Þjóðviljinn - 28.01.1978, Qupperneq 6
« SIÐA — ÞJÓDVILJINN Laugardagur 28. janúar 1978.
flVIEÐ^
|EYRUN |
■ OPIN 1
Hljómplötumnsagnir:
Lokauppgjör
fyrir áriö 1977
Björk Guðmundsdóttir:
Björk
Bergþóra Arnadóttir:
Eintak
Fálkinn hf. ★ ★ ★ ★
Á þessari fyrstu hljómplötu
sinni syngur Bergþóra ágæt
frumsamin lög við Ijóð ýmsra
höfunda. Ber þar mest á frábær-
um ljóðum Steins Steinarr.
Undirleikurinn, sem er
framreiddur af nokkrum meðlim-
um hljómsveitanna Mannakorn
og Celsius, er eins og lög og söng-
ur Bergþóru, látlaus en smekk-
legur og þýöur. Tónlistin er
islensk þjóðlagatónlist og
„country/rock”. Þetta er róleg og
þægileg plata, sem menn ættu að
gefa gaum.
Vmsir flytjendur —
Jólastrengir
llljómplötuútgáfan hf.
★ ★ ★ ★ ★
Þetta er besta jólaplata, sem út
hefur komið hérlendis svo að ég
viti. Útsendingarnar eru lista-
verk Karls Sighvatssonar. öll
lögin eru gömul og þekkt jólalög,
að undanskildum þremur nýjum
lögum, sem Magnús Þór Sig-
mundsson samdi sérstaklega fyr-
ir þessa plötu. Lög hans gefa
gömlu lögunum ekkert eftir, og
lag hans Jólastjörnur er eitt al-
besta lag, sem hér hefur heyrst
um hriö.
Með söng sinum á þessari plötu
er Ruth Reginalds orðin ein af
okkar bestu söngkonum. Vil-
hjálmur Vilhjálmsson, Egill
Ölafsson og Berglind Bjarnadótt-
ir sanna að þau eru söngvarar á
heimsmælikvarða. Þá er hijómun
(sound) plötunnar betri en geng-
ur og gerist með islenskar plötur.
Deildarbungubræður —
Enn á jöröinni
ískross hf. ★ ~
Þetta er ein allra lakasta plata
ársins 1977. Hjálpast þar allt að:
lélegar útsetningar, léleg lög,
hörmulega lélegir textar o.sv.frv.
Fálkinn hf.
fyrir fullorðna: ★ ★-í-
fyrir börn: ★ ★ ★ ★
Þetta er ein af þremur bestu
barnaplötunum, sem út hafa
komiðá tslandi (Eniga Meniga og
Lög Unga Fólksins). En textarnir
sem eru lélegir, draga plötuna
niður. 6 laganna eru eftir islenska
höfunda. Þar af á listakonan unga
sjálf eitt stykki. Lögin eru mjög
misjöfn. Best eru: Músastiginn
(Björgvin Gislason), Álfur út úr
hól (Lennon/McCartney) og Bú-
kolla (Steve Wonder). Hljóðfæra-
leikurinn er að mestu framinn af
nokkrum meðlimum hljómsveit-
arinnar Poker. Er hann á köflum
nokkuð skemmtilegur. Tónlistin
er létt popp. Það verður gaman
að fylgjast með þessari efnilegu
listakonu i framtiðinni. Ekki sist
vegna þess að hún hefur mun
þorskaðri tónlistarsmekk en
gengur og gerist meðal 12 ára
barna. Textarnir fylgja á sér-
prentuðu blaði, eins og með öllum
öðrum plötum, sem Fálkinn gefur
út.
Geimsteinn —
Geimtré
Geimsteinn
FALKINN hf. ★ ★
Þetta er ein besta platan frá
Rúnari Júl. & félögum, frá þvi
Hljómar hættu i seinna skiptið.
Þetta er létt en kraftmikil rokk-
plata. ,,Disco”-blærinn” er horf-
inn úr útsetningunum (sem betur
fer). f staðinn er kominn kraft-
mikli og hressilegi sólógitarleik-
urinn, sem hefur vantað á Geim-
steinsplöturnar hingað til. Lögin,
sem öll eru frumsamin, eru flest
þokkaleg. Best eru Grjótaþorp og
Þokunótt (Þórir Baldursson).
Textarnir eru flestir hörmulegir
og stórskemma plötuna. Þeir
fylgja á sérprentuðu blaði, eins
og með A-F.
Fjörefni-A-F
Steinar hf. ★ ★ ★ -f
Aðalaðstandendur Fjörefnis
eru Jón Þór Gislason og Páll
Pálsson. Þeir eiga öll lögin og
flesta textana. Efnið er mjög mis-
jafnt að gæðum. Sumt er vont, en
annað mjög gott. Hlið 1 er tileink-
uð „Hallærisplaninu” og kyn-
slóðabilinu, en hlið 2 fjallar m.a.
um læralækinn fræga o.fl.
Tónlistin er létt rokk, „country”
og „disco”. Fjörefni er eitt efni-
legasta nafniö i plötubransanum,
sem fram kom á árinu 1977. Og
með fullri virðingu fyrir Agli
Ólafssyni og Björgvini Halldórs-
syni, er Páll Pálsson einn
skemmtilegasti rokksöngvari
landsins.
Gunnar Þórðarson og Lummurn-
ar
— Gamlar Góðar Lummur
Ýmir hf./STEINAR hf. ★ ★-*.
Það er meira en grátlegt að
veröa vitni að þvi, að maður, sem
hefur samið og flutt inn á hljóm-
plötur lög eins og Starlight og
Reykjavik, skuli vera viðriðinn
gamlar vondar lummur eins og
Marina og Viltu með mér vaka.
Ég óska Ólafi Þórðarsyni til ham-
ingju með að vera búinn að yfir-
gefa lummupeningavél.
Haukar —
...Svo á réttunni
llljómplötuútgáfan Ilaukur hf.
★ ★ +
Efni þessarar plötu er lélegt, að
undanskildu einu lagi, Hverfandi
þrá (Jóhann Helgason), og
tveimur textum, í tvilyftu
timburhúsi og Gunna litla i Garði
(Steinn Steinarr). Og þó að Engil-
bert Jensen sé, eins og reyndar
Gunnlaugur Melsted lika, mjög
góður söngvari, þá er ólikt
skemmtilegra að heyra hann
syngja lög eins og Lover man
(Hljómar ’74) heldur en þau lög,
sem hann syngur á þessari plötu.
Af hljómplötu-
flóðinu 1978
Eins og búast mátti við er von á
mörgum góðum og ennþá fleiri
vondum plötum á árinu. 1 febrúar
er von á eftirtöldum plötum m a.:
„Deadlines” með The Strawbs.
Vonandi tekst þeim á henni að
rifa sig upp úr þeirri meðal-
mennsku, sem þeir hafa verið i
s.l. fimm ár. Jefferson Starship
(Airplane) koma með plötuna
„Earth”. Little Feat verða með
„liveplötuna” „Waiting For Col-
umbus”. Bob Marley & The Wail-
ers verða með plötuna „Kaya”.
Þá verða Genesis, The Kinks,
Tom Robinson, Mannfred Mann’s
Earth Band, John Miles o.m.fl.
með plötur I febrúar. Ekki má
heldur gleyma Herbert Guð-
mundssyni og plötu hans „Á
Ströndinni”. t mars er m.a. vænt-
anleg plata með hljómsveitinni
Kraftwerk, „live” plata með The
Band, og Bob Dylan kemur með
eina. Verður spennandi að vita
hvort hann svarar fyrir skotin
sem Joan Baez o.fl. hafa verið að
skjóta á hann að undanförnu. t
mai er væntanleg plata frá David
Bowie. Rolling Stones og Lou
Reed hafa tilbúnar plötur. Á Lou
Reedplötunni verður önnur hliðin
„live”. Um þessar mundir eru
Steely Dan að taka upp eina góða
og sömu sögu er að segja af Steve
Winwood. Einhverntimann seinni
part ársins má eiga von á plötum
frá George Harrison, Yes, Pink
Floyd og Fallen Angels. En i Fall-
en Angles er m.a. söngvarinn frá-
bæri Phil May úr Pretty Things.
Af islenskum plötum á árinu
má búast við plötum með: Krist-
inu ólafsdóttur, Poker, Gaukum,
Árbliki, Nútimabörnum, Celsiusi
Fjörefni, Björgvini Halldórssyni
(sóló), Gunnari Þórðarsyni
(sóló), Brimkló, Mannakorni
Spilverki Þjóðanna, Megasi, Vil-
hjálmi Vilhjálmssyni, Melchoir,
Lummunum & Gunnari Þórðar-
syni, Halla & Ladda o.m.fl.
— jens
Silfurkórinn —
Hvit jól
SG-hljómplötur ★ ★ +
Ég var nú reyndar búinn að
skrifa langa umsögn um þessa
plötu og Jólastrengi fyrir s.l. jól.
En Þjóðviljinn er ekki siður háð-
ur aug 1 ýsingaskrum i
kapitalistanna fyrir jólin en hægri
blöðin. Þvi var ekki pláss fyrir
umsagnirnar fyrr en eftir jól. En
það er nú svo sem hægt að hlusta
á jólaplötur þó að hvergi sjáist til
jóla. A Hvitum jólum eru syrpur,
og fimm lög i hverri. Allt eru
þetta gömul og þekkt jólalög.
Mikið af textunum er béað bull
rétt eins og á öðrum islenskum
jólaplötum. Auk þess eru margir
þeirra f ihaldssömum dúr. Faðir-
inn vinnur fyrir jólagjöfunum,
móðirin sér um baksturinn, dótt-
irin fær brúður og saumadót i
jólagjöf., osfrv.
I Silfurkórnum eru 24 karl- og
kvensöngvarar. Ekkert af þvi
fólki er alþjóð kunnugt, nema
galdrakarl einn að nafni
Vilhjálmur Guðjónsson. Vil-
hjálmur hefur reyndar hingað til
verið mun þekktari fyrir ágætan
gitarleik með hljómsveitum eins
og Gaddavir, Frostmark, Galdra-
karlar o.m.1'1., en kórsöng. Stjórn
Silfurkórsins og útsetningar eru
allar i höndum Magnúsar Ingi-
marssonar. Allt hans verk er
einfalt en pottþétt. Sem sagt:
þokkaleg jólaplata.
Hilmar —
Skin og skúrir
H.H. /HLJÓMPLÖTUÚTGAFAN
hf. ★ ★ +
Það var kominn timi til að
Hilmar H. Gunnarsson, þekktasti
„partispilari” borgarinnar, kæmi
efni sinu á plötu. Hann getur sam-
ið góð lög. Sérstaklega eru rólegu
lögin hans skemmtileg. Textarnir
eru ekki eins góðir, en hreinskiln-
in i þeim kemur skemmtilega á
óvart. Þó að það sé orðið mjög
dýrt að gefa út hljómplötu
hérlendis, valdi Hilmar þann kost
að gefa plötuna útá eigin kostnað.
Með þvi að selja flestar eigur
sinar og með hjálp góðra vina gat
platan orðið að veruleika og þar
með stærsta ósk Hilmars ræst.
Undirleikurinn er allur unninn af
erlendum og þaulvönum stúdió-
mönnum. Textarnir fylgja á sér-
prentuðu blaði með þessum tveim
siðasttöldu plötum.
Framhald á bls. 18.
Bob Marley
m