Þjóðviljinn - 30.03.1978, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 30.03.1978, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN Fimmtudagur 30. mars 1978 Fyrirlestur í MIR-salnum 1 kvöld, fimmtudaginn 30. mars kl. 20.30, heldur verslunarfulltrúi Sovétrikjanna, Vladimir K. Vlassof, fyrirlestur i MÍR- salnum, Laugavegi 178 um viðskipti ís- lands og Sovétrikjanna. Syndar verða kvikmyndir, m.a. „Niðjar Ingólfs” (Patomki Ingolfura), Islandskvikmynd sem sovéskir kvikmyndagerðarmenn tóku i tiléfni 1100 ára afmælis Islandsbyggðar 1974. Þetta er frumsýning kvikmyndar- innar hér á landi. Aðgangur er öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Stjórn MÍR Hvammstangi — Skjaldarmerki Hreppsnefnd Hvammstangahrepps hefur ákveðið að efna til samkeppni um gerð skjaldarmerkis fyrir kauptúnið. Veitt verða ein verðlaun, krónur eitt hundrað þúsund. Tillögum skal skila á skrifstofu Hvammstangahrepps fyrir 1. mai næst- komandi og skulu þær merktar dulnefni, en nafn og heimilisfang fylgi með i lokuðu umslagi. Hreppsnefnd Hvammstangahrepps. Lögmenn! Munið aðalfund lögmannafélags íslands að Hótel Loftleiðum, Leifsbúð kl. 14 á morgun, föstudag og árshóf félagsins, sama dag kl. 19, i Lækjarhvammi, Hótel Sögu. Stjórnin BIFREIÐAEIGENDUR Athygli er vakin á að eindagi þungaskatts er 1. april n.k. Dráttarvextir leggjast á ógreidd gjöld frá gjalddaga sem var 1. janúar s.l., hafi þau ekki verið greidd að fullu fyrir 1. april. Fjármálaráðuneytið Blikkiðjan Asgaröi 7, Garöabæ önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verötilboð SIMI53468 Tökum aö okkur smiði á eldhúsinnréttingum og skápum, bæði i gömul hús og ný. Sjáum ennfremur um breytingar á innréttingum. Við önn- umst hvers konar húsaviðgerðir, úti og inni. Verkið unnið af meisturum og vönum mönnum. T résmíða verkst æðið Bergstaðastræti 33 — Simar 41070 og 24613 Glúmur Hólmgeirsson skrifar um BJARGRÁÐIN Rikisstjórnin okkar skipaöi eitt sinn nefnd, sem leggja skyidi á ráðin hvernig stjórna ætti fjármálum þjóðarinnar i framtiðinni og ráða bót á dýrtið og verðbólgu. Eitthvaö hefur nefndinni liklega farist þetta óhönduglega þvi þegar stjórnin fer að skoða þessi ráð nefndar- innar fleygði hún þeim öllum og lagði fyrir Alþingi, þegar þaö kom saman eftir jóialeyfi, sln ráð i lagaformi, og fékk þau samþykkt af þingiiö sinu. óráðin afturgengin Reyndar voru þau nú ekki mjög frumleg, nánast hin sömu og notuð hafa verið nú um ára- tuga skeið, þegar átt hefur að ráða niðurlögum dýrtiðar og verðbólgu, og ætið leitt af sér aukna dýrtið og verðbólgu. Allt af sama ráðið: Gengisfelling og árás á kaup launafólks. Verð- bólguvaldurinn var og er alltaf of hátt kaup launafólks og of hátt gengi krónunnar. Kaupsamningar voru gerðir um mitt s.l. ár, með atbeina rikisstjórnarinnar, milli verka- fólks og vinnuveitenda, sem fólu i sér ákvæði um kauphækkanir samkvæmt visitölu. Rétt furyr áramótin samdi rikisstjórnin svo um kaup og kjör við opin- bera starfsmenn, og voru þar sömu ákvæði um kauphækkanir samkvæmt visitölu. Mótmælaalda Eitt af ákvæðum verðstöðv- unarlaga rikisstjórnarinnar var ákvæði um að eigi skyldi greiða nema hálfa visitölu á laun. Eins og kunnugt er reis almenn mót- mælaalda launafólks við þessi ákvæði og taldi brotin á sér lög, með þvi að ógilda ákvæði i ný- gerðum launasaningum. Rikis- stjórnin reis öndverð gegn mót- mælum launafólks og taldi rikisstarfsmenn vera að fremja lögbrot með mótmælum sinum og hét þeim afarkostum ef þeir létu ekki af mótmælum. Ekki lítið að þakka Nú voru launasamningarnir við rikisstarfsfólk gerðir til tveggja ára og þá að sjálfsögðu undirskiliö aðbáðir aðilar stæðu við samningana allan tilskilinn tima. Hvernig er ríkisstjórninni stætt með þessar ádeilur slnar á opinbera starfsmenn þegar hún sjálf byrjar á þvi að brjóta ný- gerðan samning við starfsmenn með ákvæðum um niðurfellingu vísitöluuppbótar að hálfu? Eða má hún brjóta samning að ósekju? Stjórnarliðið telur að kaupmáttur launa haldist óbreyttur þótt visitöluuppbótin sé skert. Hvernig i dauðanum má slíkt ske? Fyrst er krónu- fellingin, sem hækkar á einu bretti skuldasúpu okkar erlend- is um miljaröa, hún hækkar verð allra innfluttra vara, sem veldur aukinni dýrtið I landinu. Ekki er það liklegt til að bæta hag verkafólks, svo það geti þol- að kaupskerðingu. Það er ekki langt siðan þessi bjargráðalög komu til framkvæmda, en eru þegar farin að verka. Dynur nú hver verðhækkunarauglýsingin á fætur annarri á manni. bað er ekki litið, sem alþýða þessa lands á að þakka núverandi stjórnarliði. Hún minnist þess vonandi við kjörborðið i vor. Það eru fleiri en launatóikio 1 landinu, sem ekki eru ángæðir með bjargráðalög rikisstjórnar- innar. Hraðfrystihúsaeigendur telja sig þurfa mun meiri geng- isfellingu eða annan ómaga- styrk. Það er táknrænt að þessar kvartanir koma svo til allar af þeim stöðum landsins, þar sem samvinnufélög eru litt þekkt i atvinnulifi og verslun en hin há- lofaða samkeppni er að mestu einráð. Eitthvað hlýtur að vera þarna að ef fiskverkunarhús geta ekki staðið undir rekstri, þegar verð á freðfiski er ein- muna hátt á erlendum mörkuð- Skortur á samvinnu Hér virðist augljóst að vantar samvinnu milli þeirra, sem veiða fiskinn og þeirra, sem verka hann. Það þarf að vera eitt samvinnufélag, sem rekur hvoru tveggja. Svo er hitt enn fráleitara, að sérhagsmunamenn séu að reisa mörg frystihús á stað, sem ekki þarf nema eitt. Þar verður niðurstaðan sú, að ekkert húsið verður fullbúið svo sem vera ber til sinna nota og hver eig- andinn reynir að troða skóinn niður af hinum, jafnvel með yfirboðum i hráefni. Ekkert húsið ber sig og þá er hlaupiö með betliskálina til rikisins. Skyldi ekki höfuðorsök kvein- stafanna liggja hér? Sérhags- munasamkeppnin er sjaldan til góðs. Glúmur Hólmgeirsson, Vallakoti, S-Þing. I ■ I ■ I i j i ■ I ■ I ■ I ■ I i ■ I ■ I ■ I ■ I I ■ I ■ I ■ I i ■ I ■ I ■ I i ■ I ■ I ■ I Betri heyverkun | Gt af erindi formannafundar búnaðarsambandanna um bætta heyverkun samþykkti búnaðarþing eftirfarandi álykt- un: Búnaðarþing leggur rika Fjárskortur hamlar starfsemi B.í. Við gerð fjáriaga fyrir árið 1978 var ýmsum tiliögum Bún- aðarfélags Islands um fjárveit- ingar tii starfsemi þess visað á bug. Af þeim sökum samþykkti Búnaðarþing eftirfarandi álykt- un: „Búnaðarþing vekur athygli á þeim mikla niðurskurði á vel' rökstuddum tillögum Búnaðar- félags Islands um framlög til starfsemi félagsins viö fjár- lagagerð fyrir árið 1978. Þess vegna hefur ekki tekist að af- greiða fjárhagsáætlun félagsins hallalausa þrátt fyrir mikla að- gæslu um meðferð fjármuna. Búnaðarþing skorar á fjár- veitingavaldið að sjá svo um, að Búnaðarfélag Islands hafi framvegis þau fjárráð, að það geti haft nauðsynlega umsjón með framkvæmd þeirra laga,' sem þvi er falið af rikisvaldinu að sja um framkvæmd á.” -mhg áherslu á, að gert veröi verulegt átak til bættrar heyverkunar I landinu. bar sem fóðuriðnaðarnefnd þeirri, er landbúnaðarráðherra skipaði á árinu 1976, var falið að taka heyverkunarmálin tii með- ferðar, felur þingið stjórn Bún- aðarfélags Islands að hutast til um við nefndina, að hún skili áltii um þessi mál sem fyrst. Jafnframt felur þingið stjórn Búnaðarfélags Islands að efna til nánara samstarfs við Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins og búnaðarsamböndin um rann- sóknir og leiðbeiningar til bættra heyverkunar hjá bænd- um. -mhg. VC/ Umsjón: Magnús H. Gíslason I ■ I ■ I i ■ I i ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I n I ■ I ■ I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.