Þjóðviljinn - 31.12.1977, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 31.12.1977, Blaðsíða 3
Laugardagur 31. desember 1977 WÓÐVILJINN — SIÐA 3 Fulltrúi Sjálfstædisflokksins i utanríkismálanefnd alþingis fjallar um aronskuna Bíður íslands hlutskipti þeirra á Kúrileyjum? Hættan meiri af aronskunni, Albert og Gunnari en af Rússum? //Sú stund gæti jafnvei runniö upp aö ef viö héld- um að íslensku þjóðerni væri meiri hætta búin af annarlegum innlendum ástæðum í tengslum viö varnirnar/ heldur en hætt- unni frá austri að sumir okkar þá frekar vilja taka áhættuna af hinu síðar- nefnda..." Þrátt fyrir klúöurslegt orðalag- ið er ljóst af setningunum sem hér eruá undan innan tilvitnunar- merkja, að höfundur hennar telur hættuna af aronskunni i fram- kvæmd — Gunnari og Albert — jafnvel meiri en hættuna af Rúss- um. Þessi stetning felur þvi i sér tiðindi þvi að höfundur hennar er einn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins i utanrikismálanefnd alþingis og formaður Samtaka um vestræna samvinnu, Guðmundur H. Garðarson, alþingismaður. Kem- ur þessi setning fyrir i grein sem hann birtir i Morgunblaðinu i gær undir fyrirsögninni „Sagan af Kúrileyjum”. ísland fylki i Bandaríkj- unum? Guðmundur vitnar fyrst til Reykjavikurbréfs Morgunblaös- ins um hættuna á þvi að ísland verði eitt fylki Bandarikjanna. Árid 1977: 87 íslendingar létust af slysförum Árið sem nú er að liða var mikið slysaár, og aldrei hafa fleiri látið Ilfið i umferðaslysum en á árinu 1977. Alls létust 85 tslendingar i slys- um en á árinu létust einnig tvö ungmenni, af völdum slysa i nóvember 1976. Fimm létust erlendis en þrir árið áður. Allt árið 1976 létust 70 isiendingar af völdum slysa. Banaslysin i umferðinni urðu 39, en árið 1976 létust 19 manns af völdum umferðaslysa. Tveir létust i umferðaslysum erlendis, eins og árið áður. Þótt hér sé aðeins getið um banaslysin sem urðui umferðinni, en þau urðu fleiri en nokkru sinni fyrr, má ekki gleyma hinum mikla fjölda slasaðra, sem liggur bæklaður á sjúkrahúsum og gjör- gæsludeildum, vikum, mánuðum og jafnvel árum saman eftir um- ferðaslys. I sjóslysum og drukknunum hafa orðið 19 banaslys en urðu 37 (1 erl.) árið 1976. Ekkert vinnu- slys varð á sjó á árinu, en 2 fiski- skip fórust. V.b. Haraldur SH 123 frá Grundarfirði fórs’t 10. nóvem- ber, er báturinn var á heimleið úr róðri. Með bátnum fórust tveir menn. 17. desember fórst v.b. Pól- stjarnan ST 33 fra Drangsnesi, er báturinn var að rækjuveiðum. Með bátnum fórust tveir menn. Arið 1976 fórust 3 bátar með samtals 11 mönnum. 4 börn 8 ára og yngri, hafa drukknað á árinu eða sami fjöldi og árið áður. Af völdum þyrluslyss létust 2 ungir menn á árinu, en enginn lést i flugslysi árið áður. 1 þeim flokki sem kallast ýmis slys hafa 22 látist hérlendis og 3 Isiendingar erlendis, en 15 árið áður. t vinnuslysum á landi létust 6 og 16 ára piltur lést i dráttavéla- slysi. 1 ár hafa 4 orðið úti, og 6 hafa látist vegna bruna, sprengingar reyks og eitrunar. Alla mánuði ársins urðu 1 eða fleiri dauðaslys. 1 febrúarmánuði lést einn af völdum slyss, en april (10), júli (12) og september (13) urðu mestu slysamánuðir ársins. 1 þessu yfirliti Slysavarnarfé- lags tslands yfirbanaslys á árinu 1977kemur framaðás.l. 12árum hafa björgunarsveitir félagsins bjargað 232 mönnum af 22 skip- um. Á þessu ári var samtals 17 bjargað úr sökkvandi eða strönd- uðum skipum. Björgunarsveitin Þorbjörn i Grindavik hefur til þessa bjargað 194 mönnum úr sjávarháska. -AI stjórnunarkerfinu, heilbrigðis- og menntamálum, til innflutnings á neysluvörum o.s.frv. Og með hverju ári sem liður hafa eyjar- búar orðið háðari þessum fram- lögum. Þau hafa verið sem hér segir: „Enþað gætiauðveldlega orðið ef . tslendingar létu Bandarikjamenn ,J0. , greiða kostnað af vegagerð hér á "T landi — og svo auðvitað siðar alls- .... „ konar þjónustu, sem við teldum ,„„1000 23 okkur ekki hafa efni á að inna af .„,„,0,,.. ás hendi”. Guðmundur H. Garðars- ... son kveöst algerlega sammála - 7 ............ þessum aðvörunarorðum Morg- „ . . ._______ unblaðsins, en siðan minnir hann ,,Ehr"u svo * ux u.r^rtil hættirað stunda sinfyrn storf, á nýjasta dærmð um það hvermg fiskveiðar oe landbúnað Auk þjóð glatar i raun sjálfstæði sinu ss' *>skveioar og íanaounao. auk kjuu &ai*L 1 laaii ^u . k . miklar tekiur af ™eð t am VT^,ð "a nfKi^ vhinu við herstöðvarnar. Þetta háð stórveldi.Dæmið er um þjóð mjkla i flóð á þeirra mæli. Kunieyja. Hann segir frá því að » hefur gert fólkið hyskið yf.r standi samn.ngav.öræður Framlaiið til Kúrileyja er húa eySSruTframti a : orðiun u-talsv?rður liður á fjár- trua eyjarskeggja um 0 lögum bandariska þingsins sem Sifa bí Mand, «# Þ«i «» Karile»j,rs,ain. rikjanna þar 1 íandi. a& þyi að fá $780 milj á næstu 15 árum i staðinn fyrir eða sem Hættir að draga fisk Úr gjald fyrir aðstöðu Bandarikja- • - manna á eyjunum. Samningar munu aö öllum likindum takast. „Asiðasta ári fóru til þeirra úr fjárhirslum Bandarikjastjórnar Það stendur yfirleitt ekki á samkvæmt sérstakri ákvörðun stórveldum að kaupa sér aðstöðu Bandarikjaþings $ 100 miljónir séhúnföl. Vandinn fyrir smá riki eða tæplega $ 1.000 á mann. A sið- i samskiptum við hina stóru er ustu 10 árum hefur um $ 500 fólginn i þvi að halda reisn sinni miljónum verið variö þangað. 80% og sjálfstæði og selja ekki frum- af þessum peningum hefur farið burðarréttinn — land Sitt og til þess að standa straum af sjálfsforræði”. Sjúkrahótelinu ekki lokað Ákveðið hefur veriö að Rauöi Krossinn haldi áfram rekstri sjúkrahótelsins við Skipholt fyrst um sinn og að timinn fram til 1. júli verði notaður til þess að koma traustari grundvelli undir rekst- urinn og setja ákveðnar reglur um starfsemina. Eins og komið hefur fram i fréttum hafði stjórn Rauða Krossins ákveðið að loka sjúkra- hótelinu nú um áramótin vegna mikils tapreksturs og litillar að- stoðar frá hinu opinbera. Var þvi ekki tekið við sjúkling- um, sem þurftu að liggja fram yf- ir áramót og gerðar ráðstafanir til þess að flytja nokkra aftur á spitalana i gær. Um jólin voru um 20 manns á hótelinu. Til þessa kom þó ekki, þvi i gærmorgun var haldinn fundur fulltrúa Rauða Krossins ákveðið aðloka sjúkrahótelinu nú um ára- mótin vegna mikils tapreksturs og litillar aðstoðar frá hinu opin- bera. Var þvi ekki tekið við sjúkling- um, sem þurftu að liggja fram yf- ir áramót og gerðar ráðstafanir til þess að flytja nokkra aftur á spitalana i gær. Urn jólin voru um 20 manns á hótelinu. Til þessa kom þó ekki, þvi i gærmorgunn var haldinn fundur fulltrúa Rauða Krossins og heil- brigðisráðherra og siðdegis var haldinn trúnaðarráðsfundur Rauöa krossins, og ákvörðun tek- in um aö halda rekstrinum áfram fyrst um sinn, eins og fyrr segir. BjörnFriöfinnsson,sem sætiá i viðræöunefndinni sagði f samtali við Þjóðviljann i gær að viðræð- urnar við heilbrigðisyfirvöld hefðu verið vinsamlegar og þvi hefði veriö ákveðið að !oka ekki hótelinu. Það hefði e'.nnig sýnt sig nú á siðustu vikum hve þörfin fyr- ir sjúkrahótel af þessu tagi er mikil, eins og stjórn Rauða kross- ins hefði raunar itrekað við heil- brigðisyfirvöld. Væntir hann þess að fyrir júlibyrjun hafi tekist samkomu- lag um að jafna rekstrarhallan- um milli opinberra aðila og Rauða krossins, og eins þyrfti að setja ákveðnar reglur um starf- semina, m.a. til að koma I veg fyrir þaö að of veikt fólk væri sent inn á hótelið. — Sendum félögum okkar og verkafólki öllu bestu nýárskveöjur með þökk fyrir liðin ár NOT, sveinafélag netagerðarmanna Sjómannafélagið JÖTUNN, Vestmannaeyjum Félag byggingariðnaðarmanna í Árnessýslu V erslunarmannafélag r Arnessýslu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.