Þjóðviljinn - 31.12.1977, Side 22

Þjóðviljinn - 31.12.1977, Side 22
22 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 31. desember 1977 Viðburdaríkt ár Framhald af bls. 21 mati þeirra Guömundar M. Jóns- sonar og Ingólfs Ingólfssonar sem Þjóöviljinn ræddi viö 12. jiill um samningana. Treglega gekk þó i samningum farmanna, og héldu viöræöufundir áfram. Samningar náöust fyrir starfs- fólk Irlkisverksmiöjunum 24. júll. Sömu helgina fóru rafvirkjar hjá Rafmagnsveitum rikisins I verk- fall. Samningar I farmannadeilunni tókust loks um verslunarmanna- helgina. Samningsnefnd BSRB fór nú aö tygja sig I slaginn. Hélt nefndin fund 18. ágúst. Þar var dreift gögnum um stööuna, en samn- ingafundur meö fulltrúum rlkis- valdsins var ekki boöaöur fyrr en siöar. Samningar voru undirritaöir viö rafvirkja hjá Rarik 18. ágúst. Samningafundur BSRB og rik- isins var haldinn fyrst eftir langt hlé 23. ágúst. Uppsagnir í frystihúsum llok ágústog byrjun september var hundruöum manna sagt upp hjá frystihúsum á Suöur- og Suö- vesturlandi.Viöþessar uppsagnir kom I ljós aö verkalýöshreyfingin haföi ekki þaö afl sem skyldi til þess aö stööva uppsagnirnar. Ber aö draga sérstaka lærdóma af þessum uppsögnum, til dæmis meö því aö setja I landslög skýr ákvæöi sem vernda verkafólk gegn fruntaskap atvinnurekenda. Málgögn atvinnurekenda kenndu kjarasamningunum um lokun frystihúsanna og höföu I hótunum um aö skeröa kjör verkafólks. Hefur mjög boriö á sltkum hótun- um slöan I stjórnarmálgögnun- um, ekki sist I Tímanum. „Margur ágirnist meira en þarf” BSRB boöaöi verkfall 26. september, en samkvæmt lögum hefur sáttasemjari siöan heimild til þess aö fresta boöuöu verkfalli um hálfan mánuö. Lítt þokaöist i átttil samninga þrátt fyrir verk- fallsboöun þessa. Sáttatillaga barst á siöustu stundu — frestur er tiltekinn I lögum — en hún geröi ráö fyrir litlu meiri launa- hækkun en tilboð rlkisins sem samninganefnd BSRB haföi hafn- aö einróma. Lýsti samninga- nefndin einnig eindreginni and- stööu viö sáttatillöguna. Skoraði forysta BSRB á félagsmenn aö fella sáttatillöguna I allsherjarat- kvæöagreiöslu sem fram fór 2. og 3. október. Héldu forystumenn BSRB fundi um land allt þar sem fjallað var um stöðuna I samn- ingamálunum. Sýndu starfsaö- feröir BSRB þá þegar að kjara- baráttan haföi veriö þrautskipu- lögö fyrirfram. Var augljóst aö forystumenn BSRB höföu lagt sig fram um aö vera viö öllu búnir, enda mikiö I húfi: Fyrsta verkfall Bandalags starfsmanna rlkis og bæja blasti viö. Margt var þaö I starfsháttum BSRB fyrir og I verkfallinu sem verkalýðshreyf- ingin i heild mætti taka sér til fyr- irmyndar. Skal þar sérstaklega lögö áhersla á mjög gott samband viö félagsmenn meö dreifiritum og regiulegum fundahöldum, vlötæka upplýsingasöfnun og opiö samband viö fjölmiöla. Um mánaöamótin septem- ber-október var eins og forsvars- menn rlkisvaldsins heföu fyrst áttaö sig á þvi, að þeir bæru ábyrgð á stöðu samningamál- anna. Fyrstur til að stlga fram á sviðið varð Jón Sigurðsson, ráðu- neytisstjóri þá, nú forstjóri Járn- blendiverksmiðjunnar. „Margur ágirnist meira en þarf”, sagði stjórinn og hafði I hótunum við opinbera starfsmenn. Varð hót- anabréf hans mjög til þess að efla baráttuskap opinberra starfs- manna. Enda sögðu 89,7% þeirra „nei” við sáttatillögunni! „Or- slitin styrkja stöðu samtakanna”, sagði Kristján Thorlacius. Verk- fall virtist á næsta leiti* þó var enn ráðrúm til samninga, en rikisvaldið hreyfði sig ekki fyrr en eftir ágengni BSRB um að samningaviðræður yröu hafnar. Verkfall BSRB hefst Samkvæmt lögum um verk- fallsrétt opinberra starfsmanna bar svonefndri kjaradeilunefnd að úrskurða um það hvaöa störf- um skyldi gegnt þrátt fyrir verk- fall. Vöktu úrskurðir nefndar þessarar mikla óánægju meðal opinberra starfsmanna þar sem hun fór út fyrir valdsvið sitt með þvi að úrskurða hópa einstaklinga i vinnu i stað þess að úrskurða um hvert starf fyrir sig. Kom til verulegra vandræða vegna vinnubragða nefndarinnar, þó al- veg sérstaklegaá sjúkrahúsunum. Samningar BSRB Verkfall BSRB hófst á miðnætti 11. október. Þá þegar voru gerðar tilraunir til þess að veikja sam- stöðu BSRB. Sjálfstæðisflokkur- inn skipaði sendimönnum sínum I Starfsmannafélagi Reykjavikur- borgar að semja strax. Þeir hlýddu og báru samkomulags- uppkast fyrir fund — en fundurinn felldi samkomulagið með 378 at- kvæðum gegn 338! Þrátt fyrir þessar ófarir hélt Sjálfstæðis- flokkurinn áfram klofningsiðju sinnLÞannig beitti stærri flokkur stjórnarinnar sér fyrir þvi að eyðileggja samstöðu opinberra starfsmanna. Það tókst ekki — en vinnubrögð þessi töfðu gang mála. Að lokum fór þó svo að for- ystumenn Starfsmannafélags Reykjavikurborgar klufu sig út úr, svikust aftan að félögum sin- um og lögðu tillögu sina um samninga fyrir allsherjarat- kvæöagreiðslu. Voru þeir samþykktir með 1.131 atkvæði gegn 545. íhaldsöflin hrósuðu sigrinum, en heildarhreyfing stóð fastara fyrir en nokkru sinni, þannig að sigurinn varð skammgóður vermir. Handalögmál Til margskonar sögulegra at- vika kom I þessu fyrsta verkfalli BSRB. Veröa þau ekki rakin hér, en aöeins minnst á eitt þeirra þar sem I öndveröu var vikiö aö þvl er ráöuneytisstjór- inji ritaöi ágirndarbréfiö fræga. Sami maöur kom' viö sögu siöar I verkfallinu er hann ágirntist mat sinn I mötu- neyti stjórnarráðsins. Vildu verk- fallsverðir BSRB ekki horfa upp á að framið væri verkfallsbrot. Lokuðu þeir mötuneytinu. Svo hart svarf hungrið að ráðuneytis- stjóranum að hann lét sér ekki segjast. Kvaddi hann til beljaka nokkra á vettvang sem tóku verk- fallsverðina haustaki, hrintu þeim i gólfin og ruddu brautina. Var þetta i eina skiptið sem kom til handalögmála i þessu verkfalli sem annars fór vel fram á alla lund. 25. október tókust samningar BSRB og rikisins. Meginatriði samninganna voru: 1. 10-21% launahækkun miðað við júlílaun. 2. Afangahækkanir verði 3% 1. júni 1978, 3% 1. september og 3% 1. april 1979. 3. Verulegar tilfærslur i neðstu launaflokkunum. 4. 40.000 kr. persónuuppbót eftir 9 ára starf. 5. Sérstök 4.160 kr. launauppbót á mánuði i október, nóvember og desember. 6. Samningar gildi til 1. júli 1979. Samningarnir tóku gildi frá 1. júli 1977 — verkuðu aftur fyrir sig. Elskirn stéttarbaráttunnar Er samningarnir höfðu veriö undirritaðir birti Þjóðviljinn við- tal við framkvæmdastjóra BSRB, Harald Steinþórsson, sem sagði ma: „Ég tel alveg ótvirætt að sam- tök okkar komi stéttarlega sterk- ari enáöurfrá þessari eldskirn og að við höfum sýnt og sannað að héðan i frá verður ekki framhjá BSRB gengið sem fullgildum að- ila innan verkalýðshreyfingar- innar á Islandi.” í þessum orðum Haralds Steinþórssonar kemur kannski fram sá þáttur kjarabaráttu BSRB sem er mikilvægastur. Það var ætlun rikisvaldsins aö knésetja samtök opinberra starfsmanna — en það tókst ekki vegna samstöðunnar, þó að ihald- ið reyndi að bregða fæti fyrir á siðustu stundu þegar verst stóð á með samningum Starfsmanna- félags Reykjavikurborgar. I. nóvember var gengið frá kjarasamningum bankamanna, en þeir höfðu boðað til verkfalls sem ekki kom til framkvæmda. Handprjónasamband 5. nóvember bar það til tiðinda I islenskum verkalýðsmálum aö stofnað var Handprjónasamband Islands. Stofnfundurinn var myndarlegur og sóknarhugur i fundarmönnum. Fundinn sóttu um 700 manns. Handprjónasam- bandið hefur nú hafið starfsemi með reglulegum hætti og opnaö skrifstofu i gamla Þjóðviljahús- inu að Skólavörðustig 19. Þar er einnig til húsa merkileg grein á meiði islenskra verkalýðssam- taka, framleiðslusamvinnufélag- ið Rafafl og svo Iðnnemasam- band íslands. Ráðstefna Alþýðubandalagsins II. nóvember efndi Alþýðu- bandalagið til sinnar fyrstu ráð- stefnu um verkalýðsmál. Hana sóttu liðlega 100 fulltrúar viðs- vegar að af landinu og úr um 40 verkalýðsfélögum. Ráðstefnan tókst hið besta,en hún fjallaði um baráttuaðferðir íslenskra sósialista i verkalýðshreyfing- unni og framtiðarstefnumið. Landsfundur Alþýðubandalags- ins var haldinn 17.-20. nóvember. Aðalkjarasamningur BSRB var samþykktur með allsherjarat- kvæðagreiðslu sem lauk 13. nóvember. Kosningaþátttaka var 67%; 75,3% þar af sögðu já. Viö- ræður standa nú yfir um sér- kjarasamninga BSRB. 20. nóvember lauk þingi Iön- nemasambands tslands. Var Hallgrimur G. Magnússon kjör- inn formaður sambandsins. r Arásum verður svarað Seint I nóvember sögöu verkalýðsfélögin á Vestfjörðum upp samningum sinum, en þau höfðu samið sérstaklega I vor eins og kemur fram hér á undan. Samband almennra llfeyris- sjóða hélt aðalfund sinn 28. nóvember. Var Eðvarð Sigurðs- son endurkjörinn formaður sam- bandsins. Þingi Farmanna- og fiski- mannasambands Islands lauk 25. nóvember. Var Ingólfur Ingólfs- son, vélstjóri og formaðuf, Vél- stjórafélags Islands, kjörinii for- maður FFSI. 4. desember lauk þingi Verka- mannasambands Islands. Þar var einkum fjallað um hugsanleg viðbrögð verkalýðshreyfingar- innar við þeim árásum sem stjórnarblöðin hafa haft uppi á kjör verkafólks. Var samþykkt að svara árásum, ef gerðar yrðu, með fyllsta þunga. Guðmundur J. Guðmundsson var endurkjörinn formaður sambandsins. Þegar þetta er skrifað hafa verkalýðsfélög á Vestfjörðum afl- að sér verkfallsheimildar. 1 þessari samantekt um verkalýðsmálin á tslandi áriö 1977 hefur verið reynt að draga þá atburði saman sem hæst hafa borið i sögu verkalýðshreyfingar- innar sjálfrar á árinu 1977. Margt er þó ósagt, einkum það sem ekki gerist beint á vegum verkalýðs- samtakanna, en snertir þó lif og starf islenskrar alþýðu allrar frá degi til dags. Tilgangur þessa sundurlausa yfirlits var heldur aldrei annár en sá að gefa þeim sem vilja fylgjast með verkalýðs- málum kost á þvi aö hafa þessar linur Þjóðviljans til hliösjónar siðar meir, því að hér á að vera að finna á einum stað upprifjun helstu viðburða I tímaröð — þó margt vanti. Þó fer ekki á milli Kristján Thorlaclus, formaöur B8RB. Guöjón Jónsson, formaöur Málm- og skipasmiöasambands tslands og Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Starfsstúlknafélagsins Sóknar, á leiö til samningafundar. Frá fyrsta samnlngafundi ASt og Vinnuveitendasambandsins sl. vor: Björn Jónsson og Jón H. Bergs ræöa málin. mála, að áriö 1977 var við- burðariktf sögu íslenskrar verka- lýðshreyfingar. 1 upphafi þessa pistils var minnt á samþykkt 33. þíngs Alþýðusambands lslands á stefnuskrá fyrir samtökin. Þar segir ma: „Þvi aðeins má vænta varanlegs ávinnings, að saman fari hin beina kjarabarátta og barátta fyrir auknum áhrifum og félagslegu valdi verkalýðs- stéttarinnar.” Arið 1977 bar þess vott, að verkalýðshreyfingin gerir sér þetta ljóst; nú hefur hinn fyrrnefndi þáttur skilað veruleg- um árangri, þ.e. kjarabaráttan. En þvi aðeins næst varaniegur árangur að baráttu ársins 1977 verði fylgt eftir með baráttu fyrir auknum áhrifum og félagslegu valdi verkalýðsstéttarinnar. Til þess gefst tækifæri á þvi ári sem senn hefst, árinu 1978. s.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.