Þjóðviljinn - 31.12.1977, Síða 10
10 SIÐA — ÞJQÐVILJINN Laugardagur 31. desember 1977
Það ár sem nú er að
renna niður í ginnunga-
gap eilífðarinnar sýndi
betur en nokkur önnur ár
fram á það, að
íslendingar eru hverri
þjóð snjallari, skynsam-
ari, listrænni og úrræða-
betri. Megum við vel við
una eftir atvikum.
Þetta skulum við minna á
með nokkrum augljósum
dæmum.
Aður en við komum að efna-
hagsmálunum og pólutikinni,
sem eru miklir hvalir á strönd-
um vorum, skulum við minna á
bókmenntir, vistir og lýsindi.
Æðri mennt
Sem fyrr gripu islensk skáld
djarfmannlega og þó af einurð á
kviku samtiðarinnar og
kreistu úr henni fegurð og göfgi.
Eða eins og brot úr kvæði eins
þeirra ágætu skálda, sem flétta
saman gömlu og nýju af ærnum
hagleik, sýnir prýðisvel:
Reið ég skrifhrossi
skögultenntu
stundi Svarthöfði
háum rokum
undir mér
i móðu þjóðlifs.
Margt fleira gerðist en að
þessi visa væri ort. Jóhann
Hjálmarsson orti eitt kvæði á
dag. Jónas stýrimaður gaf ekki
út nema eina bók. Gréta Sigfús-
dóttir sannaði að hommar og
kommar eru ekki bara rimorð
heldur sama tóbakið. Hrafn
Gunnlaugsson skellihló að
þjóðinni tvisvar sinnum sex
kvöld. Enginn nýr draugur varð
islenskri öfundsýki. Eða eins og
Jón Sólnes kvað:
Öfund knýr og eftir mig
til austurlenskra þjóða,
fæ ég ekki aö faðma þig
friða Krafla og rjóða?
Rikiserfðaspursmál
Nú er þvi ekki að neita, að
stundum nutu tslendingar góðs
af erlendri snilli, einkum i pólu-
tik — við erum engin aftur-
haldsöm afdalaþjóð sem ekki
kunnum gott að meta eins og
Aronskan sannar. En Aronsk-
an er eins og allir vita fólgin i
þvi, að Kanar leggi tvöfaldar
steinsteyptar hraðbrautir um
landið þvert og endilangt til að
landsmenn verði fljótir að aka
burt fra seinvirkum og illa
smiðuðum rússneskum atóm-
sprengjum þegar þar að kemur
og gefi þar með Brésnéf langt
nef eins og maklegt er.
Annað gott dæmi er fordæmi
Bokassa i Miðafriku. Sá karl
vildi tryggja völd og viðgang
ættar sinnar og brá á það snjall-
ræði að krýna sjálfann sig keis-
ara eins og Nafíajón gerði forð-
um og fékk átta hross frönsk til
að aðstoða sig við þetta. Siðan
voru hrossin étin. Alþýðuflokk-
urinn tók nótis af þessu, en þó
með sérstöku og skapandi tilliti
til islenskra aðstæðna eins og
laglegum umbótaflokki sæmir.
Hann leysti sin erfðamál með
prófkjöri sem svo heitir og gekk
það prýðilega eins og hjá Bok-
assa karlinum. Vilmundur ann-
ar tók við af Gylfa hinum fyrsta
og máttu allir vel við una, nema
hálfur Alþýðuflokkurinn. Og
öngvir franskir hestar voru við-
staddir krýninguna, heldur bara
fulltrúar Visis og Dagblaðsins
SKAÐI SKRIFAR:
Og fyrir miðju ber þjóðarsálin verðbólguna fram til sigurs
Snjöll þjóð snjallra ráða
til. Ingólfur Guðbrandsson varð
riddari af ttaliu fyrir að leggja
kórinn sinn niður. Þingmenn
koiftust langt með að leggja Sin-
fóniuhljómsveitina niður, enda
hefur hún lengi þreytt lands-
menn með sargi sinu og spillt
nyt i kúm og er lika allsendis
óþörf núna þegar gitar og græj-
ur eru i hverju húsi.
Vísindaafrek
Mesta visindaafrek
Islendinga varþað.aðdr. Ormi
Marðarsyni tókst að finna að-
ferð til að ráða niðurlögum hins
iskyggilega meindýrs járn-
maðksins (vermis ferreus),
sem étur sement i steinsteypu
og hafði valdið iskyggilegu tjóni
á mannvirkjum. Eins og menn
rekur minni til var þetta gert
með þvi að fjöldadáleiða
karlkynsjárnmaðka til að leita
kynferðissambands við ána-
maðka — deyr stofninn fljótt út
með þessu móti. En mesta
tæknilegt hugvit sýndu ráðgjaf-
ar Gunnars Thoroddsens sem
fengu konu ágæta meö svartan
kassa til aö rýna i gegnum holt
og hæðir við Kröflu i leit að
þarflegri gufu. Hugmyndin var
afbragö þótt árangur brygðist
vegna vondra strauma frá
sem eru traustir og þó hógværir
vinir Alþýöuflokksins rétt eins
og Fransmenn eru bestu vinir
keisarans ofangreinda.
Byltingin hljóðláta
Prófkjör voru annars líf
manna og yndi. Eitt prófkjör á
dag kemur fréttasiðum i lag,
sungu ritstjórarnir. Alþýða
manna vaknaði til fjallgrimmr-
ar vissu um það, að sá yrði endir
á prófkjörum að sterkur bjór
yröi leyfður i landinu. Konur
héldu að karlpeningi mundi
fækka á þingi, og sjómenn
bundu vonir við aukna slorlykt i
þingsölum. Þetta voru að visu
tálvonir, sem jafnvel gáfuðustu
þjóðir falla fyrir. Enda ráða
hvorki konur, alþýða, flokkar
né jafnvel sjálft auðvaldið þvi,
hverjir fara á þing, fyrr mætti
nú vera. Þvi ráða þeir sem
stjórna umræðuþáttum i sjón-
varpi. Innan skamms mun allt
vald á þeirra höndum. Það
verður átakaminnsta og þar
með snjallasta bylting sögunnar
allt frá þvi Þorgeir goði lá undir
feldi á Þingvöllum árið 1000.
Geir leitar ráða
Fleiri erlendir þjóöskörungar
en Bokassa blésu áhrifabylgjum
yfir vötn isienskra stjórnmála.
Geir Hallgrimsson renndi hýru
auga til Brésnéfs. Hann hafði
um hrið borið sér um innlönd
aðdáun á hinum sovéska for-
sprakka. Vegna þess hve Bréssi
fór fimlega og hlóðlaust að þvi
að losa sig viö þriðja mann i for-
ingjasveit sins flokks, hann
Podgorni hérna, sem fékk að
fara til Afriku og ofmetnaðist
eitthvað á leiöinni, greyið þetta.
Fauk af Podgorni hið pólitiska
höfuö sem viðukolla væri. Geir
hefur bæði Gunnar og Albert sér
við hlið og vill losna við báða
eins og mannlegt er, en þó fyrst
og fremst Albert, málsvara
kaupmanna og annarra þeirra
sem fara halloka i lifinu. Nú fer
ég, hugsaði Geir, og spyr Bré-
snéf ráða.
/
An er Ills gengis
En svo bregðast snjallræði
sem útræði. Hér sannaðist sem
fyrr, að án er ills gengis nema
heiman hafi. Vinir Geirs á
Mogganum voru búnir að særa
Rússa þvi holundarsári með
eitruöum pennum sinum, að
Brésnéf neitaöi að tala við Geir
sjálfur, en sendi i staðinn skrif-
stofustjóra sinn, Kosigin aö
nafni, til að visa Geir veginn til
kommúnismans, sem Dagblaðið
segir reyndar að sé óþarfi. Varð
Geir svo af hollum ráðum hins
reynda manns. Hann var i bili
plataður upp úr skónum með
heiftarlegri gestrisni, svo mik-
illi, að tslendingar hafa ekki séð
annað eins siðan þeir lásu
Heljarslóðarorustu og það er
langt siðan. Islenskum frétta-
mönnum á ferð með Geir varð
svo mikið um að þeir fóru að
tala dönsku sin i milli. Þegar
svo heim kom, skildi Geir að
hann hafði farið mikils á mis, að
það er best:
að sitja kyrr á sama stað
en samt að vera að plotta.
Skakkaföll
Siðdegisblaðaskrillinn var bú-
inn aö véla flokkinn undan Geir.
Gunnar glotti við aronska tönn
og Albert var kominn i pólitiska
yfirþungavigt. Gat Geir tekið
undir með skáldinu:
Mannshöfuðið er nokkuð þungt
Höfuð Alberts er þyngra...
eða þá Hávamálum, en þar
segir:
fyrirgreiðslu-
vits er þörf
þeims fremstur vill
vaidsins bjór
með vinum kneyfa.
Semsé: engin er snilli án
skakkafalla. Oft hefur Geir öf-
undað Ólaf Jóhannesson, en
aldrei sem i haust, þegar ólafur
heimti alla sauði i prófkjöri i
sinni sveit og slagaði hátt upp i
sjálfan Brésnéf i atkvæöahlut-
falli. ólafur hefur lika farið
austur og lært sinar lexiur vel.
Lúlli höttur
Og það er gott og sælt til þess
að vita, að fleiri reyndust i senn
snjallir og árangursrikir I póli-
tik en þeir Álbert, Bokassa, Óli
Jó, Brésnéf og Alþýðuflokkur-
inn. Alþýðubandalaginu
fannst Evrópukommúnisminn
fullflókinn fyrir sig, enda erum
við langt úti i hafi. Fann flokk-
urinn þess i stað upp þjóðráð
sem heitir Islensk atvinnu-
stefna. Sú stefna hefur að
einkunnarorðum frægar linur
eftir Stein Steinarr:
Þið vitið að jörðin er likt og
hnöttur I laginu
og að lokum kemst maður aftan
að fjandmanni sinum.
Þetta fræðilega framlag Alla-