Þjóðviljinn - 24.11.1977, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.11.1977, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. nóvember 1977 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóöfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson, Svavar Gestsson. Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Auglýsingastjóri: Úlfar Þormóösson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Sfðumúla 6. Simi 81333. Prentun: Blaöaprent hf. Aronskan fékk fleiri atkvœöi en Geir Þegar Keflavikursamningurinn var gerður fyrir liðlega 30 árum bentu islensk- ir sósialistar á þá hættu að hér kynni að vera stigið fyrsta skrefið i bandarisku hernámi á Islandi til frambúðar. Tals- menn Keflavikursamningsins töldu svo ekki vera; þvert á móti rynni hann út eftir 5 ár og þá væru islendingar lausir allra mála. Fyrir nokkrum misserum birti Þjóðviljinn bandariskar utanrikismála- skýrslur frá þessum árum og þá kom hið sanna i ljós: Að Keflavikursamningurinn átti aðeins að verða skref á brautinni til varanlegs hernáms — að i stað þess að fá fastan samning um þrjár lokaðar her- stöðvar til 99 ára eins og Bandarikjamenn kröfðust 1945 hugðust þeir ná marki sinu i áföngum. Þegar íslendingar gerðust aðil- ar að Atlantshafsbandalaginu bentu sósialistar á að hér væri kominn annar áfanginn; sá næsti yrði sjálfsagt varanleg bandarisk herseta. Það sóru talsmenn NATO-aðilarinnar af sér með itrekuðum heitstrengingum, en ekki liðu nema tvö ár uns hingað var kominn bandariskur her. Hernám hans hafði þegar i stað veruleg efnahagsleg áhrif á allt þjóðlifið, en her- námið hafði einnig andleg áhrif: Hernám hugarfarsins gróf um sig. Hin siðarnefnda tegund hemámsins var skipulögð af Bandarikjastjórn til þess að breyta hugs- unarhætti Islendinga — enda hafði utan- rikisráðherra íslands kvartað undan þvi við bandariska sendimenn 1949 að það væri sérstaklega erfitt að ala Islendinga upp. Hemám hugarfarsins var skipulagt með margvislegum hætti: í fyrsta lagi með þvi að treysta fjármálasambönd við allskonar aðila innan hernámsflokkanna, þannig að pólitiskt starf þessara aðila varð um tima beinlinis háð umsvifum Bandarikjahers á íslandi. í annan stað komu Bandarikjamenn fljótt upp útvarps- stöð sem á sinum upphafsárum hafði veruleg áhrif. í þriðja lagi komu Banda- rikjamenn upp sjónvarpsstöð, og um sinn höfðu Bandarikjamenn einokun á öllum sjónvarpsrekstri á íslandi. Vinstristjórnin siðari lokaði hermannasjónvarpinu og var það i rauninni einn stærsti ávinningur her- stöðvaandstæðinga á siðari árum, en her- nám hugarfarsins hefur samt haldið áfram að grafa um sig. Fyrri forystumenn Sjálfstæðisflokksins lögðu á það þunga áherslu að vera hersins hér væri hluti af framlagi íslands til svo- kallaðs varnarkerfis vestrænna þjóða, og þeir höfðu allir það lágmarks stolt fyrir hönd þjóðar sinnar að neita að taka leigu- gjöld fyrir hernámsliðið. Núverandi for- ystumenn Sjáifstæðisflokksins hafa haft aðra afstöðu, sumir hverjir, þó hefur Geir Hallgrimsson haldið I orði uppi merki fyrirrennara sinna i þessum efnum. En þar hefur honum brugðist bogalistin eins og á öðrum sviðum flokksformennsku sinnar: Aronskan — sú afstaða að taka leigugjöld fyrir herstöðina — fékk fleiri atkvæði i prófkjöri Sjálfstæðisflokksins en forsætisráðherrann sjálfur. Merkið er fallið; Geir Hallgrimsson hefur misst það úr höndum sér fyrir ágangi spraðurbassa ogknattspyrnukappa. Sigur aronskunnar er táknrænn fyrir ástandið í Sjálfstæðis- flokknu; fyrir upplausnarástand i stærsta stjórnmálaflokki landsins. En umfram allt er sigur aronskunnar til marks um það að hernám hugarfarsins hefur haldið áfram að grafa um sig; að æ fleiri herstöðvasinnar telja þjóðinni sæm- andi að taka við leigugjöldum af hernum. Þar með yrði þjóðin beinlinis háð banda- riskri hersetu — en um það hugsa her- stöðvasinnar ekki. Hitt gæti orðið mörgum manninum umhugsunarefni — jafnvel þeim sem hafa stutt veru Bandarikjahers hér — að rótin að sigri aronskunnar er hernámið sjálft, og eina leiðin til þess að losna úr greipum þeirra óhugnanlegu við- horfa sem nú eru i meirihluta innan Sjálf- stæðisflokksins er sú að reka herinn úr landi. Það er eina leiðin: Aronskan er að- eins rökrétt framhald Keflavikursamn- ingsins, aðildarinnar að NATO, hernáms- ins 1951, hermangsgróðans, bandariska hermannasjónvarpsins og peningatengsla hernámsflokkanna við herliðið. Aronskan er enn eitt skrefið á þeirri braut niðurlæg- ingarinnar sem hófst um leið og islensk rikisstjórn samþykkti að stiga það fyrsta. Sigur aronskunnar i Sjálfstæðisflokkn- um er óhugnanleg visbending — sigur aronskunnar hvetur herstöðvaandstæð- inga til aukins starfs. — s. ----------------------------------------! Tveir kostir og báftir vondir. j Geir í náö Alberts Einu sinni uröu stuðningsblöð | Sjálfstæöisflokksins sammála. 1 Þau eru i forystugreinum i gær [ sammála um að úrslit pröf- | kjörsins I Reykjavik hafi veriö ■ mikill áfellisdómur yfir forystu ■ flokksins. Geir Hallgrimsson er 2 sjálfur i miklum vanda. Klippt ■ og skorið hefur haft af þvi ' spurnir aö Albert Guðmundsson ! hafi þegar boðiö flokksformann- I inum að eftirláta honum fyrsta ■ sæti þinglistans i Reykjavik. | Annað er varla sæmandi en for- ■ sætisráðherrann sé i öndvegi. I Geir Hallgrimsson vill engin m hornkerling vera, en þaö er mikil minnkun fyrir hann að | sitja i æðsta sætinu I náð Alberts I Guömundssonar. Þeir sem I þekkja vinnubrögð knatt- ! spyrnuhetjunnar vita lika að | hann vill fá eitthvað fyrir sinn ■ snúð. Engin lausn er þvi til á j vandamálinu. Hvorttveggja er ■ vont. L Vantraust á for- sœtisráöherra t annan stað fékk aronskan I prófkjörinnu fleiri atkvæöi en Geir Hallgrimsson. Þegar Gunnar Thoroddsen fór á flot með aronskuna fyrir um það bil hálfu ári gekk forsætisráðherra fram fyrir skjöldu ásamt Morgunblaðinu og barði allt slikt hjal niður með harðri hendi. Siðan var umræðu um hana visað i kot Dagblaðsins. Jafnvœgis- tímabilinu lokiö Þriðja dæmið um klofninginn i Sjálfstæðisflokknum er sú staðreynd aö stuðningsmenn Geirs og Gunnars hafa enn ekki friðmælst og berjast hvorir gegn öðrum i prófkjörinu. Út- koman er eftir þvi. Gunnar Thoroddsen er maður sem engu gleymir og aldrei grefur striðsöxina, þótt mjúkmáll sé á opinberum vettvangi. En eins og Visir bendir á i for- ystugrein er jafnvægistimabili Geirs og Gunnars lokið og flokk- urinn i vanda. Blaðiö segir einn- ig að úrslitin i prófkjörinu séu tákn óánægju en ekki úrræða. Siðan segir: „Framhjá þvi verður hins vegar ekki litið, að það hefur að öllum likindum óheppileg áhrif fyrir Sjálfstæðisflokkinn að annar launþegafulltrúi flokks- ins á þingi, Pétur Sigurðsson, skyldi færast niður i áttunda sæti listans. f þessu efni varð sama upp á teningnum og átti sér stað i prófkjöri Alþýöu- flokksmanna fyrir skömmu.” Visir telur einnig að prófkjör- ið beri vott um hægri sveiflu sem geti valdið erfiðleikum, þvi að mörgu þurfi að hyggja ef flokkar vilji vera stórir. Dagblaðið er enn ákveðnara og kemst einfaldlega að þessari niðurstöðu: „Hvar sem litið er á niöur- stööur þessara kosninga blasir vantraustsyfirlýsingin við.” Harmur Morgunblaösins Sjálft Morgunblaðið getur ekki leynt áhyggjum sinum vegna ábyrgðaleysis háttvirtra kjósenda, og leggur til endur- skoðun á prófkjörunum: „Hinu má þó ekki gleyma að ýmsir gallar fylgja prófkjörun- um. Sú spurning vaknar i sam- bandi við þau prófkjör sem fram hafa fariö á þessu ári, hvort þessi lýðræðislega leiö til vals á frambjóðendum sé á villi- götum. Umsvif einstakra fram- bjóðenda eru orðin geysileg. Tryggja prófkjörin þjóðinni hæfustu menn til setu á Alþingi sem völ er á?” Fulltrúi álfurstans Hér er sjálfsagt átt við Frið- rik Sóphusson, sem hafði 60 sima i gangi og beitti fyrir sig þeim manni sem hefur selt þjóð- inni islenskan iðnað með góðum árangri sl. ár. Aðstoð við sölu- mennskuna fékk hann frá Heimdellingum og Ragnari Halldórssyni, álfursta, sem er formaður Stjórnunarfélagsins. Sérlegur fulltrúi álfurstans. Alfurstinn hefur þvi fengið sér- legan fulltrúa á þing. Ummæli efstu manna i próf- kjörinu eru ekki siður fróöleg heldur en viðbrögð leiðarahöf- unda ihaldsblaðanna. Albert, Ellert, Friðrik og Gunnar Thor- oddsen eru sammála um að úr- slitin beri vott um óánægju meö stjórnarstefnuna og Gunnar ætlar að hugsa málið. Hvorki múrara né sjómann Athyglisverðust eru þó um- mæli Péturs Sigurðssonar, „sjó- manns”. „Mér viröist i fljótu bragði þegar ég lit að niðurstöðurnar að þessi hópur sem að mestu hefur ráðið um tvö siöustu próf- kjör hér i borginni, og þar á ég við bæði i Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokknum, að þeir séu sterkari innan Sjálfstæðis- flokksins, en ég hélt.” „Það er ljóst, að sá hópur vill hvorki hafa múrara né sjómenn á þingi,og eins og nú háttar virð- ist það ekki vera sigurstrang- legt að sitja f 8. sæti fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. En annars er ég ekki farinn að taka neina af- stöðu til þess hvað ég geri.Nú það er að segja ef ég hætti, en hver veit nema að Magnús Torfa vanti stýrimann.” Ekki er flokkurinn samstæður. Málefnaágreiningur er uppi. Forystan er umdeild og klofin. Öánægjan bullar og sýður. Tækifærissinnar spila fritt i tómarúminu. Og enginn vill sjó- mann i baráttusætið. -r^kh. Fsr ef til vill pláss sem stýrimaður hjá Magnúsi Torfa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.