Þjóðviljinn - 14.12.1977, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 14.12.1977, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagurinn 14. desember 1977 Allan Ellenius prófessor i listasögu við Uppsalaháskóla heldur fyrirlestur i kvöld, miðvikudaginn 14. desember kl. 20:30: Torsten Renqvist, húmanist och konstnár. Verið velkomin. NORRÆNA HUSIÐ Tilkynning til söluskattsgreiðanda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á þvi, að gjalddagi söluskatts fyrir nóvem- ber mánuð er 15. desember. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna rikis- sjóðs ásamt söluskattsskýrslu i þririti. Fjármálaráðuneytið 9. desember 1977 Rammagerð Innrömmum allar tegundir af myndum, teikningum og út- { | saum. Höfum yfir 70 tegundir af römmum á boðstólum.j Opið 10 til 18.30 alla virka daga. Innrömmun Péturs Lockhart, {Kolbeinsstöðum ►við Nesveg (Seltjarnarnesi). Jólahangikjötið komið ! Hálfir skrokkar, læri, frampartar, hryggir. Einnig fæst úrbeinað hangikjöt í lofttæmdum umbúðum. REYKIÐJAN HF. SMIÐJUVEGI 36 @763 40 • Blikkiðjan Ásgaröi 7, Garðabæ önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SIMI 53468 ■ ANDLEG HREYSTl-AUBA HEILLB ■ GEOVERNDARFtLAG ISLANDSI Munið frimerkjasöfnun félagsins. Innlend & erl. Skrifst. Hafnarstr. 5,pósth. 1308 eða simi 13468. ríilöðver Sigurðsson: 1 Velmeint kveðja til Björns Bjarnasonar Hlöðver Sigurðsson á Siglu- firði hefur sent Landpósti eftir- farandi bréf: Að fá sér djúpan stól Agæti formaður Landssam- bands iðnverkafólks. Grein þin i Þjóðviljanum 1. des. fræddi mig um ýmislegt, sem ég vissi ekki áður. Þú segir til dæmis að lifskjör almennings séu ekki svo slæm að hann geti ekki hagað neysluvenjum sinum eins og honum þyki best henta. Ja, þetta hafa atvinnurek- endur einmitt alltaf sagt, en ég hef stundum dregið það I efa. En þetta hlýtur að vera satt, fyrst þú segir það, sem ert formaöur þeirra lægst launuðu i landinu. Það var hérna i gamla daga að formaður Félags vinnuveit- enda, að mig minnir að það héti, sagði: „Ég held verkamenn hafi nóg kaup, ég veit dæmi þess, að verkamaður hefur fengið sér djúpan stól”. Og nú vilja bændur lika fá hærra kaup, liklega til að kaupa djúpa stóla. Það verður lftið gaman að teljast til höfðingj- anna, þegar öll alþýða hefur eignast djúpa stóla. Þá vissi ég það heldur ekki fyrr, að mjólkurduft væri sama vara og ull og skinn. Þú segir að ullar-og skinnaiðnaður sé i stór- hættu vegna hráefnisverðs. Ég hafði hinsvegar haldið að það væri ekki nógu gott lag á útflutningsverslun landbún- aðarins. Ég hef til dæmis séð með eigin augum, hvað islensk- ar ullarpeysur kosta vestur i Kanada. Vitið auðvitað betur Aftur á móti vissi ég, að sums staðar er landið ofbeitt. En ég hef nýlega lesið afmælisrit Há- konar Bjarnasonar, og þar segja visindamenn, að þótt vlða sé landið ofbeitt, svo að til stór- vandræða horfi, þá séu til landshlutar og hálendi, sem HlöAver Sigurðsson mætti nýta betur. En þið Jónas Kristjánsson vitið þetta nú allt betur og kannski Vilmundur Gylfason og Gylfi. Hvað á að gera við bændurna? En hvað eigum við annars að gera við bændurna; ekki getum við slátrað þeim eins og Amin gerir við þá, sem hann telur of- aukið. Eflaust mætti eitthvað fjölga i heildsalastéttinni, ef all- ar landbúnaðarvörur væru fluttar inn. Kannski mætti þá lika fjölga dálítið i gosdrykkja- iðnaðinum og gefa börnunum okkar kók og gosdrykki I staðinn fyrir mjólk, þótt það sé nú skolli mikið dýrara. Og svo eru það nú þeir, sem lifa á þjónustu við landbúnaðinn og vinnslu úr landbúnaðarvörum. Hvað eig- um við að gera við t.d. Ibúa Vik- ur, Hvolsvallar, Hellu, Selfoss, Borgarness, Blönduóss svo að- eins nokkur þorp séu nefnd. Og svo mætti held ég bæta við um helmingi Akureyringa og tals- verðum hluta af Reykvíkingum. Ekki tekur nú smjörlikisiðnað- urinn við þvi öllu. Að borða brauðið þurrt Og nú verð ég að segja þér sorglega sögu. Þeir eru þvi mið- ur til, sem eru svo blindir, að þeir telja, að i sumum greinum standi islenski iðnaðurinn erlendum iðnaði að baki. Til dæmis kunna ekki allir að meta hið ljómandi góða islenska smjörliki. Þótt læknar hafi ráð- lagt mér að forðast dýrafitu er mér ómögulegt að smyrja brauðiö mitt með þessu ágæta viðbiti. Ég hef hinsvegar smakkað smjörliki erlendis, sem ég þekki varla frá smjöri. Ég get að visu sætt mig við sól- blómasmjörliki, ef ég hef kæfu, rúllupylsu eða ost ofan á, en þá er ég aftur kominn með islensk- ar landbúnaðarvörur, það er nú skollinn sá. Ég held samt að ég gæti sætt mig við lýsisbræðing eins og mamma bjó til, en hann er bara ófáanlegur. Ég ætti lik- lega að borða brauðið mitl þurrt. Hverskonar björn? Að lokum rifjar þú upp gamla og merkilega trúarsetningu, langt aftan úr heiðni. Að ef börn eru skirð nafni dýrs, hljóti þau eiginleika hins sama dýrs. Nú heitir þú björn. Þá er mér spurn: Eiginleika hvaða bjarnartegundar hefur þú hlotið með nafngiftinni? Ekki held ég að það séu eiginleikar fs- bjarnarins. Því sfður geta það verið eiginleikar tuskubangs- anna, sem eru vinsæl leikföng ungra barna, koma nánast i staðinn fyrir gæludýr. Þá er varla um annað að ræða en skógarbjörninn, en hann kvað stundum geta orðið viðskotaill- ur, einkum ef hann er vakinn upp úr hiði sínu að vetri til. Með bestu kveðju, Siglufirði, 4. des. 1977, Hlöðver Sigurðsson. Verð- lagning mjólkur Sú ákvörðun 6-manna nefndarinnar að hækka verð á undanrennu mun meira en á öðrum búvörum hefur sætt nokkurri gagnrýni í fjölmiðlum undanfarna daga. Hefur meira að segja verið gefið í skyn að framleiðendur væru, með þessari verðhækkun, að reyna að hafa áhrif á neyslu almenn- ings. Samkvæmt verðlagsgrund- velli landbúnaðarafurða frá 7. des. sl. er gert ráð fyrir að bændur fái rúmlega 111 kr. fyrir hvern m jólkurlitra. Þegar smásöluverð er ákveðiö út frá þessu grundvaiiarveröi þá verður að finna rétt hlutfall miiii sölu einstakra afurða og vinnslu- og dreifingar- kostnaðar. A sl. tveimur árum hefur oröið veruleg breyting á neyslu- venjum fólks. Nýmjólkursala hefur minnkað en sala á undan- rennu aukist. Einnig hefur sala á rjóma og smjöri dregist nokk- uð saman. Þaö er þvi augljóst að nokkur hluti neytenda vill siður mjólkurfitu en önnur næringarefni i mjólkinni. Fita i mjólk er þvi orðin verðminni vara en áður. Það var þvi tíma- bært að breyta þeim verðhlut- föllum, sem hafa verið milli fitu og próteins i mjólkinni um langan aldur. Þetta hefur þegar verið gert hjá flestum þjóðum. Til dæmis er fituskert mjólk seld á sama verði og venjuleg nýmjólk, en verð á rjóma og smjöri lækkað. Þetta er sú stefna, sem verið er að taka upp hér á landi. Ef verð- hlutföll milli mjólkurfitu og annarra næringarefna I mjólk héldust óbreytt þrátt fyrir sam- drátt i neyslu mjólkurfitu, þá kæmi það eingöngu niður á bændum í lækkuðu útborgunar- verði fyrir mjólk. Fulltrúar framleiðenda i 6-manna nefndinni hafa óskað eftir því að verð á „léttmjólk” yröi svipaö og á nýmjólk þegar hafin væri sala á henni. Fulltrúar neytenda i nefndinni hafa ekki viljað fallast á þessa beiðni framleið- enda. Það er fyrst nú, sem verð- hlutföllum hefur verið breytt, en það er eingöngu gert i samræmi við þá stefnu, sem nú virðist rikja, að protein verði verð- meira efni i mjólkinni en fitan. (Heimild: Uppl.-þjón.landb.). —mhg Umsjón: Magnús H. Gíslason

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.