Þjóðviljinn - 14.12.1977, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.12.1977, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagurinn 14. desember 1977 Veidimælir fyrir troll nýtt tæki frá Simrad verksmiðjunum, sem varnar því að skip sprengi troll á kolmunnaveiðum Margir spá þvi, aö kolmunni veröi innan tiöar einn mesti nytjafiskur islendinga, og vissu- lega bendir ýmislegt til þess aö svo veröi. Færeyingar og Norö- menn hafa veitt mikiö af kol- munna undanfarin ár og eitt af þeim vandamálum, sem upp hafa komiö hjá þeim viö veiöarnar er aö trolliö hefur vilja springa ef togaö er f gegnum stórar torfur. Simrad verksmiöjurnar i Nor- egi hafa fundið upp tæki, sem fest er á trollið og kemur i veg fyrir að bátarnir sprengi trollið , þvi að þeir sem eru með þetta tæki á trollinu, vita nákvæmlega hve mikið af fiski er komið i trollið. Simrad kallar tækiö — Veiðimæl- ir — en þetta eru hljóönemar, sem gefa frá sér merki. Þeir eru 4 á hverju trolli og eftir þvi sem meira kemur i trollið gefa þeir frá sér merki, sem gera það mögu- legt að fylgjast með trollinu fyll- ast. Þegar siðasta merkið af fjór- Hér má sjá hvernig hljóðnemarnir lfta dt og hvernig þeir eru staösettir á trollinu. Sfðan iiggur kapall eftir endiriöngu trollinu og f skipiö en hljóönemarnir eru festir viö þennan kapal. um kemur er mál að hætta að Tækið hefur verið reynt á kolmunnaveiðar og gefist mjög toga þviaö þá er trolliðorðið fullt. nokkrum norskum skipum viö vel, að sögn Norðmanna. — S.dór Skeið- faxa- deilan leyst Samningar hafa náöst i deilu yfirmanna á semcntsskipinu Skeiöfaxa og Sementsverk smiðjunnar, en sú deiia hefui staöib yfir i nokkrar vikur og skipið legiö bundiö viö bryggju á meöan. Astæöan fyrir þvi að skipiö var stöðvað var sú, að Sements- verksmiðjan neitaði að greiða yfirmönnum skipsins kaup og kjör samkvæmt kjarasamningi farmanna frá þvi sl. sumar. Þessu vildu menn á Skeiðfaxa ekki una og eftir árangurslaus- ar samningaviðræður var skipið stöðvað. Og auðvitað fengu Skeiöfaxamenn sinu fram eins og vera ber, nema hvaö fridag- ar þeirra eru eitthvað færri en annarra farmanna. S.dór Þau liggja verkefnalaus Þegar 6 daga striöinu, milii araba og israeismanna lauk, 1967 var Súesskuröinum lokaö, eins og menn eflaust muna og um leiö kom upp mikiö flutningavanda- mái á oliu. Lausnin varö sú aö hyggja æ stærri oliuskip fyrir hin- ar löngu siglingar og fyrr en varöi var oröinn til stór floti af hinum svo nefndu risaolfuskipum. En svo var Súesskurðurinn opnaður i fyrra og þá allt i einu var ekki lengur þörf fyrir allan þennan stóra flota risaoliuskipa og þeim var lagt svo tugum skipti og hafa legið ónotuð siðan. Norð- menn uröu mjög fyrir barðinu á þessu, enda áttu þeir glæstan flota risaoliuskipa. Viða má sjá þessi skip nú liggja verkefnalaus Fimm risaoliuskip sem legið hafa á ósló-firöi á annað ár, vegna verkefnaskorts og þau skipta tug- um skipin sem liggja verkefna- laus inná norsku fjöröunum um þessar mundir. (Ljósm. S.dór) inná norsku fjörðunum og hafa þau ekki verið hreyfð að kalla sið- an Súesskurðurinn var opnaður. Þegar islenskir blaðamenn voru á ferð i Noregi á dögunum, mátti sjá nokkur svona risaoliu- skip á ósló-firðinum. Og á mynd- inni sem hér fylgir sjást 5 skip af stæröinni 50 til 80 þúsund lestir, sem legið hafa á ósló-firði á ann- að ár. — S.dór Gjaldheimtan: Innheimtuhlutfall svipaö og í fyrra — og hefur verid svo undanfarin ár segir gjaldheimtustjóri Heildarupphæö álagöra opin- berra gjalda á árinu 1977 nam rúmum 16 miljörðum króna. Um mánaðamótin nóvember-desem- ber var búiö aö innheimta 10.1 miljarð af þessari upphæö eöa 65.9%. Þetta er mjög svipaö hlut- fall og á sama tima i fyrra, en þá var búiö aö innheimta 64.4% af álögðum gjöldum þess árs. I ársbyrjun 1977 voru eftir- stöðvar álagðra gjalda frá fyrra ári rúmir 5 miljarðar með áorðn- um breytingum. Um mánaða- mótin siðustu var búið að ná inn 2.8 miljörðum af þessum eftir- stöðvum og eru það 57.5% af heildarupphæðinni, sem er einnig mjög svipað hlutfall og á siðasta ári. t árslok 1976 var hlutfall inn- heimtunnar af álagningunni 78.9% án dráttarvaxta en að þeim meðtöldum verður hlutfallið 73.9%. Samkvæmt þessum tölum, sem fengnar voru hjá gjald- heimtustjóra, Guðmundi Vigni Jósefssyni, eru enn óinnheimt opinber gjöld að upphæö uþb. 8 miljarðar króna. —IGG Þrjár systur fædd- ar 6. október — og tvö náin frændsystkini þeirra Nú rignir yfir sögum um syst- kini sem eiga afmæli sama dag . í gær var i Þjóðviljanum frétt um afann sem átti þrjá dóttursyni sem allir áttu afmæli sama dag og hann. Varð hún til þess að blaðið fékk upphringingu um þrjár systur, misgamlar, sem all- ar eiga sama afmælisdag og ekki nóg með það heldur lika tvö náin frændsystkini þeirra. Þetta eru systurnar Katrin Valgerður 16 ára, Svava Björk 15 ára og Kristin Björg 5 ára. Þær áttu all- ar afmæli 6. október. Foreldrar þeirra eru Karl Dyrving og Fanney Karlsdóttir. Tvær systur Karls eiga lika börn sem fædd eru 6. október. Una á Elinu Siggeirs- dóttur og Bryndis Smára Krist- insson. —GFr Jólatónleikar í Akureyrarkirkju Jólatónleikar Tónlistarskólans á Akureyri, f samvinnu viö Passiukórinn, verða I Akureyrar- kirkju fimmtudaginn 15. dcs. og hefjast kl. 20.30. > Aö þessu sinni flytja Passiukór- inn, hljómsveit Tónlistarskólans, ásamt kennurum Jólaóratóriu eftir Heinrich Schutz undir stjórn Roars Kvam. Heinrich Schutz var eitt merk- asta tónskáld i Þýskalandi á 17. öld. Með jólaóratoriu sinni, sem er frásögn af fæöingu Frelsarans lagði Schutz grunninn að hinni þýsku óratórlugerð. Verkiö byrj- ar og endar á kór en frásögnin sjálf er rakin I recitativi með itölsku sniði. Inn i frásögnina er skotið einsöngs- og kórþáttum. Verk þetta er nú flutt i fyrsta sinn á tslandi og við það er is- lenskur texti'. Róar Kvam hefur búið verkiö til flutnings. Ein- söngvarar eru: Lilja Hallgrims- dóttir, Jón Hlöðver Askelsson og Siguröur DemetzFransson. A tón- leikunum mun kórinn einnig flytja ,,Nú gjaldi guöi þökk? eftir Liszt, við undirleik orgels og blásarasveitar. Þá verður fluttur orgelkonsert eftir Bach-Vivaldi og flautusónata eftir Handel. Tónleikarnir verða sem fyrr segir I Akureyrarkirkju fimmtu- dagskvöldið 15. des. og hefjast kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis. —mhg Nýja kvikmyndahúsið viö Hverfcgötu: Regnboginn vígdur á iJinan í jólum Eins og skýrí hefur veriö frá i Þjóðviljanum hefur Jón Ragnars- son fengið lcyfi til þess aö reka kvikmyndahús aö Hverfisgötu 54 i Reykjavik. Nú hefur verið ákveöiö aö kvik- myndahúsið, sem bera mun nafn- ið Regnboginn, verði vigt á annan i jólum með frumsýningu i fjórum sölum samtimis. Salirnir eru misstórir, sá stærsti tekur 322 i sæti, tveir salir taka 110, og minnsti salurinn tek- ur 80 i sæti, og þvi rúmast sam- timis 622 áhorfendur I Regnbog- anum. Tvær af myndunum sem frum- sýndar verða á annan i jólum hafa þegar verið ákveðnar, en það eru „Járnkrossinn”, striðs- mynd með James Coburn og Maximilian Schell og fjölskyldu- mynd um hundinn Benje. —Al

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.