Þjóðviljinn - 16.04.1978, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 16.04.1978, Blaðsíða 18
18 — ÞJ6ÐVILJINN ÍSAFJÖRÐUR STÓRUTJARNIR AKUREYRI HÚNAVELLIR EIÐAR lirsn REYKIR REYKHOLT 0t, ^TUfcj’^TSiT LAUGARVATN VBVI KIRKJUBÆJARKLAUSTUR SKÓGAR FERÐASKRIFSTOFA \1W.J RfKISIAS Reykjanesbraut 6, simi: 11540 Njótið hvíldar og hressingar á Eddu hótelunum r l sumar ALLT í ÚTILÍFIÐl' Fjallgöngu- og klifurvörur Berghaus bakpokar — ensk gæöavara Millet — franskir bakpokar og smátöskur Norsk göngutjöld og dúnsvefnpokar Utilíf Glæsibæ simi 30350 Nýr kynningarbœklingur á 5 tungumálum Um þessar mundir kemur til dreifingar fyrsti landkynningarbæklingurinn, sem Ferðamálaráð islands hef ur látið hanna og prenta og kemur hann út samtímis á fimm tungumálum, ensku, þýsku, frönsku, norsku og spænsku. Flugleiðir hf. hafa keypt talsvert magn af upplaginu tii dreifingar á söluskrifstofum sínum erlendis, en þar að auki mun Ferðamálaráð dreifa honum á skrifstofum sínum i New York, Los Angeles svo og víða annars staðar. Þá mun Utanrikisþjónustan dreifa bækl- ingnum víða um lönd. Textahöfundur er Sigurður A. Magnússon, en hönnuður Kristín Þorkelsdóttir. Ferðabúnaður Framhald af 9. siðu. Öryggisatriði í vetrarferð getur verið ágætt að hata isöxi eða broddstaf, en mannbroddar, sem eru fyrir- ferðarlitlir og léttir eru þó enn sjálfsagöari. Attaviti er litill hlutur og léttur, fyrirferðarlitill og ódýr, en alltof litið notaður, þó auðveldur sé i notkun, a.m.k. að þvi marki aö mikil hjálp sé að, þótt töluverða æfingu þurfi til að ganga eftir áttavita svo litlu skeiki. Sjálfsagt er að hafa með sér kort, hnif og snæri. Það getur reyndar flokkast undir öryggisatriði, og alltaf sjálfsögð þægindi, aðííafa einhverja nær- ingu með sér á gönguferð. Heita drykki i brúsa er heppilegra að hafa heldur en kókflöskur eða aðrar ölvörur, og súkkulaði, rúsinur eða aprikósur gefa kraft og hita. Gott er að venja sig á að gæta vel að veðri og skýjafari, þviof seint er að ákveða stefnuna þeg- ar hrið eða þoka er skollin á. Best er að fólkið heima viti ferðaáætlun okkar, svo hægt sé að leita með mestu mögulegri nákvæmni ef til þess kæmi. Búnaður til lengri ferða Nú eru framleiddar margar gerðir bakpoka, sem eru ætlaðir til mismunandi nota, en góðir pokar veröa þdað hafa sameig- inlegt nokkuð: Pokinn þarf að vera úr sterku, vatnsþéttu efni og i laginu þannig aö hann sé a.m.k. ekki þrengri að ofan en neðan, pg opið dregið saman með snúrulás. Grindin á að vera létt og stérk með breiöum og dugandi buröarólum og ekki má vanta mittisól. Pokinn má ekki vera of siður. Þegar þú raðar i pokann skaltu gæta þess að raða léttari hlutunum neðst. Þegar þú pakkar niður i pokann skaltu nota sem minnst pappir. Ai- ,-pappir eða plast er betra og þú skalt ganga frá flestum hlutum, ekki sist fatnaði i vatnsþéttum umbúðum. Um svefnpoka er það að segja, að dúnpokar eru dýrastir og langbestir. Rennilásinn verð- ur að vera vandaður og þannig úr garði gerður að hægt sé að loka pokanum bæði að innan og utan. Bestir eru þó pokar sem engan rennilás hafa, eru nokkuð viðir að ofan, og dregnir saman i opið með snúrulás. Svefnpok- inn er oftast borinn ofan eða ut- an á pokanum og skal þvi ávallt vera i vatnsheldum umbúðum. Um eldunartæki vil ég vera fáorður. Þau eru öll hættuleg og þarfnast aðgæslu og likiega gas- tækin þó mest. 011 mataráhöld þurfa að vera létt og hefur álið reynst einna best, en plast er heldur leiðin- legt. Af tjöldum er mikið framboð og borgar sig að spara ekki um of þegar tjald er keypt, þvi gæð- in samsvara oftast veröinu. Þó er undarlega erfitt að fá góð, létt göngutjöld. Ný góð tjöld eru oftast vatnsþétt, en missa þann eiginleika með aldrinum. Or þvi má bæta með þvi að bera á þau sérstök þéttiefni sem fást i sportvöruverslunum. Gættu þess að velja tjaldstaðinn vel. Tjaldaöu ekki i árfarvegi eða i slakka, vegna hættu á ágangi vatns, ekki heldur i giljum eða skorningum þar sem misvinda- samt er. Láttu tjaldopiö visa undan vindi. Sumir kvarta ávallt undan kulda þegar þeir eru i tjaldútilegu, öðrum liður aldrei betur. Þarna skilur á milli margt, t.d. lifsnautnin frjóa og ástin til landsins, sem þeim fyrrnefndu er vangefin, ásamt með þeirri skynsemi að búa sig og klæða eftir aðstæðum hverju sinni. Hér á eftir verða taldir upp nokkrir hlutir sem gott er að hafa i útilegu: Regnklæði, ullarsokkar, skyrta og buxur til skiptanna, léttir skór, nærföt til skipta, vindsæng (fyrir utan þægindin er hún góð einangrun gegn jarð- kulda), nál og tvinni, matarilát, snyrtiáhöld, eldspýtur, áttaviti, kort, og myndavél. je -c

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.