Þjóðviljinn - 28.01.1978, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.01.1978, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN I.augardagur 28. janúar 1978. Umsjón: Dagný Kristjánsdóttir Elisabet Gunnarsdóttir Helga ólafsdóttir Helga Sigurjónsdóttir CÍIÍ3 AAalctaincHAttir Úr bókinni Samastaöur í tilverunni eftir Málfríði Einarsdóttur „Þad var illa faríð med konumar í mínu ungdæmi” Fyrir jólin kom út bók sem heit- ir Samastaður i tilverunni eftir Málfriði Einarsdóttur. Bókin er ævisaga höfundar eða endur- minningar.ogiermeginhluti bókar innar skrifaður fyrir 15-20 árum. Bók þessi er allsérstæð og ólik þeim ævisögum sem viö eigum að venjast. Frásögnin er mjög skemmtileg, irónisk og raunsæ i bland. Málfriður er orðin 78 ára oger þetta fyrsta bókin sem kem- ur út eftir hana. Hún er þó ekki óvön skriftum, hefur bæði fengist við ljóðagerð og þyöingar. M.a. þýddi hún oft framhaldssögur fyrir Þjóðviljann meðan þær voru i blaðinu. Viða i bókinni vikur Málfriður sérstaklega að kjörum alþýðukvenna, og bendir réttilega á að þau hafi veriö enn verri en flestra karla i sömu stétt. Við birtum hérna smáþætti úr bók- inni, þar sem einkum er fjallað um konur, en i næsta blaði er væntanlegt viðtal við Málfriði. Fyrirsögn og flestar millifyrir- sagnir eru blaðsins. Ógleðilegir brúðkaups- dagar Langamma min giftist nauðug. Tvennt var það sem henni brá verst viö um ævidagana: þegar hún sá auga sitt, sem hún hafði óvartstungið úr sérmeðskærum, koma ofan i kjöltu sina og þegar Jón langafi minn bað hennar. Hann var fæddur 1786 (eða 1784), en hún 1810, og var hann á fimmtugsaldri, þegar þau gift- ust, en hún liðlega tvitug. Ellefu áttu þau börnin, og lifðu átta. Ot af þeim er kominn mikill ættbálk- ur, bæði hér og i Kanada, og lifa kynni milli ættfólksins ennþá. ömmur mina giftust báðar nauðugar, Guðriður sárnauöug, Þuriður nauðug, og ekki hló brúökaupsdagurinn við henni. Allan daginn bað hún fyrir sér með þessari visu: Mildi og góði meistarinn, miskunn slika ég þreyi, hugarmóðinn heftu minn helst á þessum degi. Hver „meistarinn” var, veit ég ekki, kann vera að það hafi verið einhver sem hún þekkti og trúði á (af annars heims persónum), en ég vissi að hún trúði ekki á neinn lúterskan guö (Þakka skyldi henni!). Þá mun ég hafa spurt hvort hún hefði séð eftir þessu alla ævi. „Nei, ég hef alltaf álitið þetta hafa verið hamingju mina. Og eftir að ég fór að eiga börnin, varð ég þvi fegin að flest voru þau drengir, þvi ég hélt að þeim væri óhættara um að geta bjargað sér.” — Ekki held ég að ég muni orð hennar óbreytt. Ótilhlýðilega margar barneignir Aldrei lít ég svo i nokkra bók sem segir frá æviferli islenskra manna og kvenna, að mér blöskri ekki þeirra barneignir, svo ógn margar sem þær voru, og gagns- litlar að auki, því flest börn dóu, stundum öll börn hjóna og stóðu barnlaus eftir, mjög sorgandi. Stundum kom barnaveiki á bæ og lifði ekkert barn eftir, stundum mislingar og hjuggu stórt skarö, stundum bólusótt og gerði þá ör- kumla sem lifðu, stundum svarti dauði og lifði enginn af i heilum sveitum. Flestir sem tóröu ankrömuðust og urðu bognir og skakkir, þvi enginn þekkti þá hinn lifgefandi mátt sólargeislanna, en stúlkur áttu að vera hvitar sem snjór i andliti, þvi hvitara, þvi betra. Börn þeirra vildu verða skökk. Þessi sin mörgu börn áttu kon- urnarað sjálfsögðu að langmestu leyti með mönnum sinum, en stundum með vinnumönnum sin- um, nokkuð oft með flakkandi prestum. Ekki þorðu þær að koma heim til prestanna, þvi þar var maddömunni að mæta og lik- lega hundum hennar lika auk sveitaslúðursins. Oft bar það til og liklega oftar en sögur fara af, að stúlka lét heillast af álfa- sveini, lét hann gera sér barn og tregaði siöan ævilangt þeirra skilnað, minntist ætið vindrykks- ins góða sem hann gaf henni, leiddist allt annaö vin. Umkomuleysi kvenfólks á íslandi 1 þúsund ár höfum við islensk- ar konur norpað hér i þessu hvum- leiða landi án þess aö eiga okkur nokkurn skóla að ganga i og fátt við að una nema helst karlmenn svo dáskemmtilegir sem þeir voru flestir, stigvélafullir, með riðu,útútniraf brennivini, svartir fyrir neðan nef af tóbaki, hafandi ekki gaman af neinu nema að renna færi fyrir saklausa fiska sem synda i vötnum með friðari þokka en sjálf Galena, þegar hún stælir deyjandi álft. Svo sem við áttum enga skóla, áttum við ekki heldur bækur nema fáeinar þegar best lét, og þær allar samdar af karlmönn- um, sem stærðu sig af hetjuskap sinum, einkum i þvi fólgnum að bora grélum i lifandi hold, helst annarra manna, það var þeirra æðsta unað. Konur sem haföar voru til skit- verka á sveitaheimilum hétu griðkonur, en griðkona er sú sem fær að halda lifi þegar vikingar fararánshendi um ókunn saklaus lönd, brenna og bræla það sem þeir ná ekki að hafa með sér, reka konur undan sér eöa teyma á hár- inu, gera þær sér aö frillum. Slikt var atferli feðranna frægu og frjálsræðishetjanna góöu þegar þeir komu i lönd þar sem þeir ætluðu sér að græða peninga en ekki að hafa búsetu. Og er engin Malfriöur Einarsdóttir. furða þótt ,,vér, konur með vikingablóð iæðum” séum stoltar af sliku ætterni. Það er ég. Meðan aldir liðu fram varð litil breyting nema börn voru ekki hend á spjótsoddum, konur ekki strádrepnar (nema þær sem morðingjarnir vildu að lifðu), nema Stóridómur var settur og setjandi hans hafður höggvinn i grjót inni i Bessastaöakirkju, en er nú farinn þaðan, ekki hefur hann fariö sjálfur. Engin ung stúlka mátti eiga sinn unnusta, sist ef þeim hafði auönast barn Varúd Ung kona hér i bænum, Rósa Ingólfsdóttír, hefursagt það opin- berlega að hún væri til með að ÉTA rauðsokka hvar sem hún næði í þá — eða með hennar orð- um „hakka þær i sig”. Hún segir ekki hvað hún ætli að hafa sem viðbit með rauðsokkakjötinu og er það mikill skaði þvi að ekki veitir nú af einhverju góðgæti til að hressa upp á aðalréttinn — sem Rósu finnst raunar heldur ókræsilegur: „Þessar karlkonur (rauðsokkar) vilja helst ganga i ljótum fötuni, illa kiipptar og hár- ið á að fara sem verst. Auk þess hreyfa þær sig eins og karlar og reykja pipu”. Hugsið ykkur hvernig svona apparöt (sjá lika myndirnar efst ásíðunni) litu út á fatí á skreyttu kvöldverðar borði — oj barasta! Viðtal Gisla Sigurðssonar við Rósukom i Lesbók Morgunblaðs- ins 22. janúar. Sjálfsagt muna flestir eftir Rósu úr Ertu nú ánægð kerling? Hún er afskap- lega glæsileg og söng eins og eng- ill þar eitthvert lag eftir Megas. Það er meðal annars þess vegna sem það er alveg furðulegt að sjá ryðjast upp úr þessarri ungu og fallegu konu heiftina af þeim for- dómum og heimskulegu stimpl- um sem gamlir ihaldskurfar reyna gjarnan að klessa á rauð- sokka. Þá er ekki veriðað tala um málstað okkar heldur er taiað um okkur á persónulegu plani. Við erum skv. Rósu — „kynferðislega óánægðar” „ókvenlegar”, „óeðli-' (Auglýsing i útvarpinu á bóndadaginn 20. janúar) VERKFRÆÐINEMAR Á ÚTSÖLU! „Stúlkur, stúlkur, nú er stóra tækifærið. Erum búnir i prófum. Mætum i Sigtúni i kvöld. — Verkfræðinemar” ógiftum, þá var þeim sundurstiað með offorsi, stúlkunni gefið það sem kallaðist testimonium virg- inis af vorri allranáðugustu tign konunginum, barnið látið deyja, móöirin gift presti, helst berkla- veikum svo hún dæi lika. „Það var illa farið með konurn- ar iminuungdæmi,” sagði amma mln. Og þær gættu meydóms síns... Svona norpuöum við um aldir, konur á Islandi, eigandi varla nokkra bók, stundum ólæsar, og dóu allar úr leiðindum sem hneigðar voru til lesturs, en hinar tórðu og fylla nú iandiö. Skóla- lausar með öllu vorum við, en þegar skóli kom loksins eftir 1000 löng ár, þá, ó vei, ó vei, þá var hann danskur. Hann kom úr suð- austri. Forstöðukona var dönsk, og lærði aldrei að tala islensku svo mynd væri á, tvær þær konur sem studdu hana tíl þessara framkvæmda, voru danskar, dönsku nafni hét hún, danskir voru siðir hennar og venjur, danskt lesefnihennar, giska ég á, svört föt hennar, strangleiki eig- ind hennar, og námsmeyjar slnar lét hún klæðast peysufötum sem urðu að vera svört, voru dæmd aflægi annars, kenndi þeim og að gæta meydóms sins svo sem sjá- aldurs auga sinna, hvað þær og gerðu. Ekki þótti okkur að þessari nýbreytni sú aufúsa sem vert heföi verið. Ég hef kynnst þeim ýmsum, þessum námsmeyjum, og þótti mér sinn háttur á hverri þeirra, voru sumar skyldar mér en aðrar óskyldar, sumar yfirtak útá- setningasamar, einkum um litil- fjörlega smámuni og einkum við þá sem litils máttu sin, sumar voru kirkjuræknar og hræddar við kirkjugarða, sátu þögular og prúðar undir gaddfreðnum predikunum presta (en nenntu ekki að hlusta á mig, enda ekki von), klepróttum og stifum af rétttrúnaöarboðskap, sumar héldu að Helviti væri til og Skratt- inn lika, og mundi elta þær, allar trúðu á Guð, sumar á engla, sum- ar á drauga, huldufólk, nykra, sumar héldu að sólin kynni að dansa, sumar að sálir svæfu niðri i gröfum, i rotnuðum leifum af holdi ogbeinum og mundu vakna viö lúðurhljóm þegar Kristur kæmi i skýjum. Sumar fóru og gerðust guðspekingar, og fylgdi þvi mikil helgi, sögðu Ingibjörgu i Bæ að hún væri svona illa farin til heilsunnar vegna vonds fram- ferðis i fyrra lifi hérna á hnettín- um. En hún hélt að glæpir sinir hlytu að hafa verið margir og ljótir, fyrst refsingin var svona hörð. Sumar urðu svo lélegar hús- mæður að hjá þeim þrifust jötun- uxar,aðrarsvokattþrifnar aðhjá þeim þreifst ekki neitt. Sumar matgjöfular og rausnarsamlegar, og aðrar svo niskar að þær timdu engum aö gefa neitt, og dó allt i kringum þær nema þær sjálfar. Enga þeirra heyrði ég nefna Heimsmenninguna (þettaóbermi sem Þórður var alltaf að kvolast Framhald á bls. 7. Rauðsokkar! legar” (hvað sem það á nú að þýða) „Ijótar, úfnar og illa klæddar” „kunngerum mannhat- ur á samkomum okkar”og „virð- umst ekki hafa gert okkur grein fyrir þvi að karl og kona eru ekki sköpuð eins” o.s.frv. Hugmyndir Rósu um sjálfa kvenfrelsisbaráttuna eru mjög i skötuliki eins og sjá má: „Innst inni vill konan hafa manninn sterkan og geta hallað sér að hon- um: það er lögmál úr náttúr- unnar riki, sem ekki er hægt að ganga i berhögg viö...Einhvers staöar segir, aö þótt náttúran sé lamin meö lurk/leiti hún út um siöir. Ég vil halda i þessa hefö- bundnu ver kaskipti ngu vegna þess að hún á rætur i eldgamalli hefð og lögmáli(!). Konan á að gefa sig á vald þeim, sem hún Rósa Ingólfsdóttir: Konan þarf sterkan karlmann aö halla sér aö. elskar; hún missir ekkert fyrir þvi.” Við hérna á Jafnréttissfðunni getum ekki gert það upp við okk- ur hvort þetta viðtal við Rósu er bara hlægilegt eða hálf-sorglegt. Trúlega hefðum við ekki nennt að gera athugasemd við þessa rós-óttu heimspeki ef framhald klausunnar hér á undan og endir viðtalsins væri ekki á þessa leið: „Ég væri til með að mæta þessum karllkellingum og ræöa viö þær; mæta þeim skartklædd og hakka þær I mig glitrandi.” Þaö væri illur endir á góðu gamni ef Rósa Ingólfsdóttir æti Rauðsokkahreyfinguna glitrandi — en ef hún lofar að gera það ekki er hún meira en velkomin niður i Sokkholt — það er opið hvern virkan dag milli fimm og hálf sjö.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.