Þjóðviljinn - 31.12.1977, Qupperneq 32
ÞJOBVIUINNX Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mártudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa timá er hægt að ná i blaöamenn og aðra starfs- menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaðaprent 81348. 81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóðviljans I sima- skrá.
Laugardagur 31. desember 1977
18 börn og unglingar komin frá New York
„Til skáklandsins mikla”
þar sem þau œtla að tefla þrisvar sinnum við jafnaidra sína
Um kl. 10 i gærmorgun komu til
islands 18 börn og unglingar úr
hinum fræga skákskóla John
Collens i New York, ásamt kenn-
ara sinum Collens og hinum
fræga stórmeistara séra
Lombardy, sem eitt sinn var i
þessum sama skóla. Þessi ung-
menni sem eru á aldrinum 7 til 15
ára munu tefla vift jafnaldra sfna
hér á landi. Fyrst var teflt i gær-
kvöidi viö meðlimi Tafifélags
Reykjavikur, i dag eiga þau fri,
en á morgun tefla þau svo við
meðlimi úröðrum skákféiögum á
Stór Keykjavikursvæðinu cn TR.
2. janúar munu þau annaö hvort
tefla við einhverja jafnaldra sina,
eða þá að þeir Friðrik Ólafsson
og Lombardy tefli f jöitefli við þau
og einhverja fleiri unglinga, eða
þá að haldiö verði hraðmót.
Það er Skáksamband Islands
ogTR ásamt Flugleiðum h.f. sem
hafa séð um þessa heimsókn hér á
landi. Séra Lombardy sagði á
blm. fundiígær,að hann vonaðist
til að íslensk börn gætu endur-
goldið þessa heimsókn og komið
til New York. Um það heföi að-
eins verið rætt, en reynt yrði að
ganga frá málinu þessa daga,
sem hópurinn dvelur hér en
hann heldur heim 3. ’jan. nk.
Skákskóli Collens i New York er
mjög frægur og hafa þeir Bobby
Fischer, Lombardy og Bruns-
bræðurnir, sem allir eru stór-
meistarar, lært hjá Collens.
Collens sagði i gær, að Fischer
hafði heimsótt sig fyrir mánuði
siðan og sagðist Fischer þá ætla
að fara að taka aftur þátt í skák-
mótum. Þeir tefldu margar skák-
ir meðan Fischer dvaldi hjá Coll-
ens. Sagðist hann hafa unnið eina,
ein varð jafntefli en allar hinar
vann Fischer. — S.dór.
Lengstt.v. er John Collens, þá stórmeistarinn séra Lombardy ásamt.
nokkrum af skákbörnunum og lengst til hægri er Sveinn Sæmundsson
biaðafulltrúi Flugieiða, en Flugleiðir hafa aöstoðað við að gera banda-
risku börnunum kleift að koma til tslands og tefla. (Ljósm. -eik-)
ASI mótmælir harðlega
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
i.
Vegagerðin heldur eftir
launum bílstióranna
A fundi miöstjórnar A.S.t. i
fyrradag var samþykkt að lýsa
fullum stuðningi við kröfu
Landssambands vörubifreiða-
stjöra um að Vegagerð rikisins
geri skilvislega upp laun við þá
bílstjóra, sem hjá henni starfa.
Að undanförnu hefur það
viðgengist, að Vegageröin hefur
þvingað bilstj óra viö vissar
framkvæmdir til að samþykkja,
að lána Vegagerðinni aksturs-
iaun sin vaxtalaust um óákveð-
inn tima, — og með tilliti til
þessa var samþykkt mið-
stjórnar A.S.Í. gerð.
Samþykktin er á þessa ieið:
Landssamband vörubífreiöa-
stjóra hefir kynnt miðstjórn ASl
ágreiningsefni við samgöngu-
ráðuneytið og vegagerðina út af
svonefndum vinnulánum. Að
fyrirlagi samgönguráðuneytis-
ins hefir vegagerðin að undan-
förnu þvingað vörubifreiða-
stjóra við tilteknar nýbygginga-
framkvæmdir til að lána öll
aksturslaun sin vaxtalaust i
óákveðinn tima. Hafi vörubif-
reiðastjórar neitað þessum
kostum er þeim neitað um
vinnu. Miðstjórn ASl telur þetta
atferli rikisvaldsins gróft brot á
grundvallarréttindum verka-
lýðsins.Aldrei hefir launþegum
veriðmeiri þörf á þvi en einmitt
nú þegar óhófleg verðbólga rikir
að fá vinnulaun sin skilvislega
greidd. Er eigi heldur unnt að
una þvi, að atvinnukúgun sé
beitt til að knýja fram greiðslu-
frest á vinnulaunum.
Miðstjórn ASl styður eindreg-
ið kröfur Landssambands vöru-
bifreiðastjóra um skjóta leið-
réttingu mála sinna i þessu efni.
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
i
■
I
Um 430
skip sóttu
um neta-
veiðileyfi
Öll fá veiðileyfi
nema 350 tonna
skip eða stærri
sem ekki hafa
áður verið á
netaveiðum
t gær rann út frestur sá er sett-
ur var fyrir úteerðarmenn að
sækja um veiðileyfi fyrir báta
sina til þorskanetaveiða. Og rétt
áður en fresturinn rann út i gær,
höfðu um 430 skip sótt um leyfi að
sögn Þórðar Eyþórssonar hjá
sjávarútvegsráðuneytinu.
Þetta mun vera meiri báta-
fjöldi en stundaði þorskveiðar i
net i fyrra og er trúlegt að sótt sé
um leyfi fyrir öll skip, menn vilja
hafa vaðið fyrir neðan sig í þess-
um efnum.
Og öll skip fá leyfi að þessu
sinni, nema skip sem eru 350 lest-
ireða stærri og hafa ekki stundað
netaveiðar áður. En skip af þess-
ari stærð, sem áður hafa stundað
netaveiðar fá leyfi, þannig að þá
eru sárafá skip sem ekki fá leyfi
aö þessu sinni.
Nokkurrar óánægju gætir með-
al útgerðarmanna og skipverja á
minni bátunum, sem ekki geta
stundað loðnuveiðar, með það að
stóru loðnuskipin skuli ekki vera
útilokuð frá þorskanetaveiðum i
vetur. Hafa menn bent á, 3Ö nær
séað leyfa þeim bátum sem'ekki
geta stundað loðnuveiðar að sitja
að netaveiðinni ásamt minnstu
loðnuskipunum, sem ekki ná um-
talsverðum loönuveiðum vegna
smæðar sinnar. -S.dór.
Útlit er
fyrir élja-
vedur um
áramótin
á vestanverdu
landinu en betra
veður fyrir
norðan og austan
,,Þvi miður sýnist mér að það
>é snjó- og slydduveð’ur á leið upp
að suður og vesturströndinni og
það muni ganga austur yfir landið
á gamlársdag og þvi á ég von á
þvi að um vestanvert landið verði
éljagangur eða slydda, en tel
hæpið að veðriið nái til Norður og
Austurlands á gamlársdag, og þvi
ætti að vera betra veður i þeim
landshlutum” sagði Páll Berg-
þórsson, veðurfræðingur er við
spurðum hann hvernig áramóta-
veðrið yrði.
Páll tók fram, að sennilega yröi
ekki um neitt illviðri að ræða og
þess vegna ættu menn ekki að
þurfa að sitja inni i húsum, enda
væri það nú svo að mönnum fynd-
ust flestar leiðir færar, eftir að
hafa fengið sér aðeins brjóstbirtu
i tilefni áramótanna. -S.dór.