Þjóðviljinn - 30.03.1978, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 30. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
■
Charles Hannan
Foreldrarog
'proskahqft bortj
Samtöl við foreldra þroskaheftra barna
Plastprent hf. 20 ára:
50 manns í vinnu
og 400 m. kr. velta
Fyrirtækið Plastprent hf., sem
Haukur Eggertsson og fjölskylda
hans rekur, er 20 ára um þessar
mundir. Fyrirtækiö hóf starfsemi
sina i 50 fm bilskúr en er nú i 2250
fm húsnæöi viö Höföabakka 9.
Framieiöslumagn jókst um 45%
áriö 1976 og 70% á sföasta ári.
Starfsmenn voru upphaflega 2 en
eru nú 50.1 upphafi átti fyrirtækiö
eina sambyggða prent- og poka-
véi, en nú eru vélarnar um 20 og
eru i gangi dag og nótt.
Nú á Plastprent 3 vélar sem
framleiða plastslöngur sem eru
frá 7 sm á breidd og upp i 4 m.
Slöngurnar eru framleiddar úr
innfluttu plastkorni. t prentsal
eru 4 vélar en úr honum fara
slöngurnar i pokagerðarsalinn.
Þar eru 9 vélar i gangi og þarna
taka umbúðirnar á sig endanlega
mynd, stórir sorppokar og
áburðarsekkir, fagurlega
skreyttir innkaupakar, fiskum-
búðir og fleira og fleira.
Vegna aukinnar hagræðingar
hefur Plastprenti oft tekist að
gera hagstæðari tilboð en erlendir
keppinautar i mjög stór verkefni.
Má þar til nefna áburðarpoka og
fiskumbúðir.
Á árunum 1969-1977 varð fram-
leiðsluaukning á hvern starfs-
mann i fyrirtækinu 15% á ári. Ef
rætt er um gjaldeyrissparnað
þessarar innlendu iðnaðarfram-
leiðslu mun hann hafa orðið lið-
legá 20 miljónir króna á siðasta
ári.
—GFr
/
A lafoss-væröarvoðir
tilvalin fermingargjöf
Frá aðalfundi Verslunarbankans
732 miljónir í vaxtatekjur
Á aðalfundi Verslunarbankans,
sem fram fór á dögunum, kom
fram aö innlánaaukning fór á sl.
ári í fyrsta sinn yfir miijarð og
nam 1124.4 milj. kr. eöa 33.6%
aukning og voru innlánin i árs-
lok 4476.3 milj. kr.
Útlán Verslunarbankans námu
i lok s.l. ár 3256.1 milj. kr. og varð
aukning þeirra 615.4 milj. kr. eða
23.3% en gert samkomulag við
Seðlabankann var 20% aukning.
Með tilliti til meiri innláns-
aukningar en áætlað hafði verið
og bættri lausafjárstöðu á árinu
um 238 milj. kr. verður að telja
þessa útlánaaukningu innan eðli-
legra marka.
Niðurstaða i rekstursreikningi
bankans er 852,9 milj. kr. á móti
606,9 milj. kr. árið á undan og
hefur þannig hækkað um 246 milj.
kr. eða 40,5%. Reksturskostnaður
bankans á árinu varð alls 297,6
milj. kr. á móti 194,5 milj. kr.
fyrra ár og er hækkunin milli ára
53%. Laun hækkuðu um 74,8 milj.
kr. eða 62,4%, en annar kostnaður
um 28,3 milj. kr. eða 38,0%.
Vaxtatekjur bankans eru alls
732 milj. kr. og hafa hækkað frá
fyrra ári um 36,2% en aörar
tekjur, em eru ýmis konar
þóknun og umboðsstörf nema
120,2 milj. kr. og höfðu þær aukist
um 74,5% frá fyrra ári.
Eigið fé bankans er i árslok alls
396.1 milj. kr. Innborgað hlutafé
nemur 80,6 milj. kr., varasjóður
er 160 milj. kr. og höfuðstóll 145
milj. kr.
Þorvaldur Guðmundsson, stór-
kaupmaður, sem um árabil hefur
verið formaður bankaráðs gaf
ekki kost á sér til þeirra starfa
áfram og var Pétur Ó. Nikulásson
kosinn formaður i hans stað.
Ný bók frá Iðunni:
F oreldrar
og þroska-
heft börn
Foreldrar og þroskaheft börn
nefnist ný bók sem Iöunn hefur
sent frá sér. Höfundur bókarinnar
er Charles Hannam, en Margrét
Margeirsdóttir annaöist þýöingu.
Myndirnar í bókinni tók Hafliöi
Hjartarson.
A bakhlið kápu segir: „Þessi
bók fjallar um vandamál for-
eldra, sem eiga þroskaheft börn.
Efnið er sett fram á einkar raun-
sæjan hátt, en jafnframt fjallað
Fyrsti kvenn-
yoginn
til fslands
Þann 30. april er ráðgert að
fyrsti kvenyoginn komi hingað til
lands. Til styrktar þessu ferða-
lagi ætlar hópur kvenna að halda
tvennskonar basara. Nú á
fimmtudaginn 30. mars verða
seldar bækur og hljómplötur og
fimmtudaginn 5. april verður
kökubasar. Basararnir verða
báðir að Laugavegi 42. Yoginn
kemur hingað á vegum Ananda
Marga. Hún mun halda hér fyrir-
lestra og hugleiðslunámskeið.
um það af miklu sálfræðilegu inn-
sæi og þekkingu. Bókin gefur
mjög lifandi mynd af þeim marg-
þættu erfiðleikum, sem foreldrar
þroskaheftra barna glima við i
uppeldi þeirra. Höfundur er sjálf-
ur i hópi þessara foreldra og hef-
ur þvi mörgu að miðla af eigin
reynslu.
Bókin er að meginhluta byggð á
samtölum við sjö fjölskyldur Og
skiptist i niu kafla, þar sem tekin
eru til meðferðar mismunandi
viðfangsefni, má t.d. nefna:
Hvernig var foreldrum skýrt frá
vanþroska barnsins? Hvaða áhrif
hefur það á fjölskylduna sem
heild að ala upp þroskaheft barn?
Hvernig á að meðhöndla barnið
og móta uppeldisvenjur? Hvernig
er sambandi háttað við systkini?
Höfundurinn segir i formála að
bókin sé skrifuð i þeim tilgangi að
auka skilning fólks á málefnum
þroskaheftra og þess vegna eigi
hún erindi til allra, sem láta sig
varða þessi mál. Samt hljóti efnið
öðru fremur að höföa mest til for-
eldra, sem eigi við hliðstæð
vandamál að etja og þeir foreldr-
ar, sem skýra frá persónulegri
reynslu sinni i bókinni.
Ólafur Ólafsson landlæknir rit-
ar formála fyrir islensku útgáf-
unni og segir i lok formálans:
„Ég álit þessa bók gagnlega og
fræðandi fyrir flesta og ekki sist
heilbrigðisfólk og kennara sem
ber að sinna þessu vandamáli”.
— Bókin er 125 bls. að stærð.
ÁLAFOSSBÚÐIN
Vesturgötu 2 — sími 135 13404
p
Auglýsinga
síminn er
81333