Þjóðviljinn - 28.01.1978, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 28.01.1978, Qupperneq 9
Laugardagur 28. janúar 1978. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 LISTASAFN ASI Mikill fjársjóöur sem okkur hefur veriö trúaö fyrir og yíö verdum aö læra að meta Listasafn ASt — hvernig starf- ar það, hver er tilgangurinn með starfinu, hvernig má helst auð- velda fólki úti á landsbyggðinni að njóta þess sem safnið hefur upp á að bjóða og hvernig eru undirtektirnar við starfsemi safnsins. Þessar spurningar lagði undirrituð fyrir forstöðumann safnsins, Hjörleif Sigurðsson list- málara, i spjalii um Listasafn ASt nú fyrir stuttu. Það er e.t.v. öþarfi að rekja sögu safnsins, en það var stofnað 17. júni árið 1961 þegar Ragnar Jónss. I Smára gaf Alþýðusam- bandinu ein 120 listaverk. Þessari gjöf Ragnars fylgdi það að hann fékk Björn Th. Björnsson til að skrifa sögulegt yfirlit yfir fs- lenska myndlist á 19. og 20. öld. Fyrra bindi þessa verks, sem nefnist Islensk myndlist, kom út árið 1964 og hið seinna nlu árum slðan, árið 1973, og hefur verkið gefið af sér nokkurt fé i bygginga- sjóð Listasafns ASl. Siðan hafa safninu borist margar góðar gjafir frá mynd- listarmönnum og öðrum velunn- urum verkalýðshreyfingarinnar. Þar má m.a. nefna gjöf Mar- grétar Jónsdóttur, konu Þórbergs Þórðarsonar, semer næst stærsta gjöfin sem safninu hefur borist frá upphafi. Nú eru verk safnsins orðin um 270 talsins, en alla jafna hefur verið of litið um fé til listaverka- kaupa. Mestur hluti safnsins eru gjafir en vonandi á það eftir að breytast til batnaðar i náinni framtið. Safnið var fyrst til húsa að Laugavegi 18. Fyrsta sýningin var að sjálfsögðu sýning á stofn- gjöfinni. Einnig voru haldnar nokkrar stakar sýningar, bæði i Reykjavik og út um landið. Arið 1969 var Hjörleifur Sigurðsson ráðinn starfsmaður safnsins, en áður höfðu starfað þar Arnór Hannibalsson og Sigriður Þorgrimsdóttir. Þetta var um það leyti sem MFA, Menningar- og fræðslusamband alþýðu, var að komast á lagg- irnar og var þá tekinn á leigu salur sem notaður var jöfnum höndum fyrir fræðslustarf MFA og sýningar listasafnsins, og var það fyrsti sýningarsalur þess. Frá þvi i september 1972 hefur safnið síðan verið til húsa að Laugavegi 31, i húsi Alþýðubank- ans. En i vor mun það loks verða flutt i frambúðarhúsnæði, i hús Alþýðusambandsins að Grensás- vegi 16. Sýningar um allt land — sum staðar fyrstu myndlistarsýningarnar Hvernig hefur safnið starfað? — Það hafa allt frá upphafi verið sýningar i Reykjavik, meira og minna. Þar hefur ekki einungis verið um að ræða sýn- ingar á verkum safnsins, heldur einnig sýningar af ýmsu tagi, t.d. svokallaðar „temasýningar” þ.e. sýningar sem snúast um eitthvert ákveðið efni. Má þar m.a. nefna sýningu sem nefndist Vinnan, sýning á ýmsum myndum af fólki að störfum. Einnig má nefna mannamyndasýningu, blóma- myndasýningu, landslagsmynda- sýningu, alþýðumálarasýningu o.m.fl. En hvað með starfsemina utan Reykjavikur? — Af safnsins hálfu hefur verið lögð mikil áhersla á að hafa sýn- ingar utan Reykjavikur. 1 fýrstu þurftum við reyndar að þrýsta svolitið á um að slikar sýningar væru haldnar, en nú er s vo komið að farið er að sækja eftir þvi og okkur berast alltaf fleiri og fleiri óskir um sýningar. Það eru yfirleitt verkalýðs- félögin á viðkomandi stöðum, sem taka við þessum sýningum og sjá um þær, ogofteru sýningar haldnar i samvinnu við önnur félög eðasvokallaðar menningar- vikur, t.d. sæluviku Skagfirðinga, Jörfagleði Búðdælinga o.fl. Sýningar á vegum Listasafns ASl hafa verið haldnar nokkuð viða. Auk þeirra staða sem hér á andan er getið hafa verið sýningar á Neskaupstað, Laugar- vatni, Höfn i Hornafirði, Isafiröi og viðar um Vestfirði, Stykkis- hólmi, Akureyri, Borgarnesi og Keflavik svo eitthvað sé nefnt. Sýningunum hefur alltaf verið vel tekiðog þær hafa verið vel sóttar. Sums staðar hafa þetta veriö fyrstu myndlistarsýningar, sem haldnar hafa verið á viðkomandi stað. Vinnustaðasýningar Einn liður i starfi safnsins hafa verið sýningar á vinnustöðum. T.d. var ein slik sýning i frysti- húsunum i Vestmannaeyjum á s.l. vori. Einnig hafa verið haldnar vinnustaðasýningar hér i Reykjavik og á Sauðárkróki. Hvernig hafa undirtektir vinnu- staðasýninganna verið? — Þær hafa mælst mjög vel fyrir og það er m jög mikill áhugi á að halda þeim áfram. Svona sýningar vekja alltaf athygli og umræður, og þó svo að ein- F ar andsýning á Vestfjörðum Seinni hluta s.l. sumars fór af stað á Vestfjörðum farandsýning Listasafns ASÍ, og var sýnt á flestum þéttbýliskjörnum kjáik- ans. Við inntum Pétur Sigurðs- son, forseta Alþýðusambands Vestfjarða, eftir þvi hvernig sýn- ingin hefði lfkað, og hvort Vest- firðingar hyggðust halda áfram með slíkar sýningar. Við höfum áhuga á að þetta verði fastur liður og árviss at- burður, sagði Pétur. Sýningin lik- aði alls staðar vel en reyndar var nokkur byrjendabragur á henni, þar sem þetta er fyrsta sýning sinnar tegundar hér. Viðhöfum lika áhuga á að setja upp vinnustaðasýningu t.d. hér á Isafirði. Eg tel að það verði að kenna fólki að meta og njóta þessamikla fjársjóðar sem okkur hefur verið trúað fyrir. 1 mörgum tilvikum þarft að vekja upp áhuga manna á myndlistinni, en eftir þvi sem maður sér fleiri og fleiri sýningar þeim mun betur lærir maður að meta þessa list. Fólk þarfað fá að venjast þvi að njóta myndlistarinnar og það verður þvi aðeins gert að verkin fái að koma fyrir augu manna. 1 þvi skyni eru vinnustaðasýning- arnar einmitt upplagðar. Siðan þegar búið er að vekja almennan áhuga á þessum efnum þá fer fólkið að taka þátt i þessari starf- semi sjálft. —IGG. Hjörleifur Sigurösson, forstööumaður Listasafns ASt Ein af myndunum á sýningunni VINNAN, sem haldin var i sambandi viö 32. þing ASl 1972. Nokkuöhefurveriö um erlendar sýningar á vegum Listasafns ASt. Ein slik var sýning á færeyskri grafik 1976, og hér má sjá eina af myndun- um á þeirri sýningu. hverjum liki ekki verkin á sýningunni, eins og gengur og gerist, þá er þeirra yfirleitt saknað að sýningu lokinni. Viða er vinna fólksins svo mikil að það hefur tæpast annan mögu- leika'á að njóta þessarar listar nema á vinnustað og því ber, á meðan svo er enn, sem vonandi á þó eftir að lagast, að efla slikar sýningar á vinnustöðum, sem mest má verða. Hlutverk safnsins Hlutverkþessasafns er fyrst og fremst að miðla myndlist til sem allra flests fólks, sérstaklega innan verkalýðshreyfingarinnar. t raun er það nokkuð takmark- aður hópur fólks, sem sækir list- sýningar að jafnaði, og er sömu sögu að segja i þeim efnum á hinum Norðurlöndunum t.d. Við viljum þvf reyna að veita sem flestum tækifæri til þess að njóta þessarar listar, — það hlýtur að hafa góð áhrif, og þeir sem njóta verða væntanlega einhverju ríkari og uppgötva e.t.v. alveg nýja veröld, sem þeir höfðu ekki þekkt áður. Annars er það erftirtektarvert að út um landið kemur miklu breiðarihópur, ef svomásegja.á sýningarnar og sennilega eru sýningarnar þar hlutfallslega miklu betur sóttar enhér i mesta þéttbýlinu. Hvað er svo framundan? — Einhverjar sýningar verða sennilega út um land á næstunni en ekki er alveg vitað enn hvar eða hvenær. Nýtt húsnæði — Listaskáli alþýðu 1 vor mun safnið verða flutt i nýtt húsnæði, og mun það gera allri starfsemi þess hægar um vik en nú er. Siðla árs 1976 var stofn- að hlutafélagið Listaskáli alþýðu og voru stofnendur 25 verkalýðs- félög viðs vegar að af landinu. Siðan hafa allmörg félög bæst i hópinn. Tilgangur listaskála alþýðu er að kaupa og eiga þriðju hæð hússins sem ASl er nú i, við Grensásveg, til þess að varðveita i og sýna myndir og verk Lista- safns Alþýðusambands íslands. Enn fremur er fyrirhugað að þarna fari fram önnur starfsemi verkalýðsfélaganna svo sem fundahöld, fræðsla og fleira. Ég litsvo á að það sé mikill kostur að geta þannig tengt þessa starfsemi hverja annarri, og að fólk geti þannig verið i stöðugri snertingu við myndlistareign sina samhliða öðru starfi. Meiri þátttöku En þvi er ekki að leyna að okkur vantar enn töluvert mikið fé til þess að standa undir þessum framkvæmdum. Það væri þvi ákaflcga gott ef fleiri verkalýðs- félög slægjust i hópinn. Það gefur augaleið að með þvi yrðu aliir möguleikar til að þjóna félög- unum út um landið miklu meiri, þegar safnið verður lika loksins komið f góða aðstöðu, sem hefur verið takmarkið fram til þessa. Þvi heyrist oft haldið fram að það sé svo dýrt að halda mynd- listarsýningar út um landið en það er bara bábilja. Okkar reynsla er a.m.k. sú að það eru allir reiðubúnir til þess að taka á móti slikum sýningum og leggja fram bæði vinnu og fé til þess. —IGG Fleiri viimustaðasýningar í Vestmannaeyjum .Þetta mæltist mjög vel fyrir og við höfum mikinn áhuga á að halda þessu áfram”, sagði Jón Kjartansson, formaður verka- lýðsfélagsins i Vestmannaeyjum aðspurður um hvernig Vest- mannaeyingum hefði likað vinnu- staðasýning Listasafns ASl sem þar var s.l. vor. Við vorum með sýninguna á þrem matstofum. Þetta eru mjög snyrtilegaroggóðarmatstofur og algengt er að þangað komi aðrir til að njóta þjónustunnar en að- eins þeir sem vinna hjá viðkom- andi fyrirtækjum. Þannig nutu allir góðs af sýningunni, bæði starfemenn fyrirtækjanna og aðr- ir. Einnig var nokkuð um að fólk beinlinis gerði sér ferð til þess að skoða sýninguna. Við höfðum þetta þannig að myndirnar voru færðar til, þ.e.a.s. við skiptum um myndir þannig að fólkið væri ekki alltaf að horfa á sömu myndirnar. Ég ræddi svolitið við verkafólk um þessa sýningu og það var eigin- lega þegar verkin voru farin og sýningin búin, sem maður varð var við mestan áhugann á þessu. Hjá okkur eru nú uppi hug- myndir um að fá áhugamálara og áhugaljósmyndara, sem við eig- um heilmikið af hér i Eyjum, til þess að setja upp sýningar á vinnustöðum, en trúlega verður það ekki fyrr en i sumar og þá i tengslum við samorrænu fiski- mannadagana sem fyrirhugað er að hafa hér. Mér finnst þetta mjög góö leið tilaðfæralistina til fólksins og ég hef einhverntima sagt það við hann Hjörleif að listasafnið þyrfti bara að verða sér úti um stóran og góðan sendiferðabll, sem hægt væri að ferðast með sýning- ar i m.a.s. hingað til Eyja_iGG

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.