Þjóðviljinn - 31.12.1977, Síða 4

Þjóðviljinn - 31.12.1977, Síða 4
4SÍÐA — ÞJOÐVHJINN Laugardagur 31. desember 1977 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Auglýsingastjóri: Úlfar Þormóösson. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Sföumúia 6, Simi 81333 Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraidsson. Prentun: Blaöaprent hf. Umsjón meö sunnudagsbiaöi: Arni Bergmann. Málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis. Gleðilegt kosningaár, 1978 Víðishúsið er minnisvarðinn Einkenni ársins 1977 á Islandi eru helst þessi: Hærra og betra verð hefur verið á út- flutningsafurðum landsmanna en nokkru sinni fyrr, með öðrum orðum: Efnahags- legt góðæri. Þrátt fyrir góðærið er hins vegar um að ræða stórfellda og vaxandi verðbólguþróun, áframhaldandi erlenda skuldasöfnun, miljörðum hefur verið var- ið i framkvæmdir sem ekki skila arði. Vegna verðbólgunnar hafa æ fleiri spill- ingareinkenni komið i ljós á þjóðfélaginu: vart liður svo dagur að ekki birtist fréttir um hneykslismál af margvislegum toga. En þær fréttir greina þó aðeins frá brota- broti alls þess sem i raun á sér stað i skúmaskotum braskarasamfélagsins neð- anjarðar. Samfara þessum tiðindum hef- ur rikisstjóm landsins sjálf gengið á und- an með undarlegum fjármálaævintýrum eins og kaupin á Viðishúsinu eru best dæmið um: Þar kaupir rikisstjórnin brunarústir við Laugaveg til þess að bjarga flokksmanni Sjálfstæðisflokksins frá gjaldþroti og til þess um leið að tryggja flokkssjóðum ihaldsins fúlgur fyr- ir kosningamar. Viðishúsið er einskonar minnisvarði um stjórnvisku ihalds og Framsóknar árið 1977. Ávinningur kjarabaráttu Jafnframt þessum einkennum ársins 1977 hefur baráttu verkalýðshreyfingar- innar borið hátt. Hún hefur snúið vörn i sókn: kaupmáttur launa er betri nú en hann var i upphafi ársins og hann á enn eftir að batna. Vegna þess hins vegar að rikisstjórnin skellti skollaeyrunum við til- lögum verkalýðssamtakanna um úrræði i efnahagsmálum tók hún þann kostinn að magna verðbólguna. Þannig notar rikis- stjórnin verðbólguna til þess að hefna þess á vettvangi efnahagsmálanna sem hallað- ist á hana i stéttabaráttunni. Árið 1977 sýnir þvi að verkalýðshreyfingin, Alþýðu- samband íslands og Bandalag starfs- manna rikis og bæja, hefur afl til þess að knýja fram bætt kjör handa launafólki, en þessi faglega hreyfing hefur hins vegar að sjálfsögðu ekki tök á þvi að knýja fram pólitiskar tryggingar fyrir þvi að árangur kjarabaráttunnar verði varanlegur. Að undanförnu hafa stjórnarblöðin, einkum Timinn, klifað á þvi að verðbólgu- vandinn sé verkalýðshreyfingunni að kenna. Þannig hefur rikisstjórnin i hótun- um um að beita ekki aðeins verðbólgunni heldur einnig stjómaraðgerðum til þess að fella kjarasamningana frá i vor og haust úr gildi. Fjögur meginmál Þannig er staðan um áramót. Framund- an er tvennar kosningar. Þá gefst islensk- um launamönnum kostur á þvi að tryggja varanlegan árangur kjarabaráttu sinnar með pólitiskum breytingum. Augljóst er að kosningabaráttan mun snúast um þessi meginmál: 1. Húnmun snúast um það að varðveita á- vinning verkalýðssamtakanna frá kjarasamningunum sl. ár. 2. Hún mun snúast um úrbætur i efna- hagsmálum, baráttuna gegn verðbólg- unni sem er að grafa undan öllu eðlilegu gildismati, er að breyta fjármálalifi á tslandi i ræningjabæli. 3. Hún mun snúast um islenska atvinnu- stefnu gegn erlendri stóriðju. 4. Hún mun snúast um baráttuna gegn herstöðvastefnunni og aronskunni. í rauninni má draga þessa þætti saman i einn: Kosningabaráttan 1978 mun beinast að þvi hvort hér verður sjálfstæð þjóð i landinu áfram eða ekki. Ný efnahagsmálastefna sem tekur mið að heildarhagsmunum þjóðarinnar en ekki af hagsmunum spillingarinnar og verðbólgubraskaranna er liður i sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar þvi að sú óða- verðbólga og skuldasöfnun sem hér hefur átt sér stað stefnir efnahagslegu sjálfstæði landsins i hættu. Þegar eftirlitsmenn frá alþjóðlegum peningastofnunum koma hingað til lands oft á ári til þess að lita eft- ir fjárhagsmálum landsins þá erum við hætt komnir—en þannig háttar til nú þeg- ar. Varðveisla ávinninga verkalýðshreyf- ingarinnar frá sl. ári er einnig liður i sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar. Þannig háttar til núorðið að fólk einfaldlega fer úr landi og leitar hærri launa annars staðar ef for- ystumenn þjóðarbúsins eru ekki menn til þess að tryggja hér launakjör og sam- neyslu sem er sambærileg við það sem best gerist annars staðar. Takist að breyta Islandi i láglaunaland er landflótti yfirvofandi um leið og erlendir aðilar sækja hingað i auknum mæli i atvinnu- rekstur vegna lágra launa. Þannig yrði hlutskipti islensk verkafólks hið sama og gerist með nýlenduþjóðunum. Og menn skulu hafa það hugfast að þrátt fyrir niðurstöður kjarasamninganna 1977 og 7- 8% kaupmáttaraukningu frá sl. ári er ís- land enn láglaunaland miðað við launin i Noregi, Sviþjóð og Danmörku sem við gjarnan af eðlilegum ástæðum miðum lifskjörin við. Baráttan fyrir islenskri atvinnustefnu hefur nú þegar borið þann árangur að postular erlendrar stóriðju láta ekki á sér kræla um þessar mundir, jafnvist er hvert hugur þeirra stefnir. Vinni þeir sigur eða standi i stað i næstu kosningum munu þeir halda áfram á sömu braut. Þannig eiga sér stað enn reglulegar viðræður milli rikisstjórnarinnar og Alusuisse. Þannig er vitað að erlend stórfyrirtæki munu áfram sækjast eftir okkar orkulindum i heirr; þverrandi orkugjafa. Baráttan fyrir is- lenskri atvinnustefnu er andsvar við áformum stóriðjupostulanna, en hún er um leið jákvæð tillögugerð Alþýðubanda- lagsins um það hvernig unnt er að treysta islenskt efnahags- og atvinnulif án er- lendrar stóriðju. íslensk atvinnustefna er liður i sjálfstæðisbaráttunni og hún er beint framhald af stefnu og starfi is- lenskra sósialista á undanförnum árum við uppbyggingu atvinnuveganna i ný- sköpunarstjórnunum og tveimur vinstri stjórnum, framhald af útfærslu landhelg- innar. Aronskan hefur brotist fram á undan- fömum mánuðum. Hún virðist eiga óhugnanlega mikið fylgi innan Sjálfstæðis- flokksins. Fylgi aronskunnar er afurð her- námsstefnunnar, en fyrst og fremst er fylgi við landsölu sameiginlegt afkvæmi st jórnarflokkanna. Efnahagsöngþveitið, spillingin og verðbólgan hefur haft það i för með sér að sumir láta sér til hugar koma að íslendingar kunni ekki fótum sin- um forráð, þeim sé nauðsynlegt að hirða peninga fyrir herstöðina til þess að lifa mannsæmandi lifi! Baráttan gegn aronskunni og orsökum hennar er þannig augljóslega einn þáttur s jálf stæðisbaráttunnar. Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið mun i þeim kosning- um sem fram fara á næsta ári gera þau fjögur mál sem hér vom nefnd á undan að meginbaráttumálum flokksins. Alþýðubandalagið mun berjast gegn óðaverðbólgunni með þvi að kref jast áætl- unarvinnubragða i þjóðarbúskapnum, með þvi að skera niður gróða milliliðanna, með þvi að taka fyrir verðbólgubraskið, með þvi að skattleggja stóreignamenn og stórfyrirtæki. Þannig er unnt að tryggja þau lifskjör sem almenningur i landinu hafði fram með kjarasamningunum. Alþýðubandalagið berst fyrir islenskri at- vinnustefnu með þvi að benda á raunhæf islensk atvinnuúrræði gegn erlendri stór- iðju. Alþýðubandalagið gagnrýnir rikis- stjórnina og þingmeirihluta hennar, em- bættismenn hennar og vikapilta á stjórn- arblöðunum fyrir að bera ábyrgð á vand- anum. í þessum meginmálum sem hér hafa verið nefnd er Alþýðubandalagið heilt, hinir eru ýmist i hreinni andstöðu við stefnu Alþýðubandalagsins eða hafa enga eða óljósa stefnu. Þannig stendur valið á næsta ári milli Alþýðubandalagsins og stjórnarflokkanna. Og spurningin er ekki aðeins um nokkurra atkvæða tilfærslu. Stjórnarflokkarnir þurfa að tapa miklu, mjög miklu, fylgi, til þess að þeir skynji og skilji að þjóðin vill refsa þeim fyrir af- glöpin, verðbólguna, aronskuna, spilling- una, braskið með almannafé i Viðishúsun- um. Þjóðviljinn þakkar lesendum sinum og landsmönnum öllum liðið ár. Á árinu hef- ur Þjóðviljinn eflst að þrótti og útbreiðslu. Vonandi verður svo einnig á komandi ári að saman fari efling róttækrar þjóðmála- vitundar almennings og efling Þjóðvilj- ans. í trausti þess og vissu flytur Þjóðvilj- inn landsmönnum öllum óskir um gott og gleðilegt kosningaár 1978. -s.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.