Þjóðviljinn - 30.03.1978, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 30.03.1978, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 30. mars 1978 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 11 Frá heimsókn Margrétar Danadrottningar I islenska sýningarsvæðiO. — A myndinni má sjá Margréti Danadrottningu, Per Andersen, formann Scandinavian Clothing Council sem fslenskir útflytjendur eru aðilar að, John Ljunggreen, framkvæmdastjóra samtakanna, og (Jlf Sigurmundsson, framkvæmda- stjóra (Ttflutningsmiðstöðvar iðnaðarins. Harðnandi sam- keppni í ullariðnaði Dagana 16.-19. mars fór fram I Kaupmannahöfn kaupstefnan Scandinavian Fashion Week I Bella Center I Kaupmannahöfn. Þetta er I 25. skipti sem þessi sýning er haldin og alls tóku 788 fyrirtæki þátt I sýningunni þar af 8 islensk. Þau voru: Álafoss, AIis, Gráfeldur, Hilda, Les- Prjón, Prjónastofa Borgarness, Röskva og Iönaðardeild Sambandsins. Ivar Norgaard viðskipta- ráðherra Danmerkur opnaði sýninguna, og Margrét Dana- drottning skoðaði sýningar- deildirnar á sýningunni. Tvær islenskar sýningar- stúlkur gengu um sýningar- svæðið I íslenskum fatnaði og dreifðu kynningarefni um islensku sýningardeildina, sem var nú mjög vel staðsett á sýningunni. Við inngang inn i nýja sýningarhöll sem nú var notuö i fyrsta skipti. Þessi sýning hefur tvimæla- laust mjög mikið kynningarlegt gildi fyrir islenska útflytjendur. Sýninguna sóttu alls milli tvö og þrjú hundruö blaðamenn og mjög gott samstarf hefur tekist við kynningardeild sýningar- innar. Sala islensku fyrirtækjanna gekk vel á sýningunni þó liti út fyrir aö gróft prjón og þjóðlegur fatnaður sé ekki eins mikið i tisku og verið hefur. Éinnig er lját að samkeppni við erlenda framleiðslu úr islensku ullar- bandi fer nú vaxandi, oft þannig aö um nákvæmar eftirlikingar islenskra ullarvara sé að ræða. I ■ I ■ I ■ I ■ I I ■ I ■ I ■ I 8 i ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I i ■ I i ■ I ■ I i ■ I ■ I ■ I i ■ I ■ I 'ÚÉWMMti Aðaifundur Félags íslenskra kvik- myndagerðarmanna Harmar hlutinn sinn vid úthlutun lista- mannalauna Hér má sjá eina myndaslðuna úr sænska blaðinu „Svensk Omnibus tidning’’ um sérleyfishafa á Islandi. Helgaö íslenskum sérleyfishöfum Timarit sænskra sérleyfishafa, „Svensk Omnibus tidning”, 2. hefti 1978 er nær eingöngu helgað islenskum sérleyfishöfum eftir að blaðamaður þessa sænska blaðs hafði ferðast vitt og breitt um Is- land með rútum. Mjög margar myndir fylgja greininniogermikiðgertúr þeim erfiðleikum, sem islenskir sér- leyfishafar eiga við að glima hér á landi vegna slæmra þjóðvega, þröngra brúa og vegleysa sem oft á tlðum eru á leið þeirra. Sá er skrifar þessa grein heitir Göran Werner. Aðalfundur Félags Islenskra kvikmyndagerðarmanna var haldinn fyrir páskana. Um 40 kvikmyndagerðarmenn eru nú I félaginu. A fundinum voru rædd ýmis mál og gerð eftirfárandi ályktun: „Félag kvikmyndagerðar- manna harmar að úthlutunar- nefnd listamannalauna skuli enn á ný hafa opinberað ókunnugleika sinn á tilveru kvikmyndagerðar i landinu.” A fundinum var kjörin stjórn og skipa hana Þorsteinn Jónsson, formaður, Sigurður Sverrir Páls- son, varaformaður, Isidór Hermannsson og Páll Stein- grimsson. Pípulagnir Nylagnir, breyting ar, hitaveitutenging- ar. Sími 36929 (milli kl. 12 og 1 og eftir kl, 7 á kvoldin) KÍM: Mikið starf á síðastliðnu árí Aðalfundur Kinversk-Islenska menningarfélagsins (KtM) var haldinn að Hótel Esju 20. mars sl. t skýrslu formanns kom fram, að starfsemi félagsins var með mesta móti á siöasta ári. Hingað kom til lands kinversk vináttu- sendinefnd á vegum félagsins, kvikmundasýningar voru haldn- ar, listamenn frá Kina héldu hér fjölsótta tónleika, islensk sendi- nefnd hélt á vegum félagsins til Kina siðastliðið haust og efnt var til almennra fcrða til landsins, sem tæplega 50 manns tóku þátt I. Þá voru haldnir fundir um kinversk málefni og blaðaútgáfu var nokkur a vegum félagsins. Formaður gat þess I skýrslu sinni, að islenskir fjölmiðlar hefðu fjallað allmikið um kin- versk málefni og væri fréttaflutn- ingur ærið misjafn. Taldi hann, aö sjónvarpið gætti ekki nægi- legrar hlutlægni i fréttum sinum ogvonaðist til, að úr skorti þeim, sem er á kinversku efni i dagskrá þess, yröi bætt. Þá kom það fram, að i haust er væntanlegur hingað listdanshóp- ur frá Tibet og fyrirhugaö er að minnast 25 ára afmælis félagsins' á ýmsan hátt. Nú eru félagsmenn KÍM rúm- lega 300 talsins og gengu 67 nýir félagar i það árið 1977. Þá minntist formaður á það, að tslands hefði alloft verið getið i kinverskum fjölmiðlum undan- farið og væri það að nokkru leyti fyrir tilhlutan KIM. Væri það að vonum, enda hefðu samskipti þjóðanna farið vaxandi á ýmsum sviðum og ættu enn eftir að auk- ast. Stjórn félagsins var öll endur- kjörin, en hana skipa Arnþór Helgason, formaður, Dr. Jakob Benediktsson, varaformaður, Anna Einarsdóttir, ritari, Ölafur Elimundarson, gjaldkeri og Kristján Jónsson, meðstjórnandi. Ný frímerki Póst- og simamálastofnunin gcfur út tvö ný frimerki 2. mai nk. Frimerkin eru Evrópufrlmerki 1978, I flókknum Merkisbygging- ar. Þröstur Magnússon teiknaði frimerkin, sem bæði eru marglit. Þau eru prentuð hjá Courvoisier S.A., La Chaux-De-Fonds í Sviss. Annað frimerkið er að verðgildi 80 kr. og með mynd af Viðeyjar- stofu. Viðeyjarstofa var byggð á árunum 1752-54. Hún varbyggð að frumkvæði Skúla fógeta sem bú- staður landfógeta. Arkitekt hússins var danskur maöur, Nicolai Eigtved. Hann var þekktur arkitekt á sinum tima og meðal verka hans má nefna konungshöllina Amalién- borg. Nú er upnið að breytingum á húsinu þar sem þáð er fært nær sinu upprunalega útliti. Bygging Viöeyjarstofu brýtur blað i sögu húsagerðarlistar á Is- landi. Hún er fyrsta steinhúsið og jafnframt þvi lang stærsta iveru- hús þeirra daga. Af þessum ástæðum má telja Viðeyjarstofu meðal merkisbygginga, sé miðið við aðstæður þess tima. Hitt frimerkið er 120 króna merki með mynd af Húsavfkur- kirkju. Kirkjan var byggð árið 1906. Hana teiknaði Rögnvaldur ÓJafsson, en hann var fyrsti is- lenski húsameistarinn, og er kirkjan hans fyrsta verk sem reist var. Húsavikurkirkja er svo kölluð krosskirkja, byggð úr timbri. Hún er ein af merkisbyggingum þjóð- arinnar á timburhúsaöld, sem stendur frá þvi skömmu fyrir aldamótin 1800 til 1918, að talið er. -eös Skreiðar á spyrðubandi eða samtöl á ritvél Við sl. áramót var gefið út rit- verkið „CONVERSATION” eftir Einar Guðmundsson og Jan Voss. Annars vegar er um að ræða isl/þýskan texta — hins vegar er meðfylgjandi þýðing bókarinnar á þýsku og islensku. E.G. hefur áður gefið út bækur, m.a. „Lablaða hérgula” og „Flóttinn til lifsins.” Jan Voss er V-þýskur myndlistar-og bókar- gerðarmaður, sem dvalið hefur langdvölum hér á landi á undan- förnum árum, og tekið þátt i sýningum i Galleri SÚM og viðar. „CONVERSATION” er samtal á ritvél milli höfundanna, sem átti sér stað árið 1975 (gefið út það ár I takmörkuðu upplagi); byggist það á þáverandi kunnáttuleysi i móðurmáli hvors annars, en tilgangurinn var sá að reyna að láta hugsanirnar mæt- ast eftir föngum. tsl/þýski textinn kemur nú út i annarri útgáfu. Einnig fylgja með þýðingar, em önnuðust þeir Diet- er Roth og Magnús Pálsson. Þannig er um að ræða tvær bækur i einu hylki, kannski má segja að þær séu eins og sitthvor skreiðin á spyrðubandinu. Litill hluti upplagsins fer á markað á tslandi. Otgefandi er Edition Lebeer-Hossmann i Bruxelles og Hamborg. Grafik h.f. prentaði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.