Þjóðviljinn - 31.12.1977, Page 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 31. desember 1977
A öllum sviðum læknis-
fræðinnar þar sem þvf verður
við komið hefur undanfarna
áratugi verið leitast við að
fækka sjúkdómstilfellum með
aukinni fræðslu og fyrirbyggj-
andi rannsóknum t.d. hóprann-
sóknum á hjarta- og krabba-
meinssjúkdómum og regluleg-
um berklarannsóknum á sinum
tima meðan sá sjúkdómur var
enn algengur. Tilgangurinn með
rannsóknum af þessu tagi er að
reyna að finna sjúkdóminn og
komast fyrir hann á mcðan
hann er á frumstigi og ytri ein-
kenni hans eru ekki enn komin i
ljós.
Alkunna er að mikill hluti
ógifts fólks (hvað sem þvi gifta
liður) lifir frjálsu kynlifi, sem
felur I sér kynmök öðru hverju
við fólk sem maður þekkir litið
sem ekkert. Af þeim ástæðum
væri eðlilegt aö sú heilbrigðis-
þjónusta, sem beinist að kyn-
sjúkdómum hvetti fólk sem liföi
frjálsu kynlifi til að koma til
skoðunarán þess að beint tilefni
væri til.
i Reykjavik er það i verka-
hring Húð- og kynsjúkdóma-
deildarinnar sem starfrækt er i
Heilsuverndarstöðinni að ann-
ast skoðanir á körlum og kom-
um til að koma i veg fyrir út-
breiðslu kynsjúkdóma.
Keynsiusaga Svanborgar
Kristmundsdóttur sem hér fer á
Umsjón:
Dagný Kristjánsdóttir
Elisabet Gunnarsdóttir
Helga ólafsdóttir
Helga Sigurjónsdóttir
Silja Aðalsteinsdóttir
Reynslusaga af viöskiptum viö húd- og kynsjúkdómadeildina
Sjúkdómskönnun eda
siðbótarstarf
Er mönnum ctlað ab ganga um þeaaar dyr tll þcai ai taka á j
mdti sibaprédikun eöa til þess ab fá sjúkdómsgreiningu?
eftir bendir þó ekki til þess ab
starfsliö deildarinnar skilji fuil-
komlega hlutverk sitt. MikU-
vægt er ab fólk sé ekki fælt frá
þvi ab leita aðstoðar á deildinni
með þvi aö taka á móti þvi meb
tOgangslitlu umvöndunartaU.
Auðvitaö er nauðsynlegt ab
reyna að hafa upp á smitbera ef
sjúkdómstilfeUi finnst, en fyrir-
spurnir um kynmaka mann-
eskju, sem ekki er vitað hvort sé
sýkt er óviðurkvæmileg per-
sónuleg hnýsni.
Heimsókn á Húð-
og kynsjúkdómadeild
„Góð regla er að fara í könn-
un um hvort maður hafi kyn-
sjúkdóm eður ei, og ber að gera
þaðca. einu sinni á ári. Meðþað
i huga labbaði ég mig niður á
Heilsuverndarstöð. Eftir smá
bið á leiðinlegri biðstofu var
mér vísað inn. Þar voru 3
starfsmenn nærri eftirlauna-
aldrinum, einn karlmaður og
tvær konur. Var nú spurt hvað
væri að og hvernig einkennin
væru. Ég byrjaði að útskýra
fyrir þeim að ég hefði enga
ástæðu til að halda að eitthvað
væri að, þetta væri bara af
öryggisástæðum, en ég bakkaði
fljótlega frá þvi aftur, því karl-
peningurinn varðillur og hreytti
þvi í mig hvort ég væri að þessu
mér til skemmtunar og leit á
mig sem ég væri andlega
brengluð. Flýtti ég mér þá að
útskýra að það væru likur fyrir
sýkingu þar eð ég hafði verið
með karlmanni fyrir skömmu
og væri hann sjómaður á milli-
landaskipi og nýkominn í land.
Spurði hann þá um deili á manni
þessum ogtókþað mig smátlma
að koma honum i skilning um að
éghefðihitt manninná dansstað
og fariö með honum bráðókunn-
ugum heim, og þaö virtist alveg
yfirstiga skilning hans að ég
mundi ekki hvað hann hét.
(Skildist mér helst á honum aö
ég hefði átt að taka niður nafn-
númer og heimilisfang manns-
ins).
En er h'onum hafði skilist að
ég meinti það sem ég sagöi, þá
lyftist hann allur og æstist i
stólnum og spurði hverskyns
þetta væri eiginlega, hvort ég
vissi ekki að maður (ungar
stúlkur) færi ekki heim með
bráðókunnugum mönnum.
Hann kvaðst ekki ætla að halda
neina siðaræðu yfir mér en
sagði að maður ætti að þekkja
þannsemmaðurfæriheim með.
Mér var farið að liða illa undir
öllu þessu málæði. Ég hugsaði:
myndi hann hafa komið svona
fram við karlmann (sem hefði
sömu sögu að segja og ég). Ég
efastum það, hann hefði i hæsta
lagi sagt aðhonum bæri að nota
verju ef honum litist kvenper-
sónan vafasöm. Að lokum
spurði hann hvort ég vildi fá
skoðun, og var eins og honum
væri ekki vel við að gefa mér
hana, en ég fékk skoðun sem
tekur ekki svo langan tima (2
mín!) recept upp á pillur og orð
um að koma aftur eftir 3-4 daga.
Þegar ég fór var ég rislág og
auömýkt, mér fannst ég hafa
verið niðurlægð, og framkoma
lsknisins við mig var ekki eins
og ég væri sjúklingur heldur
stórhættulegur afbrotamaður.
Ég fór aftur á tilsettum tima
(þó löngunin væri ekki mikil) og
fékk niðurstöðurnar sem voru
neikvæðar eins og ég bjóst við.
Læknirinn var þá ekki við, bara
konurnar, og var þá allt í lagi,
ópersónulegt, sljótt og sárs-
aukalaust eins og það á lika að
vera.”
S.K.
Rauðsokkahreyfingin
Alltaf opið í Sokkholti kl. 5-6.30
Siðasti ársfjór öungsfundur
Rauðsokkahreyfingarinnar á
þessuári var haldinn i Sokkhotti
fimmtudaginn 15. des. sl. A
fundinum voru þrlr kosnir I
miðstöö vegna annarra, sem
ýmist áttu aö ganga út samkv.
skipulagsskrá hreyfingarinnar
eða gátu af öðrum ástæðum
ekki verið lengur I miðstöð. Var
fundurinn sæmilega fjölmennur
þrátt fyrir nálægð jóia.
Ráðgjafarþjónusta?
Mikið var rædd sú hugmynd,
sem hreyft var á ársfjórðungs-
fundinum í haust að koma upp
e.k. ráðlegginga- eða leiðbein-
ingaþjónustu fyrir konur (og
reyndar karla líka). Það hefur
sýnt sig, að þrátt fyrir þjónustu
félagsmálastofnana eru þeir
fjölmargir, sem ekki vita
hvernig eigi að bera sig til, þeg-
ar erfiöleikar steöja aö. Oft
veigrar fólk sér lika við að leita
með einkamái sln til opinberra
aðila,og oft vita menn alls ekki
hverra kosta þeir eiga völ I
ýmsum tilvikum og jafnvel ekki
um lagalegan réttsinn. Einkum
höfum við orðið varar við ótrú-
lega fáfræði margra kvenna um
hjilskaparlöggjöfina og rétt
þeirra viö skilnaö. Og þvl miöur
virðast þeir sem eiga aö annast
upplýsingar um þessi mál, svo
sem prestar og lögfræðingar,
stundum líta á það sem frum-
skyldu sina aö prédika yfir fólki,
sem til þeirra leitar um upplýs-
ingar.
Kaffi og meðlæti á
laugardagsmorgnum
Enn er hér aöeins um aö ræða
hugmynd hjá Rauðsokkum, en
þeir vilja vekja sérstaka athygli
á opnu húsi i Sokkholti, Skóla-
vöxðustig 12, sem er daglega
milli5 og 6.30. Þar eru á boðstól-
um kaffioggosdrykkir við vægu
verðiog þarna má fá upplýsing-
ar um margs konar mál, þó að
ekki sé um beina ráðgjafarþjón-
ustu að ræða. Margir notfæra
sér opnu húsin.en þeir mættu þó
vera enn fleiri. Einnig er opiö 1.
Og 3. laugardagsmorgun 1
hverjum mánuði frá kl. 10-12.
Fundur 4. janúar
Næsti stóri fundur Rauö-
aokkahreyfingarinnar er ákveö-
inn nk. miðvikudagskvöld 4.
janúar kl. 20.30 og verða þá
rædd sérstaklega málefni hinna
ýmsuhópa, sem eru aðstörfum.
Eru Rauðsokkar og aðrir sem
áhuga hafa hvattir til aö fjöl-
menna; ekki veitir af aö efla
starfið. Og næg eru verkefnin.
Staða kvenna hefur ákaflega llt-
ið breyst um undanfarin ár, þó
að ýmsir láti I veðri vaka að svo
sé. Við megum ekki láta blekkj-
ast af einhverjum sýndarráð-
stöfunum eins og tilkomu gjör-
samlega valdalausra ráða og
nefnda. Blákaldar staðreyndir
eru þær, að kvenfyrirlitningin
tröllriður enn öllu þjóðfélaginu
og margir þurfa að lita I eigin
barm og taka þar tii hendinni
eigi einhver raunveruiegur
árangur I jafnréttisátt aö nást á
næstu áratugum. Ekki sist er
hér átt við þá karla, sem eru
róttækir I þjóöfélagsmálum. en
gleyma gjarnan þessum þætti
róttækninnar bæði i einkallfi
slnu og á opinberum vettvangi.