Þjóðviljinn - 04.01.1978, Page 5

Þjóðviljinn - 04.01.1978, Page 5
Miövikudagur 4. janúar 1978 þjöÐVILJINN — SIÐA 5 Bæjarrád Siglufjarðar: Mótmælir hardlega hug- myndum um sölu Þormóds ramma hf. og Siglósíldar A fundi sínum i fyrradag sam- þykkti bæjarráð Siglufjarðar ályktun, þar sem harðlega er mótmælt þeim tillögum, sem fram hafa komið um að rikið hætti þátttöku i rekstri Þormóðs ramma hf. og lagmetisiðjunnar Siglósildar. Samþykkt bæjar- ráðs Siglufjarðar fer hér á eftir: ,,Að gefnu tilefni, vegna framkominnar tillögu nefndar um sölu ríkisins á lagmetisiðj- unni SiglósHd og hugmyndum um sölu á hlutabréfaeign ríkis- ins i Þormóði ramma hf. á Siglufirði, samþykkir bæjarráð Siglufjarðar eftirfarandi: Bæjarráð Siglufjarðar it,rekar eindregið fyrri ályktanir sinar um mikilvægi þeirra fyrirtækja sem rikið er eignaraðili að fyrir allt atvinnulif staðarins, og minnir á þær atvinnulegu for- sendur sem lágu til grundvallar við stofnun þeirra. Þrátt fyrir hina formlegu eignaraðild rikis- ins er stjórnun þessara fyrir- tækja i höndum heimamanna, og hefur rekstur þeirra gengið vel undanfarin ár. Meðal annars vegna starfsrækslu þessara fyr- irtækja hefur atvinnullf á Siglufirði gjörbreyst til hins betra á undanförnum árum og verður nú ekki annað séð en að þar verði áframhald á i framtið- inni. Bæjarráð Siglufjarðar mót- mælir þvi harðlega öllum þeim hugmyndum sem geta stefnt i hættu þvi atvinnuöryggi, sem loks eftir harða áratuga baráttu hefur tekist að skapa á Siglu- firði. Sala þessara fyrirtækja nú gæti leitt til öryggisleysis i at- vinnumálum bæjarins og þann- ig valdið ófyrirsjánlegum erfið- leikum i atvinnumálum bæjar- félagsins á nýjan leik. Ef fyrir- tækin yrðu seld, er hugsanlegt að þau lentu i höndum fjárafla- manna, sem hefðu aðrar hug- myndir um hlutverk þeirra " i siglfirsku atvinnulifi en Siglfirð- ingar almennt telja æskilegt. Afskipti atvinnurekenda, bú- settra utanbæjar, á liðnum ára- tugum, ættu að vera hér nægj- anlegt viti til varnaðar. Bæjarráð Siglufjarðar mót- mælir þvi eindregið framkomn- um hugmyndum um sölu þess- ara fyrirtækja og skorar á alþingi og rikisstjórn að leggj- ast gegn hugmyndum nefndar- innar i þessu efni.” t samtali við Þjóðviljann i gær sagði Kolbeinn Friðbjarnarson, formaður Verkalýðsfélagsins Vöku og bæjarráðsmaður á Siglufirði, að afstaða manna á Siglufirði væri mjög eindregin i þessu máli og það yrði örugg- lega meira en litið búið að ganga á þar, áður en þessar hugmyndir nefndarinnar yrðu að veruleika. —eös Hlunnindavörur fyrir 235 milj. Að þvi er segir i fréít i „Sam- bandsfréttum” voru svo kallaðar hlunnindavörur bænda fluttar út fyrir sem nemur 235 milj. kr. á siðasta ári. Hér er átt við hcsta, æðardún og selskinn. 412 hestar á fæti voru fluttir út á siðasta ári fyrir rúmar 95 milj. kr. eða um það bil 230 þúsund krónur fyrir hvern hest. Markað- ur fyrir islenska hestinn er mest- ur i V-Þýskalandi, en einnig var nokkuð flutt út af hestum til Norðurlandanna og 30 hestar til Bandarikjanna og telja menn að þar sé að opnast stór markaður. Æðardúnn var fluttur út fyrir 65 milj. króna. Voru það samtals 1490 kg. og fékkst þvi sem svarar 44 þúsund krónum fyrir kilóið. Nú mun svo komið að nær allur æðar- dúnn sem fæst hér á landi er fluttur út, vegna þess að tslend- ingar ráða ekki við það verð sem fæst fyrir hann ytra. Loks er að geta þess að um 6.500 selskinn voru flutt út á siöasta ári fyrir um það bil 75 milj. kr. eða vel á I24)úsund krónur fyrir hvert skinn. Þó er enn ekki vitað um Bændafundir í Skagafirði endanlegt verð fyrir siðustu send- ingu, sem stafar af þvi að sölu- tregða hefur verið á selskinnum vegna áróðurs sem rekinn hefur verið gegn notkun þeirra i heim- inum undanfarin ár, einkum þó kópaskinna, segir i „Sambands- fréttum”. —S.dór 412 hestar voru fluttir út á fæti á siðasta ári. Háskóla- tónleikar Háskólatónleikar verða haldnir i Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut laugardaginn 7. janúar kl. 17. Jónas Ingimundar- son pianóleikari leikur þrjár sónötur eftir Beethoven, Tungl- skinssónötuna, Waldsteinsónöt- una og sónötu op 111, sem er siðasta pianósónatan sem Beethoven samdi. Tónleika þessa átti að halda 17. des. sl., en þeim varð að fresta. Tónleikarnir hefjast núna kl. 5 siðdegis og verður svo um þá Háskóla- tónleika sem eftir eru i vetur. Aðgangur er öllum heimill og kostar 600 kr. Dagana 12. og 13. desember voru haidnir tveir bændafundir I Skagafirði. Búnaðarsamband Skagafjarðar hafði boðað til þess- ara funda, frummælandi á fund- unum var Hákon Sigurgrimsson, fulltrúi hjá Stéttarsambandi bænda. Fundirnir voru mjög vel sóttir og umræður fjörugar. Hér verður getið þeirra ályktana sem samþykktar voru á fundunum: A almennum bændafundum i Skagafirði, er haldnir voru að Miðgarði og Höfðaborg dagana 12. og 13. des. 1977, voru m.a. gerð- ar eftirfarandi samþykktir: 1. Fundirnir vita harðlega meiri- hluta yfirnefndar fyrir úrskurð á verðlagsgrundvelli landbún- aðarafurða 2. des. s.l. Telja fundirnir það einsýnt, að tekjur bænda verði, eins og verið hef- ur, aðeins um 2/3 af þvi, sem þeim ber lögum samkvæmt. Sérstaklega mótmæla fundirnir þeirri rökleysu að viöurkenna ekki þann fjármagnskostnað, sem bundinn er i búrekstrinum og rækilega var gerð grein fyr- ir i tillögum fulltrúa framleið- enda i sexmannanefnd. Þá átelja fundirnir harölega þann dóm yfirnefndar aö kon- um skuli ætluð lægri laun en körlum við bústörf. Jafnframt fagna fundirnir þeirri ákvörðun fulltrúa bænda i sexmanna- nefnd að skjóta málinu til jafn- réttisráös og skora á stjórn Stéttarsambands bænda aö hopa hvergi i þessu máli. Fundirnir mæla eindregið með þvi, að starf sexmannanefndar og yfirnefndar verði lagt niður, en i þess stað samið beint við rikisstjórnina um verölags- grundvöll landbúnaðarafurða i trausti þess, að það tryggi bændum betur þau laun, sem þeim raunverulega ber. 2. Fundirnir átelja harðlega þann áróður, sem rekinn er gegn landbúnaðinum I fjölmiðlum, m.a. i formi fréttaflutnings. 1 þvi sambandi benda fundirnir á fréttaflutning hljóðvarps og sjónvarps i tilefni af siðustu hækkun á landbúnaöarafurö- um. Fundirnir beina þeirri áskorun til Stéttarsambands bænda aö bera fram formleg mótmæli við Útvarpsráð og menntamálaráðherra vegna þessa fréttaflutnings. 3. Fundirnir beina þeirri ein- dregnu áskorun til rikisstjórn- arinnar aö fella niður inn- heimtu söluskatts af kjöti og kjötvörum. Verði niðurfelling söluskattsins hinsvegar talin óframkvæmanleg verði I þess stað aukin niðurgreiösla á kjöti, sem söluskattinum nem- ur. 4. Fundirnir beina þeirri ein- dregnu áskorun til landbúnaö- arráðherra að hlutast til um að Framhald á bls. 14. lækkun! Ogenn einusinni lækkum við verðið. Vegna tollalœkkunar á innfluttum verð, þannig að þér getið strax í gólfteppum, sem tók gildi 1. janúar dag valið teppi ó hinu nýja útsölu- sl., lœkkum við teppabirgðir okkar verði. til samrœmis við hið nýja útsölu- Óg viö bjóðum eftir sem áður mesta teppaúrval borgarinnar á einum stað — Þér getið valið úr um 70 stórum tepparúllum eða um 200 mismunandi gerðum af hinum vinsælu dönsku Weston-teppum. Opið til kl. 7 á föstudögum. Lokað á laugardögum JIS Lokað í dag vegna vörutalningar TEPPADEILD JÓN LOFTSSON HF. Hringbraut 12Í — Símar: 10600 - 28603

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.