Þjóðviljinn - 04.01.1978, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 04.01.1978, Blaðsíða 11
MiBvikudagur 4. janúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA XI Lugi? Við því má búast þar sem hann var ekki valinn til keppninnar í Danmörku Eins og viö skýröum frá i Þjóð- viljanum i gær var landsliðið i handknattleik sem leika á i Dan- mörku valið i fyrrakvöld, og kom það mönnum nokkuð á óvart að hinn kunni handknattleiksmaður úr Lugi.Jón Hjaltalin Magnússon, var ekki á meðal hinna útvöldu. Hins vegar voru menn eins og Þorbergur Aðalsteinsson sem ekki hefur nokkra leikreynslu til slikrar keppni sem heimsmeist- arakeppnin er, valinn,og kom það mönnum mikið á óvart. Það er greinilegt að leikur Þor- bergs gegn Noregi hér á dögunum hafi fleytt honum i islenska landsliðshópinn. Þá skoraði hann þrjú mörk og stóð sig að visu vel. En það er ekki frammistaða gegn lélegu landsliði Noregs sem á að fara eftir þegar landslið þjóðar eins og Islands er valið. Þá er aðalatriðið að tjalda öllu þvi besta sem við eigum. Þá er nauð- synlegt að velja þá leikmenn sem mesta leikreynslu hafa. Leik- reynslan er eitt besta ef ekki besta veganesti sem nokkur leikmaður getur haft meðferðis i keppni sem þessa. íþróttasiðan reyndi i gær að ná sambandi við Jón H. Magnússon, en það tókst ekki þrátt fyrir itrekaðar tilraun- ir. SK. Jón H. Magnússon var ekki val- inn i landslið sem leika á fyrir tslands hönd i HM. Finnst mörgum að landsliðsnefndin hafi gert ærlega i buxurnar með þessari ákvörðun sinni. H. Fer Jón aftur til Innanhússmót í knattspyrnu „Þorfoergur á heima í HM-liðinu” Segir Jón H. Karlsson fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik „Ég get ekki sagt annað en það að ég er ánægður með valið á liði því sem leika á í HM'' sagði Jón H. Karlsson fyrirliði lands- liðsins i handknattieik er við inntum hann skoðunar á því i gær. „Það gefur auga leið að þegar um svo marga frambærilega menn er að ræða verður alltaf erfitt að velja lið sem siðan á að tefla fram i heimsmeistara- keppni.” „Eins og flestir orðið vita er ekki nema um hálfur mán- uður til keppninnar i Danmörku og er aldrei að vita nema meiðsli og annað þess háttar geti sett stórt strik i reikninginn. Þá verða það Jón Hjaltalin og Páll Björg- vinsson sem munu helst koma til greina. Þessi hálfi mánuður sem framundan er, er kærkominn timi fyrir þessa menn sem valdir hafa Framhald á bls. 14. Reykjavikurmeistara- mótið í innanhússknatt- spyrnu hefur staðið yf ir að undanförnu. Leikið hefur verið í yngri flokkum,en í kvöld hefst keppnin i M.fl. karla. Búister við jafnri og spennandi keppni. Keppnin hefst klukkan 1800 og verö- ur leikið í Laugardalshöll. Atta lið taka þátt i mótinu að þessu sinni og eru f jög- ur þeirra úr 1. deild og fjögur úr annarri deild. Leiknir verða alls 14 leikir og hefst úrslitakeppnin i M.fl karla klukkan 2255 og verður þá leikið um 3.-4.sætið. Strax á eftir fer svo fram úrslitaleikur mótsins. Hver leikur verður 2x10 minút- ur, og ef framlengingar verður þörf verður bætt við þann tima 2x4 minútum. Liðunum hefur verið skipt i riðla og ræður markahlutfall úr- slitum i þeim. Riölaskiptingin er þannig: 1 A-riðli leika Þróttur frá Reykjavik, KR-ingar sem siðast- liðið sumar féllu i 2. deild, Viking- ur og Leiknir úr Breiðholti. I B-riðli leika Ármann, Fram, Valur og Árbæjarliðið Fylkir. SK. Stóri bróðir dæmdur í stað þess yngri Jón Jörundsson rekinn út af, en Kristinn bróðir hans tók bannið út. Eins og flestum er kunnugt gekkst unglingalandslið Islands i körfuknattleik fyrir hraömóti i körfuknattleik á milli jóla og nýárs. Óvænt úrslit urðu á mótinu svo ekki sé sterkara til oröa tekið. Njarðvikingar sem nú eru efstir i yfirstandandi Islandsmóti máttu þola tap gegn IS i fyrstu umferð mótsins þrátt fyrir það að bandarikjamaðurinn Dirk Dunbar léki ekki með liðinu. Fyrsti tapleikur UMFN á þessu keppnistimabili i næsta leik sló lið IR Framara út, en IR-ingar voru siðan slegnir út af IS siðar i mótinu, KR- ingar sem léku með alla sina stekustu menn að undan- skildum þjáifaranum Andrew Piazza töpuðu fyrir hálfu Vals- liði þar sem þá vantaöi Rick Hockenos, Þóri Magnússon og Kristján Agústsson. Valsmenn sigruðu siðan IR i úrslitum. Ekki er hægt að greina frá mót- inu án þess að minnast á eitt það mesta dómarahneyksli sem menn muna eftir i körfuknattleiknum. Það átti sér stað er IR lék gegn IS. Annar dómari leiksins Þráinn Skúlason dæmdi þá IS knött- inn eftir að Bjarni Gunnar Sveinsson leikmaður IS hafði slegið hann út fyrir endamörk Jón Jörundsson sem leikur með 1R öskraði þá upp yfir sig „djöfulsins", og dæmdi Þráinn samstundis á hann tækniviti sem allir dómarar hefðu að ölluim lik- indum gert. En hann lét ekki þar við sitja, heldur rak hann Jón út úr húsinu. Kristinn Jörundsson Fyrirliði IR brást þá hinn versti við og lét skammirnar hrynja á Þránni og sagði ýmis stærri orð við Þráin en Jón hafði áöur sagt. En Kristinn fékk ekki einu sinni gula spjaldið fyrir sina hegðun. En Þráinn átti eftir að launa hon- um lambiö gráa. Er landsliöið og Luther Collage léku siðasta leik sinn i heimsókn Luther hingaö til lands söknuöu menn Kristins i leiknum, en hann er fyrirliði landsliðsins.Þá kom i ljós, að eftir leik IR og Fiam hafði Þráinn kært Kristin Jörundsson fyrir aganefnd KKI og hafði landsliðsnefndarmönn- um borist úrskuröur hennar rétt fyrir leikinn við Luther. Ekki fékk Jón neina kæru og var honum þó vikið úr húsinu. En Jón fékk aö leika leikinn gegn Luther, og er þessi framkoma og frammistaða Þráins Skúlasonar dómara lúa- leg og fyrir neðan allar hellur. Er langt frá þvi, að hún sé sæmandi dómara i 1. deild. SK. MEISTARA- MÓT TBR 1978 Sunnudaginn 15. janúar n.k. byrjar nýtt badmintonmót i sögu T.B.R. Nefnist það „Meist- aramót T.B.R.” Mót þetta verð- ur i þremur áföngum, og i þeim fyrsta verðurkepptí einliðaleik. Siðar verður keppt i tviliða- og tvenndarleik, svo og i „öðlinga- flokki” (i honum eru badmin- tonmenn 40 ára og eldri). Sigurvegarar i meistaraflokki fá nafnbótina „T.B.R.-meistar- ar 1978”, og skiptir þá engu máli hvort þeir eru félagar i T.B.R. 6Ö3 ekki Við þvi er að búast að þegár fram liöa stundir, þá verði þetta eitt fjölmennasta badminton- mót sinnar tegundar á landinu. Totten- ham á topplnn í 2. delld Keppnin i 2. deildinni i ensku knattspyrnunni fer nú að verða mjög spennandi. Toppliðið Bolton Wanderers tap- aði mjög óvænt fyrir botnliðinu Burnley, er liðin léku i fyrrakvöld. Bolton tapaði leiknum 0:2 og hefur nú misst forystuna i deild- inni til Tottenham. Bæði liðin eru með34stig,en markahlutfall Tottenham er betra. Leikið var i öllum deildum i fyrrakvöld og urðu úrslit sem hér segir: 1. deild. Wolves-Bristol c. 0:0 2. deild. Bolton-Burnley 0:2 Bristol R. Cardiff C. 3:2 Orient-Luton Town 0:0 StokeC.-Mansf. Town 1:1 3. deild. Cambridge-Peterb. 1:0 Heref.-Shrewsbury 1:1 Preston-Port Vale 2:0 Rotherham-Bury 0:3 4. deild. Aldershot-Soutþp. 0:0 Halifax-York 2:0 Swansea-Vimbled. 3:0 Torquay-Donc. 2:0 Staða efstu liða er nú þessi: Tottenh. 24 13 8 3 47:21 34 Bolton 24 15 4 5 40:22 34 Southamt. 24 13 6 5 35:22 32 Blackb. 24 12 7 5 34:29 31 S.K. OPIÐ MÓT Tennis- og Badmintonfélag Reykjavikur heldur opið mót, meistaramót T.B.R. i einliða- leik. Keppt veröur i: meistara-og a-flokkikarla og B- flokki karla meistara- og a-flokki kvenna og B-flokki kvenna. Mótið verður haldið i tþrótta- húsi T.B.R. að Gnoðarvogi 1 Reykjavik sunnudaginn 15. jan- úar kl. 2 siðdegis. Tilkynningar um þátttöku, þurfa að hafa borist til T.B.R. fyrir 10. janúar 1978.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.