Þjóðviljinn - 21.03.1978, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 21.03.1978, Qupperneq 16
MOOVIUINN Þriðjudagur 21. mars 1978 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt að ná i blaðamenn og aöra starfs- menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaöaprent 81348. ^ 81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóöviljans i sima- skrá. Engar fréttir af rannsókn Finansbankalistans Rétta listann fram í dags- ljósið! Ekkert er að l'rétta af rannsókn þess á hvern hátt listi með 51 af 7(i nöfnum reikningscigenda i Finansbanken hefur borist út. Þó er talið líklegast að nöfnin séu fengin af afriti hjá Pósti og sima yfir útsend ábyrgðarbréf. Framhald á 14. siðu Fagnaðar- e&ii, því þörfín er gífurleg Segir Adda Bára Sigfúsdóttir Ég fagna því að loksins skuli þessi deild tekin til starfa, þó fariðsó „hægt og sigandi” (MÖA) af stað i samræmi við stefnu Sjálfstæðisflokksins i þessum málum", sagði Adda Bára Sigfúsdóttir borgarfulltrúi. Það er lika fagnaðarefni að frá henni heyrist opinberlega, þvi eins og þessi takinarkaða aðsókn sýnir hefur fóTk varía vitaö að hún væri tekin til starfa. Það hefur kostað mikinn til- löguflutning og eftirrekstur af hálfu Alþýðubandalagsins i borgarstjórn aö koma þessu máli áfram. Arum saman höfum við flutt tillögur þessa efnis fyrir daufum eyrum meirihlutans, og það var ekki fyrr en 18. mars 1976 að borgarstjórn samþykkti að setja á stofn skipulagöa og sér- hæfða vinnumiðlun fyrir fólk með skerta starfsgetu. Sú tillaga var breytingartillaga við tillögu frá mér um aö komiö skyldi upp sér- stökum vinnustöðum fyrir þetta fólk. Siðan hefur verið rekið á eftir þessu máli á hálfs árs fresti og það var ekki fyrr en 3. nóvem- ber 1977 að ráðinn var starfs- maður til verksins, einu og hálfu ári eftir að borgarstjórn sam- þykkti deildina. Ég vona nú að hægagangurinn fari af i þessum efnum, enda er þörfin fyrir þesjsa starfsemi gífurleg. —ÁI Sigurður Magnússon, Btjórnarformaður FramSeiðsÍusamvinnufélags iðnaðarmanna Framleiðslusamvinnu- félag iðnaðarmanna hef- ur ákveðið að greiða full- ar verðbætur á laun sam- kvæmt samningum. Inn- an þess eru rafverktaka- verkstæði víða um land undír nafninu Rafafl og vé laverkstæði undir nafninu Stálafl. Þessi ákvörðun nær til 40-50 iðnaðarmanna sem nú eru í vinnu á vegum fé- lagsins. — Það er svo sem ekki mikil tiðindi að við skulum greiða þetta kaup, sagði Sigurður Magnússon, stjórnarformaður, i gær. — Fyrirtæki okkar eru jöfn eign allra starfsmanna eins og oft hefur komið fram i fréttum. Sem félagar stéttarfélaganna og sumir hverjir framámenn i Rafiðnaðarsambandinu erum við aðeins að fylgja eftir okkar eigin samþykktum á þeim vett- vangi. Það kom aldrei annað til greina en að greiða umsamin ■laun. Við treystum þvi lika að verkalýðshreyfingunni takist aö hrinda ólögum þeim sem stjórn- arflokkarnir hafa sett á launa- fólk. Við þurfum ekki að spyrja neinn um okkar gerðir, þvi allur okkar rekstur er utan samtaka atvinnurekenda. Og reyndar má segja að i launamálum fylgi fyr- irtæki okkar engum venjulegum aðferðum — allir sem við þau vinna, rafvirkja, járniðnaðar- menn, ungir eða fullorðnir, taka sama kaup. Dagvinnutaxtinn er kr. 1160 á timann. Það telst sjálfsagt gott miðað við kaup iðnaðarmanna, en það er engin ofsæll af þvi, að okkar dómi, sagði Sigurður Magnússon enn- fremur. Þá lagði Sigurður áherslu á að ineð þessu værufélagar að sýna framá að kaupgjaldið væri ekki of hátt. Vandamál i rekstri fyr- Halldór Snorrason var aft vinna hjá Stálafli aft Skemmuvegi 4 i gær. Hann er á sama kaupi og aðrir hjá Framleiöslusamvinnufélagi iönaöar- manna, þótt ungur sé. Ljósm. eik. EOvarft Guftmundsson og Einar Kristimson hjá Rafafli voru aö vinna viö tengingar aö Skemmu- vegi 4 i Kópavogi í gær. —Ljósm. eik. Kom aldrei annað til greina en að greióa umsamin laun irtækja væru tengd ástandinu i efnahagsmálum, vaxtakostnað- ur væri orðinn alltof hár og si- stækkandi útgjaldaliður. Þá yrðu þeir hjá Framleiðslusam- vinnufélagi iðnaðarmanna áberandi varir við að viðskipta- menn þeirra, sérstaklega hús- byggjendur, sæktust sifellt eftir meiri og meiri lánaþjónustu vegna þess að bankarnir væru lokaðir hinum almenna manni. — Ég held, sagði Sigurður, að nauðsynlegt sé að hafa kaup- gjaldið hér i einhverju samræmi við það sem tiðkast i nágranna- löndum okkar. Annars missum við okkar besta verkafólk og iðnaðarmenn úr landi. Ég hef þegar orðið töluvert var við það aö rafiðnaðarmenn eru farnir að leita fyrir sér um vinnu t.d. i Noregi. Mér finnst margt i atvinnuástandinu farið að minna á landflóttatimann 68-69. Framleiðslusamvinnufélag iðnaðarmanna tekur nú raf- magns- og vélaverkstæði á Raufarhöfn, vélaverkstæði i Kópavogi og er með rafiðnaöar- Tíkstur á Kópaskeri, Sauð- árkrók, Suðureyri, Hafnarfirði, Vestmannaeyjum og i Reykja- vik. Rafaflsmenn annast um 20- 30% af öllum nýlögnum á Reykjavikursvæðinu. A Suður- eyri við Súgandafjörð var ný- verið stofnað fyrsta rafmagns- fyrirtækið innan Framleiðalu- samvinnufélags iðnaðarmanna og á Raufarhöfn er verið að koma upp vélaverkstæði. A báö- um þessum stöðum leysir þessi þjónusta úr brýnni þörf. —ekh Kaupið er ekki of hátt Vinnumiðlun fyrir fólk með skerta starfsgetu Stofnuð hefur verið sér- stök deild fyrir fólk með skerta starfsorku við Ráðningarstof u Reykja- vikurborgar. Þar starfar einn maður, Magnús Jó- hannesson, fv. borgarfull- trúi Sjálfstæðisf lokksins, og fræddi hann blaðamenn Þjóðviljans um starfsemi deildarinnar í gær. Daglegur rekstur er fólginn i þvi að fólk kemur hér og skr'áir sig, sagði Magnús, og siðan leita ég til stofnana og fyrirtækja eftir starfi handa þvi. Þarfir fólks i þessum efnum eru mjög mismunandi, likamlegt ástand er misjafnt og margir treysta sér ekki til að vinna neina hluta úr degi. Fyrir hvern og einn þarf þvi að finna sérhæft starf þar sem getan til almennra starfa er skert. Hingaðhafa leitað milli 20 og 30 manns. Tekist hefur að útvega nokkrum þeirra vinnu, aðallega við skrifstofustörf og eins hjá hreinsunardeildinni, og vænti ég svars við beiðnum fyrir aðra. 3 úr þessum hópi höfðu atvinnu, sem þeir voru að gefast upp á, hinir eru allir atvinnulausir. Annars hefur timinn lika farið i að koma þessu á laggirnar og finna starfseminni farveg. Það er erfitt eftir þetta stuttan tima að segja til hvert framtiðarskipulag deildarinnar verður; úr þvi verður timinn og reynslan aö skera. Vandamálið er aö menn gera sér ekki grein fyrir þvi, að þessa starfskrafta má nýta, og þvi viðhorfi þarf að breyta. Þaö er almennt viðurkennt að vinna er algert nauðsynjamál, bæði andlega og lfkamlega og það á ekki siður viö um fólk sem hefur skerta starfsgetu. Ég reikna með þvi, að mest verði þrýst á hið opinbera i þessum efnum, þar sem riki og bæjarfélög hafa ákveðnum skyldum að gegna, skv. lögum um endurhæfingu frá 1970. Borgarstjóri hefur þegar sent öllum forstöðumönnum borgar- stofnana bréf, þaE-sem-miant er á þessar skyldur og tilkynnt þeim um stofnun deildarinnar. Hins vegar höfum við lika leitað út á hinn almenna vinnumarkað og munum halda þvi áfram. Við höfum haldiö nokkra fundi meö framkvæmdastjóra Endur- hæfingarráðs og Félagsmála- stjóra, og þvi samstarfi verður haldið áfram, enda eru þessar stofnanir háöar hvor annari. AI Alþýðubandalaglð á Fljótsdalshéraði Landbúnaðarfundur haldinn á Iðavöllum Alþýðubandalagið á Fljótsdalshéraöi boðar til fundar um land- búnaöarmál á Iðavöllum á skirdag, fimmtudaginn 23. mars. f'undurinn hefst kl. 16. Frummælendur eru Jón Viðar Jónmundsson, búfræðingur, Þór Þorbergsson, tilraunastjóri á Skriðuklaustri, og Helgi Seljan, alþingismaður. Lúðvik Jósepsson, formaður Alþýðubandalagsins, mætir á fundinn.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.