Þjóðviljinn - 24.11.1977, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 24.11.1977, Qupperneq 6
6 SIÐA ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. ndvember 1977 Tómas Ingvar Ellcrt B. Magnús T. Jón Páll Karvel Rætt um aukin áhrif kjósenda á val frambjóðenda Verulegur ágreiningur um það mál meðal þingmanna Snemma í þessum mán- uði hófust á Alþingi um- ræður um lagafrumvarp Jóns Skaftasonar varðandi breytingar á kosningalög- unum, en frumvarp Jóns felur í sér að flokkarnir skuli setja fram lista frambjóðenda í stafrófs- röð/ en síðan merki kjós- andinn við þá þingmenn sem hann vill styðja á þing af viðkomandi lista. Fyrsta umræöa um þetta frum- varp hefur dregist nokkuð á lang- inn, hófst 9. nóvember, var siöan framhaldiö 14. növ. s.l. og hélt á- fram i gær. Viö þessar umræöur hefur komiö i ljós að verulegur á- greiningur er um frumvarp Jóns Skaftasonar sem og aörar tillögur er ganga i svipaða átt t.d. tillögu 5 þingmanna Alþýöubandalagsins sem áður hefur verið greint frá. Hér á eftir veröur nokkuö greint frá þeim umræöum er fram fóru um þetta mál á mánudaginn i slð- ustu viku og í gær. Opin prófkjör vafasöm Tómas Árnason lýsti sig and- vigan frumvarpi Jóns Skaftason- ar og taldi öllu heppilegra að tryggja áhrif kjósenda á val frambjóðenda meö prófkosning- um. Sagöist hann vera hræddur um að fáir myndu nota réttinn til að merkja viö frambjóðendur og þannig gæti litill minnihluti ráöiö þvi hverjir kæmust á þing. Þá væri lika hætta á að menn merktu viö fyrstu mennina i starfrófsröð- inni. Þó að hann teldi prófkjör heppi- legra form en þaö sem Jón legði til, þá væri i reynd ekki um meira lýðræði að ræða með prófkjöri en viö núverandi val á frambjóöend- um meö fulltrúavali. Sérstaklega væru opin prófkjör vafasöm, sem gæfu mönnum úr öörum flokkum tækifæri til að hafa áhrif á val frambjóðenda. bækur That Sunny Dome. A Protrait of Regency Britain. Donald A. Low. Dent 6 Sans 1977. Regency timabilið, þegar George IV var rikisstjóri I stað föður sins, sem var forfallaður frá þvi að gegna konungdómi, stóð frá 1811-1820. Þetta var tima- bil mikilla breytinga, lúksuslifn- aðar og sárrar neyöar þeirra, sem iðjuöu I verksmiöjuvilpum i upphafi iðnbyltingar. 1 bók- menntum var þetta timabil frábærra afreka, Byron, Scott, Keats og Jane Austin. Þetta var mikið breytingatima- bil. Englendingar og Þjóöverjar sigra Napóleon við Waterloo, yf- irráð Englendinga á hafinu verða algjör og verslunargróöinn hleðst upp. Jafnframt þessu leita menn nýrrar lifstjáningar og aukins frelsis, bæöi háir og lágir. Pólitisk meövitund eykst og samfélagiö verður fjölbreytilegra. Höfundurinn dregur upp mynd þessa timabils með tilvitnunum úr blöðum, skáldverkum og ljóð- um. Andstæöur samfélagsins birtast á þessum siðum, dandlar eins og Beau Brummell, klúbb- arnir, baðstaðirnir, Evrópuferðir yfirstéttarinnar og hins vegar eymdarlffiö I verksmiðjuþorpum og bæjum. Þessi timabils lýsing Low’s er vel gerö og skemmtileg aflestrar og honum tekst að glæöa hana lífi og lit. Og yfir þessu öllu trjónaði ríkisstjórinn, léttúðugur og kenjóttur, eltandi pilsin og leit- andi aö endalausum tilbreyting- um, eyðslukló sem eyddi og spenti og tók sér stjórnarstörfin heldur en ekki létt. Þaö var elegans yfir þessu timabili, léttúö og oft ýkt látalæti og flest allt var gjörlegt. Þetta var hæfilegur inn- gangur aö Viktoriutlmabilinu, þegar léttúðin mátti ekki lengur sjástog ábyrgöarfull alvara mót- aði samfélagið. Höfundurinn lýkur bók sinni með tilvitnun I Dickens, sem hann viðhafði um tima frönsku stjórn- arbyltingarinnar: „Þetta voru ágætir timar og einnig hinir ömurlegustu, þetta var timabil vizkunnar og einnig timi fiflskunnar, timi trúar og vantrúar, þetta var hátiö ljóssin^ einnig nótt myrkraaflanna, þetta var vor vonarinnar og einnig vet- ur örvæntingarinnar” (A Tale of Two Cities). o Ben Jonson. The Complete Poems. Edited by George Parfitt. Penguin Educat- ion 1975. Donne og Ben Jonson höfðu vlö- tækust áhrif á enska ljóöagerö af öllum enskum 17. aldar skáldum. Þótt Ben Jonson væri aðdáandi klassikur eins og almennt var á 17. öld, þá haföi hafin engu aö sið- ur áhuga á þeim timum sem hann lifði. Hann er meöal stórskálda Englendinga og þessi útgáfa er á allan hátt vönduö og vel unnín. Athugagreinar fylgja og flest það, sem getur verið nútimamönnum gagnlegt, til þess að geta lesið verk hans með skilningi. Þetta er eitt bindiö I bókaflokk Peguin út- gáfunnar, „Penguin English Poets”. Flokkarnir ákveði röðun- ina Ingvar Gislason sagöi aö frum- varpið væri verulegur gallagripur. Röðun frambjóðenda ætti að vera ákveðin af flokkunum, en til greina kæmi að rýmka þann rétt er kjósendur hefðu til að breyta röðuninni. Taldi hann að prófkjör kæmu til greina eða skoöana- kannanir, enda væri slikt eölileg- þingsja ur þáttur i flokksstarfi. Tillaga Jóns yki hins vegar hættuna á lýðskrumi en styrkti ekki lýðræð- ið. Kjósandinn notfæri sér ekki réttinn Ellert B. Schram taldi tillögu Jóns gailaða að þvi leyti að hún gerði ráð fyrir að frambjóöendum yröi raðað i stafrófsröö, og taldi Ellert hættu á að kjósandinn myndi ekki notfæra sér réttinn til aö númera frambjóöendur. Hins vegar væri hann hlynntur þvi að auka áhrif kjósenda á val fram- bjóöenda og aö kjör þeirra væri sem mest persónubundiö. Upptakan sem eyðilagðist Magnús Torfi Ólafsson var fyrstur á mælendaskrá er um- ræðunni var framhaldið i gær og hóf mál sitt á þvi að vekja athygli á ummælum Jóns Skaftasonar er hann viðhafði er hann gerði grein fyrir tillögu sinni i framsögu. En Jón haföi greint frá þvi aö upp- taka sú sem gerð var af samræö- um formanna stjórnmálaflokk- -anna i september s.l. er þeir ræddu um kosningalög heföi brenglast mjög og væru langar eyður i upptökunni þannig að ó- mögulegt væri aö sjá hvaða skoö- anir kæmu þar fram. Beindi Magnús þeim tilmælum til menntamálaráðherra að þetta at- vik yrði rannsakað, þannig aö þaö fengist á hreint hvort hér væri um pesónuleg mistök að ræöa eöa tæknigalla. Varöandi frumvarp Jóns þá lýsti Magnús fylgi sinu viö þaö og sagðist telja að rööunarréttur kjósenda væri heppilegra fyrir- komulag en prófkjör og meö þessu væri lika tryggt aö stuön- ingsmenn annarra flokka gætu ekki haft áhrif á val frambjóð- enda. Þá sagöist hann telja aö megin-' þorri kjósenda myndi notfæra sér þennan rétt til rööunar, þó aö röö- un yröi ekki skylda. Atkvæöi þeirra sem ekki myndu notfæra sér röðunarréttinn, en merkja bara við listann, myndu þá skipt- ast jafnt á milli allra frambjóð- endanna. Þessi réttindi kjósenda myndu ekki skerða stööu flokk- anna, þvi flokkarnir myndu eftir sem áöur ákveða hverjir færu á listana. Framför én ekki gervilýð- ræði Jón Skaftason sagði varðandi upptökuna sem heföi, eyöilagst i sjónvarpinu aö hún væri ekki al- veg glötuð.þvi að Jón Arm. Héö- insson heföi tekið umræðuna upp á stálþráð og ætti upptökuna ó- skemmda. Þar kæmi greinilega fram aö formenn stjórnmála- flokkanna hefðu haft mjög já- kvæða afstöðu til þess aö gera kjör þingmanna persónulegra. Jón ræddi siðan nokkuö fram- komna gagnrýni og hélt fram sömu skoðunum og fram komu i ræðu Magnúsar Torfa. Frum- varpið væri framför en ekki gervilýöræði, þvi það ætti að tryggja aö kjósendur gætu notiö kosningarétt sinn til fullnustu. Jón viöurkenndi að minnihluti kjósenda gæti vissulega haft mik- illáhrif meö þessu fyrirkomulagi, en hins vegar væri það reynsla annarra þjóða aö mikill meiri- hluti kjósenda notfærði sér rétt- inn til rööunnar. Þá vék hann nokkuð aö afstööu Alþýðubandalagsins til málsins og benti á að i þeim flokki væri á- greiningur um þessi mál, saman- ber andstööu Lúöviks Jósepsson- ar við þetta frumvarp og hins vegar þá staðreynd að fimm þingmenn Alþýðubandalagsins heföu flutt tillögu er gengi i svip- aða átt og frumvarp hans. Ágreiningur líka hjá okkur Páll Péturssontók næst til máls og sagði að það væri ágreiningur I fleiri flokkum en Alþýðubanda- laginu um fyrirkomulag kosn- inga; þannig væri hann sjálfur andvigur frumvarpi Jóns. Væri hann hræddur um að margir myndu ekki notfæra sér réttinn til rööunar. Þá væri lika mikilvægt aö kosningareglurnar væru sem einfaldastar, en frumvarp Jóns byöi þeirri hættu heim aö þær yrðu of flóknar. Vakti hann at- hygli á þvi að i prófkjöri Alþýðu- flokksins i Reykjavik heföu kosn- ingareglurnar ekki veriö mjög flóknar, en engu að sfður hefði 8—10% atkvæða verið ógild. Votergeitspólan Karvel Pálmason lýsti yfir stuðningi við frumvarpiö og sagð ist vera eindregiö fylgjandi þvi aö auka rétt kjósenda til aö hafa á- hrif á val frambjóðenda af ein- stökum listum. Varöandi spóluna sem heföi eyðilagst i sjónvarpinu sagði Karvel, að ef menn vildu vera illkvittnir þá gætu menn sagt að hér hefði kannski eitthvaö svipaö gerst og meö Votergeit- spóluna forðum. Er Karvel lauk máli sinu voru enn margir þingmenn á mæl- endaskrá, en umræðu var þá frestað vegna þingflokksfunda. Er þvi auðsætt aö þessi fyrsta umræöa á enn eftir að taka nokk- urn tima. Frumvarp um breytingu á rjúpnaveiðitímanum Rjúpan einka- fugl Finns? Jónas Árnason hefur lagt fram á Alþingi lagafrumvarp um breytingu á lögum um fuglaveiö- ar og fuglafriðun. Felur frum- varpið I sér að rjúpnaveiðar hefj- ist ekki fyrr en 15. nóvember I stað 15. október, en standi svo til 22. janúar i stað 22. desember. t greinargerð með frumvarpinu segir flutningsmaður: „Er rjúpan oröin einkafugl Finns Guömundssonar?” — Þessu likt heyrir flm. frv. þessa æöi oft spurt. Margir bændur, sem best þekkja til á helstu rjUpnasvæðum, segja hiklaust að verið sé að útrýma þessum fugli. Allir teljaþeir sjálfsagt aö alfriða rjúpuna I 2—5 ár, eins og venjan var hér áður þegar viö blasti álika útrýmingarhætta og nú. Samt virðist alveg vonlaust að fá alfriðun samþykkta. Hvers vegna? Finnur Guömundsson má ekki heyra það nefnt. Hér er lagt til að rjúpnaskytt- um verði uppálagt að 6afa hemil á sér einum mánuði lengur en hingað til; rjúpnaveiðar hefjist ekki fyrr en 15. nóvember, en standi svo til 22. janúar i staöinn fyrir 22. desember, eihs og kveöið er á um i núgildandi lögum. Þannig mundi veiðitiminn færast dýpra inn i skammdegið og stytt- ist sá timi sem skotljóst yröi dag hvern. Þetta yröi nokkur friðun. Ekki veitir af. Frv. þetta var flutt á siöasta þingi. Menntamálanefnd fjallaði Jónas Árnason um það og skilaði einróma áliti. Þar sagði m.a.: „Búnaöarfélag Islands mælir með samþykkt frv., en Finnur Guðmundsson leggst gegn þvi.” (Lbr. flm.). Nefndintreystisérekkitilað fara aö vilja Búnaöarfélags Islands. Hún tók þeim mun meira mark á Finni Guömundssyni og lagöi til aö máliö yröi rotaö með þeirri aö- ferö sem heitir „að visa til rikis- stjórnarinnar”. Sú tillaga hlaut hins vegar ekki afgreiöslu I deild- inni. Hún kom aldrei til atkvæöa þar. Flm. leyfir sér aö endurflytja þetta frv. — hvaö sem Finnur Guömundsson segir”.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.