Þjóðviljinn - 24.11.1977, Side 16
NOÐVIUINN
Fimmtudagur 24. nóvember 1977
Aðalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudaga til föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum.
Utan þessa tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs-
menn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaöaprent 81348.
C 81333
Einnig skal bent á heima-
sima starfsmanna undir
nafni Þjóðviljans I sirna-
skrá.
I
■
I
Alþýðubandalagið vinnur að gagngerri stefnumótun i landbúnaðarmálum:
j Áróðurinn gegn bænda-
! stéttinni f ordæmdur
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
„Alþýöubandalagiö lýsir algerri fordæmingu sinni á
rakalausum áróöri og rógskrifum borgarablaöanna
meö Dagblaöiö og Alþýðublaðið i fararbroddi gegn is-
lenskum landbúnaöi og þvi fólki sem vinnur höröum
höndum f þessum atvinnuvegi.”
Þannig segir m.a. i ályktun um landbúnaðarmál sem
Landsfundur Alþýöubandalagsins samþykkti sl.
sunnudag. Þar er meðal annars sett fram sú skoöun aö .
innanlandsmarkaðurinn geti tekiö viö nær allri fram-
leiöslu bænda til heföbundinnar neyslu ef aöstæöur i
kjaramálum þjóðarinnar eru heilbrigðar. Þá er skýrt
frá þvi að Alþýðubandalagiö muni i byrjun næsta árs
halda ráðstefnu, þar sem fjallað verður sérstaklega
um stefnumörkun i landbúnaöarmálum. A henni veröa
lögð til grundvallar drög að slikri stefnumörkun sem
landsfundarfulltrúar höfðu til umfjöllunar.
Stéttarsamtök bænda semji beint við ríkið
1 ályktuninni segir ennfremur að „til aö mæta áföll-
um verði aö reikna meö einhverri umframframleiöslu
i góöæri, og kæmi þá til greina aö leita nýrra úrræða til
nýtingar, svo sem skipulagningar kjöt- og mjólkuriön-
aðar.” Siðan segir I sérstökum kafla: „Alþýöubanda-
lagið telur aö þjóöin veröi aö vera sjálfri sér næg um
framleiðslu á búvörum. Þegar horft er fram hljótum
við aö ætla vaxandi fjölda landsmanna störf við mat-
vælaframleiöslu. Hagvaxtarhugmyndir, sem fylgt hef-
ur verið i stefnuleysinu i landbúnaðarmálum, þar sem
veöjað hefur verið á „hagkvæmni stæröarinnar”,
hafa reynst rangar við aðrar aðstæður. Þvi
telur Alþýöubandalagið nauösynlegt aö búa þannig að
landbúnaöinum að ungt fólk, sem er þess fýsandi, geti
gengið til starfa i atvinnugreininni.
Fyrsta skrefiö i átt til úrbóta hlýtur aö vera það aö
Stéttarsamtök bænda taki upp beina samninga við rik-
isvaldið um verðlags- og kjaramál sin, svo aö náð verði
kjörum viðmiðunarstéttanna. Niðurgreiðslur á land-
búnaðarvörum lúta að almennum kjaramálum I land-
inu og snerta þvi launamál bænda fremur en annarra
stétta að þær geta haft áhrif á markaðsmálin i heild.
Þvi snertir framkvæmd niðurgreiðslanna hina sjálf-
sögðu árlegu kjarasamninga bænda við rikisvaldið.”
Bændur taki stéttarmáiefni f eigin hendur.
Markmið Alþýðubandalagsins er að efla hag þeirra
bænda, sem nú búa við lökust kjör vegna ytri að-
stæðna, og telur að leita verði félagslegra úrbóta I þvi
skyni. Þessum markmiðum má meðal annars ná með
eðlilegri stjórn fjárfestingarmála. Eðlilegt er að
styrkjakerfi innan landbúnaðarins verði beitt til
stjórnunar á þessu sviði. — Bændastéttin verður að
sinna stéttarmálefnum sinum af meiri myndarskap en
hún hefur gert fram að þessu, og beita samtakamætti
sinum jafnt innávið sem útávið til þess að ráða bót á
annmörkunum. Til dæmis er aðkallandi að bændur taki
þau völd sem þeim ber innan samvinnuhreyfingarinn-
ar, en uni ekki lengur stjórn hugsjónalegra andstæð-
inga sinna á þeim vettvangi. Þar með yrði loku skotið
fyrir þá óhæfu að félög bænda skuli jafnan standa i
fylkingarbrjósti með atvinnurekendum i kjarabaráttu
launþega. Sem dæmi um innri félagsmál bændastétt-
arinnar, er hún verður sjálf að ráða bót á, má nefna
réttarstöðu kvenna i landbúnaðinum.”
I
■
I
m
I
■
I
i
■
I
■
I
■
I
B
I
B
I
B
I
B
I
■
B
■
I
B
I
Landsfundur hvatti bændastéttina til þess að takast á við innri félagsmál sin
ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTI SJÁVARAFURÐA í ÁR:
Áætlaö 81 miljarður kr.
■ Var 54 miljarðar króna i jyrra
i setningarræðu á 38.
þingi LÍÚ í Grindavík í gær
sagði Kristján Ragnarsson
að horfur væru á að út-
flutningsverðmæti sjávar-
vöru yrði 81 miljarður kr. í
ár á móti 54 miljörðum kr. í
fyrra eða um 50% hærri.
Hækkun þessi stafar af um
15% magnaúkningu og um
30% verðhækkun/ sem er
að 2/3 hlutum erlend verð-
hækkun og 1/3 hluta vegna
gengissigs.
Sagði Kristján að afkoma fisk-
veiðanna hefði verið betri á þessu
ári en mörg undanfarin ár. Samt
sem áður taldi hann bátaflotann,
að undanteknum loðnubátum,
búa við erfiða rekstraraðstöðu og
verða með um 870 miljón króna
halla á þessu ári. Hins vegar er
heildarafkoma fiskveiðanna
áætluð með 306 miljón króna halla
en afskriftir nema um 4134 milj-
ónum og er þvi brúttóhagnaður
sem nemur 3828 miljónum að
sögn Kristjáns.
Mestan þátt i betri afkomu eiga
loðnuveiðarnar en aflaverðmæti
< / /
Kristján Ragnarsson í setningarrœöu þings LIU:
Minnkum sókn íþorskstofna
Kristján Ragnarsson taldi i
setningarræðu á 38. þingi LÍC sem
hófst I Grindavik i gær aö
brýnasta verkefni samtakanna
væri að móta ákveðna fiskveiði-
stefnu er miðaði að þvi að byggja
hrygningarstofn þorsksins upp að
nýju á nokkrum árum. Sagði hann
ástæðuna fyri að vertiðarafli
bátaflotans væri nú minni en i
marga áratugi væri sú að hrygn-
ingarstofn þorsksins væri nú
aðeins um 200 þúsund lestir I stað
700 þúsund lesta fyrir fáum árum.
Taldi hann að byggja mætti hann
upp á ný með verulegri sóknar-
minnkun á næstu árum án þess að
arðsemi veiðanna minnkaði.
Kristján sagði:
Fram hafa komið hugmyndir
um, að byggja megi upp hrygn-
ingarstofninn i áföngum á nokkr-
um árum, án þess þó að aflamagn
verði undir 300 þúsund lestum á
ári næstu 7 ár, og aflamagniö gæti
vaxið eftir það, i allt að 390
þúsund lestir á ári, en hrygn-
ingarstofninn náð 700 þúsund lest-
um eftir 10 ár. Athugun þessi
byggir á þvl, að samfelld sóknar-
minnkun eigi sér stað til ársins
1984, niður I allt að 53% af núver-
andi sókn. Ég dreg I efa, að hægt
Dagblaðið tapaði
Blaðaprentsmálinu
Fyrst eftir að „Dagblaðið” sá
dagsins ljós var það prentað I
Blaðaprenti, meðan skorið var úr
um þaö hvort „Dagblaðsmenn”
eða „Vísismenn” réðu rfkjum i
hinum og þessum hlutafélögum,
sem stóðu að þessum tveimur
eftirmiðdagselskhugum. Þar
sýndistsitt hverjum eins og geng-
ur og báðir aðilar sögðust hafa I
sinni hendi réttinn I Blaöaprenti.
Aö lokum urðu „Vísismenn” ofan
á og „Dagblaðiö” fór annað i
prentun.
Þá um leið geröi Blaðaprent þá
kröfu aö „Dagblaöið” greiddi þaö
aukaálag, sem nemur 70%,en þaö
verða þau blöð að greiöa sem
prentuð eru i Blaöaprenti, önnur
en dagblööin, sem eiga prent-
smiöjuna. Krafa Blaöaprents var
að „Dagblaðið greiddi 6,6 miljón-
ir króna, auk 13% ársvaxta frá 1.
febrúar 1976”. Dagblaðið neitaöi
og máliö fór i dóm.
Niöurstaöa I undirrétti varð sú
aö „Dagblaöiö skuli greiða 1,5
miljónir króna með 13% vöxtum
frá l. feb. 1976.
„Ég er yfir mig ánægöur með
þessa niöurstöðu, viö unnum
þetta mál. Viö töldum okkur
alltaf skulda Blaðaprenti 1,7 mil-
jónir króna og vildum greiða þá
skuld, en Blaðaprent neitaöi að
taka við þeirri greiðslu en krafð-
ist 6,6 miij. kr. Nú hefur þessl
upphæö, sem við töldum okkur
skulda prentsmiðjunni verið
lækkuð niður I 1,5 milj. og auövit-
aö erum viö hæst ánægðir”, sagöi
Sveinn Eyjólfsson framkvæmda-
stjóri „Dagblaösins” er viö leit-
uðum álits hans á niðurstööu
dómsins I gær. —S.dór
sé að veiða 390 þúsund lestir á ári
af þorski með rúmlega helmingi
þess skipastóls, sem við nú not-
um, en ljóst er þó, að arðsemi
veiöanna má auka meö verulegri
sóknarminnkun. Þaö er von, aö
mönnum reynist erfitt aö skilja,
að þeir geti borið meira úr býtum
fyrir aö sækja minna.
Ljóst er, aö viö stefnum ekki i
sóknarminnkun á næsta ári,
heldur I gagnstæöa átt meö 5—6%
sóknaraukningu. Mikilvægast af
öllu virðist vera að ekki veröi
smföuö skip til þorskveiöa næstu
árin og finna núverandi þorsk-
veiðiflota önnur verkefni að hluta
til. 1 þvi sambandi vil ég vekja
athygli á, að möguleikar gefast til
aukinna sóknar i karfa- og ufsa-
stofninn á næsta ári, þegar
Þjóðverjar veröa hættir veiöum
hér viö land, en þeir hafa veitt um
60 þúsund lestir á ári af þessum
fisktegundum undanfarin ár og
áöur fyrr mun meira magn.
Þá sagði Kristján að vafalltið
hefði á undanförnum veiöum ver-
iö eytt of miklum fjármunum I
endurbætur á gömlum og úreltum
skipum. Þess i stað hefði átt að
gera ráðstafanir til aö greiöa
eigendum fyrir aö hætta útgerö
þeirra. Væri nú til athugunar hjá
sjávarútvegsráöuneyti hvort
heppilegt væri aö koma á fót
Hvetja
adstandendur
Málfrelsissjöðs
til lögbrota?
Lesiö svörin á
siöu 9.
þeirra nær þrefaldaöist milli ár-
anna 1976 og 1977. Áætlaður beinn
hagnaður af loðnuveiöunum eru
995 miljónir króna.
Aflabrögð hafa verið hagstæð
hjá togaraflotanum, sagði Krist-
ján Ragnarsson, og mun betri en
undanfarin ár eða 9,5 lestir að
meðaltali á úthaldsdag hjá skut-
togurum af minni gerö i staö 8.7
lesta á siðasta ári og 12.3 lestir
hjá skuttogurum af stærri gerö i
staö 11.0 lesta áriö áöur.
— GFr
Kristján Ragnarsson
tryggingu er nefna mætti „elli-
tryggingu fiskiskipa” til að leysa
þetta mál. —GFr