Þjóðviljinn - 16.04.1978, Blaðsíða 12
12 — ÞJÓÐVILJINN
Bjórbann
störfum. Þeir vinna t.d. i sildar-
verksmiðjum, bensinstöðvum eða
við hreinsun bæjarins og snyrt-
ingu. Sumarleyfi skólabarna á
Islandi er 3 1/2 mánuður. En á'
móti eru fleiri kennslustundir á
viku hjá þeim en i Danmörku. Og
á veturna gefast heldur ekki svo
mörg tækifæri til að fara út, þeg-
ar dagsbirtan sýnir sig rétt sem
snöggvast, aðeins fáa klukkutima
á dag.
Betur gekk meö enskuna
I skólum er danska helsta
erlenda tungumálið. En það var
sjaldgæft að hitta einhvern, sem i
rauninni kunni dönsku! Aðeins
aldrað fólk og háskólastúdentar
gátu notað dönskuna. Heldur
betur gekk með enskuna. Ef
gamla norræna tungumálið, sem
talað er á Islandi, er svona ólikt
dönskunni, hversvegna er þá ekki
hreinlega hætt að kenna dönsku
og fleiri kennslustundir notaðar i
staðinn til að kenna ensku? Eða
af hverju ekki að nota norskuna,
sem er mikiu likari islenskunni,
og sem miklu léttara er að læra?
Það er mjög auðvelt fyrir Islend-
inga að skilja færeysku.
F'jarlægðin milli þessara gömlu
norrænu tungumála er ekki enn
orðin svo mikii. Og jafnvel
Færeyingum finnst auðveldara
að skilja nýnorsku en dönSku.”
100 kall fyrir
kalt bað
Við gripum næst niður i frásögn
Smedmans, þar sem hann er
staddur á tjaldstæðinu i Skafta-
felli.
,,Það var stórmerkilegt að
tjalda meðal svo mikils fjölda
fólks. A skrifstofu tjaldstæðisins
var okkur enn komið á óvart. 1
Danmörku höfðum við keypt gráa
Evróputjaldstæðakortið, sem átti
lika að gilda á íslandi. Þeir voru
ekki i nokkrum vafa um það á
ferðaskrifstofunni heima á
Hesingjaeyri. En á Islandi þekkja
menn ekki svona fyrirkomulag.
Við borguðum 400 isl. krónur.
Mjög sanngjarnt. Og 100 krónur
kostaði að fara i bað. En þegar ég
stóð undir sturtunni, var vatnið
iskalt. Ef maður vill fá heitt bað
hér, verður maöur að fara i
biðröðina kl. 7 að morgni. Kl. 8 er
heita vatnið búið. Þó fékk ég 10C
krónurnar til baka. Seinna feng-
um við heitt bað á Hvolsvelli fyrir
200 isl. krónur á mann, um miðjan
dag. Það var á stað, þar sem
herbergi voru leigð ferðamönn-
um. Jafnvel þótt íslendingar hafi
nóg af heitu vatni, er það tvisvar
eða þrisvar sinnum dýrara að fá
sér oað þar en t.d. á hótelum eða
tjaldstæðum i Noregi.
Upplýsingar vantar
Skaftafell hefur verið friðað
m.a. til að vernda gróðurinn, en
samt sem áður hlupu kindur um i
þessum þjóðgarði. Þær naga
grasið að rót og láta trén aðeins
nokkurnveginn i friði þar sem
brattinn er of mikill i hinum
mörgu gljúfrum. Ennfremur ber
landssvæðið merki hins gifurlega
ferðamannafjölda, sem hefur
farið illa með gróðurlagið, að á
mörgum stöðum má sjá
uppblástur, sem eyðilagt hefur
stór landbúnaðarsvæði áður fyrr
og heldur enn áfram. Ef á að friða
svæðið, verður að fjarlægja
sauðféð og skipuleggja göngu-
stiga fyrir ferðamennina. Annars
verður ekki svo mikið að sjá fyrir
ferðamenn i framtiðinni. Það er
ekki nóg eingöngu að friða.
Friðunin verður lika að vera
raunveruleg friðun! A leiðinni
upp fórum við viða framhjá göml
Ferðafélag
Islands
50 ára
1927—1977
Ferðafélagið gefur út árbók, sem er inni-
falin i árgjaldinu. Árbækurnar eru itar-
legasta lýsing á íslandi, sem til er.
Ferðafélagið gefur út kort af íslandi i
mælikvarða 1:750.000.
Ferðafélagið skipuleggur ferðir um
ísland.
Ferðafélagið og deildir þess eiga nú 20
sæluhús i óbyggðum.
Ferðafélag íslands er félag allra lands-
manna.
Gangið i Ferðafélagið og takið virkan þátt
i ströfum þess.
Frh af bls. 11
um rústum, sem nú voru huldar
grasi og varla að vottaði fyrir
útlinum hinna upprunalegu bygg-
inga. Þarna voru engin upplýs-
ingaskilti né annað slikt á
svæðinu eða við rústirnar, þar
sem hægt hefði verið að sjá,
hverjir hefðu búið þarna og
hverskonar náttúruhamfarir
hefðu herjað á sveitina. Hin fræga
Njáls saga hefur einmitt mikil
tengsl við þennan stað. En ferða-
maðurinn verður að láta sér
nægja að geta sér til.”
Eins og i lyf jabúð
Ferðalangarnir eru nú komnir
til Reykjavikur og hafa sofið eina
nótt i tjaldstæðinu i Laugardag:
„20/7. Við vöknuðum á rign-
ingardegi. Úti var jafn kalt og á
aprildegi heima i Danmörku.
Eftir að hafa borðað morgunmat
með skyri rétt einu sinni, ókum
við frá tjaldstæðinu til að litast
um i bænum. Nálægt tjaldstæðinu
var ein hinna fáu einkasölubúða
sem verslar með áfengi. Engin
áletrun var utan á búðinni. Þetta
virtist allt vera nafnlaust. Jafnvel
svona einkasöluverslanir i Noregi
og Sviþjóð eru auðkenndar, og
þar getur maður keypt bjór. En á
Islandi er ekki hægt að kaupa
bjór. Það er aðeins hægt að kaupa
mjög sterkt áfengi eða rauðvin,
og verðið er afar hátt. Inni i
þessari búð, sem virtist þjófheld-
ari en banki, fannst manni frem-
ur að maður væri staddur i lyfja-
búð. Við keyptum tvær flöskur af
rauðvini á 800 ísl. kr. Annars var
verðið á rauðvininu frá 1000 krón-
um og uppúr. Rauðvinið er
helmingi dýrara en i Danmörku.
Þessu var pakkað inn i mjög litt
áberandi poka, eins og um væri
að ræða einhvern sjúkdóm.
Glundroði
í umferðinni
Við ókum i átt að miðbænum.
Augsýnilega á maður bara að
keyra á sama hraða um allt. Ef
engin götuljós eru sjáanleg, ryðst
maður bara áfram og ekur yfir
aðalbrautirnar. Ekki er ráðlegt
að biða of lengi, þá sér sá sem
fyriraftan er um að koma manni
áfram. Inn á hringtorgin er ekið
án þess að hika. Yfirleitt virðist
rikja mikill glundroði i um-
ferðinni i Reykjavik.
Hallgrimskirkja Ijót.
Við lögðum bilnum i grennd við
Hallgrimskirkju. Þetta er lútersk
kirkja, sem byrjað var að byggja
1945 og enn er i byggingu. 011 er
kirkjan úr steinsteypu og linurnar
ibyggingunni eiga i stórum drátt-
um að likjast liggjandi sel, með
uppreist höfuð og hreifana út til
hliðanna. Kirkjan sést viðast að i
Reykjavik, þvi að hún stendur á
einni af hæðunum i bænum. Mjög
eru skiptar skoðanir um bygg-
inguna. Sjálfum finnst mér
kirkjan vera ljót. Þó eru þeir
arkitektar til sem hafa reynt að
likja eftir linunum i gömlu sveita-
bæjunum i nýjum byggingum.
Þannig rákumst við á mjög
snotra kirkju i litlu þorpi, Kirkju-
bæjarklaustri, þar sem tré,
steinsteypa og gras féll vel hvert
að öðru. Kirkjan var mjög einföld
i sniðum, lfkt og þrihyrnt tjald.
Frá jörðu og i mannhæð voru
hliðar hennar úr steinsteypu, en
fletir úr torfi voru felldir inn i
steypuna. Þakið var úr tré og
skilið frá steyptu flötunum með
röð smárra glugga hringinn i
kring. Mjög fallegt.
Stalín er hér
Ekki fjarri „selskirkjunni” er
Tjörnin, og skiptir vegur henni i
tvennt. Hjá Tjörninni er miðbær-
inn, sem liggur niður að höfninni.
Umhverfi Tjarnarinnar er mjög
fallegt, garður með trjám og
blómabeðum. Ótrúlega margir
sundfuglar eru i vatninu. Frá
tjörninni sér maður Þjóðminja-
safnið og háskólann. Þessar tvær
byggingar eru frá árunum kring-
um 1940 og liklega teiknaðar af
Fyrsta...
við Hafnarfjörð. 1 sjónvarpinu
birtist fyrir skömmu fréttaþátt-
ur með ómari Ragnarssyni,
þeim annars ágæta frétta-
manni, þar sem hann vitnaði
óspart i Sigurð Þórarinsson um
nauðsyn þess að leggja þennan
veg niður með Búrfellsgjá.
Astæða þeirra félaga var sú að
þarna væri um að ræða náttúru-
undur sem gaman og nauðsyn-
legt væri að geta sýnt erlendum
ferðamönnum sem stutta dvöl
hefðu hér á landi. Upplagt væri
að leggja veginn fram á brún
Búrfellsgjár svo ferðamennirn-
ir gætu gert svona fimm
minútna stans, tölt um gjána og
kannski uppá fellið. Báðir þessir
menn eru húmoristar, en
kannski hvor af sinni tegund, og
ég held kannski, og ég vona, að
Ómar hafi misskilið Sigurð Þór-
arinsson. Heiðmerkurvegurinn
um Hjallana er lagður rétt við
endann á Búrfellsgjá. Þaðan má
á 15 minútum áaðgiska ganga
upp alla gjána og á fellið. Frek-
ari vegarlagning á þessum
slóðum er þarflaus og raunar
glæpsamleg. Við eigum hérna
rétt við þéttbýlið landsvæði sem
má kallast öræfi, litt snortið
óbyggt land sem þarað auki er
mjög sérkennilegt og fagurt.
Við skulum ekki farga þvi i
hugsunarlausu ferðamanna-
sama arkitekt. Framhliðar
húsanna virka gráar, sements-
legar. ósköp dapurlegt að sjá.
Byggingarnar minna helst á hin
hræðilegu minnismerki Stalins-
timans.
Þjóðminjasafnið er á þremur
hæðum. A fyrstu hæðinni eru
athyglisverðustu hlutirnir, frá
sögulegu sjónarmiði. Hér má sjá
margt góðra muna svo sem stóla,
saumaöskjur, dyr, messuklæði,
altaristöflur, allt unnið i sterkum
og finlegum munstrum, sem
þekkst hafa allt frá landsnámstið.
Marga slika hluti má einnig sjá i
þjóðminjasafninu i Kaupmanna-
höfn, þar sem mörg herbergi eru
full af islenskum altaristöflum,
stólum, kirkjudyrum o.s.frv.
‘Jpplýsíngar aöeins á
islensku
t einum salnum i Þjóðminja-
safninu i Reykjavik voru margir
áhugaverðir munir úr uppgröft-
um, sem gáfu góða innsýn i lifið á
landnámsöldinni. En alls staðar
vantaði betri upplýsingaspjöld.
T.d. voru fundarstaðirnir ekki
sýndir á korti, og safnverðirnir
vissu ekki neitt. Sýningarmunirn-
ir voru aðeins útskýrðir á
islensku. I flestum söfnum er þó
vaninn að hafa enskan texta með.
A safninu var heldur ekki hægt að
kaupa neinar bækur á ensku eða
þýsku, þar sem sagt væri frá þvi,
i hvaða tengslum þessir fornleifa-
fundir væru við sögu Islands. 1
skápnum voru til sýnis nokkur
handrit frá 16. öld. Þessi handrit
varðveitast ekki eilíflega, ef
áfram verður haldið að hafa þau
til sýnis á þennan hátt. 1 salnum
þar sem voru margir útskornir
hlutir úr tré var ekkert rakatæki.
Ef islensku handritin eru varð-
veitt á sama máta eins og hand-
ritin á Þjóðminjasafninu, hlýtur
maður að óttast um framtið
þeirra. Þá skilur maður betur,
hvers vegna sumir sagn-
fræðinganna á danska rikis-
skjalasafninu létu i ljós ótta um
framtið handritanna er hin fræga
afhending þeirra fór fram. Þeir
voru hræddir um, að aðstæður til
varðveislu þeirra væru ekki nógu
góðar i Reykjavik. Og það virðist
vera svo i reynd.
Fótknetti á
Þjóðminjasafnið?
Aður en lokað var höföum við
smátima til að lita aftur inn i sal-
ina á 1. hæð. Þegar maður gengur
inn til hægri, þar sem sýningar-
herbergin fyrir 19. og 20. öld eru,
gæti maður fyrst haldið, að
maður væri kominn inn á skrif-
Frh. af bls 9
braski. Misnotkun landsins
kostar okkur kannski ekki i
svipinn jafn mikið og misnotkun
fiskislóða, en i lifandi mannver-
um blunda fleiri tilfinningar en
fégræðgin ein og i náttúrunnar
riki er ýmis konar angan önnur
en peningalykt. Þótt gaman sé
að geta glatt erlenda ferðamenn
frá löndum sem eru þegar orðin
yfirþyrmd af mengun og hlýjað
þeim um hjartarætur, megum
við ekki gera það með sjálfs-
eyðingu.
Enginn vafierá þviað vegur-
inn í Bláfjöll er vandamál i nú-
verandi mynd og annar hvergi
nær þeirri umferð sem þar
skapast við ýmsar aðstæður, en
lausnin er einfaldlega að gera
aðra akrein, annan veg,
samsiða hinum með gagnstæðri
ákstursstefnu.
Þegar ég er búinn að fara á
Kerlingarhnúk og hlaupa nægju
mina þarna um brúnir og eggjar
Bláfjallanna renni ég mér fót-
skriður niður i Eldborgargil
aftur. Mitt fólk er þá komið i
mikla lyftuþjálfun, meira að
segja yngsta dóttirin 7 ára
stundar lyfturnar af kappi
eldrauð i kinnum af ákafa, og
fjölskyldan er sammála um að
koma aftur eins fljótt ogtiægt er
og vonandi verður hægt að auka
við skiðabúnaðinn fljótlega.
stofu. En það er nú eitthvað ann-
að! 1 fyrsta herberginu er ekkert
annað en skákborð með plasti yf-
ir, þannig að ekki er hægt að
snerta taflmennina. Tveir stórir
hægindastólar úr leðri standa við
borðið. Á borðið hafa þeir ritað
nöfn sin Fischer og Spasski, sem
kepptu um heimsmeistaratitilinn
i skák i Reykjavik 1972. Mér
virðist fáránlegt að setja skák-
borðfrá 1972 á Þjóðminjasafn. Þá
væri eins hægt að hafa til sýnis þá
fótbolta eða handbolta sem notað-
ir hafa verið i landsleikjum sem
unnist hafa. Skákborð frá
heimsmeistarakeppni á ekki við á
þjóðminjasafni. Eðlilegra væri að
skilja þetta, ef borðið hefði verið
til sýnis i flugstöðinni i Reykja-
vik.
Þynnra en vatn
Miðbær Reykjavikur er mjög
viðkunnanleguE Siðdegis eru allar
götur fullar af blaðsöludrengjum,
sem reyna af öllum mætti og með
hrópum og köllum að selja dag-
blöðin. A göngugötunni var mjög
vistlegt kökuhús, þar sem hægt
var að fá stórar rjómakökur og
aðrar tegundir af kökum. I sal við
hliðina á kaffistofunni voru réttir
dagsins bornir fram. En það er
sannarlega ömurlegt að fá sér
girnilegan sildarréttán þess að fá
bjór og snafs með. Að sitja og
borða einhverja þá gómsætustu
sild sem hægt er að fá, og geta svo
bara fengið gosdrykk með, er
pina. Ef maður kaupir islenskt öl,
sem kallað er pilsner, og hefur þó.
nákvæmlega ekkert sameiginlegt
með pilsner nema nafnið, fær
maður mjög dauft ljóst öl, og er
enn meiri hörmung að drekka það
heldur en gosdrykki. Það er
einfaldlega þynnra en vatn.”
Háifa ieiö til himna
Við látum nú staðar numið á
Akureyri, og lesum lýsingu
höfundar á Akureyrarkirkju:
„1 miðbænum, niðri við höfn-
ina, er kirkjan mjög áberandi.
Hún liggur hátt i hliðum bæjarins,
sem eru mjög brattar og enda i
hásléttu. Næstum frá höfninni
liggja miklar tröppur, að kirkj-
unni. Tröppurnar eru svo
margar, að tslendingar segja:
„Þegar þú ert kominn upp allar
þessar tröppur, ertu kominn hálfa
leið til himna.” Kirkjan á
Akureyri hlýtur að vera eftir
sama arkitekt sem teiknaði
Háskóiann og Þjóðminjasafnið
um 1940. Persónulega finnst mér
hún ljót. Hún likist meira slökkvi-
stöð.”
(Þýtt, —eös)
—je.