Þjóðviljinn - 24.11.1977, Side 13
FimmtHdagur 24. nóvember 1977 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 1S
útvarp
Leikrit vikunnar:
Gisli Halldórsson
Helga Bachmann.
Róbert Arnfinnsson.
Fjallalækurinn
eftir Björn-Erik Höijer
1 kvöld kl. 20.10 verður flutt i
útvarpinu leikritið „Fjalialæk-
urinn” eftir Björn-Erik Höijer.
Þýðandi er Ásthildur Egilson,
en leikstjóri Gisli Halldórsson. 1
hlutverkum eru Róbert Arn-
finnsson og Helga Bachmann.
Flutningstimi leiksins er um 50
minútur.
Gamall Lappi eöa Sami, eins
og þeir eru nú almennt kallaðir,
rifjar upp ævi sinar og konu
sinnar. Brugöið er upp myndun
af þvi hvernig þau kynntust og
frá lífi þeirra og sambúö allt
fram á elliár. Oft hefur lifsbar-
áttan veriðerfiö, og glöggt kem-
ur fram, aö litiö er á Samana
sem eins konar utangarösfólk,
sem hægt sé aö ráöskast meö
eins og hver vill.
Þetta er ljóörænt verk i eöli
sinu, þrátt fyrir raunsæisyfir-
bragð. Fjallalækurinn er tákn-
mynd,' bæöi' fyrir æ.vina, ■ sem
liöur áfram að einum ósi, og
einnig fyrir hið frjálsa lif fjalla-
búanna, sem hlýtur fyrst og
fremst að treysta á sjálfan sig.
sig.
Höfundurinn, Björn-Erik
Höjier, þekkir vel sögusviö
leiksins, þvi aö hann er fæddur i
Malmberget i Lapplandi áriö
1907. Fyrsta bók hans, smá-
sagnasafniö „Gratt berg” kom
út 1940. A næstu árum komu
fleiri bækur, bæöi smásögur og
skáldsögur, og skömmu fyrir
1950 fór Höijer einnig aö skrifa
leikrit, sem fljótt vöktu athygli.
Mörg þeirra hafa veriö flutt i
sænska útvarpinu, þ.á.m.
„Fjállbácken”, Fjallalækurinn.
Seinni árin henur Höijer sent frá
sér efnismiklar skáldsögur og
frásagnir og reifar þar hin
margvislegustu vandamál i
þjóðlifinu.
Útvarpiö hefur áður flutt eitt
leikrit eftir Björn-Erik Höijer,
„Vist ertu skáld, Kristófer”
1961.
Bein útsending á nýjum þætti i dagskrárlok:
Lúdvík spurður
í þaula
Nýr þáttur er á útvarpsdag-
skránni i kvöld kl. 22.45. „Spurt i
þaula” nefnist hann og stjórn-
andi er Kári Jónasson frétta-
maður. Kári fær annan mann til
liðs við sig, en ekki var full-
ákveðið hver það yrði, þegar
blaðið ræddi við hann. Þátturinn
veröur sendur út beint og eru
dagskrárlok óákveðin, en Kári
sagði að þátturinn yrði að öllum
iikindum u.þ.b. hálftima langur.
í þættinum veröur Lúövík
Jósepsson, nýkjörinn formaöur
Alþýðubandalagsins, spuröur I
þaula um málefni Alþýöu-
bandalagsins og fleira, meö til-
liti til nýafstaöins landsfundar.
Þáttur þessi verður á dagskrá
annan hvern fimmtudag, en á
móti honum veröur umræöu-
þáttur meö hefðbundnu sniði. 1
báöum þessum þáttum veröur
nýr umsjónarmaöur hvern
fimmtudag, og sér útvarpsráö
um aö velja hann. —eös
Lúðvik Jósepsson
7.00 Morgunútvarp Veöur-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbænkl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.00: Rögnvaldur Finnboga-
son les „Ævintýri frá
Narniu” eftir C. S. Lewis
(10) Tilkynningar kl. 9.30.
Þingfréttirkl. 9.45. Létt lög
milli atriöa. Tannlækna-
þáttur kl. 10.25: Sigurjón
Arnlaugsson talar um tann-
holdssjúkdóma. Alþýðulög
kl. 10.40. Morguntónleikar
kl. 11.00: Julian Bream og
John Wiliams leika Serenööu
i A-dúr fyrir tvo gitara op.
96 eftir Ferdinando Carulli
og Spænskan dans nr. 6 eftir
Enrique Granados / Kari
Frisell syngur Rómönsur
eftir Agathe Backer
Gröndahl, Liv Glaser leikur
með á pianó. Wilhelm
Kempff leikur á pianó
Sinfóniskar etýöur op. 13
eftir Robert Schumann.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veöurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. A frivaktinni
14.30 Miðdegissagan:
„Skakkt númer — rétt núm-
er” eftir Þórunni Elfu
Magnúsd. Höfundur les
(14).
15.00 Miðdegistónleikar: Til-
brigði eftir fjögur tónskáld
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Lestur úr nýjum barna-
bókum Umsjón: Gunnvör
Braga Siguröardóttir.
Kynnir: Sigrún Siguröar-
dóttir.
17.30 Lagiö mitt Helga Þ.
Stephensen kynnir óskalög
barna innan tólf ára aldurs.
18.00 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar
19.35 Daglegt málGfsli Jóns-
son flytur þáttinn.
19.40 lsiensk sönglög
20.10 Leikrit: „Fjalialækur-
inn”eftir Björn-Erik Höijer
Þýöandi: Asthildur Egils-
son. Leikstjóri: Gisli Hall-
dórsson. Persónur og leik-
endur: Per-Mikael
Fjallström ... Róbert Arn-
finnsson Susanna
Fjallström ... Helga Bach-
mann
21.00 Samleikur i útvarpssal
Sigriður Vilhjálmsdóttir og
Hrefna Eggertsdóttir leika
saman á óbó og pianó. a.
Sónötu eftir Giuseppe
Sammartini, b. Rómönsu
eftir Carl Nielsen, — og c.
Sónötu eftir Francis
Poulenc.
21.25 „Sláttumaðurinn”,
smásaga eftir H.E. Bates
Pálmilngólfsson islenskaöi
Baldvin Halldórsson leikari
les.
21.55 Frá hollenska útvarpinu
Kór og hljómsveit útvarps-
ins flytja lög eftir Rodgers,
Black, Rota, Rosza og New-
man, Einleikari á trompet:
Jan Marinus. Stjórnandi:
Stanley Black.
22.30 Veðurfregnir og fréttir.
22.45 Spurt í þaula Kári
Jónasson stjórnar þætti,
sem stendur allt að klukku-
stund. Fréttir. Dagskrárlok.
Islenska
jámblendifélagið h.f.
vill innan skamms ráða i stöðu forstöðu-
manns fyrir mötuneyti fyrir 150 — 250
manns og rekstur vinnubúða fyrir 200
manns.
Kunnátta og reynsla i innkaupum og
vinnslu matvæla er áskilin.
Upplýsingar gefur Guðlaugur Hjörleifs-
son, staðarverkfræðingur, i sima 93-1092.
Umsóknir óskast sendar fyrir 3. desember
n.k.
ÍSLENSKA JÁRNBLENDIFÉLAGIÐ
H.F.
Grundartanga
Skilmannahreppi 301 AKRANES
Staða fulltrúa
á skrifstofu Tækniskóla íslands er laus til
umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna
rikisins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt-
un og fyrri störf sendist menntamálaráðu-
neytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik fyrir 5.
desember nk.
Menntamálaráðuneytið, 18. nóvember
1977.
Forstö ðumaður
íþróttahúss
í Borgarnesi
Borgarneshreppur óskar að ráða for-
stöðumann fyrir iþróttahús og sundlaug i
Borgarnesi. Ætlunin er að ráða i starfið
frá 15. des. n.k. eða eftir nánara sam-
komulagi. Umsóknir um starfið þurfa að
berast skrifstofu hreppsins fyrir 5. des.
n.k.
Allar nánari upplýsingar veitir undirrit-
aður.
Sveitarstjórinn i Borgarnesi.
BLAÐBERAR
óskast 1 eftirtalin hverfi:
Melhagi Rauðalækur
Laufásvegur Hraunbraut
Miðtún (Þjóðv. & Timinn)
Okkur vantar tilfinnanlega blaðbera í þessi
hverfi, þó ekki væri nema til bráðatyrgða í
nokkrar vikur. Það er hálftímaverk að bera út
i hvert þessara hverfa.
MOÐVIUm
Vinsamlegast hafið samband við afgreiðsluna
Siðumúla 6 — simi 81333.
p)<
81333