Þjóðviljinn - 28.01.1978, Page 7

Þjóðviljinn - 28.01.1978, Page 7
Laugardagur 28. janúar 1978. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Hljódvarpid er orðið hornreka meðal íslenskra fjölmiðla. Efling hljóðvarpsins er andsvarið við lýðskruminu um frjálsan útvarpsrekstur” Olafur R. Einarsson: 99 Opnari dagskrár- gerð er andsvarið Ýmsir aðilar hafa á liðnum mánuðum haft i frammi mikinn áróður fyrir svonefndum „frjálsum útvarpsrekstri”. Þessi áróður hefur jafnframt getið af sér timabæra umræðu um hlutverk fjölmiðla og áhrifamátt þeirra. Þessi um- ræða hefur einkum tengst til- löguflutningi Guðmundar H. Garðarssonar á Alþingi um „frjálsan útvarpsrekstur” og Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert samþykktir erhniga i sömu átt. Þeir sem eru hlyntir áfram- haldandi „einokun” Rfkisút- varpsins hafa aftur á móti litið haft sig i frammi og alia vega ekki mótað neitt skeleggt and- svarvið þessum áróðri sem haft hefur á sér öll einkenni lýð- skrums. Fyrir skömmu birtist i Þjóð- viljanum ágæt grein eftir náms- mann er leggur stund á fjöl- miðlanám i London. I tveim opnugreinum rekur Stefán Jón Hafstein einkenni fjölmiðla- reksturs i einkaeign og bendir á að slikur rekstur leiði til vax- andi múgmenningar og lélegri dagskrárgerðar er taki nær ein- göngu mið af hagsmunum aug- lýsenda. En í lok greinar sinnar segir Stefán: „Margt mætti þó tina til um rikiseinokun. Til að mynda er ljóst að gagnger endurskoðun á útvarpsrekstri á Islandi þarf að koma til. Sú endurskoðun þarf að hafa það að markmiði að fjölga rásum, auka fjölbreytni, — i einu orði sagt opna möguleika þessarar umræddu tækni öllum lands- lýð..Eitt verður þó sú breyt- ing, sem vænta má, að hafa að leiðarljósi: Bylgulengdir sem til ráðstöfunar eru, eru almenn- ingseign. Þær ber að nota sem slikar.” Endurskoðunar er þörf. I niðurlagi greinar sinnar kemur Stefán einmitt að kjarna málsins. Umræðan um „frjáls- an útvarpsrekstur” er m.a. til kominn vegna þeirrar stöðn- unar sem vart hefur orðið i dag- skrárgerð Rikisútvarpsins. Þvi er nauðsynlegt að huga svolitið að rekstri hljoðvarpsins. Segja má, að eftir að sjónvarpsrekst- ur hófst á Islandi hafi málefni hljóðvarpsins fallið allmikið i skuggann. Rækilegar áætlanir og tillögur hafa verið gerðar um skipulagningu og dreifingu sjónvarps, en á meðan hefur allt verið látið danka hjá hljóðvarp- inu. En ef hljóðvarpið á að vera hlutverki sinu vaxið þá þarf þar að eiga sér stað mikil endurnýj- un og dagskrárgerð að taka mið af breyttum lifsháttum. Rikisútvarpið, hljóðvap er gott dæmi um stofnun sem auð- veldlegastaðnar i föstum skorð- um og stofnunin sem slik býður upp á vissa ihaldssemi i vinnu- brögðum. Þannig geta ýmsir dagskrárliðir unnið sér fasta hefð og enginn þorir að hrófla við þeim. Uppbygging dagskrár verður föst i sniðum og breytist litið þó t.d. miklar breytingar verði i þjóðlffinu hvað vinnu- tima o.fl. snertir. Stjórnendur hljóðvarpsins hafa einnig tak- markað möguleika á að kanna hlustuná ýmsa dagskrárliði eða æskilega timasetningu þeirra vegna þess að litlu fé er varið til hlustendakannana. Ef breyt- ingar verða á dagskrá láta hinir óánægðu til sin heyra en aðrir aðilar mynda hinn þögla meiri- hluta. Þetta leiðir til þess að menn freistast til að breyta sem minnstu. Eg er þeirrar skoðunar að nú sé nauðsynlegt að gera heildar- áætlun um eflingu hljóðvapsins er taki mið af þvi að gera stofn- uninni kleift að sinna betur þvi menningar- og sameiningar- hlutverki sem hljóðvarpið hefur að gegna með þjóðinni. Liklega hafa hlústendur aldrei fundið betur hve mikinn sess hljóð- varpið skipar i daglegu lifi landsmanna, en s.l. haust er út- sending féll niður vegna verk- falls. Hljóðvarpið er eini fjöl- miðillinn sem nær til allra landsmanna samtimis og hefur mótandi áhrif á daglegt lif allra landsmanna. Þvi skiptir miklú að þessi fjölmiðill hafi upp á sem best dagskrárefni að bjóða. En hvaða breytinga er þörf. Hverjuþarf að breyta? Forsenda þess að hægt sé að breyta miklu er að handhafar fjárveitingavaldsins hætti að skera við nögl fjármagn til erl- ingar hljóðvarpsins á sama tima og ekki er horft i miljóna- tugi varðandi sjónvarp. Sama gildir um ráðamenn stofnunar- innar sjálfrar. Þar þarf að kanna nýjar fjáröflunarleiðir, sparnað i rekstri o.fl. Menn horfa i aurana varðandi aðeins dýrari dagskrárgerð hjá hljóðvarpi á sama tima og ákvarðanir eru teknar um mil- jónaútgjöld vegna dagskrár- gerðarsjónvarps. Ekki má ráða nýtt fólk á dagskrárdeild eða fréttastofu, heldur telur kerfið betra að kaupa meiri auka- vinnu. Loksi vetur fékkst haldið námskeið i dagskrárgerð er gat af sér nýtt dagskrárgerðarfólk sem h'fgað hefur upp á dag- skrána i vetur, en halda þarf áfram á þessari braut. Á tæknisviðinu þarf að gera stórátak, bæta upptökuaðstöu og dreif ingakerfi. Hagnýta tækninýjungar eins og stereoút- varp o.fl. Fyrir nokkrum árum var mikið rætt um nauðsyn þess að koma upp landshlutaútvarpi. Var gerðkönnun á þvi, hvernig hagkvæmast var að reka slikar stöðvar og maður sendur til Noregs til að kanna rekstur slikra stöðva. Siðan hefur nær ekkert gerst, þrátt fyrir allt tal um byggðastefnu. Égtel, að eitt brýnasta verkefnið sé nú að koma á slikum landshlutastöðv- um er sendi út efni um sérmál hvers iandshiuta, birti lands- hlutafréttir og aðra dagskrár- gerð er lýtur að menningu við- komandi landshluta. Þessi dag- skrá sé send út á þeim tima sem aðalstöðin hafi hlé. Jafnframt sé útsendingartimi dagskrár lengdur og vissulega timabært að hafa sólarhringsdagskrá með hliðsjón af ört vaxandi vaktavinnu i landinu. Létt dag- skrá að næturlagi mun vart hafa mjög mikinn kostnað i för með sér, enda opnar hún fyrir nýja tekjustofna. Þá hefur litið miðað áfram áætlunum um skólaútvarp. Það mál virðist strandað i einhverri kerfisnefnd sem enn hefur ekki skilað áliti. Hljóðvarpið er mikilvæg fræðslustofnun fyrir fólk á öllum aldri og þvi ekki vanþörf á að leggja rækt við þessa hlið rekstursins. Ef dagskrárgerðin á að geta mætt kröfum nýs tima er nauð- synlegt að fjölga starfsliði dag- skrárdeildar eða hafa meira fjármagn til ráðstöfunar til að kaupa dagskrárefni. Jafnframt þarf að hækka greiðslur fyrir dagskrárgerð, svo hljóðvarpið verði samkeppnisfært um hæf- ustu starfskrafta til að vinna dagskrárefni og vinna það vel. Að likindum hefur fréttastofa hljóðvarps átt erfiðast með að aðlaga sig að breyttum aðstæð- um. Óviða hafa orðið meiri breytingari islenskuþjóðlifien i fréttamennsku. Breytingin á fréttaflutningi blaðanna, eink- um siðdegisblaðanna hefur haft i för með sér breytt fréttamat. Fréttastofa hljóðvarps hefur eðlilegaorðiðað temja sér vissa fastheldni i fréttaflutningi og reglur um fréttaflutning og heimildir fyrir fréttum gera fréttastofu hljóðvarps erfitt um vik að f jalla um fréttir sem sum dagblöðin gera að forsiðuefni. Þannig verða fréttatimar stundum eins og þurr upplestur fréttatilkynninga og fréttaaukar af landsbyggðinni oft heldur fá- brotnir, en landshlutaútvarp 'myndi breyta þessu til muna. En þrátt fyrir takmarkanir vegna reglugerða væri mögu- legt að gera fréttaflutning lif- legri en nú er. Sifelldar endur- tekningar á sömu fréttum er aftur á móti gjörsamlega að sliga fréttatimana, einkum á morgnana. Hið fámenna starfs- lið fréttastofunnar megnar ekki að breyta þessu og tima- pressan i starfi hefur einnig leitt til þess að æ fleiri villur slæðast inn I fréttir. A þessu þarf að ráða bót og gera frétta- stofu hljóðvarps kleift að mæta kröfum timans um fréttaþjón- ustu, þó ekki verði farið út i öfg- ar fréttamennsku siðdegisblað- anna. Rikisútvarpið á að vera mið- stöð lifandi þjóðfélagsumræðu, veitandi menningarefnis og vera til afþreyingar. Ef hljóð- varpið á að verða fært um að sinna þvi hlutverki betur en nú er, þarf að gera heildaráætlun um eflingu hljóðvarpsins. Það er verðugt andsvar við kröfum um útvarpsstöðvar einka- gróðans. Hvaðan á frumkvæðið að koma? Ég tel að það sé hlutverk alþingis og ráðandi aðila i menntamálum að gera úttekt á stöðu hljóðvarpsins og ákvarða hvaða stefnu skuli hafa varð- andi sess rikisf jölm iðla i islensku „fjölmiðlasamfélagi”. Verði það niðurstaðan,að æskil- egt sé að Rikisútvarpið eigi að skipa öndvegið, þá ber að tryggja það að fjárhagslega sé hægt að efla stofnunina. Nú kunna sumir að spyrja: Er það ekki hlutverk útvarpsráðs að marka stefnuna? Þvf er til að svara að útvarpsráð er aðeins ritstjórn dagskrár en Rikisút- varpið sem slikt lýtur ekki neinni slikri yfirstjórn, heldur er útvarpsstjóri æðsti maður stofnunarinnar er heyrir undir menntamálaráðuneytið. Þar að auki er þess vart að vænta að frá núverandi útvarpsráði komi frumkvæði i þessu efni. Þar hefur dagskrárgerð hljóðvarps verið algerlega hornreka, megintimi ráðsins fer i málefni sjónvarps sem virðast hafa for- gang og dagskrárgerð hljóð- varps aðeins sinnt með yfir- lestri dagskrárdraga, en litið fer fyrir stefnumótandi umræðu um hlutverk hljóðvarpsins. Þess er heldur ekki að vænta að fulltrúar þess flokks sem vill koma á svonefndum frjálsum útvarpsrekstri og vill sem flest rikisfyrirtæki burt, að slikir fulltrúar vilji að hljóðvarpið sanni ágæti sitt. Slikt striðir gegn yfirlýstri stefnu Sjálf- stæðisflokksins. Ahugaleysið um hljóðvarpsmálefni sem ég hef kynnst i útvarpsráði s.l. kjörtimabil býður svo sannar- lega ekki upp á bjartsýni á efl- ingu gamla góða útvarpsins á Skúlagötuströnd. Ólafur R. Einarsson „Þaö var” Framhald af bls 8. með) og held ég helst að engin þeirra hafi vitað neitt um téðan grip, og mátti einu gilda. Eitt var þeim sameiginlegt flestum ef ekki öllum: þær voru geysimontnaraf þvi að hafa verið i skólanum og héldu sig afbragð annarra kvenna. Sitt sýnist ætið hverjum, þessum sýndist hið sama. t hundrað ár hefur enginn islenskur maður litið við á götu, né mun nokkru sinni gera. Svo er kvennaskólanum fyrir að þakka ,,Hvurnin breitt var við kvenfólkið er ei um- skrifandi” Úr Tyrkjaránssögu I barnæsku minni hélt ég að landinu væri stjórnað af karl- mönnum eintómum, það væri karlmannaveldi, réðu þeir einnig fyrir hverri sveit og hétu þá hreppstjórar, eða oddvitar, og á heimilum riktu þeir flestir með einhverju bölvuðu offorsi, kunnu þeir raunar ekki þeim ráðum að fylgja sem til nytsemdar leiddu, og komu þvi fáar nytsemdir fram en voru ólatir að flengja varnar- laus tökubörn, svelta þau svo þau stækkuðu ekki svo sem þeim bar, ástunduðu að gera úr þeim vesa- linga og fáráðlinga, stundum lukkaðst að láta af börnum þess- um lifið. Ég hef það eftir áreiðan- legum heimildum að vinnukonur þeirra hafi jafnan átt þá yfir höfði sér, og þeim ekki tjáð aðleitalaga og réttar, en verið sveltar þvi nær til ólifis, smáðar á allan hátt ef þær merktust vera með barni, og þrælkaðar, en barnið fæddist beyglað og brenglað og var til þess fenginn umkomulaus maður fátækur að meðganga það, og er þvi oft lltið mark takandi á ætt- færslum. Atakanlegust er sagan af Sólborgu þeirri sem lengst fylgdi Einari Benediktssyni dauð, eftir að hafa farið sér á krans- auga, en hann haft hana í fangi sér hljóðandi þangað til hún tók andvörpin. Þvi það var og er al- mæli á Tjörnesi að bóndinn á bænum hafi verið hinn seki, en bróðir hannar saklaus, og hafi bóndinn logið og áklagað þau hálfsystkini (en milli þeirra var góð vinátta með frændsemi og annað ekki), og slapp sá bóndi óhegndur. Fantaskapur við skepnur var algengur i karlmannaveldi þessu, ogeruum það mýmörgdæmi, en þó flest fyrnd. Það kom i þær hroilur við lifið A meðan þetta veldi (ásamt prestaveldi, kaupmannaveldi, konungsveldi) vari blóma, var að brúðkaupi l'oknu tekið i hönd brúðinni og hún leidd inn I hús sitt sem til frambúðar átti að vera, og , liktist engu húsi, moldargryfja daunill, lek, rök og þröng, þarna var henni ætlað að ala börn sin tiu til tuttugu og hjúkra þeim, eldhús með hlóðum, fá efni tii hægðar, tinkrúsir, askar, alpakkaskeiðar með óbragði af spanskgrænu, þugnir járnpottar með sóti neðan á sér, skófum hið efra, grimmi- lega stórar sleifar, flaga til að elda við og mór, þungur og óbrennanlegur mór, isaldarsand- ur aðhálfu, leifar af þunglyndum birkikræklum sem lifað höfðu af kuldaskeiðið mikla og komið i þær hrollur við lifið, en ekki getað dáið útaf. Okkar hjálparhella Kvenréttindaskráin var okkur hjálparhella i þessu okkar göfuga verki, ogþvi lengrisem hún varð, þvi betur gekk. Við stofnuðum spitala, ætluðúm okkur að út- rýma holdsveiki, barnaveiki, sullaveiki, lús, kláða, flóm, eitur- bólum, berklaveiki, umgangs- kvillum,ogfjöldamörguöðru, t.d. var svo ástatt i sveit minni að þar dó allt að þvi helmingur barna á fyrsta ári, flestallir höfðu bein- kröm, sumir sjóndaprir (syfilis) sumir alkoholistar, en hommi enginn svo vitað sé nema ólafur gossari, svo sem um hann er skráð. Lesbia þorði engin að vera. Um þessar og aðrar aberrationir ástali'fsins var fátt skráð, ég ætla það finnist ekki framar á pakk- húsloftum, og hafi aldrei verið á þeim neinum. Sumir fengu of- hyldgun i nöglur. Þetta vildum við amma min ekki hafa, við útrýmdum þvi mestöllu. Fyrst ég minnist á Gossara, þá er best ég segi sög- una af honum þegar hann kom að Svarfhóli. Þangað kom hann á flakki sinu, þvi hann var flakkari. Þarnæst kom hann að Þingnesi og var ferjaður yfir Hvitá. Þang- að kominn hafði hann heldur en ekki sögu að segja af bænum, sem hann var að koma frá: „Kallinn dauður, kellingin verri en dauð, strákarnir örgustu landeyður, Jósep á við tvær. Stelpan (Helga) andhælis tuðra. En Málfriður valkvendi.” Ekki hæfa i neinu þessu nema e.t.v. hinu siðasta. I Þingnesi þótti ekki verulega varið i óhróður nema hann væri upploginn eða ýktur úr hófi. Að minnsta kostiheyrðiég þar aldrei neinn sannan óhróður. Það þótti ekki hæfa, að geyma þvilikt. En að sliku sem þessu fannst hið rétta bragð.Þessvegna geymdust setningarnar. Sundurlyndi Framhald af 3. siðu. alltaf yrði verið að tala um að stjórin væri i þann veginn að detta i sundur og þetta myndi hvorttveggja styrkja mjög stöðu sósialdómókrata. Enn eitt kæmi til greina: að Falldin segði af sér og Johannes Antonsson, varaformaður flokks- ins um langt skeið, myndaði nýja stjórn borgaraflokkanna þriggja, Miðflokks, ihalds og Þjóðar- flokks. Antonsson er öllu hlynnt- ari kjarnorkunni en Fálldin. Heldur liklegra er að þetta gerist en að borgaraflokkarnir hrein- lega gefist upp á stjórnarsam- starfinu. Ef það siðastnefnda gerðist samt sem áður, er nokkurnveginn ljóst að Þjóðarflokkurinn myndi bjóða sósialdemókrötum stjórnarsamstarf. Þjóðarflokkur- inn hefur þegar gefið það til kynna, en sósialdemókratar hins- vegar tekið dauflega undir það. Pípulagnir Nylagmr, breyting ar, hilaveitutenging ari Sirm 36929 (milli kl. 12 og ' og eftir kl. 7 a kv oldin)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.