Þjóðviljinn - 24.11.1977, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 24. nóvember 1977 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 7
Lix er stytting úr „Lesbarhetsindex” og er
alþjóðlegur mælikvarði á því hversu læsilegur texti
er. Það er fundið út með því að leggja saman
meðalfjölda orða í málsgrein og meðalfjölda orða
sem er lengri en sex bókstafir.
Þorgrímur
Gestsson
Beðið um læsilegan
texta
Þjóðviljinn hefur haft á sér
orð fyrir það frá upphafi að hafa
á að skipa afbragðs pennafær-
um mönnum. Að sjálfsögðu hafa
málfarsleg gæði blaðsins verið
bæði upp og ofan gegnum árin,
enalltaf hefur mér fundist hann
skera sig frá öðrum dagblöðum
landsins hvað málfar og stil
snertir. Þessu verð ég að láta
fylgja, að ég er bókstaflega al-
inn upp með þetta ágæta blað i
hondunum og byrjaði snemma
að stauta mig fram úr þvf.
NU er liðið háttá þriðja mán-
uð siðan ég hef séð Þjóðviljann,
en f gær fékk dágóöan bunka
sem kunningi minn hafði lesið
nægju sina af. Ég sökkti mér
niöur I lesturinn, en brá heldur
en ekki I brún þegar ég kom að
16. siðu sunnudagsblaðsins 23.
október. Blaðsins sem var sið-
ast þegar ég vissi undir ritst jórn
Ama Bergmann, eins af ágæt-
ustu Þjóðviljapennum siðari
ára, að minu mati. A neðri
helmingi blaðsiðunnar er grein-
arstúfur undir fyrirsögninni
„Gamlar lummur — fyrir fólk
yngra en 12 ára og eldra en 30
ára”. Mér leist ekkert á blik-
una. Ég held að ég sé ekki mjög
hneykslunargjarn, en i' þetta
sinn óx hneykslun min þvi meir
sem mér miðaði við lestur þess-
arar flatneskju islensks máls.
Reyndar er tungutakið á popp-
siðum islenskra blaða yfirleitt
ekki til að státa af, en þarna
keyrði um þverbak. Og hver
skrifaði greinina? Jú, sá heitir
vist að þvi er segir i „haus” sið-
unnar: „Jens Kristján Guð...”.
Við fáum einnig að vita i
fyrstu setningu greinarinnar, að
hann er fæddur „...eftir að
„Presleyæðið” svokallaða var
upp á sittbesta...”. Málsgrein-
in sem hefst á þessum upplýs-
ingum telst mér vera 54 orð. En
það er ekki lengsta málsgreinin
i þessari ritsmiði „Guðs”.
Lengsta málsgreinin er hvorki
meira né minna en 156 orð, en
alls er greinin 776 orð, sem
skiptast á 13 málsgreinar. Með-
alfjöldi orða i málsgrein er 60.
Ernest Hemingway sem var tal-
inn afbragðs blaðamaður, ekki
siður en rithöfundur, komst af
með niu orð I málsgrein að með-
altali i blaðagreinum sinum. Ég
hélt áfram að leika mér að orð-
unum i greininni, siður en svo
mér til ánægjuauka, og reiknaði
út svokallað lix greinarinnar.
Lix er stytting úr „lesbarhets-
index”, og er alþjóðlegur mæli-
kvarði á þvi hversu læsilegur
texti er. Það er fundið úr með
þvi að leggja saman meðal-
fjölda orða i málsgrein og með-
alfjölda orða sem eru lengri en
sex bókstafir. Lix reyndist 71.
Viðmiðunarskali, sem byggist á
mörgum sænskum athugunum,
nær upp i 60 lix, en það er talinn
mjög erfiður texti. Aðeins ein-
staka kaflar úr upplýsingabækl-
ingum frá hinu opinbera komust
upp i' 70. Það þykir ákafiega illa
gert gagnvart þeim sem þurfa á
upplýsingum um þau málefni að
halda að skrifa svo þungan
texta. Norsk athugun á fimmtfu
leiðurum norskra dagblaða
sýndi að lix þeirra var að með-
altali 46,5. I ljós kom greinileg
fylgni meö afturhaldssemi og
þungu máli: afturhaldssamasta
blaðið, Aftenpogten, hafði hæst
lix, eða 50. Hinir visu sænsku
menn staðhæfa aö stefna beri að
þvi að lix sé ekki hærra en 40,
helst minna.
Það segir sig sjálft, að þegar
málsgreinar eru mjög langar
verðurerfitt að skilja þær. Setn-
ingarnarhljóta að verða flóknar
þegar hrúgað er saman auka-
setningum og aðalsetningum,
sem eru tengdar saman með
aragrúa af kommum og sam-
tengingum, auk annarra tengi-
orða og tákna. Stillinn verður
þunglamalegur og klaufaiegur:
ég hika ekki við að segja bama-
legur. Satt að segja rifjuöust
upp fyrir mér unglingaskólastil-
ar af lakara tæinu við lesturinn.
Ég er ekki eins kunnugur
barnaskólastilum.Eftirþvi sem
ég veit best hefur þó „Guð”
þessi, sem heitir vist Jens i
kirkjubók, fengist við blaða-
mennsku i nokkur ár. Að
minnstakosti rekur mig minni
til þess að hann ritaði um popp-
mennsku i Alþýðublaðið fyrir
þremur eða f jórum árum, þegar
ég starfaði þar sjálfur.
Ég skal nefna fáein dæmi um
málfar, sem er svo slakt, að það
er ekki einungis Þjóðviljanum
til skammar, heldur á alls ekki
heima á prenti.
„Fyrir þremur árum var
tækifærið komið til að ná aftur
einhverju af fyrri vinsæld-
um...."„Hálfklaufalegt! ,,....og
Lúdó var ekki hættur lengur
og....” Þessi gáfulega fullyrð-
ing er í frekar stuttri málsgrein.
í henni er bara 31 orð. „í fyrra-
vetur þegar lagið „Lets Twist
Again” var að ná toppnum
aftur, en nú á vinsældarlistum
barna undir 12 ára aldri og fólks
milli 30 og 50 ára, kom út fyrsta
L.P. platan....’” Mikið er á sig
lagt til að halda fjölda máls-
greina I lágmarki og spara
punkta. í sömu máis-
grein: ....með hörmulega lé-
legum texta eftir Þorstein
Eggertsson sem heitir „Ólsen
Ólsen”,....” Heitir nú Þorsteir>n
Eggertsson orðið ólsen óisen?
Annars eru 155 orð I þessari
máisgrein, svo það er ekki und-
arlegt þótt eitthvað sé brogað
við samhengið. Ég er alveg
sammála upphafi næstu setn-
ingar (sem er að finna I 94 orða
langri málsgrein): ,,....það
virðast ekki vera til nein tak-
mörk á þvi' hvað meigi hnoða
saman mikilli vitleysu/(sam-
mála hingað) og syngja inn á
plötur, mætti ég þá heldur bara
biðja um að upprunalegu text-
arnir séu sungnir............”
(leturbreytingar minar, ÞG).
Eitthundrað og sex orða máls-
grein kemur næst og hefst svo:
„Það er einnig skrltiö eða
vanskapað að....” Samkvæmt
orðabók Menningarsjóðs þýðir
skrýtið: spaugilegt, sem vekur
bros, kynlegt, undarlegt, og er
skrifað með ý. Merkingin stenst
þarna. En vanskapað þýðir
(sama heimild): ekki rétt
skapað, skakkt eða óeðlilegt
sköpulag. Það er semsagt
skrýtið og skakkt sköpulag að
besta platan sem SG-hljómplöt-
ur hafa sent frá sér, einleiks-
plata Björgvins Gislasonar,
skuli seljast minnst, en plötur
eins og Lúdó & Stefán renni út
eins og heitar lummur. Svo
setningunni sé komið á einfald-
ara mál (að undanteknum
„óskapnaðinum”, og einu orða-
tiltæki kippt i liðinn (,,....en svo
seljast..eins og heitar lummur
með rúsinum”)).
Ég hef hingað til ekki minnst
á efni greinarinnar. Hún fjallar
um nýja hljómplötu með sunn
lenskri hljómsveit, Lúdó sextett
og Stefáni, sem hefur látið á
sérkrælaáný eftiraðhljótthef-
ur verið um hana i' nokkur ár.
En það skiptir reyndar ekki
máli.Hittskiptir meira máli, að
sá sem tekur sér fyrir hendur að
gagnrýna lélega dægurlaga-
texta ætti helst að skrifa þannig
sjálfur að skammlaust sé. Ég er
alveg sammála þvi, að textinn
„Ólsen Ólsen” er hörmulega lé-
legur, og ég er reyndar efnis-
lega sammála greinarhöfundi I
flestum atriðum. En það breytir
engu I þvi, að greinin er öllum
aðstandendum hennar til hábor-
innar skammar. „Jens
Kristján Guð” gefur plöt-
unni eina stjörnu. Hann fær ekki
einu sinni það fyrir gagnrýnina
á henni.
Ég nenni ekki að meðhöndla
greinina á efrihluta blaðsiðu 16
á sama hátt og margnefnda
grein. Enfljóttá litið virðisthún
undir sömu sökina seld, en hefur
það þó framyfir hina, að hún er
styttri (færri orð). Þessi grein
fjallar lika um plötu. En platan
er erlend og fær góða dóma.
Þarna örlar ekki á meiri
kunnáttu I greinarmerkjasetn-
ingu en fyrri daginn, þótt finna
megi visstkerfi inotkun punkta.
Höfundur tekur nefnilega fyrir
hvern meðlim hljómsveitarinn-
ar og hrósar honum, og setur
siðan punkt. Annars eru ekki
punktar. Margt fleira er við
þessa grein að athuga. Sérstak-
lega stingur mig notkun er-
lendra slanguryrða. En það
breytirekki þvi að „Guð” virð-
ist fyrirmunað að tjá sig (á is-
lensku) án þeirra. Og eins og
áður er hann meira og minna
reikandi i merkingafræði. Það
ert.d.mjögerfittaðtrúa þvi, aö
snjöllum bassaleikara megi
lýsa sem „þéttum bassaleik-
ara”. Ætlunin hefur vafalaust
verið að segja, að bassaleikur-
inn væri þéttur, en ég er ansi
hræddur um að mörgum finnist
að eitthvert annað lýsingarorð
lýsi athöfn þessa manns betur.
Hins vegar er ekkert ótrúlegt að
bassaleikarinn sé þéttur svona
af og til, án þess að það sé neitt
honum til lasts.
Vonandi þurfum við velunn-
arar Þjóðviljans ekki aö þola
svona málfarsleg áföll oftar.
Osló, 8. nóv. 1977
Þorgrimur Gestsson
bækur bækur bækur bækur bækur bækur bækur bækur
Flogið yfir
flæðarmáli
í 2. útgáfu
Bókaforlag Odds Björnssonar
hefur gefið út í 2. útgáfu bókina
Flogið yfir flæðarmáli eftir
Ármann Kr. Einarsson. Bókin er
ein af „Arnabókunum” svoköll-
uðu, en bókaflokkur sá kom fyrst
útá sjötta og sjöunda áratugnum
og naut mikilla vinsælda barna og
unglinga.
Aðalpersónurnar i bókum þess-
um eru Ami I Hraunkoti, Gussi á
Hrauni og Olli ofviti, systurnar
Rúna og Helga litla í Hraunkoti,
að ógleymdum svaðamenninu
Svarta Pétri.
Spítala-
skipið
Bókaforlag Odds Bjornssonar
hefur sent frá sér enn eina
„Slaughter” bókina og nefnist
hún „Spitalaskipið” og er þetta
55. skáldsaga Franks Slaughters.
Segir á bókakápu að meira en 50
miljón eintök hafi selst af bókum
þessa mikilvirka höfundar.
Bókin Flogið yfir flæðarmáli er
10. bindið I ritsafni Ármanns Kr.
Einarssonar, sem Bókaforlag
Odds Björnssonar gefur út.
Armann er einn þekktasti barna-
bókarhöfundur hef- á landi, og
hefur sent frá sér 27 barna- og
unglingabækur, auk þriggja ann-
arra skáldsagna og smásagna-
safns. Bækur hans hafa verið
þýddar á erlendar tungur og sög-
urnar um Arna i Hraunkoti hafa
verið fluttar i útvarpinu I formi
framhaldsleikrits fyrir börn.
Flogið yfir flæðarmáli er 140
bls. Prentverk Odds Björnssonar
prentaði. Teikningar i bókina
gerði Halldór Heitinn Pétursson,
enKristján Jónsson teiknaði bók-
arkápu. —eös
KARLUK
Sagan sem Vilhjálmur Stefánsson
lét liggja í þagnargildi
Bókaútgáfan Om og örlygur
hefur gefið út bókina KARLUK
eftir William Laird McKinlay en
hann var einn af leiðangursmönn-
um með Vilhjálmi Stefánssyni i
norðurhöfum á árunum 1913-1918
en fyrir þann leiðangur var
Vilhjálmur siðar sæmdur æðstu
orðu bandariska landfræðifélags-
ins.
tslenska þýðingu gerði Jón A
Gissurarson fyrrum skólastjóri.
t þessari bók er i fyrsta sinn
rakin öll saga KARLUKS,
forystuskips i leiðangri Vilhjálms
Stfefánssonar til norðurhafa á ár-
unum 1913-1918, en það brotnaði
og sökk i isnum, áður en leiöang-
urinn var raunverulega hafinn.
Tuttugu og fimm menn voru
skildir eftir skipreika á isnum,
meðan foringi þeirra fór I fimm
ára landkönnunarferð norður
Hina næsta ótrúlegu sögu um
örvæntingarfulla lifsbaráttu
fákunnandi og forystulausra
manna, segir segul- og veöur-
fræðingur leiðangursins, William
McKinlay, sem þá var hálfþritug-
ur kennari. Eins og flestir félagar
hans var hann fákunnandi og
reynslulaus i baráttu við ógnir
norðurslóða. Ekki hafði verið
reynt aö velja skipshöfn þannig
að hún yrði samstillt til átaka,
lygar stuidir og blekkingar voru
daglegt brauð og skortur á félags-
anda var undirrót margra harm-
leikja.
Við þessar aðstæður gat ekki
hjá þvi farið að endir sögunnar
yfði hörmulegur. Atta manns lét-
ust á leið yfirisinn.einn skaut sig,
tveir sveltu i hel og hinir drógu
með naumindum fram lifið, uns
hjálpin barst. Frásagnirnar um
Skipt um
Frá Ægisútgáfunni er komin
bókin Skipt um hlutverk eftir
Denise Robins I þýðingu Valgerð-
ur Báru Guðmundsdóttur. Fjallar
hún um unga stúlku sem missir
þolraunir þeirra eruátakanlegar,
en bera vott um ótakmarkaðan
lifsvilja.
I bókinni eru einstakar
ljósmyndir, teknar i leiöangrin-
um og hafa flestar þeirra aldrei
birst áöur.
hlutverk
minnið I bilslysi og er siðan sett i
hlutverk annarrar stúlku af
ósvifnum fjárglæframönnum.
Þetta er 12. bók höfundar sem
þýdd er á Islensku.