Þjóðviljinn - 16.04.1978, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 16.04.1978, Blaðsíða 9
ÞJÖÐVILJINN — 9 Viö i skföadeild Fram skiptumst á aö afgreiöa i Iyfturnar, sagöi Vilborg Guönadóttir, og rennum okkur á milli. " ' * : s j i . Ég held bara áfram.þótt annaöskiöiö hafidottiö af, hugsar þessi 7 ára hnáta og móöirin horfir stolt á afkvæmiö. SKÍÐKFERÐIN þeirri tilfinningu sem blundar með hverjum og einum, feguröarþránni, tilfinningunni fyrir hinu fullkomna, litbrigðum jarðar og fegurð himins. Héðan sem ég nú stend, má sjá viðlent riki og mér verður sérstaklega litið til þeirrar hásléttu sem nærhendis er. Þarna vesturaf skiðasvæðinu er Eldborgin, Drottningin og Stóra-Kóngsfell- ið og þar i kring fögur og litrík eldvörpog stórkostlegar hraun- traðir. Spölkorn vestar, i hálendisbrúnni eru Þrihnúkar og i austasta hnúknum er gatið fræga sem enginn veit með vissu hve djúpt er. Fylgirðu brúninni lengra til S-V kemurðu að Grindaskörðum, sérkenni- legum hnúkum og gigum. Þar um lá hin forna Selvogsgata. Fyrst er ég gekk yfir Grinda- skörðin varð ég verulega snortinn. A göngynni uppeftir höfðum við lengi veður af byggðinni á Reykjanesi, og Reykjavikursvæðinu, sáum reykinn af álverinu og báta á sighngu á Flóanum, en þegar yfir skarðið kom lokaðist alltieinu þessi sýn og tilfinning- in varð allt önnur. Dýjamosinn verður djúpgrænni, hraunið dekkra, litfar bergsins auðugra og ljós hveragufan i hliðum Brennisteinsfjalla skerpir and- stæður þessa dularfulla lands. Lengi hafa verið uppi hug- myndir um að létta á um- ferðinniá Bláfjallavegi með þvi að leggja hringveg, fara með veginn áfram suður heiði. niður Grindaskörðin, um Flesjur og Mosa og tengja hann byggðinni Framhald á 12 siðu hæð var að dóla fyrir vestan land óg beinir frá oss öllum hin- um kröppu lægðum sem venju- lega þyrpast til okkar frá Nýfundnalandi. Og upp rennur fagur sunnu- dagur og f jölskyldan skellir sér i' Bláfjöll. Okkursýnist tiltölulega fámennt i Eldborgargili, a.m.k- miðað viðf jöldann i Kóngsgilinu og förum þvi þangað, þvi byr jendum hentar að hafa rými i kringum sig. Eldborgargilið er eiginlega dálitill dalur sem skerst inni fjöllin með brekkur við allra hæfi. Framarar hafa komið sér upp aðstöðu þarna, dálitlum snotrum skúr og tveimur lyftum. Til fyrirmyndarer, að önnur lyftan er eingöngu ætluð börnum og byr jendum oger staðsett i þægi- legri brekku. . Svo heppilega vildi til að kon- an og sú hin eldri dóttirin gátu skipst á að nota skiðin, svo i raun er það bara ég, sem skiða- laus er. En hér i hásölum þarf engum að leiðast. Ég rölti upp öxlina vestani gilinu og uppfyrir gilbotninn þar sem eitthvert kompani er með einkalyftu. Eldri maður, sem ég seinna frétti að var hátt á sjötugs aldri, hoppar úr lyftunni, leggur sniðhallt i brekkuna svo þýtur i skara og snækristallar tindra við stálkanta skiðanna, snýr sér i brattann og þýtur niður fjallið og hópur skiðafólks, sem liggur i sóibaði i dalbolla i miðju fjalli veifar kappanum glaðlega. Afram rölti ég upp á brúnir þar sem sér útaf i allar áttir. Veðrið er ofsalega gott og skyggnið eft- ir þvi. Hér þarf ekkert erindi, nema það eitt að fullnægja Nokkur orð umferðabúnaó Nú fer að styttast til vors, en þó má búast við þvi að veturinn eigi sitthvað vantalað við oss enn um sirn. I minum augum eru vetrarferðirnar hámark úti- lifsins, og reyndin er sú að almenningur er farinn að kunna miklu betur að meta þennan árstima til göngu og skiðaferða en áður. Oft hefur mig þó furðað hve fólk er vankunnandi að búa sig út, þótt aldrei hafi verið á boðstólum fjölbreyttara val af búnaði. Þær fátæklegu leiöbein- ingar sem ég set hér fram eiga i grundvallaratriðum við bæði vetur og sumar. Fatnaður t minum ferðum hef ég að jafnaði ullarnærföt meðferðis, og ef ég er ekki i þeim, eru þau i bakpokanum. Fyrir þá sem illa þola islensku ullina má geta þess að prýðileg þunn, norsk ullarnærföt hafa fengist hér, m.a. i Ellingsen. Þar utanyfir er ágætt að vera i bómullar eða flúnel-skyrtum og svo náttúr- lega góðri peysu úr islenskri ull. Yfirhöfuð ætti fólk að forðast öll gerviefni i ferðafatnaði, og eru meira að segja utanyfirflikur úr gerviefnum oft á tiðum mjög varasamar. Um höfuðföt má segja að enn sé lambhúshettan best, en vel má nota prjónahúf- ur eða skinnhúfur ef hetta er á úlpunni. Sem ferðaskó fordæmi ég strigaskó, i lengri göngur a.m.k. en gúmmistigvél með stinnum þykkum sóla geta vel dugað, sérstaklega að sumarlagi, en að vetri til er alltaf hætta á að snjór komist ofani þau og getur þá verið erfitt að halda á sér hita. Best er vafalaust að vera á gönguskóm úr leðri meö stinn- um munstruðum sóla, en þannig skór fást i hverri sportverslun, en að visu nokkuð dýrir. Oft hefur mér fundist útlent fólk sem hingað kemur, sér- staklega þjóðverjar, miklu út- sjónarsamari og hagsýnari i búnaði sinum en við heimamenn á isaköldu landi. Mjög algengt er tildæmis að þetta fólk klæði sig i utanyfirbuxur úr ull, sem eru miklu betri en þessi blönd- uðu efni sem við notum. Einnig er algengt að þetta fólk hafi meðferðis létt gúmmiregnföt, annað hvort slár eða buxur og stakk. Við afturá móti notum og ofnotum hin léttu regnföt úr gerviefnum sem geta ef litið reynir á, verið þægileg, en eru gagnslaus i stórviðrum og hafa oft valdið þrengingum og slys- um. Framhald á 18. siðu GEVAFOTO! Myndavélarnar i Gevafoto eru af öllum stærðum, gerðum og verð- flokkum. En eitt er þeim sameigin- legt — þærkunna sitt fag. Góðar og fallegar ferðamyndir eru tryggðar með myndavélum frá Gevafoto ogframköllun á sama stað! Fyrsta flokks þjónusta og ráðleggingar sérfræðings á staðnum. Það er nauðsynlegt að taka myndavélina með i ferðalagið — en ekki er lakara ef sjónauki er lika meðferðis. Þeir eru til i iniklu úr- vali hjá Gevafoto og með nútima tækni og japanskri fjöldafram- leiðslu hefur verðið náðst ótrúlega langt niður. Sjónaukar frá Denkar og Konica gera ferðalagið enn skemmtilegra. H F J/Lusturstrœti 6 Stnu 2 2955

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.