Þjóðviljinn - 27.01.1978, Blaðsíða 3
Föstudagur 27. janúar 1978. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Allsherjarverkfall lamar Nicaragua:
Þjóðareining gegn
Somoza-tjöldskyldunni
MANAGUA25/1 —Viöskiptalif og
iðnaöur er nærri gersamlega
lamað i Mið-Am erikurikinu
Nicaragua vegna verkfalls, sem
virðist njóta mjög viðtæks stuðn-
ings meðal landsmanna og bæði
verkamenn og atvinnurekendur
standa að. Verkfalliö hófst i gær,
og er það gert til þess að krefjast
rannsóknar á morðinu ú Pedro
Joaquin Chamorro, ritstjóra
blaðs sem er andvigt stjórninni.
Chamorro var myrtur 10. þ.in.
Mestu óeirðir, sem orðið hafa i
Nicaragua i manna minnum,
brutust út eftir morðið. Fjórir
menn hafa verið leiddir fyrir rétt
og ákærðir fyrir morðið, en ekkja
Chamorros sagði af þvi tilefni að
hún hefði enga trú á réttlæti
dómsyfirvalda i landinu. Hún
sagðist telja að stjórn Anastasio
Somoza Dabayle forseta væri
ábyrg fyrir morðinu. Fjölskylda
Somoza hefur verið einvöld i
landinu i fjóra áratugi og er talin
meðal verstu harðstjórna.
Chamorro — morðlð á honum
vakti þjóðarreiði.
Villimannlegar
aftökur í
Saudí -Arabíu
Stöövar
olían
gagn-
rýni?
Geislun fundin í Kanada
Komst brak úr gervihnettinum til jarðar?
OTTAWA 26/1 Reuter — Banda-
riskir og kanádiskir sérfræðingar
liafa fundið óeðlilega mikla
kjarnorkugeislavirkni á óbyggðu
svæði i Kanada norðvestanverðu
þar sem sové^ki gervihnötturinn
Kosinos 954 hrapaði til jarðar á
þriðjudaginn, að sögn talsmanns
kanadiskra stjórnarvalda. Hnött-
urinn hafði i sér 45 kfló af auöguöu
úrani, sem getur verið banvænt,
til þess að knýja kjarnakljiífinn,
sem hann hafði innanborös. Þetta
er fyrsta fréttin um hugsnalega
geislunarmengun frá hnettinum.
Ekki hefur enn verið upplýst
hve mikil geislunin er eða
hugsanleg hætta af henni. Tals-
Vopnahlé út um þúfur
MANILA 26/1 — Talsmenn hers
Filippseyja segja her þennan
hafa fellt yfir fimmtiu manns af
múhameðskum uppreisnarmönn-
um i þremur bardögum á eynni
Jolo i Súlú-eyjum, en svo nefnist
eyjakeðja milli Filippseyja og
Borneó. Að sögn beið filippinski
herinn litið manntjón i bardögun-
um, sem staðið hafa yfir siðustu
daga.
Sagt er að filippinski herinn
hafi nú hafið sókn mikla gegn
uppreisnarmönnum á Jolo, en
þessi eyja er að miklu leyti byggð
Múhameðstrúarmönnum. Upp-
reisnarmenn hafa ráðið mestu á
eynni frá þvi að uppreisnin hófst
fyrir rúmum fimm árum. Fyrir
skömmu var tilkynnt að samist
hefði um vopnahlé fyrir milli-
göngu Libiu og fleiri
múhameðskra rikja, en það fór
fljótlega út um þúfur. Múhameðs-
trúarmenn syðst á Filippseyjum
hafa i aldaraðir verið öllum
stjórnarvöldum á eyjunum
óþægur ljár i þúfu, fyrst Spán-
verjum, siðan Bandarikjamönn-
um og nú loks Filippseyjastjórn
sjálfri.
maður kanadiska varnarmála-
ráðuneytisins telur liklegast, að
geislunin sé frá braki úr hnett-
inum, sem komist hafi til jarðar,
einu broti eða fleirum. Hann
sagði að fengnar upplýsingar
yrðu rannsakaðar nákvæmlega
áður en fleira yrði gert i málinu,
enda væri það siður áriðandi
sökum þess, að svæðið sem geisl
unin nær til er að likindum
óbyggt.
Sovésk stjórnarvöld höfðu áður
fullyrt að kjarnakljúfur hnatt-
arins hefði brunnið algerlega upp
á leiðinni niður i gegnum gufu-
hvolfið, og stjórnarvöld Banda-
íhaldsmenn meö
Soaresi í stjórn
LISSABON 26/1 Reuter — Mario
Soares, forsætisráðherra Portú-
gals, skýrði svo frá i dag að
Antonio Ramalho Eanes forseti
hefði samþykkt skipun nýmynd-
aðrar rikisstjórnar undir forustu
Soaresar. Hin nýja stjórn er sam-
steypustjórn Sósialistaflokksins,
flokks Soaresar, og hins ihalds-
sama Miðdemókrataflokks.
Siðarnefndi flokkurinn fær þrjá
ráðherra i stjórnina. Soares sagði
að stjórnin myndi sverja em-
bættiseið sinn á mánudaginn.
Mario Soares.
Líkur á vinstri sigri
í Frakklandi
PARÍS 26/1 Reuter — Niðurstöð-
ur þriðju skoðanakönnunarinnar i
röð á tiu dögum i Frakklandi
benda til þess að vinstriflokkarnir
njóti nieira fylgis en hægri- og
miðflokkarnir, sem nú fara með
völd i landinu.
Samkvæmt nýjustu niðurstöð-
unum, sem hið ihaldssama dag-
blað L’Aurore birti, myndu
Sósialistaflokkurinn, Kommún-
istaflokkurinn og Vinstri-radikal-
ar fá 258 þingsæti, ef kosið yrði
nú.'fen stjórnarflokkarnir 233.
Þessar niðurstöður eru svipað-
ar þeim, sem blöðin Figaro og
Express birtu i s.l. viku. Þing-
kosningarnar i Frakklandi fara
fram um miðjan mars.
Evrópudómstóllinn gagnrýndur:
Bretar sakaðir
Marchais, leiötogi franskra
kommúnista —sigurhorfur góðar
fyrir vinstrimenn.
um pyndingar
DUBLIN 25/1 Reutef — Átta
menn, sem árið 1971 sættu hörku-
legri meðferð af hálfu breskra
hermanna i f>Iorður-Irlandi við
yfirheyrslur, gagnrýndu i dag
þann úrskurð Mannréttindadóm-
stóls Evrópu að þeir hefðu ekki
sætt pyndingum. Irska stjórnin
kærði Bretland út af þessu máli
fyrir dómstólnum, og eftir sex
ára málaferli úrskurðaði dóm-
stóllinn að mennirnir hefðu ekki
verið pyndaðir, en hinsvegar
hefði meðferðin á þeim verið
ómannúðleg og niðurlægjandi.
Mennirnir átta halda þvi fram
að meðferðin á þeim hafi verið
slik að ekki sé hægt að kalla hana
annað en pyndingar. Við yfir-
heyrslurnar voru pokar dregnir
yfir höfuð föngunum, þeim var
varnað svefns, neyddir til að vera
lengi i óþægilegum stellingum og
hrjáðir með hávaða. Talsmaður
Sinn Fein, hins pólitiska arms
hins bannaða Irska lýðveldishers
(IRA),sagði að mennirnir hefðu
orðið fyrir varanlegu heilsutjóni
af völdum meðferðarinnar.
rikjanna og Kanada höfðu látið
svipað álit i ljós. En nú er haft
eftir Robert Falls aðmirál, yfir-
hershöfðingja Kanada, að hylkið,
sem úranforði hnattarins var
varðveittur i, hefði haft nógu
mikið mótstöðuafl til þess að eitt-
hvað af úraninu gæti hafa komist
óbrunniö til jarðar. Leitað er nú á
svæði þvi, sem hnötturinn fór yfir
siöast áður en hann hrapaði, allt
suður i bandarisku rikin Michig-
an, Wisconsin og Illinois.
Sprengja
sprakk
ANKARA 26/1 Reuter— Sprengja
sprakk i dag I verkfræði- og arki-
tektúrsakademiu tyrkneska rik-
isins og særðust um 30 stúdentar,
sumir alverlega.
Mikil hryðjuverkaóöld hefur
lengi verið iTyrklandi og þaðsem
af er árinu hafa 32 menn .'erið
drepnir af pólitiskum ofbeldis-
mönnum og nærri 370 særðir.
Siðastliðið ár létu 200-300
manns lifið af völdum hryðju-
verka af pólitiskum orsökum. Hér
kvað einkum vera um að ræða
átök milli hægri- og vinstrisinn-
aðra stúdenta, og hefur óöldin
valdið mikilli truflun á kennslu i
skólum landsins.
LUNDÚNUM 26/1 — Breska
utanrikisráðuneytið lýsti i dag
yfir þvi að það harmaði aftökur,
sem i nóvember áttu sér stað i
Djedda i Saúdi-Arabiu. Voru þar
tekin af lífi prinsessa af konungs-
ætt landsins og eiginmaður
hennar. Höfðu þau unnið það til
saka að ganga i hóhjónaband, en
samkvæmt saúdiarabiskum
löguin liggur dauðarefsing við þvi
að prinsessur gangi að eiga
ótigna menn, en eiginmaður
prinsessunnar, sem Misja hét,
var iágættaður.
Prinsessan var skotin en
eiginmaður hennar hálshöggvinn,
og var þeim þó sýnd mikil vægð á
þarlendan mælikvaðra, þar eð
samkvæmt þarlendum lögum
hefði átt að grýta þau i hel. Ekki
fréttist af aftökunum erlendis
fyrr en nýlega, og hafa þær vakið
mikla gagnrýni i Bretlandi.
Breskur lögfræðingur, Anthony
Edie að nafni, skrifar i bréfi til
biaðsins Times: ,,Hefði slik villi-
mennska átt sér stað i Rússlandi,
Suður-Afriku eða Úganda hefði
hún undireins vakið gifurlega
hneykslan og andstyggð i öllum
hinum siðmenntaða heimi. Við
ausum miljónum punda i Austur-
lönd nær, sérstaklega til Saúdi-
Arabiu, svo að við eigum hlut að
ábyrgðinni á gerðum þesskonar
stjórnar, sem við styðjum og
hvetjum.”
Kona nokkur skrifar sama blaði
að enginn virðist hafa áhyggjur af
atburðum sem þessum i Saúdi-
Arabiu og spyr hvort olian lami
hina alþjóðlegu baráttu fyrir
mannréttindum.
Polisario truflar út-
flutnmg Máritaníu
Fjármálaaðilar i vafa um nýjar fjárfestingar
NÚAKSJOTT 26/1 Itcuter —
Máritania mun ekki geta staðið
við samninga uni útflutning á
járnmálmi i þessum mánuði og ef
til vill ekki heldur þeim næsta
vegna hernaðar skæruliða Polis-
ario, sjá Ifs tæðishrey f i nga r
Vestur-Sahara, en þcir herja
mjög i norðurhluta Máritaniu.
Skærustrið þetta hefur nú staðið
yfir i tvö ár.
Máritania fær um 80% gjald-
eyristekna sinna fyrir útflutt
járn, sem aðallega er selt til
Vestur-Evrópu og Japans.
Skæruliðar beina árásum sinum
einkum að 650 kólómetra langri
járnbraut, sem tengir námu-
borgina Súerat við hafnarborgina
Náadhibú. Þetta var upplýst á
fundi i Paris, þar sem rætt var
um hvort varið skyldi 500 millj-
ónum dollara til þess að hefja
járnnám á nýjum staö á
hernaðarsvæðinu i norðurhluta
Máritaniu. Meðal þeirra aðila,
sem hlut eiga að þessum fjárfest-
ingarfyrirætlunum, eru Alþjóða-
bankinn, Bandarikin, Frakkland,
Efnahagsbandalag Evrópu og
arabiskir fjármálaaðilar. Polis-
ario berst fyrir sjálfstæði Vestur-
Sahara, sem Spánn afhenti
Máritaniu og Marokkó 1976.
Alþýðubandalagið á Akranesi og nágrenni
Félagsfundur
Alþýðubandalagið á Akranesi heldur félagsfund mánudaginn 30.
,janúar kl. 20.30 i Rein. Fundarefni: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Undir-
búningur forvals til bæjarstjórnarlista. 3. Fréttir frá kjördæmisráðs-
fundi 29. jan. 4. önnur mál. —Stjórnin.
Herstöðvaandstæðingar i Kópavogi
Fundur verður haldinn um starf og stefnu Samtaka herstöðvaand-
stæðinga i Þinghóli við Hamraborg þriðjudaginn 31. janúar kl. 20.30.
Ath.: Nú er tækifærið til að koma skoðunum á framfæri. —Starfshópur
Samtaka herstöðvaandstæðinga i Kópavogi.
Alþýðubandalagið Seyðisfirði
Aðalfundur
Aðalfundur Alþýðubandalagsins i Seyöisfirði verður haldinn i Barna-
skólanum sunnudaginn 29. janúar kl. 17. Dagskrá: 1. Venjuleg aðal-
fundarstörf. 2. Kosningaundirbúningur. 3. önnur mál. — Nýir félagar
boðnir velkomnir. —Stjórnin.