Þjóðviljinn - 28.01.1978, Side 17
Laugardagur 28. janúar 1978. ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 17
Lee Remick og Paul Scofield f hlutverkum sinum Ileikriti Edwards Aibees, ótrygg er ögurstundin.
Sjónvarp kl. 22.05:
r
Otrygg er ögurstundin
Edward Albee, höfundur
leikritsins ótrygg er ögurstund-
in (A Deiicate Balance), sem
sýnt verður i sjónvarpinu í
kvöld, varð heimsfrægur fyrir
fimmtán árum fyrir leikrit sitt
„Hver er hræddur við Virginiu
Woolf?”
Strindberg endurborinn,
sögðu sumir, kvenhatari, sem
gerði hjónabandsviti að yrkis-
efni. Aður hafði Albee þó verið
vel kunnur þeim, sem gefa
gaum að framúrstefnuleikrit-
um, þvi hann hafði skrifað
nokkra einþáttunga i anda
absúrdistanna frönsku og beindi
þar skeytum sinum að banda-
risku þjóðfélagi. Með „Virginiu
Woolf” söðlaði hann um, felldi
leikrit sin upp frá þvi i hefð-
bundnari ramma og varð um
leið feikilega mælskur fyrir
hönd persónanna i sjónleikjum
sinum.
Edward Albee er fæddur i
Washington árið 1928 kjörsonur
vellauðugs iðjuhölds i skemmt-
anaiðnaðinum og eigandi fjölda
leikhúsa. Hann var alinn upp i
munaði og sendur i dýrustu og
finustu skóla, sem honum var
litið um gefið. Mjög snemma
komst hann i andstöðu við yfir-
ráðasama móður sina og gerði
uppreisn gegn Itilraunum hennar
til að gera hann að broddborg-
ara og fella hann inn i
þjóðfélagsmynd sina.Móðirin
var myndarleg og glæsileg
kona, sem ráðskaðist með smá
vaxinn, innhverfan eigin mann
sinn. Talið er, að hún sé fyrir-
mynd allra þeirra viljasterku
kvenna, sem Albee hefur verið
að lýsa i leikritum sinum frá
upphafi og allt ætla að kaffæra i
umhverfi sinu.
1 framhaldi af „Hver er
hræddur við Virginiu Woolf”
skrifaði Albee tvö leikrit, „Tiny
Alice” og „Ótrygg er ögur- ,
stundin” (A Delicate Balance).
Fyrir það fékk hann Pulit-
zer verðlaunin sem besta leik-
rit ársins 1966. I grundvall-
aratriðum fjalla öll þessi
þrjú leikrit um sama efnið:
Tilraun manneskjunnar til
að ráða lifsaðstöðu sina,
sambandið við fjölskyldu vini
og umhverfið. Þau hafa stund-
um verið spyrt saman og
nefnd „Þrileikurinn um kær-
leikann i Bandarikjunum”. f
þeim ber allt að sama brunni.
Hver hefur sinn djöful að draga,
hjónabandserjur, sjálfsblekk-
ingu, ástamál, brennivins-
drykkju og eigin sálarupplausn.
Vandinn er að fóta sig og ná
jafnvægi i linudansi lifsins.
Eftirtalin leikrit Albees hafa
verið sýnd hér á landi: Saga úr
dýragarðinum, hjá Leikfélagi
Reykjavikur, 1964. Hver er
hræddur við Virginiu Woolf?, i
Þjóðleikhúsinu 1965. Dauði
Bessie Smith, i Lindarbæ á veg-
um Þjóðleikhússins, 1967, Allt i
garðinum, i Þjóðleikhúsinu,
1971. Ótrygg er ögurstundin, hjá
Leikfélagi Reykjavikur, 1973.
Leikstjóri i kvöld er Tony
Richardson og aðalleikarar þau
Katharine Hepburn Paul Sco-
field og Lee Remick. Þýðandi er
Heba Júliusdóttir. Þegar
leikritið var sýnt hér i Iðnó
veturinn 1973—74, fóru Sigriður
Hagalin, Jón Sigurbjörnsson og
Helga Bachmann með aðalhlut-
verkin.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir. Fréttir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.30 Vikan framundan Ólafur
Gaukur kynnir dagskrá út-
varps og sjónvarps.
15.00 Miödegistónleikar
15.40 isienskt mál Gunnlaug-
ur Ingólfsson cand. mag.
talar.
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir.
16.30 Handknattleikslýsing
Hermann Gunnarsson lýsir,
frá Randers i Danmörku,
sfðari hálfleik milli íslend-
inga og Dana I heims-
meistarakeppninni.
17.10 Enskukennsla (On We
Go) Leiðbeinandi: Bjarni
Gunnarsson.
17.40 Framhaldsleikrit barna
og unglinga: „Antilópu-
söngvarinn” Ingebrigt
Dalvik samdi eftir sögu
Rutar Underhill. Þýðandi:
Siguröur Gunnarsson. Leik-
stjóri: Þórhallur Sigurðs-
son. Annar þáttur: Slöngu-
bitið. Persónur og
leikendur: Ebeneser Hunt.
Steindór Hjörleifsson.
Sara... Kristbjörg Kjeld.
Toddi... Stefán Jónsson,
Malla... Þóra Guðrún Þórs-
dóttir, Emma... Jónina H.
J ónsdóttir.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Tveir á taliValgeir Sig-
urðsson ræðir við Skjöld
Eiriksson skólastjóra frá
Skjöldólfsstöðum.
20.00 A óperukvöldi:
„Madame Butterfly” eftir
Puccini Guömundur Jóns-
son kynnir.
21.10 „Eg kom til þess að
syngja” Sigmar B. Hauks-
son ræðir viö Sigurö A.
Magnússon rithöfund um
ferð hans til rómönsku
Ameriku, bókmenntir og
þjóðlif álfunnar, einkum i
Mexikó og Guatemala.
Hjörtur Pálsson og Gunnar
Stefánsson lesa úr Islensk-
um þýðingum á verkum
suðurameriskra skálda.
22.05 Ór dagbók Högna Jón-
mundar Knútur R. Magnús-
sonles úrbókinni „Holdiö er
veikt” eftir Harald A. Sig-
urösson.
22.20 Lestur Passiusálma (5).
Sigurjón Leifssori stud.
Theol. les.
22.30 Veöurfregnir. Fréttir.
22.45 Danslög
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
16.30 tþróttir Umsjónarmað-
ur Bjarni Felixson.
18.15. On We GoEnskukennsla
13. þáttur endursýndur.
18.30 Saltkrákan (L) Sænskur
sjónvarpsmyndaflokkur. 4.
þáttur. Þýðandi Hinrik
Bjarnason. (Nordvision —
Sænska sjónvarpið)
19.00 Enska knattspyrnan
Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Gestaleikur (L) Spurn-
ingaleikur. Stjórnandi ólaf-
ur Stephensen. Stjórn upp-
töku Rúnar Gunnarsson.
21.10 Barnasýning i Fjölieika-
húsi Billy Smarts (L) Þáttur
frá fjölleikasýningu, þar
sem börn og dýr leika
margvislegar listir. Þýð-
andi Jóhanna Jóhannsdótt-
ir. (Evrovision — BBC)
22.05 Ótrygg er ögurstundin
(A Delicate Balance) Leik-
rit eftir Edward Albee.
LeikstjóriTony Richardson.
Aðalhlutverk Katharine
Hepburn, Paul Scofield og
Lee Rerriick. Leikurinn ger-
ist á heimili efnaðra, mið-
aldra hjóna, Agnesar og
Tobiasar. Drykkfelld systir
Agnesar býr hjá þeim. Það
fjölgar á heimilinu, þvi að
vinafólk hjónanna sest að
hjá þeim, svo og dóttir
þeirra. Þýðandi Heba
Júliusdóttir. Leikritið var
sýnt hjá Leikfélagi Reykja-
vikur veturinn 1973-74.
00.10 Dagskrárlok
Kærleiksheimilid Bil Keane
Snúðu bókinni rétt, annars skemmirðu i þér augun
TÆKNITEIKNARAR
Rafmagnsveitur rikisins óska að ráða
tækniteiknara sem fyrst. Starfsreynsla
æskileg. Umsóknir með upplýsingum um
menntun, aldur og fyrri störf sendist
starfsmannast jóra.
Rafmagnsveitur rikisins
Laugavegi 116, Rvik.
RÍKISSPÍTALARNIR
iausar stöður
VÍFILSSTAÐASPÍTALI
HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRI
óskast nú þegar á deild III (lungna-
deild)
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR og
SJÚKRALIÐAR óskast nú þegar á
ýmsar deildir spitalans.
Barnagæsla er á staðnum. Upplýs-
ingar veitir hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri i sima 42800.
Staða AÐSTOÐARLÆKNIS við
lungnadeild spitalans er laus til um-
sóknar, staðan veitist til 6 mánaða.
Upplýsingar veitir yfirlæknir i sima
42800.
SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA
RITARI óskast nú þegar. Góð æfing
i vélritun og stúdentspróf eða sam-
bærileg menntun áskilin. Umsóknir
sendist til starfsmannastjóra sem
einnig veitir nánari upplýsingar i
sima 29000.
Reykjavík 27. janúar 1978
SKRIFSTOFA
Rí KISSPÍ TALANN A
EIRÍKSGÖTU á, SÍMI 29000