Þjóðviljinn - 16.04.1978, Blaðsíða 2
2 — ÞJÓÐVILJINN
AÐ FERÐ/4ST OG FRŒÐAST
Menningar- og fræöslu-
samband alþýöu og Al-
þýöuorlof hafa hafiö sam-
starf um aö efna til sér-
stakra kynnisferða eða
námsferöa fyrir félags-
menn í stéttarfélögum inn-
an Alþýðusambands Is-
lands og öðrum aðildar-
félögum Alþýöuorlofs und-
ir kjörorðinu „Að fræðast
og ferðast". Hafa fyrstu
ferðirnar verið ákveðnar
til Noregs og JúgóslavíU/
en fleiri ferðir eru i undir-
buningi.
Eins og kunnugt er hefur á und-
anförnum árum stöðugt fjölgað
þeim hópum launafólks. sem not-
ar fritima sinn til ferðalaga er-
lendis að meira eða minna leyti.
Miklum meirihluta þessa fólks
hefur fyrir kraft auglýsinganna
veriö beint á sólar- og baðstrend-
ur suðlægra landa, enda hafa
slikir staðir vissulega aödráttar-
afl fyrir þá sein búa við okkar
stuttu sumur og brigðula veöur-
far. Mörguin þykir þó, sem þess-
ar sólarferðir skilji næsta litið
eftir i hugum þátttaktnda. Fá eöa
engin tækifæri gefist tíl raunveru-
legra kynna af þvi fólki sem
sólarlöndin byggir, kjörum þess
eða menningu. Þá er og á það
bent að leitað sé langt yfir
skammt, suðlæg lönd sótt heim,
en litii samskipti höfð við þær
þjóðir sem islendingum eru
skyldastar að tungu, menningu og
lifsháttum. Þeirri skoðun vex
raunar stöðugt f y lg i á
Norðurlöndum að nærtækasta
viðfangsefnið i ferðamálum þess-
ara lands sé að auka samskipti
norðurlandabúa innbyrðis, auk
þess, sem skipulagöar séu náms-
og skemmtiferðir til annarra
landa.
Nýir valkostir —
Innihaldsríkar ferðír
Eins og að ofan greinir hafa
Menningar- og fræðslusamband
alþýðu (MFA) og Alþýðuoriof
(ALO) ákveðiö að gera sameigin-
lega tilraun til þess að mæta rétt-
mætum óskum þeirra féiags-
manna stéttarfélaganna sem
leita eftir feröatilboðum sem hafa
gildi fyrirþá fyrst og fremst sem
vilja fræðast um lönd og lifshætti
fólks um leið og þeir ferðast.
Þessu samstarfi verður i stór-
um dráttum hagað þannig að
MFA mun annast kynningu á þvi
viðfangsefni sem hver hópur
ákveður að taka fyrir, afla nauð-
synlegra gagna og skipuleggja
fræðslu á dvalarstað. Þetta verð-
ur gert i formi stuttra námskeiða,
leshringa eða á annan þann hátt
sem best hentar viðfangsefninu.
ALO mun hins vegar annast
samninga um ferðir, gistingu og
annað sem að ferðunum lýtuf i
samvinnu við Ferðaskrifstofuna
Landsýn. Meö þessum hætti er
stefnt að þvi að hagnýtasem best
þá reynslu og þekkingu sem sam-
tökin hafa.
Bæði samtökin, MFA og ALO,
munu njóta fyrirgreiðslu
hliðstæöra samtaka erlendis i
sambandi viö þessa fyrirhuguöu
starfsemi. Bræðrasamtökin á
Norðurlöndum hafa t.d. mikla
reynslu á þessu sviði.
Hvaö getur veriö i boöi?
Þetta samstarf MFA og ALO
byggist ekki á þvi að ,,framleiða”
tilteknar feröir þar sem allt er
rigskoraö fyrirfram heldur á hinu
að hagnýta ákveðna feröamögu-
leika og reyna að samræma þá
óskum einstaklinga, hópa og fél-
aga sem hafa ákveðin áhugamál
sem þeir vilja tengja ferðum sin-
um. Þess vegna er öðru fremur
leitað eftir tengslum við þá sem
hafa hugmyndir i þá veru sem
lýst er hér aö framan og nokkur
dæmi verða nefnd hér á eftir.
Aðrai^iúgmyndir eru þó að sjálf-
sögðu vel þegnar.
Þau dæmi sem hér verða nefnd
eru aðeins nokkrar þeirra hug-
mynda sem til umræðu hafa verið
innan MFA og ALO.
1. Kynnisferö fyrir
trúnaðarmenn á vinnu-
stööum.
Tilgangur slikra ferða er sá að
gefa trúnaðarmönnum stéttar-
félaganna og öðrum sem áhuga
hafa^ tækifæri tii þess kynnast
starfi stéttarbræöra við hliðstæð
störf meö heimsóknum á vinnu-
staði, viðræðum við stéttarbræð-
ur og forustumenn stéttarfélaga á
þeim stöðum sem heimsóttir
yrðu. Með þessum hætti fá
trúnaðarmenn félaganna o.fl. að
Júgósla\iía
Akveðnar hafa veriö
tvær ferðir til Júgóslaviu
fyrir þá sem sérstaklega
hafa hug á aö kynnast
landi og þjóö/ eða réttara
sagt þjóöum.
Fyrri ferðin hefst 16.
maí og stendur í þrjár vik-
ur. Síðari ferðin veröur 18.
júli og stendur í tvær vikur.
Dvalartímanum í hvorri
ferð verður skipt sem næst
að jöfnu milli skoöunar-
feröa um landið og dvalar i
Portoroz, baðstrandar-
bænum vinsæla á strönd
Adriahaf sins.
I skoðunarferðunum gefst kost-
ur á þvi annars vegar, aö kynnast
einstakri náttúrufegurð og sögu-
stöðum, en hins vegar, aö sjá i
reynd hvernig 20 miljónir ibúa
Júgóslaviu, af 6 ólikum þjóðern-
um, búa saman i þjóðfélagi sem
einkennist af sterku rikisvaldi en
jafnframt af mikilli valddreif-
ingu, t.d. aö þvi er snertir stjórn
atvinnulifsins. Þá er ekki siöur
athyglisvert að kynnast þvi hve
mikil áhrif launafólks eru i iðnaði
og öðrum atvinnurekstri. Reynt
verður að haga þessum feröum
þannig að sem flestir fái notið
þess sem þeir hafa áhuga á að
kynnast. Islenskumælandi leið-
sögumaður verður i ferðunum, en
auk hans júgóslavneskir fyrirles-
arar sem fjalla um einstök
málefni, og verður mál þeirra
þýtt á islensku.
Ohætt mun að fullyrða, að leið
sú sem valin hefur verið i skoðun-
arferðunum sé ein sú fegursta
sem kostur er á, enda hefur hún
oft verið nefnd „hjarta
Júgóslaviu”.
Lagt verður upp frá Portoroz,
en þar verð’tr dvalið þá daga sem
ekki er verið i skipulögðum skoð-
unarferðum. Frá Portoroz verður
siðan ekið i loftkæidum lang-
ferðabifreiðum sem leið liggur til
Ljúbljana, höfuðborgar Slóveniu.
Þar hefst kynnisferðin með fyrir-
lestrum um land og þjóð og skoð-
un borgarinnar. Siðan verður ekið
áfram til Bled, við samnefnt
stöðuvatn i júliönsku ölpunum og
gist þar. Eftir að hafa notið ein-
stakrar náttúrufegurðar veröur
ekið af stað og haldið til
Klagenfurt i austurrisku ölpun-
um. Næsta dag veröur haldið til
Júgóslaviu á ný, ekið gegnum
Mariborá bökkum Dravafljótsins
og þaðan áfram til Zagreb. 1 ferð-
inni 16. mai er ráögert að hafa
tveggja daga dvöl i Zagreb og
heimsækja þar m.a. fyrirtæki og
vinnustaöi. Þaðan verður farið til
Plitvicevatnanna, en þau og um-
hver-fi þeirra eru rómuð fyrir
náttúrufegurð. Næst liggur leiðin
til Sarajevo, þar sem dvalist
verður næturlangt. P'rá Sarajevo
er ferðinni heitið að strönd
KYNNIS OG N^MS-
FERÐIR FYRIR FÉL-
AGSMENN STÉTT/IR-
FÉLKGA Á NEGUM
MFk OG
/4LÞYÐU0RL0FS
kynnast kjörum, starfsháttum er-
lendra félaga,aöbúnaði þeirra og
þvi við hvaöa skilyrði trúnaðar-
menn búa i stárfi sinu samkvæmt
lögum, reglugeröum og hefð.
Þessar ferðir eru fyrirhugaðar
til Danmerkur og/eða Noregs og
samtök hiiöstæð MFA / ALO i
þessum löndum hafa heitið stuðn-
ingi sinum.
2. Kynnisferðir starfshópa
og félaga.
Vitað er aö starfsmannahópar á
fjölmennari vinnustöðum hafa
mikinn hug á þvi aö fátækifæri til
þess að sækja heim hliöstæð
fyrirtæki erlendis t.d. á Norður-
löndum og er þá hugmyndin sú að
tengja slikri kynnisferð orlofs-
dvöl á þeim slóðum sem dvalið er,
þannig að þátttakendur geti tekið
maka og jafnvel börn með sér. Er
þá reiknað meö ódýrri gistingu
t.d. i orlofsbúðum, skólum eða á
þar til gerðum tjaldstæðum sem
eru mjög vel útbúin viða á um-
ræddum slóðum. Einstök stéttar-
félög gætu einnig haft áhuga á
ferum sem þessum og má i þvi
sambandi minna á lofsvert fram-
tak Vfk. Snótar i Vestmannaeyj-
um tvö s.l. ár. Þegar er kunnugt
um að nýstofnað Nemendasam-
band Félagsmálaskólans hefur
hug á ferð af þessu tagi.
3. Atvinnulýðræði i
Júgóslaviu.
I sambandi við leiguflut Land-
sýnartil Slóveniu (Portoroz) hafa
komið fram hugmyndir um að
skipuleggja sérstakar kynnis-
ferðir þangað þar sem þátttak-
endum gæfist kostur á, auk þess
að njóta einstakrar náttúrufeg-
urðar og heimsækja sögustaði, að
kynna sér sérstaklega atvinnu-
lýðræði eins og það er fram-
kvæmt i Júgóslaviu. Tilhögun at-
vinnulýðræðis þar i landi þykir
forvitnileg fyrir margra hluta
sakir. T.d. hafa verkalýðssamtök
á Norðurlöndum skipulagt þang-
að kynnisferðir i þessum tilgangi
um langt skeið.
Hafið samband við MFA
Þeir sem hafa áhuga á ein-
hverju af þvi sem hér hefur verið
nefnt eða hafa aðrar hugmyndir
og áhugamál, hvort sem um er að
ræða einstaklinga, hópa eða
félög, þurfa að setja sig i sam-
band viö MFA Grensásvegi 16,
simi 84233 eða ALO Skólavörðu-
stig 16, simi 28180. Þessir aðilar
munu veita upplýsingar og við-
töku fyrirspurnum. Sameiginlega
veröur fjallað um þær óskir sem
berast og reynt aö fella þær að
þeim möguleikum sem fyrir
hendi verða þannig að sem flestir
geti notið þess að ferðast sjálfum
sér til gagns, fróðleiks og
skemmtunar.
Þar sem fjöldi einstakra ferða
verður takmarkaður vegna þess
hve leiguflugi er þröngur stakkur
skorinn hér á landi, auk þess sem
takmarka verður þátttöku i
trúnaðarmannaferðum, er ráð-
legast fyrir þá sem áhuga hafa að
láta heyra frá sér sem fyrst.
Norðurlönd
Kynnisför trúnaðarmanna til
Norcgs (Osló og nágrenni)
Fyrirhuguð er 8 daga ferö
til Noregs fyrir trúnaðar-
menn á vinnustöðum og
aðra, sem áhuga hafa. 1 stór-
um dráttum verður ferðin
þannig:
Brottför er fyrirhuguð
fyrri hluta júnimánaðar. I
skóla norsku verkalýössam-
stakanna verður hlýtt á fyr-
irlestra um norsku verka-
lýðshreyfinguna, siðan verða
heimsóttir vinnustaðir af
mismunandi tagi i nágrenni
Osló, svo sem i borgunum
Drammen, Kóngsberg,
Portsgrunn, Skien, Karlstad
o.fl. Ennfremur verða
verkalýðsfélög heimsótt,
rætt við forystumenn þeirra,
trúnaðarmenn vinnustaða og
skipst á skoðunum um ýmis
mál, sem eru ofarlega á
baugi i norsku verkalýðs-
hreyfingunni, svo sem
vinnuverndarmál, fræðslu-
mál o.fl. Islenskur leiðsögu-
maður (túlkur) verður með i
förinni.
Ferð fyrir trúnaðarinenn og
aðra til Norður-Noregs
Stefnt er að þvi að efna til
svipaðrar ferðar til Norður-
Noregs, ef hagstæðir samn-
ingar takast um ferðir og
næg þátttaka fæst. Sennileg-
ur brottfarartimi er júni-
mánuður n.k., en verður á-
kveðið nánar i samráði við
þátttakendur.
pólland
Pólska alþýðusambandið
hefur sýnt sérstakan áhuga á
þvi að skipuleggja ferð og
taka á móti hópi frá Islandi,
sem kynnti sér verkalýðsmál
i Póllandi, með þvi m.a. að
heimsækja vinnustaði og
verkalýðsfélög og fá þannig
tækifæri til að ræða við fólk
úr ýmsum starfsgreinum i
pólsku atvinnulifi.
Hótel Hveragerði
Króatiu með viðdvöl i Mostar, en
náttstaður veröur i baöstrandar-
bænum Split. Frá Split verður
siðan ekið með strönd Króatiu,
yfir Istraskagann til dvalarstað-
arins i Portoroz.
Þessi leiðarlýsing er gerð með
fyrirvara um hugsanlegar breyt-
ingar á dvalartima á hverjum
stað.
er starfandi allt árið. Margskonar þjón-
usta, matur, kaffi, gisting. Tekur að sér
hópa, fundi og ráðstefnur.
Verið velkomin
Hótel Hveragerði
Sími 99-4231