipti Póllands
og Vestur-Þýskalands nú, að leið-
togi siðarnefnda rikisins skuli
treysta sér til þess að viðhafa slik
ummæli i Póllandi. Talið er að
Þjóðverjar hafi drepið að
minnsta kosti um sex miljónir
Pólverja á árum heimsstyrjald-
arinnar siðari, og hefur liklega
engin önnur þjóð orðið hlutfalls-
lega fyrir eins miklum áföllum af
völdum nasista.
Ráðamenn Póllands eru sagðir
ánægöir með viðleitni Schmidts
og fyrirrennara hans, Víillys
Brandt, til þess að bæta samskipti
Vestur-Þýskalands við Austur-
Evrópu. 1 viðræðum þeirra
Schmidts og Giereks, leiðtoga
pólska kommúnistaflokksins, er
talið að sá siðarnefndi muni
meðal annars mælast til þess, að
dregið sé úr hömlunum á
innflutningi pólsks varnings til
Vestur-Þýskalands. Schmidt mun
fyrir sitt leyti að sögn leggja fyrir
Gierek frumkvæði vestur-þýsku
stjórnarinnar að alþjóðlegum
samningi i þeim tilgangi að koma
i veg fyrir að gislar séu teknir. Þá
er liklegt að rædd verði mála-
miðlunaráætlun vestur-þýsku
stjórnarinnar um að koma skriði
á Vinar-viðræður Nató og
Varsjárbandalagsins um fækkun
i herjum, en efni þeirrar tillögu
Vestur-Þjóðverja hefur enn ekki
verið gefið upp.
Mengistú Haile Marjam, valús-
maöur I Eþiópiu. Enn búast Sóm-
alir til sóknar gegn honum.
MOGADISHU 22/11 Reuter —
Talið er að Sómalir muni innan
skamms greiða atlögu að Harrar,
fornri borg og frægri i fjalllendi
Eþiópiu austanverðu. I undan-
farna fjóra mánuði hafa Sómalir
unnið af Eþiópum mestan hluta
Ogaden-fylkis, sem aðallega er
byggt Sómölum, og fjöllin á jöðr-
um Ogaden-auðnar. Harrar er á
þessu jaðarsvæði, og telja Sómal-
ir sér nauðsyn að ná borginni til
að geta siðar haldið Ogaden gegn
Eþiópum.
Ogaden-stríðið:
Sómalir bú-
ast til árásar
á Harrar
Arabiskir sendiráösmenn i
Mogadishu, höfuðborg Sómali-
lands, segja að sómalskir ráða-
menn liti svo á, að þeir verði að
taka Harrar nú þegar, ef þeir eigi
að ná borginni á annað borö. Und-
anfarið hafa miklar rigningar á
þessum slóðum gert bardaga
ómögulega, og óttast Sómalir að
það hlé verði til þess, að af al-
þjóðavettvangi verði gerð tilraun
til að knýja Sómala til málamiðl-
unarsamkomulags við Eþiópa.
Næðist slikt samkomulag, er talið
vist að Eþiópia myndi halda
Harrar.
Siðan Sovétmenn hættu að
senda Sómölum vopn er Ogaden-
striðið hófst fyrir alvöru i júli,
hafa Sómalir fátt vopna fengið er-
lendis frá, en umhverfis Harrar
er fjöllótt land og erfitt yfirferð-
ar, svo að sagt er að nýmóðins
skriðdrekar og herþotur, sem
Eþiópar hafa mikið af, muni
koma þeim þar að litlum notum.
PILLUKAPPAT
LEIDDI TIL
DAUÐA
í fyrrakvöld, um kl. 20.00 var
kvartaö yfir hávaða I húsi I
Reykjavik og þegar lögreglan
kom á staðinn fannst 27 ára gam-
all maður látinn og annar. mjög
langt leiddur, lá ofan á honum, en
annarsstaðar i húsinu var 12
manns i einhverskonar rúsi, ann-
að hvort af pilluáti eða ' vin-
drykkju, nema hvorutveggja hafi
verið.
Áð sögn Njarðar Snæhólms. yf-
irrannsóknarlögregluþjóns, virð-
ist ljóst að sá sem fannst lát-
inn og sá er ofan á honum lá,
meðvitundarlaus hafi verið i —
pillukappáti,— Sá meðvitundar-
lausi var fluttur á slysadeild og
þar tókst að bjarga lifi hans með
þvi að dæla uppúr honum.
Allt fólkið sem i þessu sam-
kvæmi var i fyrrakvöld var sett i
gæsluvarðhald, en siðdegis i gær
var búið að sleppa einhverjum af
þeim, en öðrum var haldið eftir til
frekari yfirheyrslu um hvers hafi
þarna verið neytt.
Njörður Snæhólm sagði að ekk-
ert það hefði komið fram, sem
benti til átaka milli mannanna
tveggja, sem eins og áður sagði
vorum á öðrum stað i ibúðinni en
hitt fólkið — S.dór