Þjóðviljinn - 28.01.1978, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.01.1978, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐViLJINN Laugardagur 28. janúar 1978. Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Pálsson Ritstjórar: Kjartan ólafsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Svavar Gestsson Sfðumúla 6, Simi 81333 Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaði: Prentun: Blaðaprent hf. Árni Bergmann. Hverjireiga nú aö borga, verka- fólk eöa verö- bólgubraskarar? Samkvæmt gildandi kjarasamningum á launafólk, að fá greiddar verðbætur á laun þann 1. mars n.k. Þessar verðbætur á launin eiga að vega á móti þeim miklu verðhækkunum, sem átt hafa sér stað i nóvember og desember á siðasta ári og i þeim mánuði, sem nú er að liða. Gert er ráð fyrir að framfærslukostnað- urinn hækki um nálægt 10% á þessu þriggja mánaða timabili, og eiga launin að hækka álika mikið þann 1. mars sam- kvæmt gildandi samningum. Þau áform eru nú hins vegar uppi i liði rikisstjórnarinnar, að svipta verkafólk þessum verðbótum með þvi að rjúfa gild- andi kjarasamninga með lögum og láta verkafólkið bera verðhækkanirnar áfram bótalitið eða bótalaust. Það eina sem vefst fyrir ráðherrunum i þessum efnum nú er, hversu langt sé þor- andi að ganga strax fyrir kosningar, og hvað af árásunum á kjörin eigi að geyma fram yfir alþingiskosningar i júni. Um þetta hefur enn ekki tekist fullt samkomu- lag i rikisstjórninni og þingflokkum henn- ar. Á næstu dögum og vikum mun þó væntanlega koma i ljós hvaða hnefa stjórnarflokkarnir þora að sýna verka- lýðshreyfingunni og allri alþýðu strax og hvað þeir telja hyggilegra að geyma i þeirri von að lafa við völd eftir kosningar. En áformin snúast ekki um það eitt, að svipta verkafólk umsömdum verðbótum á laun fyrir þær verðlagshækkanir, sem þegar hafa átt sér stað. Jafnframt undir- býr rikisstjórin efnahagsráðstafanir, sem enn munu stórhækka almennt verðlag. Þar er fyrst og fremst um að ræða veru- lega gengisfellingu krónunnar, er komi til framkvæmda á nokkrum vikum, og þá verðhækkun á öllum innfluttum vörum, sem af sliku leiðir. Þessi áform rikisstjórnarinnar um ó- gildingu kjarasamninga og nýtt oliuflóð á verðbólgubálið verður að stöðva. Það get- ur verkalýðshreyfingin gert, ef hver mað- ur i hennar röðum skipar sér til faglegrar og pólitiskrar varðstöðu. í stað þess að rifta kjarasamningum og hella oliu á verðbólgubálið, þá þarf nú að gripa til stjórnunaraðgerða, sem miði að verðlækkun. Söluskatturinn, sem rikisstjórnin lætur innheimta hækkar allt verðlag um 20%. Vörugjaldið, sem núverandi rikisstjórn innleiddi sem nýjan skatt hækkar verðlag- ið einnig stórlega. Þessa skattheimtu ber að minnka verulega og lækka þannig allt almennt verðlag svo um muni. Auðvitað þyrftu fyrirtækin þá ekki að greiða jafn háar verðbætur á laun og ella, og ættu þvi fyrir bragðið að hafa rýmri fjárráð til að greiða skatta til þess opinbera. Það, sem rikissjóður tapaði við lækkun söluskatts eða vörugjalds á hann að mikl- um hluta að innheimta af fyrirtækjum, ekki sist viðskiptafyrirtækjum, i formi veltuskatta og stórhækkaðs tekjuskatts á þessa aðila, sem að undanförnu hafa söls- að undir sig ómældan verðbólgugróða. Við skulum öll muna, að i landinu eru 1600 fyrirtæki, sem borga annað hvort alls engan eða nánast engan tekjuskatt, þrátt fyrir tvöfalda veltu á við allan rikissjóð. Ætla má að velta þeirra verði hátt i 300 miljarðar á þessu ári. Látum þau borga 10—15 miljarða i tekju- og veltuskatta, en færum verðlagið niður sem þvi svarar t.d. með lækkun söluskatts. k. Mannorö skiptir máli Sá orðrómur hefur gengið fjöllunum hærra, að einn alþingismanna Sjálfstæðis- flokksins sé i hópi þeirra, sem komið hefur i ljós að eiga með ólögmætum hætti stórfé i Finansbanken i Kaupmannahöín. Hér er um svo alvarlega hluti að ræða, að með öllu er óþolandi fyrir saklausa menn að liggja undir slikum grun. Þjóð- viljinn gaf fyrir nokkru viðkomandi al- þingismanni kost á að bera af sér sakir á opinberum vettvangi, en þingmaðurinn vildi ekki gripa það tækifæri og hefur ekk- ert fengist til að segja um málið. Einhver rök kunna að finnast fyrir þvi, að birta ekki að svo stöddu upplýsingar um alla þá, sem skatta- og gjaldeyrisyfir- völd hafa fengið vitneskju um að eigi ólög- mætt fé i erlendum bönkum. Sú krafa hlýtur þó að vera ófrávikjan- leg, að skýr svör fáist um það þegar i stað hvort Jón G. Sólnes, alþingismaður sé á hinum danska Iista sem hingað var send- ur. Hafi Jón G. Sólnes ekkert óhreint i pokahorninu, þá er það skylda rikisstjórn- arinnar, að kveða orðróminn niður með opinberri yfirlýsingu, þar sem hér er um alþingismann að ræða. Sé orðrómurinn hins vegar á rökum reistur, og alþingis- maðurinn uppvis að alvarlegum lögbrot- um, ber honum að segja af sér opinberum trúnaðarstörfum þegar i stað. k. Nafnbirtingar krafist Þjóðviljinn hefur itrekað gert þá kröfu að birt verði nöfn þeirra manna sem eiga veruleg- ar uphæðir i Finansbanken án þess að hafa gert grein fyrir þeim með eðlilegum og lögleg- um hætti. Hefur Þjóðviljinn snúið sér beint til eins þeirra manna sem sagður er eiga inni verulegar upphæðir i Finans- banken. Jóns G. Sólnes, alþingismanns, en hann neitaði að svara spurningum blaösins. Viðtal Þjóðviljans við Jón G. Sólnes hefur vakið mikla athygli og innan Sjálfstæöisflokksins verða þær raddir nú sifellt há- værari að forystumenn flokks- ins Geir Hallgrímsson og Gunn- ar Thoroddsen gangi i málið og geri hreint fyrir sinum dyrum. Þrátt fyrir þá athygli sem viö- talið við Jón G. Sólnes vakti á sinum tima hafa blöð samtrygg- ingarflokkanna ekki hreyft málinu i fréttum eða forystu- greinum fyrr en i gær að dag- blaðið Visir birtir forystugrein þar sem tekið er undir kröfur Þjóöviljans. Visir segir: Haröir dómar og danskur listi „Dómstóll almenningsálitsins er önnum kafinn þessa dagana. Meöferö mála fyrir þeim dómi er einföld og ákveðin, nöfn ým- issa kunnra manna eru nefnd i tengslum við rannsóknir ákveö- inna mála svo sem brota á skattaiöggjöfinni, og þeir eru á svipstundu orðnir harösviraöir afbrotamenn i hugum dómar- anna, — almennings i landinu. Forvitni varöandi þaö, hverjir eru á listanum, sem skatta- og gjaldeyrisyfirvöld fengu um reikningshafa I Finansbanken i Danmörku hefur leitt til þess aö dómararnir ieggja saman tvo og tvo og nefna nöfn manna sem hugsanlega hafa haft tengsi eöa viöskipti viö danska aöila eöa gætu af öörum ástæöum hafa átt fé þar i bönkum. i annarri eöa þriöju útgáfu eru þessar vanga- veltur orðnar aö fullyröingum án þess aö nokkur staöfesting hafi fengist á þvi sem varpaö var fram i byrjun. Þar er dómstóll almenningsá- litsins I flestum tilvikum aö dæma saklausa menn. Þeir geta aftur á móti ekki hreinsaö sig af þessum sökum á meðan listinn er ekki birtur, og samkvæmt reglum um meöferð skattsvika- mála af þessu tagi er allsendis óvist, aö nöfn þeirra, sem i raun hafa gerst brotlegir veröi nokk- urn tima birt. i lang flestum til- vikum má búast viö aö málun- um verði lokið meö sátt á vett- vangi skattsektanefndar og þá koma nöfnin aldrei fyrir al- menningssjónir. Ef málunum verður aftur á móti visað til sakadóms veröa nöfnin gerð opinber, þegar dóm- ur er fallinn eöa játning liggur fyrir. Sögusagnir af svipuöu tagi og nú cru á kreiki voru daglegt brauö viö upphaf rannsóknar á ávisanamálinu svonefnda og voru þá margir dæmdir af al- menningi allendis ótengdir mál- inu. Að þvi kom, að opinberir aðilar sáu ástæöu til að birta nöfn þeirra scm tengst höföu rannsókn ávisanamálsins, aðal- lega til þess að hreinsa þann fjölda manna sem almenningur þóttist vita að væri viðriðinn málið en reyndist þvi óviðkom- andi. Gagnvart þeim einstakling- um, sem þessa dagana er veriö að saka um gjaldeyris- og skattamisferli, án þess að þeir hafi nokkuð til saka unniö eöa séu meðal eigenda danskra bankareikninga, —viröist óhjá- kvæmilegt aö birta listann yfir nöfn þeirra, sem I raun hafa gerst brotlegir. Þaö ættu rétt yf- irvöld aö gera fyrr en seinna.” Fíllinn kviöslitnaöi Það hefur lengi veriö vinsælt efni i vangaveltur að finna út- skýringu á brokkgengni land- búnaöar i Sovétrikjunum. Sovétmenn vita mætavel af þessu vandamáli sjálfir og hafa eiginlega ekki fundið betra ráð en að hafa þetta alvörumál i flimtingum. Samanber hina sovésku sögu sem svo hljóðar: — Af hverju fékk fillinn kvið- slit? — Af þvi hann reyndi að lyfta sovéskum landbúnaði. Raunar fellst i þessum fila- brandara viðurkenning á þvi að máliö er stórt i sniðum. Sumir hafa borið fram þá kenningu, að vandræði sovésks landbún- aðar stafi af ofskipulagningu, en engu ómerkari er sá skóli sem segir að þau stafi af of litilli skipulagningu. Enn er sá heim- spekiskóli til sem heldur þvi fram að kommúnismi sé i eðli sinu andstæður landbúnaði. Má i þvi sambandi visa til austur- þýskrar sögu sem svo hljóðar: — Pabbi, hvað er smjör? — Það er, væni minn, borg- araleg vara, sem var útrýmt sem betur fór i fyrsta áfanga uppbyggingar sósialismans. Þá var kátt í ýjósinu En nú virðist, sem betur fer, hilla undir pottþétta og tiltölu- lega einfalda skýringu á þessu máli. Morgunblaðið birti i gær merka frétt á forsiðu undir fyr- irsögninni „Mjaltakonur stút- fullar við störf”.Þar segir: „Moskvu, 26. jan. AP. MJÓLKURFRAMLEIÐSLA hefur dregist hastarlega saman á samyrkjubúi i grennd viö Moskvu og má rekja þaö allt til drykkjuskapar og óreiöulifnaö- ar mjaltakvennanna á bænum, segir I dagblaði i Moskvu i dag. Er löng grein um máliö og segir þar að forstjóri búsins sem sé góður og merkur flokksmaöur Strukov að nafni hafi reynt aö ráöa bót á þessu, en hann hafi átt við ofurefli aö etja og sér- staklega hafi mjaltakonurnar oröið honum erfiöar i skauti. Komi þær þéttkenndar til mjalta og láti öllum illum látum i fjósinu, svo að kýrnar verði óstyrkar og nytin hraðminnki.” Ósigur kommúnista- flokksins Þarna kom það. Það var þá ekki kommúnisminn sem slikur sem á sök á vandræðunum held- ur það gamla góða vodka sem hefur fylgt Rússum frá ómuna- tið, eða eins og segir i Nestors kröniku: „Kæti hafa menn af drukk á Rússlandi”. Menn taka eftir þvi, að i frétt Morgunbiaðs- ins hefur hinn alráði kommún- istaflokkur og fulltrúi hans ekk- ert að segja i skaut Bakkusar: með fulltingi hins forna guðs vinnur alþýðan frækinn sigur á afskiptasemi skrifræðisins. Hitt er svo annað mál, að oss virðist sem i frétt Morgunblaðs- ins felist ákveðin fyrirheit um lausn vanda hins islenska land- búnaðar. Þegar ölvun hefur dregið mjólkurframleiðslu sovéskra niður i eitt kiló á kú á dag eins og segir siðan i frétt- inni, þá ætti að vera augljóst, hvernig við getum sléttað smjörfjallið okkar góða. s -áb

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.