Þjóðviljinn - 27.01.1978, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fösludagur 27. janúar 1978.
Gunnar Steinn
skrifar frá HM
Einar Karlsson
Ijósmyndari
SgBf f
Björgvin Björgvinsson átti stórleik meö tslenska landsliöinu á móti Sovétmönnum, en leikiö var i Árósum. Björgvin var fyrirliöi liösins aÖ þessu sinni. Ljósmynd þessa
tók eik- ljósmyndari Þjóðviljans og var hún simsend i gær kvöldi.
/
Hörkubarátta í fyrsta leik Islands í HM-keppni:
Island geröi sovésku
rísunum illilega bilt við
Það er óhætt að segja það
fullum fetum, að frammistaða
Islenska landsliðsins hér i
Árósum 1 kvöld gegn ofurefiinu
frá Sovétrikjunum var langt
framar vonum, enda þótt marka-
talan gefi það ekki til kynna. Það
var ekki fyrr en rétt fyrir leiks-
lokin að Sovétmenn tryggðu sér
sigur f krafti leikreynslu sinnar
en skömmu áður hafði ísland
minnkað muninn úr fimm
mörkum, sem þeir voru undir i
leikhléi, niður i eitt mark. Með
mikilli þrautseigju náði Islenska
liðið að saxa jafnt og þétt á for-
skotSovétmanna og lagði Gunnar
Einarsson i markinu þá stóran
skerf til baráttunnar. Hvað eftir
annað bjargaði hann meistara-
lega, varði vitaköst, skot úr
hraðaupphlaupum og langskot.
Islenska liðið fékk, þegar staðan
var 17:16 fyrir Sovétmenn, tvö
tækifæri til að jafna metin endan-
lega, en sóknarloturnar fóru þá
forgörðum og Sovétmenn héldu
sinu. Fimm marka forskot þeirra
i leikhléi var meira en tslending-
arnir gátu ráðið við, en framan
af, i þessum leik, var frammi-
staða Islenska liðsins frekar
fálmkennd og óörugg. Voru gerð
mikil mistök i sókninni i fyrri
hálfleik og varnarleikurinn var
ekki upp á hið besta. Má það ef-
laust rekja til þess að besta
varnarleikmanni íslenska liðsins
Arna Indriðasyni var visað úr
höllinni fyrir að hindra hraðaupp-
hlaup Sovétmanna með þvi að
gripa til knattarins þegar hann
sat á varamannabekk liðsins.
Voru þetta mikil mistök og
afdrifarik fyrir Islenska liðið.
Ekki er hægt að segja annað en
heildarútkoman úr þessum leik sé
mjög góð, þrátt fyrir að mörg góð
marktækifæri hafi verið mis-
notuð.
Gangur leiksins var i stuttu
máli sá að Sovétmennirnir
byrjuðu af miklum krafti og eftir
nokkrar minútur leit út fyrir að
landinn fengi þarna stóran skell.
Sovétmenn skorðuð 2:0 og komust
siðan i 5:2e» tslendingarnir réttu
smám saman úr kútnum og
minnkuðu muninn niður i eitt
mark er þeir náðu stöðunni 7:8.
En lokakaflinn var slæmur.
Sovétmenn skoruðu sex mörk
gegn tveimur það sem eftir var
hálfleiksins og höfðu þvi yfir i
leikhléi 14:9.
Og hlutirnir voru endurskipu-
lagir. Islenska liðið notaði leik-
hléið til hins ýtrasta og kom gjör-
breytt inná i siðari hálfleik eins
og áður segir og dyggilega hvatt
af hátt i fimm hundruö Islend-
ingum tókst þeim þvi að velgja
Sovétmönnunum verulega undir
uggum. Staðan breyttist úr 10:15 i
12:15 og siðan 15:16 og komu 12.,
13., og 14. mark Islands þá öll úr
vel heppnuðum hraðaupphlaup-
um. Siðan mátti sjá á markatöfl-
unni stöðurnar 16:17 og 18:17 en
þá skoruöu Sovétmennirnir fjög-
ur mörk gegn aðeins einu og
tryggðu sér verðskuldaöan sigur,
þvi vissulega sýndu þeir
skemmtilegan leik hér i kvöld þó
aðallega hefðu þeir yfirburði i
likamsstyrknum.
Mörk íslands skoruðu:
Axel Axelsson 5 (3v) Björgvin
Björgvinsson 3 Geir Hallsteinsson
3 Einar Magnússon 3 Gunnar
Einarsson 2 Þorbergur Aðal-
steinssoneitt mark og Janus Guð-
laugsson einnig eitt mark. Mark-
hæstur Sovétmanna var Massi
sem skoraði 4 mörk. Hin gamla
kempa Maximov átti að venju
mjög góðanleik og skoraði hann 3
mörk. Sovétmenn léku aö þessu
sinni án eins af bestu handknatt-
leiksmönnúm Sovétrikjanna
Klimov, en hann var meiddur lit-
illega.
Sænskir dómararþeir Nilson og
Olson dæmdu leikinn af mikilli
röggsemi og héldu leiknum allan
timann f skefjum, ef frá er talin
brottvisun Arna Indriðasonar,
fékk aðeins einn leikmaður að
hvila sig i tvær minútur;en það
var Axel Axelsson.