Þjóðviljinn - 27.01.1978, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.01.1978, Blaðsíða 5
Föstudagur 27. janúar 1978. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Stokkhólmi, 4. janúar 1978. Borgarastjörn FSlldins hefur urr þessi áramót hjaraö hálft kjör- timabil sitt, en hér i þessu kon- ungsriki er hvert kjörtimabil aö- eins þrjú ár i stað fjögurra i mörgum öörum löndum. Það þóttu mikil tiöindi sumariö 1976, þegar i ljós kom eftir at- kvæöatalningu, aö sósialdemó- kratar i Sviþjóö uröu aö yfirgefa ráðherrastólana eftir að hafa bælt þá i 44 ár. 1 fyrsta sinn á næstum hálfri öld komust full- trúar sænskra eignamanna 1 rikisstjórn. Blóðlausir kratar 1 upphafi kjörtimabilsins við- höfðu Fálldin og félagar hans i stjórninni, fulltrúar ihaldsflokk- anna tveggja, þó nokkuð stór orö um væntanlegar dáöir sem átti aö drýgja. Boðskapur þeirra var nokkuö samhljóöa þeim söng GUNNAR GUNNARSSON skrifar frá Stokkhólmi Palme: Stefnan? Ja, viö skulum lifa saman I bróðerni.. Eva (samstarfsflokkar Fálidins) býöur Adam (Fálldin forsætisráö- herra) aö bragöa á epli kjarnorkuiðnaöarins. Blóðlausir kratar sem barst frá Geir okkar og Ólafi þegar hægristjórnin heima tók við af vinstristjórninni heitinni. Það átti nefnilega aö ráöast gegn veröbólgunni og efla atvinnulifið. Hér i Sviþjóð hefur verðbólga fariö vaxandi siöan borgara- stjórnin tók við, hún hefur skroppiö upp I ein 13% sem þykir gifurlega hátt hér i landi og ekki taldar líkur á aö hún skriöi neitt saman að ráöi á næstunni. Atvinnulifiö hefur tekið þó- nokkrum breytingum frá þvl borgararnir tóku viö. 1 upphafi kjörtimabils ætlaði rikisstjórnin að útvega þjóðinni 400.000 ný störf eins og það var oröað. Nú, einu og hálfu ári siðar, blasir við atvinnu- leysi i mörgum byggðarlögum, atvinnuleysi, sem hefur ekki ver- iö jafnmikið i þessu landi i hálfa öld. Kjarnorkuklemma Eftir kosningarnar ’76 báru kratarnir harm sinn illa og sögöu aö orkumálaáróöur Thorbjörns Falldins hefði fellt þá. Þaö er sennilega rétt til getið, og nýlegar skoðanakannanir skjóta stoöum undir þá röksemd krata. Sá orku- málaáróður gekk reyndar út á það, að Sviar skyldu I framtiðinni leita sér raforku meö einhverju öðru móti en þvi aö byggja kjarn- orkuver. Kjarnorkuver hafa eigi aö siöur skriöið fram. Þaö kom nefnilega i ljós (eftir kosningar), að ekki var unnt að standa viö gefin kosn- ingaloforö varðandi kjarnorkuna, frekar en annað. 1 eitt og hálft ár hafa Sviar beðiö eftir þvi aö heyra forsætisráöherra sinn lýsa þvi yf- ir aö snúið yrði frá áætiununum um áframhaldandi byggingar kjarnorkuveranna á Forsmark og BarsebSck. Nú þegar eru starf- rækt kjarnorkuver á þessum tveimur stöðum og kjósendur borgaraflokkanna bjuggust viö, aö eftir kosningarnar yrði hætt við stækkun þessara kjarnorku- vera. Rétt fyrir jól lýstu svo formenn tveggja stjórnarflokka af þremur þvi yfir, að byggingu kjarnorku- veranna yrði haldið áfram. Boh- man efnahagsmálaráöherra (ihald) sagði já, Ahlman atvinnu- málaráðherra (frjálslyndur) sagði já, en ekkert heyröist frá Falldin. Hann haföi þó áöur látið það berast frá sér, að hann teldi hugsanlegt aö rikisstjórnin legði málið i hendur kjósenda með þvi að efna til kosninga, eða þá að 'efnt yrði til þjóðaratkvæöa- greiðslu. Loks siaðist það út úr Kanslihúsinu um daginn, að FSlldin gæti ekki tekið ákvörðun I kjarnorkumálinu, hann væri beggja blands, segði já i dag og nei á morgun eins og góöum framsóknarbónda sæmir, en sennilega væri hann þó nær þvi að segja já heldur en nei. Það þarf ekki að taka það fram, að Faildin tilheyrir Miðflokknum, en sá flokkur er nokkurn veginn sam- stofna Framsóknarflokknum á Islandi. Nú verða menn vist að taka margt með i reikninginn. Hér i landi tiðkast ekki endalausar blaðafrásagnir af þvi sem sagt er eða gert i þinginu. Deilur þar eða umræður fara þvi lengstum fram hjá flestum. Og kratar ráða ekki yfir nema litlum hluta blaða- kostsins. Þeir gefa út Aftonblad- et, sem, eins og þeir segja sjálfir, er hvergi nærri fullnægjandi til að um mælt nýlega, að nú verði krat- ar að hefja útgáfu stórs árdegis- • blaðs til þess aö efla aðstöðu sina á fjölmiðlamarkaðnum. Annað er það, sem hugsanlega deyfir eitthvað gagnrýniraddir kratanna hér, að flokkur þeirra virðist vera klofinn i afstöðu til borgaranna. Menn skiptast i hauka og dúfur, flokksforinginn Palme hefur verið gagnrýndur A hvaða leiö ert þú, herra Svenson? Daufleg andstaða Ýmsir bjuggust við þvi, að kratar með Oiof Palme i fylk- ingarbrjósti myndu hefja stór- sókn á hendur borgarastjórninni fljótlega eftir kosningar, hefja strax nýja kosningabaráttu og gefa rikisstjórn Fhlldins eins lit- inn frið og eins sterkt aðhald og frekast væri unnt. Sósialdemó- kratar hér eru feikilega valda- miklir i þjóöfélaginu, þeir ráða verkalýðshreyfingunni, og sam- göngur milli LO (sænska ASl) og kratanna eru eins góðar og hægt er að hugsa(sér. LO berst t.d. opið og einarðlega fyrir nýrri krata- stjórn. En þrátt fyrir hina sterku að- stöðu kratanna, virðist manni sem þeir láti borgarana að mestu i friði. Vitanlega gagnrýna þeir ráðstafanir borgaranna I þinginu og i flokksmálgagninu, en þess utan heyrir hin almenni kjósandi litið til þeirra. Og Olof Palme hef- ur sig miklu minna i frammi heldur en margir bjuggust við. flytja fólki góöar upplýsingar um gang þjóðmála. Aftonbladet er reyndar útbreitt, en það er sið- degisblað, sinnir pólitikinni lin- lega og fólk kaupir blaðið helst til þess að forvitnast um dagskrá sjónvarpsins, myndir kvik- myndahúsanna eða lesa hviskur um frægt fólk. Stóru morgunblöðin eru gefin út af einkaaðilum, og eitt þeirra þaö stærsta, Dagens Nyheter, tekur t.d. Aftonblaðinu langt fram hvað snertir frásagnir af þingumræöu, pólitiskum viðburðum innanlands og utan, og þar að auki er þvi blaði (þótt ihaldsættin Bonniers gefi það út) stýrt af vinstri mönn- um. Þaö tiðkast nefnilega i Svi- þjóð eins og viðast annars staðar, að blaðamenn ráöi sinum skrifum sjálfir, en séu ekki beinlinis leigu- pennar útgefenda, eins og þekkist á tslandi. Olof Palme hefur reyndar kvartað yfir þvi, að honum finnist pressan sem heild bera hlut krat- anna mjög fyrir borð I sinum skrifum, og hann hefur látið svo harðlega fyrir of lina afstöðu, og stundum hefur verið piskrað um það, að alis ekki væri vist að Palme yrði forsætisráðherra, tækju kratar við stjórnartaumum á morgun. Ljósið sem hvarf Sósialistar i mörgum löndum hafa mörg undangengin ár litið sænska krata forvitnisaugum. Meðan þeir voru enn i rikisstjórn, voru þeir mörgum öðrum vinstri- flokkum fyrirmynd, beittu sér fyriróvenjulega róttækri pólitik á alþjóðavettvangi, fordæmdu út- rýmingarstyrjöld Bandarikjanna i Vietnam einarðlega, svo eitt dæmi sé nefnt, og stóðu fyrstir þjóða við markmið Sameinuðu þjóðanna, að verja 1% þjóðar- tekna I aðstoð viö þróunarlöndin. Osjaldan bentu menn islenskum Nató- og ihaldssleikjukrötum á fordæmi sænskra krata. Það er lika ljóst, að sú borgaralega „frjálslyndisstefna”, sem islensk- ir kratar hafa tekið, mun seint fá hljómgrunn meðal sænskra sósialdemókrata. Allra siðustu árin er hinsvegar eins og eitthvað hafi dofnað yfir þeirri „róttækni” sem sænski flokkurinn varð þekktur fyrir. Hér i Sviþjóð benda menn á að flokkurinn lyftir ekki fingri til að gagnrýna þá sósialdemókrata- flokka sem hann helst telur sina bræðraflokka. Ekki heyrist hósti eða stuna frá sænskum, þótt þýskir kratar gangi á undan i heimalandi sinu við að efla hernaðaranda lögreglunnar i þvi riki, standa fyrir ofsóknarherferö á hendur minnihlutahópum og ieyfi lögreglunni i þvi riki að stunda fáheyrðar ofsóknir á hendur fólki sem þekkt er fyrir róttækarskoðanir. Og ekki heyrð- ist heldur múkk frá sænskum, þegar kratar i Portúgal, undir forystu Mario Soares, tóku jarðirnar aftur af smábændum, þær sömu jarðir og landeigendur höföu nokkrum árum áöur orðið að láta af hendi til verkalýðs sveitanna. Og nú taka menn betur eftir þvi en áður, að þótt kratarnir hér hafi stundum verið uppi með stóran kjaft á alþjóðavettvangi, þá er nánast enginn munur á ut- anrikisstefnu Falldin-stjórnar- innarog gömlu stjórnarinnar. Og menn spyrja lika: Bendir nokkuð til þess i alvöru, að kratarnir hefðu á nokkurn hátt stýrt land- inu ööruvisi heldur en borgararn- irhafa leitast við, hefðu þeir setið áfram i rikisstjórn? Kirkjuhöfðinginn Fvrir siðustu jól kom i bóka- búðir hér litil bók sem skartaði með stórri mynd af Olof Palme á kápunni. Þessi bók var samansett af viðtölum við Palme.og var eitt þeirra lengst og veigamest. Þar ræddi blaðamaður af vinstra væng krataflokksins vib flokks- foringja sinn. Viðtal þetta var tekið nokkrum dögum eftir að kosningaúrslitin ’76 lágu fyrir, en þótt það væri svo gamalt, þótti það nokkuð haldgott sem útlistun á stefnu Palme i sænskri pólitik. Það veröur ekki sagt að þessi bók hafi ýft pólitiskan sjó hér. Og þeir sem Noru sæmilega vel að sér i saumum sænskrar pólitikur áð- ur, græddu ekki neitt. Og þó hugsanlega það, að fá með bók- inni staðfestingu á þeim grun sin- um, að langt er siðan kratar hér hafa verið eins blóðlausir og núna. Kannski er hægt að endur- spegla innihald þessa viðtals- kvers með einni setningu. Blaða- maðurinn spurði Palme hver væri eiginlega stefna hans i sænskum stjórnmálum, hvaö hann vildi sjá i Sviþjóð framtiðarinnar: Ég tel að við getum og eigum aö lifa i þessu landi i bróðerni og sam- stöðu, sagði Palme; og hefði vist enginn kirkjuhöfðingi getað orðað þetta betur. idj i .

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.